Alþýðublaðið - 30.05.1959, Síða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1959, Síða 4
 Ctgefandi: Alþý'ðuflokkurinn. Eitstjórar: Benedikt Gröndal, GísU J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- aon. Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- ■on. Ritstjómarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- •Imi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverflsg. 8—10. Slannihalsdómurinn HA'NNIBAL VALDIMARSSON lét í veðri vaka fyrir síðustu alþingiskosningar, að hann myndi sigra Moskvukommúnismann í Sósíalista- flokknum innan frá og hefði í því skyni beitt sér fyrir stofnun Alþýðubandalagsins. Hins vegar datt sumum í hug, að úrslitin yrðu hin, að Moskvu kommúnistarnir reyndust ofjarlar Hannibals. Og nú er þetta komið á daginn. Framboð Alþýðu- bandalagsins í ár taka af öll tvímæli í þessu efni. Hannibal Valdimarsson og Alfreð Gíslason eru einangraðir af Reykjavíkurdeild Moskvu- kommúnistanna. Þeir fá raunar að vera í fram- boði, en Sósíalistafélag Reykjavíkur mun hafa hafnað listanum, og lið Brynjólfs Bjarnasonar bíður aðeins haustsins til að gera upp við að- komumennina. Málgagn Alþýðubandalagsins, Út sýn, er algerlega á valdi Moskvukommúnist- anna. Ennfremur hafa sex af frambjóðendum Alþýðubandalagsins í síðustu kosningum orðið að víkja fyrir Moskvukommúnistum, en þar er um að ræða fólkið úr Málfundafélagi jafnaðar- manna, sem hélt tryggð við Hannibal, þegar hann sagði skilið við Alþýðuflokkinn. Bergmund ur Guðlaugsson, Guðgeir Jónsson, Kristinn Jóns son, Magnús Bjarnason, Sigríður Hannesdótt- ir og Sólveig Ólafsdóttir hafa þegar sætt þeim dómi Moskvukommúnismans, sem bíður Hanni bals og Alfreðs í haust. Víst er það athyglisvert, að Hannibal og Al- freð sætta sig við þá meðferð sem félagar þeirra úr Málfundafélagi jafnaðarmanna hafa orðið fyr- ir af hálfu Moskvukommúnistanna. Þeir láta sér einangrunina lynda, meðan þeim er gefinn vonar g kostur á þingmennsku. Og svo er Hannibal orð- inn skaplaus, að hann lætur Moskvukommúnist- B ana aflima sig þegjandi og hljóðalaust. Þriðji maðurinn kemur við þessa sögu — Finnbogi Rútur Valdimarsson. Hann var lít- illækkaður af Moskvukommúnistum með skoð anakönnun á Suðurnesjum og lenti þar í minni hluta. Þetta er einn þátturinn í taugastríðinu. Finnbogi Rútur er minntur á, hvað hans bíði, ef Brynjólfi og félögum hans kynni að þóknast að láta sverfa til stáls í viðureign við Valdi- marssynina. Þannig er ævintýri Alþýðubandalagsins á enda. Stórveldisdraumur Hannibals Valdimars- sonar er orðinn að þeim veruleika, að „fjandmað ur:í Moskvukommúnismans, sem ætlaði að sigra hann innan frá, bíður nú einangraður dómsins í haust. Og þá verður hann svo heillum horfinn, að Hannibaldsdómurinn mun þykja litlum tíðindum sæta nema innan f jölskyldunnar. POLITISKIR ALFREÐ Gíslason virðist ekki ætla sér að taka mikinn þátt í kosningabaráttunni, þótt hann hafi gegn rödd skyn seminnar gengið inn á að vera á lista aftur. Hann er, eftir því sem blöðin herma, farinn til Stokkhólms til há- tíðahalda og er þar fulltrúi alþingis sem annar varafor- seti efri deildar. Er augljóst, að enginn af hinum átta for- setum og varaforsetum þings- ins hefur fengizt til að mæta þarna fyrir þingsins hönd. Þeir telja sig ekki geta verið fjarstadda, þegar lokasprett- ur kosningabaráttunnar er að hefjast. ’bT Enda þótt ríkisstjórn Al- þýðuflokksins hafi aðeins setið fimm mánuði, hefur hún lagt mikla áherzlu á endurbætur í tryggingamál- unum. Henni tókst að gera hækkun dánarbóta lög- skráðra sjómanna að veru- leika, og verið er að athuga hækkun á öðrum dánarbót- um, sem eru mikið réttlæt- ismál. Þessu máli hreyfði Friðión Skarphéðinsson á al- þingi í haust, en hann tók þegar til við framkvæmd þess eftir að hann varð fé- lasrsmálaráðherra. Þá var máli bví, sem Jóhanna Eg- ilsdóttir hafði frumkvæði að er hiin sat á þingi í fyrra, nokkuð þokað áfram. Það er um bækkanir á elli- og ör- orkulífeyri, sem nú er svo Iágur, að þjóðinni er hneisa af. Nefnd undirbjó frumvarp um þessi mál, sem gerir ráð fyrir hækkun bóta um rúm- ar 30 milljónir. Ríkisstjórn- in flutti þegar frumvarpið, en það kom of seint fram til að fá fullnaðarafgreiðslu. Samkvæmt bví áttu hækkan irnar að taka gildi á næsta ári, svo að alþingi getur af- greitt málið á haustþingi — og verður að gera það. w . Tíminn er nú aftur tekinn að vitna í Ásgeir Ásgeirsson um kjördæmamálið og forð- ast eins og fyrr að hafa eftir það, sem sá vísi maður sagði almennt um þróun málsins og sýndi grundvallarhugsun hans bezt. Hér skulu nefnd aðeins þrjú dæmi, sem öruggt er, að Tíminn aldrei mun birta. Ás- geir Ásgeirsson sagði 1933: „Þróunin hefur jafnan geng ið í jöfnunarátt. Frá því byrj- að var að skipta veldissprota kosninganna upp á milli þegn- anna, þá hefur jafnan stefnt í þessa átt og mun ekki linna,. fyrr en að fullu eru jöfnuð áhrif þegnanna“. Eða þetta sama ár: „Hans hátign þjóðarviljinn er Iiinn eini trausti grund- völlur undir nútíma þjóð- skinulagi“. Áratug síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson þetta í sama máli: „Það læt ég ekki segja mér, að mannréttindi séu hættuleg þingræðinu og frelsinu“. íhaldið virðist vera undr- andi á því, að deilur skuli vera milli vinstriilokkanna og þeir jafnvel túlka einstaka atriði um endalok vinstristj órnar- innar hver á sinn hátt. Eitt- hvað ■ rámar nú langminnuga kjósendur í það, að samkomu- lagið milli íhaldsins og fram- sóknar hafi ekki verið upp á það bezta vorið 1956, þegar þessir flokkar voru að slíta samvistum í stjórn Ólafs Thors! ☆ Vesalings lesendur Tím- ans. Framsóknarmenn eru fyrir þrem vikum búnir að segja allt, sem þeir hafa að segja um kjördæmamálið, endurtaka nú sömu tuggurn ar aftur og aftur og eiga að því er bezt verður séð eftir að endurtaka þær í mánuð til kosninga, ef ekki verður prentaraverkfall. Lítið álit hafa þessir menn á íslenzk- um kjósendum, ef þeir halda að þessi göbbelska áróðurs- aðferð beri árangur hér á landi. Bréf frá Japan ALÞÝÐUBLAÐIÐ fékk í gær- morgun bréf frá Japan. Bréfritari heitir K. Takashi Itoh, er prófessor og er búsett- ur í Ubagaya, Kamakura, Jap- an. Og hann óskar upplýsinga um, hvað það kosti að vera á- skrifandi að Alþýðublaðinu. H a n n es á h o r n i n u ★ Engin blöð koma út. ★ Launadeilur nú ekki einkamál stétta — held ur sameiginlegt vanda- mál. ★ Engar hækkanir hægt að leyfa. ★ Fellur skriðan á okkur? SVO LÍTUR ÚT sem þetta verði síffasti pistillinn minn fyrst um sinn. Launadeila er í aðsigi milli prentara og prent- smiffjueigenda ,og ekki er ann- að sjáanlegt þegar þetta er skrifaff, en aff prentsmiffjurnar stöffvist á mánudag, 1. júní — og þá koma engin blöff iit fyrr en deilan leysist. ÞAÐ er í mikið ráðist nú að stofna til stöðvunar atvinnu- tækja vegna krafa um launa- hækkanir. Allt stefnir að því að freista þess að stöðva dýrtíðar- flóðið og reyna að fóta sig á flug- hálkunni, sem við höfum dansað á síðastliðin ár með þeim afleið- ingum að verðmætin hafa bráðn- að eins og fjúk í lófum okkar. LAUNADEILA milli tveggja þjóðfélagsstétta er ekki framar einkamál þeirra. Hún er þjóðfé- lagslegt vandamál. Hún stofnar allri afkomu þjóðarinnar í geig- vænlega hættu og opnar gáttir fyrir nýjum verðhækkunrftn, — launahækkunum — steypiflóði. Það er ekki undir neinum kring- umstæðum hægt að leyfa nein- ar hækkanir á vörum, þjónustu eða öðru sem almenningur þarf á að halda. Ef til verkfalls kem- ur, hvort sem það er hjá prent- smiðjunum eða öðrum fyrir- tækjum, þá er ekki annað sýni- legt en að það verði langt. ÞAÐ er a-f sú tíð, að hægt sé að velta öllum hækkunum, hverju nafni sem þær nefnast, yfir á ríkið. Þetta var gert árum sam- an með þeim afleiðingum, að launþeginn hætti að vera átayrg- ur gagnvart samtökum sínum og atvinnurekandinn gagnvart fyr- irtækinu, sem hann stjórnaði. — Öllu var velt 'yfir á ríkisvaldið, sem vitanlega er samnefnari þjóðfélagsheildarinnar — og nú súpum við seyðið af því. Hefði ekki verið hægt að stöðva allt um síðastliðin áramót, sæjum við nú fram á ríkisgjaldþrot, — og um leið gjaldþrot einstakling anna, atvinnufyrirtækjanna og launþeganna, sem hafa lifibrauð sitt af þeim. og enginn virðist þora að segja það, sem þarf að segja fólkinu. En þetta er stað- reynd, sem hugsandi menn hljóta að sjá og skilja. BLAÐALAUS kosningabar- átta verður óvenjuleg. Ef til vill geta stjórnmálamennirnir ekki hugsað sér það hvernig hún verði. En ég efast um, að kjör- sókn verði rninni þó að engin blöð komi út. Ég get ekki skilið annað en að stjórnmálaflokkarn- ir geti gert grein fyrir stefnu- málum sínum í útvarpinu alveg eins og í prentuðu máli. Ég mundi leggja til að hver stjórn- málaflokkur fengi, auk venju- legra útvarpsumræðna, tíma eitt kvöld til þess að gera grein fyrir sínum málum, en útvarpsráð setti reglur um þá dagskrá í sam ráði við fulltrúa flokkanna. — Mætti vel leyfa flokkunum að búa til sérstaka dagskrá, sem ekki væri eingöngu miðuð við pólitískar ræður. NIDURSTAÐAN er þessi: — Það er ekki hægt að leyfa nein- ar hækkanir á framleiðslu eða þjónustu. Launadeilur nú eru geigvænlegt þjóðfélagslegt vandamál. Hækkanir nú hjá einni stétt og einum atvinnu- rekstri, myndu hleypa af stað skriðu, sem ekki væri hægt að stöðva — og afkoma okkar allra myndi grafast undir henni. VIÐ SKULUM VONA, að ekki komi til stöðvunar. — Við skul- um vona, að skriðan falli ekki. mmmSm Hannes á horninu. n&á 4 30. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.