Alþýðublaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir >) Ur heimi fcnaifspyrnunnar sUu daga Þann tíma, sem blöðin komu ekki út vegna prentaraverk- fallsins, skeði sitt hvað mark- vert á sviði knattspyrnunnar. EINS og áður hafði verið um getið, átti KRR 40 ára afmæli síðast í fyrra mánuði. Þessara merku tímamóta var minnst með ýmsum hætti. Knatt- spyrnukeppni fór fram milli Akraness og Reykjavíkur., Út kom minningarrit, þar sem saga ráðsins og þróun knattspyrnu- íþróttarinnar var rakin í stór- um dráttum og getið helztu for- ystumanna íþróttarinnar hér í borg s.l. fjóra áratugi. Þá minntist ríkisútvarpið afmæl- isins með sérstökum þætti. Þar flutti formaður ráðsins, Jón Guðjónsson, stutt ávarp og lesnir voru kaflar úr minning- arritinu. Loks var efnt til af- mælishófs í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 30. maí. Formað- ur afmælisnefndarinnar, Jón Þórðarson, stjórnaði hófinu og flutti aðalræðuna, auk þess flutti formaður ráðsins ávarp. Margar afmæliskveðjur voru fluttar og árnaðaróskir, og margir sæmdir heiðursmerkj- um, bæði KSÍ og KRR, fyrir dygga þjónustu við knatt- spyrnuíþróttina á umliðnum áratugum. Góðar gjafir bárust ráðinu og mörg heillaskeyti. SUNNUDAGINN 31. maí fóru fram tve'ir kappleikir í ís- landsmótinu, hér í Reykjavík og uppi á Akranesi. Fyrri leik- urinn fór fram á Akranesi milli Akurnesinga og Þróttar. Lauk honum með sigri heimamanna 2:1, eftir jafnan leik. Þessi leik- ur markar tímamót í sögu ís- landsmótsins, þar sem þetta er fyrsti leikurinn, sem fram fer í því móti utan Reykjavíkur. Síðari leikurinn var á milli KR og Keflvíkinga. Mátti þar vart á milli sjá hvor sigur bæri úr bítum, en lauk þó með sigri STERKASTA knaKspyrnufélag KR 3:2. Um tíma var jafntefli 2:2. Sýndu Keflvíkingar þarna miklu betri leik en gegn Val, einkum þó vörnin. kuldi. Þrátt fyrir það sótti margt manna völlinn og lét hvorki kulda né rok hamla sér. Hins vegar var leikurinn ekki eins góður og vænta mátti, ef veður'hefði verið betra. En hon um lauk með jafntefli 2:2, sem voru ekki ósanngjörn úrslit. Lið Reykjavíkur var mikið breytt frá því sem í fyrstu hafði verið ákveðið. Þar sem ýmsir hinna útvöldu reyndust aðeins kallaðir þegar til kom. EB Evrópu, Real Madrid, sem unn- ið hefur bikarkeppni Evrópu fjögur ár í röð, tapaði fyrir Bar celona í byr jun vikunnar með 4 mörkum gegn 2. Þetta voru und anúrslit spænsku bikarkeppn- innar. UNDANFARNA 10 daga hef- ur frekar lítið gerzt á svið’ frjálsíþrótta _ hérlendis, þaf helzta er EÓP-mótið, sem fó' fram í frekar óhagstæðu veðr og svo nokkur innanfélagsmót Á einu þeirra setti Kristleifu’ Guðbjörnsson, KR, nýtt ís- lenzkt met í 3000 m. hindrun- arhlaupi, hljóp á 9:16,2. Er það mjög gott afrek, þegar tekið er tillit til þess, að veður var ekk1' sem bezt og Kristleifur hafði enga samkeppni. Hér birtist listi yfir beztu af- rek þeirra frjálsíþróttagreina, sem keppt hefur verið í á þessu sumri miðáð við 10. júní: 100 m. hlaup: Einar Frímannsson, KR, 11,0, Valbjörn Þorláksson, ÍR, 11,0. 400 m. hlaup: Þórir Þorsteinsson, Á, 51,2. 800 m. hlaup: Svavar Markússon, KR, 1:55,1. 1500 m. hlaup: Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 4:11,3. 3000 m. hlaup: Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 8:35,8. 5000 m. hlaup: Kristjan Jóhannss,, ÍR, 15:36,6. 10000 m. hlaup: Kristján Jóhannss., ÍR, 32:18,4. 3000 m. hindr.: Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 9:16,2. Björgvin beztur í 3 greinum. Langstökk: Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 7,09. Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 14,96 Hástökk: Jón Pétursson, KR, 1,85 m. Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 4,30. Kúluvarp: Jón Pétursson, KR, 14,48 m. Kringlukast: Friðrik Guðmundss., KR, 50,30 Sleggjukast: Þórður B. Sigurðss., KR, 47,33. Spjótkast: Björgvin Hólm, ÍR, 58,21 m. Næsta frjálsíþróttamót er Drengjameistaramót Reykja- víkur 13. og 14. júní og síðan þjóðhátíðarmótið á Laugar- dalsvellinum 17. og 18. júní. HIN ÁRLEGA bæjarkeppni Reykjavíkur og Akraness fór fram á sunnudaginn var. Veður var sérlega óhagstætt til keppni, norðan stormur og BANDARÍKJAMAÐURINN A1 Cantello 'setti nýtt heimsmet í spjótkasti á móti í Compton sl- laugardag. Hann kastaði 86,03 m, en gamla metiðr semi Egel Danielsen átti, var 85,71 m. Cantello er lítt þekktur utan Bandaríkjanna, en bezti árang- Ur hans áður var 75,95 mi. Hann er 28 ára gamall yfirmaður í sjó hernum og segist ætla að kasta 90 m á næstunni. Stíll hans er sérkennilegur, atrennan t. d. mjög 'hröð. Næstlengsta kast hans var ca. 84 m'. UNGVERJINN Sczesinyi setti nýtt Evrópumiet í kringlu- 110 m. grindahl.: Björgvin Hólm, ÍR, 15,1. 4.00 m. grindahl.: Björgvin Hólm. ÍR, 57,7. 4x100 m. boðhl.: Sveit ÍR, 45,6. kasti, kastaði 58,33 m. Gamila metið átti Pólverjinn Piatkow- sky Og var það 57,89 m. Þetta afrek er það næstbezta, sem náðst hefur, aðeins heimsmet Cordiens er betra 59,28 m. Á ÞESSU ári hafa 24 Banda- ríkjamienn stokkið 4,42 m eða hærra í stangarstökki. DEBACKARE hefur sett belg iskt met í spjótkasti 68,70 m. FIMM Rússar hafa stokkið 2,05 m eða hærra í hástökki í ár, það er Kashkarov 209, Ry- biak 208, Sajenko 206, Poljakov og Gabunia 205. Yígsluháliin í Laugardal ÁKVEÐIÐ hefur verið ‘hvaða greinar verða í frjálsíþrótta- keppni vígsluhátíðar Laugar- dalsvallarins hinn 17. júní nk. Keppt verður Þá í þessum grein um: 100 m hlaup — 800 m hlaup — 5000 m hlaup — 110 m grindiahlaup — stangarstökk — langstökk — kúluvarp — kringlukast — hástökk — 4X 100 m boðhlaup. Síðari hluti 17. júní mótsins verður 18. júní og. verður keppt í þessum greinumí 200 m hlaup — 400 m> hlaup — 1500 m hlaup — 400 m grindahlaup' •— þrístökk — spjótkast — sleggjukast —1000 m boðhlaup. 86,03 í spjóti og 58,33 í kringlii. AðalsfcoSun bifreiða 1959 í Gulibringu- og Kjósarsplis og Hafnarfirði fer frant sern hér segir: Fimmtudaginn 11. júní að Hlégarði j Föstudaginn 12. júní sama stað Þriðjudagi-m 16. júní sama stað Fimmtudaginn 18. júní á Seltjarnarnesi v/Barnaskólanu, Föstudaginn 19. júní í Grindavík Þriðjudaginn 23. júní í Gerðahreppi v/Barnaskólann Miðvikudaginn 24. júní sama stað Fimmtudaginn 25. júní í Sandgerði Föstudaginn 26. júní sama stað 1 Þriðjudaginn 30. júní í Njarðvíkum við Krossinn Miðvikudaginn 1. júlí sama stað 1 Fimmtudaginn 2. júlí sama stað j Föstudaginn 3. júlí í Vogum, Vatnsleysuströnd Fimmtudaginn 9. júlí í Hafnarfirði, við Skátaskábnn Föstudaginn 10. júlí sama stað Þriðjudaginn 14. júlí sama stað Miðvikudaginn 15. júlí sama stað Fimmtudajþnn 16. júlí sama stað ' Föstudaginn 17. júlí sama stað Þriðjudaginn 21. júlí sama stað 1 Miðvikudaginn 22. júlí sama stað. Fimmtudaginn 23. júlí sama stað Föstudaginn 24. júlí sama stað Fimmtudaginn 30. júlí sama stað ' Föstudaginn 31. júlí sama stað ! Þriðjudaginn 4. ágúst sama stað f Miðvikudaginn 5. ágúst sama stað Fimmtudaginn 6. ágúst sama stað ! Föstudaginn 7. ágúst sama stað Þriðjudaginn 11. ágúst sama stað Bifreiðaskoðunin fer fram ofangreinda daga frá kl. 9—12 og 13—16.30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög nr. 3, frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því, að lögboðin vátryggjng fyr- ir hverja bifreið sé í gildi og fullgild ökuskírteini lögð fram. Eigendum þeirra bifreiða, sem útvarpsviðtæki eru í, ber enn fremur að sýna kvittun fyrir grei^slu afnotagjalds af viðtæk- inu. i Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður aug- lýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkv. bifreiða- lögunum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki færfc hana til skoðunar á áður au.glýstum tíma, ber honum að til- kynna það bréflega. ( Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skultt vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endurnýja núm- eraspjöld bifreiða sinna, ráðlagt að gera svo nú þegar. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði ' Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. júní 1959 Björn Sveinbjörnsson settur <$§> MELAVÖLLUR r Islandsmótið meistaraflokkur. í kvöld kl. 8.30 leika Fram - Valur Dómari: Haukur Óskarsson. Línuverðir: Haraldur Baldvinsson og Frímann Gunnlaugsson. Mótanefndin. Alþýðublaðið — 11. júní 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.