Alþýðublaðið - 11.06.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 11.06.1959, Side 4
/ / MWMÍ Útgefandl: AlþýSuflokkurinn. Rltstjórar: Benedikt Gröndal, Glsll J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- ■on. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu- dmi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhosið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hvarflsg. 8—10. Að loknu verkfalli BLÖÐ koma nú aftur og engin stöðvun hefur orðið á dreifingu mjólkur. Verkfalli prentara er lokið án þess að þeir fengju nokkra grunnkaups hækkun og mjólkurfræðingar hafa frestað boðuðu verkfalli sínu. Eru þessi tíðindi landsmönnum öll um mikið fagnaðarefni, því vissulega virtist í óefni komið, ef ný skriða, vinnustöðvana og kauphækk ana hefði farið af stað. Slík þróun hefði ekki að eins gereyðilagt stíðvunarstefnu ríkisstjórnarinn ar, heldur komið harðast niður á hinu vinnand.i ólki sjálfu og orðið verðbólgubröskurunum einum til góðs. Ríkisstjórnin tók í þessu máli afdráttarlausa afstöðu. Hún mun enga hækkun leyfa á prentun eða neinni vöru eða þjónustu vegna breytíra samninga, og hún kom því til leiðar, að mjólk urfræðingar frestuðu verkfalli sínu. í þessu máli má fullyrða, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar innar stendur að baki stjórninni og vill halda fast við þá stöðvun dýrtíðarinnar, sem þegar er orðin. Það kom greinilega í Ijós í lok prentaradei.1 unnar, að það eru kommúnistar, sem nú reyna að koma nýrri dýrtíðaröldu af stað. Þeir börðust á móti þeirri lausn deilunnar, sem mikill meirihluti prentara samþykkti. í þessu sambandi er rétt að hafa huga: ★ Það er stórhættulegt fyrir verkalýðshreyfing inguna sjálfa, ef tiltölulega vel launaðir smáhóp ar manna, eins og mjólkurfræðingar, hefja nú skæruhernað með verkfölium.Þegar launþegum ríður mest á að halda dýrtíðinni niðri og bæta eftir föngum afkomu sína án þess að eyðileggja þann grundvöll, mun þjóðin ekki styðja óhóf lega kröfupólitík. Hér þarf að koma til endur skipulágning. Baráta verkalýðsins verður að vera fyllilega ábyrg og fara fram í stórum heild um. ★ Árslaun allra stétta verða hærri í ár en í fyrra, þótt desemberkaup hafi ekki haldizt. Verðlagi er haldið niðri. Vísitalan er nú á nýjum grund velli, sem ekki er hægt að falsa. Samstillt átak allrar þjóðarinnar þarf til að treysta grunvöll efnahagsmálanna og tryggja, að ekki fari enn af stað taumlus dýrtíðarskrúfa. Þjóðin vill ábyrga stöðvunarstefnu. Þjóðin styður viðleitni ríkisstjórnarinnar og fagnar því, að henni hefur tekizt að Ieysa prentaradeiluna og fá mjólkurverkfalli frestað um óákveðinn tíma. Verður sett í Melaskólanum á morgun (föstudag) kl. 10 árd. Samband ísl. barnakennara Landssamband framhaldsskólakennara - Auglýsið í Alþýðublaðinu. -- H a n n es á h o r n i n u ★ Lærdómar fyrir verka lýðinn. ★ Tilraun, sem mistókst gjörsamlega. :k Forsprakkinn með sprengjuna. ★ Hafði verið talað við . . PRENTARAR eru aftur teknir til starfa. Blöðin koma út að nýju. Ballið er byrjað. Almenn- ingur var andvígur prenturum í þessari deilu. Ekki einn ein- asti maður, að undanskildum nokkrum hluta félagsmanna, — tók málsstað þeirra. — Þetta stafar ekki fyrst og fremst af því að hlíta forsjá lians í tíu ara sé svo hátt, heldur af hinu, að almenningur er andvígur verkföllum, vill stuðla að því að tilraunin til að stöðva skrúfuna takist ef mögulegt er. — Það var alveg óþarfi að efna til verk- falls. Forsprakka konimúnista i prentarafélaginu tókst hins veg- ar að fella þá tillögu, sem fram kom í upphafi deilunnar. Með því a ðhlýta forsjá hans í tíu daga fengu prentarar aukin laugardagsfrí sem nema sex klukkustundum á ári! HINS VEGAR skipti það for- sprakkann engu máli hvað feng ist fram. Hann sagði það berum orðum, að ríkistsjórnin réði. — Það væri hún sem væri að sanna „verkalýðsfjandsamlega afstöðu sína“. — Til þess voru refirnir skornir. Það átti að sprengja viðleitni ríkisstjórnar- innar, gera að engu viðleitni hennar. Svona vinna skemmdar verkamenn. — Prentarafélagið hefur allt af verið virðulegt for ystufélag í verkalýðssamtökum. Þannig hefur því tekist að afla félagsmönnum sínum góðra kjara og vera leiðbeinandi fyrir alþýðusamtökin. — Undir for- ystu Stefáns Ögmundssonar er þessum arfi brautryðjendanna glatað. Hann og kumpánar hans vildu nota þetta virðulega og sterka félag til óhæfuverka á örlagaríkum tímum. EN ÞÖ að almennlngur væri, í fyrsta skipti ií sögu prentarafé- lagsins, algerlega andvígur því, þá var gremja hans í þess garð, ekki neitt á móts við reiði hans í garð hinna svokölluðu ,,mjólk- urfræðinga“, sem hafa tvöföld verkamannalaun eða meira og heimtuðu ein verkamannalaun til viðbótar og auk þess styttingu vinnuvikunnar um hálfan dag. — Þar var ósvífnin svo mögnuð að slíks sru fá dæmi, enda eng- in önnur skýring á henni önnur en sú, að þeir sem stjórna því félagi hafa ekki snefil af skiln- ingi á því, hvað verkalýðsfélags- skapur er — og eru auk þess sva samvizkulausir áð varla er hægt að líkja við annað en fjárkúgun að erlendri fyrirmynd. KOMMÚNISTAR ráða þessu félagi. — Forystumenn þess fýsti í meira fé, en um leið kom til þjónustuvilji þeirra við ímynd- aða hagsmuni pólitískra flokka. En þeir vöruðu sig ekki á því, að afstaða þeirra gerði skjól- stæðinga þeirra allt í einu ofsa- lega hrædda. Kommúnistar urðu hræddir í Reykjavík og ná- grenni — og Framsóknarmenn urðu óttaslegnir í sveitunum á Suður- og Suðvesturlandi. „MJÓLKURFRÆÐINGARN- i IR“, sem mér dettur ekki annað í þug en að hafa í gæsalöppum, enda munu þeir varla hafa öðl- ast viðurkenningu sem stétt, — gættu ekki að því hver afstaða þeirra er. Þeim mun hafa verið bent á það. Þeir höfðu læðst að máttarviðum þjóðfélagsins, lagt þar sprengju og borið_eld að kveikjunni. — En þeir slökktu þann eld skyndilega, hlupu á brott með sprengjuna -— og drógu sig í hlé. ÞAÐ ER lífsnauðsyn fyrir verkamenn og annað láglauna- fólk, sem nýtur verkalýðsfélag- anna, sem baráttutæki fyrir líf- vænlegum kjörum, að almenn- ingur skilji það, að framkoma eins og sú, sem til dæmis „mjólk- urfræðingarnir“ höíðuí frammi, er alls ekki verkalýðsbarátta. — Og Alþýðusambandið virðist nú verða helst að vera á verði gagn- vart ævintýrum eins og þeim, sem „mjólkurfræðingarnir“ efndu til. Ef það gerir það ekki, þá missir verkalýðurinn rétt sinn. RAFVÆÐING landsins er eitt veigamesta mál þjóð- arinnar — og eitt mesta og dýrasta framfaramál þessar- ar kynslóðar. Staðreyndir: 1) Á árinu 1952 var ákveðin 10 ára áætlun (1954—1983) um rafvæðingu landsins, virkjanir og raflínur. Kostn aður var áætlaður 250 milljónir í upphafi. 2) Verðlag hefur hækkað. Ef það hélzt óbrieytt til loka áætlunarinnar, mun hún kosta alls um 590 milljónir. . 3) Raforkumálastjórnin hefur lagt fram tillögur um að fresta nokkrum vatnsvirkjunum og línum milli byggða, en selia í þeirra stað dieselmótora. Við þetta sparast 88 milliónir í stofnkostnaði og tap á rekstri rafveitnanna minnkar. Jafn margt fólk fær rafmagn — þar er ekkert dregið úr. 4) Framsókn telur þetta „svik við raforkumálaáætlun- ina” og fordæmir það. Hún krefst þess, að 88 milljón- unum verði eytt, þótt það veiti aðeins jafn mörgu fólki rafmagn. Framsókn hugsar aðeins um að eyða sem mestu fé — lekki hvað fæst fyrir það. Spurning til Iesenda: Hafa íslendingar ráð á að spara ekki 88 milljónir — ef jafn margt fólk í landinu fær rafmagn á tilsettum tíma? ÞAÐ ER athyglisvert, að lægst launuðu starfshópar þjóðfélags- ins hreyfa sig ekki. í raun og veru þyrftu verkamenn að fá verulegar kjarataætur. Þeir einu. En þeir hreyfa sig ekki. Á sama tíma gera hæstlaunuðu sarfs- hóparnir í samtökum þeirra ó- svífnar kröfur. — Það hefði átt að tala við flugmennina á sínum tíma á sama tungumáli og talað var við „mjólkurfræðing- ana“. Ef það hefði verið gert, þá væru erfiðleikarnir ekki eins miklir og þeir eru. OG NU er mér sagt að togara- skipstjórar og aðrir yfirmenn á togurunum séu á leiðinni með háar kaupkröfur, eða allt að hundrað þúsund á ári. — Þeir vilja fá að vinna íyrir árskaup- inu á þremur mnuðum! Hannes á horninu. McCall’s 4772 Ný sending Tízkulitir — Tízkuefni. ' Bæjarins stærsta úrval af sumarkj ólaefnum, ’ [ McCall’s 4823 hentugt í barnakápur Oa stuttjakka. Fillpils í öllum stærðum, nýir litir. ’ Tízkuhnappar. j Litaðir rennilásar. Alls konar smávörur. 4 júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.