Alþýðublaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Sunnudagur 31. maí 1959 — 118. tbl. sig, a inn á MIKIÐ hefur borið á því und anfarin ár, að stúlkur fari í ó- leyfi inn á Keflavíkurflugvöll til samneytis við varnarliðs- menn. Sem kunnugt er, er eng- um heimill aðgangur að flug- vellinum án vegabréfs. Eru þau gefin út af íslenzku lögreglunni í hliðinu, þar sem farið er inn á flugvöllinn. Fá allir vegabréf, sem gera lögreglunni grein fyr ir hvert erindið er. Lögreglan er farin að þekkja úr þær stúlkur, sem fara inn á flugvöllinn til saurlifnaðar með varnarliðsmönnum og neita þeim því um vegabréf. BEITA ÖLLIJM BRÖGÐUM. Margar þessara kvenna láta samt ekki hugfallast og revna að beita brögðum til þess að komast inn. Segja þeir, sem með þessi mál fara, að ótrúlegt sé, hversu auðugt hugmynda- flug þetta kvenfólk hafi við að srr|ygla sér inn á völlinn og hafi þær reynt flestar þær aðferðir, sem þekktar eru í veröldinni til þess að komast í gegnum girðingar. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiirtiiiiiiiiiiiiiiiiuimr Hvar fá kommar 1 milljónirnar! r ; Um þessar mundir er að rísa | i við neðanverðan Laugaveg 1 i stórhýsi mikið, sem er eign | kommúnistafyrirtækisins | Máls og menningar. Þetta | j. hús mun vafalaust kosta 8 i ! —10 milljónir króna, og | j undrar marga hvar kommún | j istar fá slíkt fé. Bókaútgáfa f j.skilar ekki miklu fé liér á | j.landi og varla ganga þeir í| i íslenzka banka. Menn geta | j ímyndað sér, hvort innlendir | j styrktarmenn leggi þetta fé | j fram. Hvaða leiðir eru þá i j' eftir? iiiiMimmiiuunmmmiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiumiiiiiui Þær fela sig í farangurs- geymslum bifreiða, grafa sig undir girðingarnar, klippa þær í sundur með vírklippum og klifra yfir þær. lonn AÐEINS þrír togarar lönduðu karfa í Reykjavík í sl. viku, samtals 1002 Jestum. Fylkir landaði 338 tonnum á mánudag, Marz 314 tonnum á þriðjudag og Jón forseti 350 tonnum á miðvikudag. Óhagstæð tíð hefur verið á Nýfundnalandsmiðum, stormur og ísrek, og hefur það hamlað veiðum í yikunni sem leið. Kom ust togararnir því í lítinn fisk. Askur er væntanlegur inn í dag. 40-50 brezkir togarar á veiðum hér við land í ÞESSARI viku hafa 40—50 brezkir togarar verði að stað- aldri á íslandsmdðum, þar af um 5—10 í einu að veiðum á svæð- um þeim, sem brezku herskipin verja til ólöglegra veiða. Svæði þessi eru 3 eins og áður. Tvö fyrir norðanyerðum Vestfjörð- um og eitt út af Papey. I gær var sólskin og blíða í Reykjavík; ef þetta veður helst — og ekki verður prent araverkfall — ættum við að geta sagt frá fyrstu baðgesjf- unum í Nauthólsvíkinni í næstu viku. Myndin er af yngsta Reykvíkingnum, aðj við hyggjum, sem notaði sjó inn og sólskinið í fyrra. MMMMIMMWWWMMMMMM ÞAÐ HEFUR GEFIZT óvænt tækifæri til að rifja upp at- burði, sem gerðust í Tékkó- slóvakíu fyrir liðlegá áratug. Þetta eru sárar endurminn- ingar fyrir alla frjálsa menn, ekki sízt fyrir jafnaðarmenn. Lærdóminum af samskiptum tékkneskra jafnaðarmanna við kommúnista megum við ekki gleyma. TÉKKNiESKI alþýðuflokkur- inn var eftir stríðið í rústum eftir valdaOíma nazista, og flestir leiðtogar hans drepnir í fangabúðum. Að auki eign- uðust komlmúnistar þar sinn hannibal, Fierlinger að nafni, sem vann að sameiningu við kommúnistaflokkinn. Á árinu 1947 nutu jafnaðarmenn vax- andi fylgis og á flokksþingi í Brno var Fierlinger felldur sem formaður. En kommúnist ar voru ekki af baki dottnir. í ÁRSBYRJUN 1948 tóku kom- múnistar öll völd í Tékkósló- vakíu með valdi. Eitt hið fyrsta, sem þeir gerðu var að senda vopnaðar sveitir til að ráðast á aðalstöðvar jafnaðar- manna og blaðsins Pravo Li- du. Þeir náðu þeimi á sitt vald éftir mDCgra klukkustunda bardaga — og settu Fierlinger aftur sem formann flokksins. 17. apríl lýsti Þessi svikari yf- ir með nokkrum fylgismönn- uhi sínum, að tékkneski al- þýðuflokkþrinn væri samein- aður kommúnistum. Þrem dög um síðar hætti Pravo Lidu að koma út. Þingflokkur jafn; aðarmanna var leystur upp. VALDATAKA kommúnista |‘ Tékkóslóvakíu var mikill harmleikur. Ofbeldi og ein- ræði Isignuðu, Benes forseti varð raunverulega fangi og Mazaryk, sonur þjóðhetjunn- ar, kastaði sér út um glugea. Síðar á árinu viðurkenndi Framhald á 3. síðu. HLERAÐ Blaðið hefur hlerað -2 1 V Að Mjólkurbú Flóamanna hafi £ athugun hraðkæl- ingu mjólkur heima á bæjunum, sem mundi stórbæta vöruna, ef á kæmist. Stofnkostnaður er allmikill, en þá þyrfti ekki að sækja mjólk á hverjum degi heim á bæina og við það spar- aðist mikið fé. Prentaradeilan var óleyst í gær Félagsfundur kl. 2 í dag EKKI hafði náðst samkomulag í kjaradeilu prentara og prent- smiðjueigenda í gær, er blaðið fór í prentun. Hófst fundur með sáttasemjarakl. 3 í gær, en ekki hafði náðst samkomulag síðast er til fréttist. í dag 'kl. 2 hefur Hið íslenzka prenarafélag boðað félagsfund til þess -að ræða samningana. EKKERT TILBOÐ BORIZT í GÆIt Alþýðublaðið sneri sér til, EHerts Ágústs Magnússonar, formanns H'ÍP, um-. -hádegið í gær og ræddi við hann u-m horf ur í deilunni. Sagði hann að prentsmiðjueigendur hefðu þá enn ekkert tilboð sent prentur- um. En fundur yrði m-eð sátta- semjara- kl. 3 eins og fram kem ur hér að framan. Annað kvaðst hann ekki geta -sagt um- deiluna að svo stöddu. VERÐUR VE^RKFALL? Verkfall hefur verið boðað frá og með 1. júní, þ. e. morg- undeg-inum. Talið er ólíklegt að samtoomulag náist fyrir þann tíma- Eru því miklar líkur á því, að til verkfalls komi, nema verkfallinu verði frestað, en ekkert hefur -heyrzt um að það verði gert. z' ENGIN BLÖÐ Kom-i til verkfalls, koma eng- in blöð -út á þriðjudaginn og ekki fyrr -en vinna hefst á ný hjá prenturuim, Mjög eru skoð- anir skipt-ar um það hvort verk fall yrði langt eða stutt, kæmi til þess. Sumir segja, að verk- fallið kynni að standa svo mán- uðum skipti, -a-ðrir telja, að það mjunddi standa í viku eða Þar una bil. Sem sagt: AAger óvissa rík- ir um þessi mál og Alþýðublað* ið getur ekki skýrt lesendum- frá því hvort það kemur ú-t nk. þriðjudag eða ekki. WWMWWMWWMMMMHW úsfiov kemur við sögu á baksíð- unni í dag! MMMMMMMMMMMMMMMW Og nú .., mun ég sýna ykkur ... nýjustu rússnesku .., tillögurnar ... til lausnar ... Berlínardeilunni! Það er grein um Berlín á 5. síéu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.