Alþýðublaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 4
Ötgefandl: AlþýSuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Glsll J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). FuUtrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- •on. Fréttastjóri: Björgvin Guómundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- ton. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- ■fmi: 14900. ASsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hvarflsg. 8—10. Hvernig svarar þú? EFTIR mánuð munu tæplega 90000 íslend- ingar gabga að kjörbörði og kvaða upp, hver fyrir sig, dóm um stjórnmálaflokka og stjórn- málamenn landsins. Á þeim dómi mun það byggj ast, hverjir fara með stjórn og áhrif í landinu næstu árin. Kosningar hljóta óhjákyæmilega að snúast fyrst og fremst um þá ríkisstjórn, sem verið hefur við völd fyrir kosningarnar. Þess vegna hljóta kjósendur nú fyrst og fremst að svara spurning- um varðandi stjórn Alþýðuflokksnis: ★ Var rétt af Alþýðuflokknum að mynda þessa stjórn, eða átti að láta landið fljóta áfram í höndum veikrar utanþingsstjórnar? ★ Var rétt af Alþýðuflokknum að stöðva dýrtíð- ina, eða átti að láta hana rjúka upp úr öllu valdi? ★ Var rétt af Alþýuflokknum að ná saman halla- lausum fjárlögum eins og gert var, eða átti að Iáta 400 milljóna álögur dynja á lands- fólkinu? ★ Var rétt af Alþýðuflokknum að knýja frain lausn kjördæmamálsins og kosningar — eða i átti að láta órétt kjördæmaskipunarinnar sýkja stjórnmálin lengi enn? Þessum og ótal fleiri spurningum munu kjós- endur svara. Þeir munu kveða upp úrskurð um það, hvernig íslenzk stjórnmál verða á næstu ár um, hvort þau eiga að skiptast milli öfganna, — íhalds og kommúnista, eða hvort jafnaíðarstefn unni verður ætlaður þar vaxandi hlutverk. ■ Vinstri stjórnin hlýtur að koma mjög við sögu í þessum kosningum. Hún var tilraun, sem óhjá kvæmilegt var að gera í íslenzkum stjórnmálum, eins og komið var sumarið 1956. Sú stjórn gerði marga hluti með ágætum, sýndi áhuga vinstri flokkanna á atvinnuskilyrðum landsmanna, sem bötnuðu stórlega, og alhliða framkvæmdum, sem voru miklar. En vinstri stjórnin brást líka, — því miður — í veigamiklum atriðum. Ábyrgðarleysi kommúnista í efnahagsmálum og þjónkun þeirra við erlend sjónarmið voru þar veigamestu atriðin. Á þeim skerjum strandaði stjórnin og því ber að dæma kommúnista fyrst og fremst fyrir endalok hennar. ' Alþýðuflokkurinn er ábyrgur flokkur, sem þorir að skýra frá tillögum sínum og standa við þær í framkvæmd. íslendingar munu við kosn ingarnar sýna flokknum traust og veita honum fylgi til stórvaxandi áhrifa í íslenzku þjóðfélagi. Það mun reynast þjóðinni farsælt. 0 Ð. Tilboð óskast í að byggja gæzluskýli á barnaleikvöll- um Reykjavíkurbæjar. Útboðslýsingar og teikninga má vitja á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur} Vonar- stræti S, gegn 200 króna skilatrygglingu. Tilboðum skal skjila fyrir kl. 11 f. h. mánudag 8. júní. Tilboðin verða þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Fræðslustjórinn í Reykjavík. 4 31. maí 1959 — Alþýðublaðið i m Ingólfur Arnarson í kjöri í Yeslmanna- eyjum. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Ingólfur Arnarson járnsmiður verði í kjöri fyrir Auþýðuflokk inn í Vestmannaeyjum í alþing iskosningunum 28. júní nk. Ingólfur Arnarson er fæddiur 31. ágúst 1921 í Vestmannaeyj- urn. Hann nam plötu- og ketil- smíði við Iðnskólann þar og lauk prófi 1957. Ingóifur var í Haukadalsskóla Sig. Greips- sonar 1940—’41, stóð framar- lega í íþróttalífi Vestmanna- eyja um langt árabil og var m. a- formaður áiþróttafélagsins Þórs í 10 ár. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi 1958. Ingólfur Arnarson er nú for- maður stjórnar Vélsmiðjunnar Völundur h.f. í Vestmannaeyj- um, sem stofnuð var á sl. ári og nýlega hefur hafið starfsemi sína_ Sfofnfundur FUJ á Snæfellsnesi í dag. í DAG kl. 4 verður haldinn í samkomuhúsi Ólafsvíkur stofn- fundur Félags ungra jafnaðar- manna í Snæfellsness- og Hnappada<lssýslu. Pétur Péturs son alþingismaður talar á fund inum. Úr stjórn SUJ mæta þeir Ingimundur Erlendsson starfs- maður Iðju og Jón A. Héðins- son viðskiptafræðingur. Ungt fólk í sýslunni, sem hyggst taka þátt í stofnun félagsins, er hvatt til þess að mæta á fundinum. 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiuii - Björgvin Brynj- olfsson i kjori i A.-Húnavalnssýsiu BJÖRGVIN BRYNJÓLFS- SON á Skagaströnd verður í kjöri fyrir Alþýðufiokkinn í Austúr-Húnavatnssýslu við kosningarnar í júnílok. Björgvin er fæddur 2. febrú- ar 1923, sonur hjónanna Brynj- ólfs DaniValssonar og Steinunn ar Hansen. Björgvin hefuy alla tíð stundað verkamannavinnu og valdist snemma til trúnaðar- starfa í verkalýðshreyfingunni. Hann 'hefur verið formaður Verkalýðsfélags Skagastrandar árin 1953,1956, 1957 og 1959, og síðan 1953 hefur hann átt sæti í stjórn Alþýðusambands íslands. — Hreppsnefndarmaður hefur hann. verið síðan 1958. Aðalfundur Iðn- fræðingafélagsins AÐALFUNDI Iðnfræðinga- félags íslands er nýlokið. í skýrslu formanns Aage Steins- sonar, kom það fram að mörg hagsmuna- og framfaramál fé- lagsins höfðu verið tekin fyrir á árinu. Merkast þessara mála er stófnun Stéttarfélags iðn- fræðinga. Á s.l. starfsári bætt- ust félaginu 15 meðlimir og er tala félagsmanna nú 60. Á milli 20 og 30 menn eru nú við iðn- fræðinám erlendis. Stjórn Iðnfræðingafélags ís- lands skipa: Jón Sveinsson, for- maður, Baldur Helgason, Björg vin Ólafsson, Ðaníel G. Einars- son og Garðar Svavarsson. Stjórn Stéttarfélags iðnfræð- inga skipa: Aage Steinsson for- maður, Baldur Helgason, Björg vin Ólafsson, Jón Sveinsson og Kolbeinn Jónsson. Sigurður Pétursson í kjöri í Stranda- sýslu. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Sigurður Pétursson útgerðar- maður verði í kjöri í Stranda- sýslu fyrir Alþýðuflokkinn í aI þingiskosningunum 88. júní nk. Sigurður P<\ursson er fædd- ur í Bolungarvík 6. rnarz 1912. Fluttist í Strandasýslu árið 1930 og var póst- og símstöðvar stjóri á Djúpuvík 1937—-’42 og aftur 1946—-’56. Sigurður var í hreppsnefnd Árneshrepps og oddviti hennar um margra ára skeið. Stofnaði Verkalýðsfélag Ár- neshrepps í nóvember 1935 og formaður félagsins til 1938. Sig urður er nú útgerðarmaður í Reykjavík. Leiðrétting. ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær, að með framboðsfrétt um sr. Sigurð Einarsson skáld í Holti, birtist mynd af Helga Briem ambassador. Eru hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Mvnd af sr. Sigurði Einarssyni birtist hér með. PRENTNEMAFÉLAGIÐ | | í Reykjavík hefur ákveðið I | hópferð í Borgarfjörð dag- I | ana 6.—7. júní. Farið verður | | frá Iðnskólanum kl. 4 á laug- | | ardag og ekið sem leið ligg- | | ur í Borgarfjörð. Þar verður 1 | tjaldað á góðum stað, en síð- | | an haldið á dansleik. | | Daginn eftir verður ekið 1 | um héraðið, til Akraness, og 1 | loks til Reykj.avíkur. Þátt- | | takendur eru áminntir um 1 | að hafa með sér tjald og mat, 1 | því að ekki er búizt við að I | keyptur verði matur á leið- 1 | inni. | | Þátttaka tilkynnist for- | | Hianni ferðanefndar, Kristni 1 | Jónssyni, Félagsprentsmiðj- | | unni, eða Eyjólfi Sigurðs- | | syni, Alþýðuprentsmiðjunni, | | í síðasta lagi mánudaginn 1. i | júní, þ.e. á morgun. Frá Síýrimannaskólanum Tveir menn með stýrimannaprófi verða væntanlega ráðnir til að veita forstöðu 4 mánaðia námskeiðum til undirbúnings f yrir hið minna fiskimannapróf, sem haldin verða á Akureyri og í Vestmannaeyjum á hausti komanda, verði næg þátttaka fyrir hendi. Umsóknir ásamt kröfum um kaup og dvalarkostnað sendist undirrituðum fyrir lo'k júlímánaðar. Væntanlegir nemendur á þessum námskeiðum sendi undirrituðum umsóknir sínar einnig fyrir júlílok. Skólastjóri Stýrimannaskólans. •............................................................

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.