Alþýðublaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 3
hinnar sokknu borgar standa teinréttir enn und- ir þykkum feldi sævar- gróðursins. Fornleifafræð- ingar eru að kanna brot af hlutum, sem virðast hafa verið forn skrautker og aðrar leifar, sem kaf- arar hafa komið með upp af botni hafsins. Þar nálægt, sem lokað- ar dyr virðast vera á múrnum, fannst flöt málmplata, skellótt og tærð. Mönnum er ekki ljóst, hvaða málmur þetta er, þótt fullyrt sé, að hvorki sé það blý né járn. Rústirnar ná yfir mikið svæði, og virðist borgin hafa verið umgirt virkis- görðum, einkum sjálf mið skammt frá hvítum hömr- um Ghiaie. Hinir voldugu Forn- Grikkir reistu borgina Ar- go til þess að greiða fyrir útflutningi á víni og gran- ít, en fyrir þetta tvennt er eyjan fræg enn í dag. Ef rétt er á gizkað, var borgin í blóma á fjórðu öld fyrir Krist, skömmu eftir að Grikkir komu frá Sýrakúsu til þess að leggja undir sig eyna, sem þá var kölluð Aethalia. Þrír ítalir tóku nýlega myndir neðansjávar af rústunum tæpan hálfan annan km. frá strörid hinn ar fögru eyjar, þar sem Napoleon var í útlegð forðum. Granítmúrar POTOFERRAIO, Elþu. — Rústir fornrar, grískrar borgar er að finna á botni Miðjarðarhafs. Það er á- litið, að þær séu af grísku hafnarborginni Argo, og liggur hún míluvegar und an strönd eyjarinnar Elbu HumarveiíSi er víst sæmileg . . . Tveir bátar frá Kefía- vílt stunduðu humarveiðar um tíma, en muriu svo hafa hætt . , . Hornafjarðarbátar og jafnvel bátar frá Djúpavogi munu vera nýlega byrjaðir eða í þann veginn að byrja. HÚNVETNINGAMÓT verður háð á Hveravöllum 1S.—■ 19. júlí í sumar ... Húnvetningar úr Reykjavík og annars staðar á Suðurlancli hyegiast fara í hópferð til Hveravalla, en önnur hópferð verður farin úr byggðum Húnþings til móts. við þá, er að sunnan koma. . . . Slíkt mót upp á háöræfum má kallast nýjung. Guðmundur Böðvarsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu sendir frá sér nýja lióðabók í haust. Eftirfarandi saga er sögð ur verstöð einni: Samkomulag var gert rim það, að takmarka netatrössiifjöldann, og sjsykli enginn þátur hafa nema fimm trossur í sjó . . . Þá týndi einn báturinn einni af sínum trossum, en fékk að bæta við hjá sér í slcarðið . . . Síðan týndi hann tvieimur í viðbót, og fékk áð> fylla í skörðin .... Þessi bátur fiskaði vel, og í lokin komi hann með allar trossurnar í land og voru þær þá átta. Þelr Sveinn Snorri Höskuldsson og Ólafur Jórisson haía látið af ristjórn bókmenntatímaritsins Dagskrár . . . Ekki vit- að hver eða hverjir taka við. Ýmsir vegfarendur hafa orð á því, hve brekkan framan við Nesti við Elliðaár lef snyrtileg . . . Mönnum dettur í hug, að umhverfis ósa Elliðaánna ætti að verða skemmtigarður í fram tíðinni. PRETORIA, (UPI). — Ásak- anir um morð, ofbeldi og þrælahald hafa undanfarið vakið óhemju umtal í Suður- Afríku. Hefur málið komið fyrir hæstaréttinn í Pretoria og rannsakar hann nú hvort eitthvað sé hæft í þeim ásök- unum, að innfæddir menn séu raunverulega þrælar hvítra bænda víðsvegar um Suður- Afríku. Málið, sem er fyrir réttin- um fjallar um mann, sem haldið hefur verið í nauðung- arvinnu. En það hefur orðið til þess að allt nauðungar- vinnukerfið hefur verið tek- ið til athugunar. Samkvæmt því eru fangar ríkisins leigð- ir bændum, sem eru þá bæði fangaverðir og' vinnuveitend- ur. Föngunum er borgað lít- ilsháttar kaup. Blöð innfæddra í Afríku hafa lýst ástandinu á hinn hroðalegasta hátt. Málið, sem liggur fyrir Pre toriuréttinum fjallar um Ja- mes Musa Sadika. Hann hvarf bókstaflega í október síðastliðnum en eftir ákafa leit í nokkra mánuði fann eiginkona hans hann á bænda býli í Transval. Konan fékk málið í hendur frægasta lög- fræðingi. Suður-Afrrku, Isaac Meisels, sem þegar í stað tók til starfa. í apríl var úrskurð- að að Sadika skyldi strax sleppt lausum og næst gerist það að Sadika ákærir fyrrver- andi húsbónda sinn, Potgieter fyrir morð. Potgieter neitar öllum ákærum. Vitni Sadika eru fjórir Afríkumenn, sem ásamt honum unnu á búgarði Potgieters. Saka þeir hann um morð, ofbeldi og barsmíð- ar á vinnufólki sínu. Eitt vitn ið, Robert Ncube, lýsti því fyrir réttinum að 50 Afríku- menn væru látnir sofa á stein gólfi án vatns og ljóss. Þrjár máltíðir voru á dag og sam- anstóðu af hafragraut og kaffi. Á sunnudögum var skammtað ormétið kjöt. Ncube segist hafa séð einn vinnumanninn barinn til dauða. Barsmíðar voru dag’- legt brauð. Annað vitni kveðst hafa séð einn innfæddan drep inn á búgarðinum og höggvið var í fætur þeirra til þess að þeir gætu ekki flúið. Afríku- menn segja að slíkt ástand sé ekkert einsdæmi, einkum í Transval og Höfðanýlend- unni. Ekki er vitað með vissu hversu margir fangar eru í nauðsungarvinnu hjá bænd- um en á síðasta ári voru 36. 608 fangar, sem dæmdir voru til stuttrar refsivistar sendir til starfa hjá bændum í Trans val. Ríkisstjórnin hefur nú gefið út sérstaka reglugerð um fæði, húsnæði og viður- gerning við slíka fanga, en þeim reglum er ekki fylgt og engir eftirlitsmenn til að lítá eftir að þeim reglum sé fram- fylgt. ÞAÐ upplýstist um síðustu helgi að til alvarlegra átaka hefði komið milli verkamanna og lögreglu í tékkneska námu- bænuin Brezno fyrir skömmu. Fóru verkamenn kröfugöngur til þess að mótæmla nauðung- arvinnu í kolanámunum i Ostra. Hundruð verkamanna tóku þátt í mótmælagöngun- um og skaut lögreglan tvo þeirra til bana og margir særð ust er skotið var á mannfjöld- ann. Verkamennirnir söfnuðust saraan við ráðhúsið í Brezno, en ráðamennirnir neituðu að hlýðá á kröfur þeirra og var lögreglu skipað að skjóta á verkamennina. 70 verkamenn voru hándteknir. Um sama leyti lögðu járnbrautarlagn- ingarmenn í Neusohlvor nið- ur vinnu og kröfðust bættra kjara. Lögreglan barði verk- faílið niður. Víðar hefur kom- ið til uppþota í Tékkóslóvakíu: undanfarið og hefur krafan ætíð verið sú, að hætt verði að. senda menn nauðuga til kolanámanna í Ostra, en tékk- neska stjórnin hefur gripið til þess ráðs vegna þess hve erf- iðlega gengur að fá menn til að vinna við námurnar. Hið kommúnistiska skipu- lag byggist einmitt á slíkri nauðungarvinnu þegar við þarf og andstaða verkamanna í Tékkóslóvakíu er eðlileg af- leiðing þeirrar stefnu. Ekkert óttast Kremlforustan eins og óróa á vinnumarkaði og er ekki hikað við að láta lög- reglu og herlið skjóta á verka- menn ef það mætti verða til að þagga niður kröfur þeirra. s. JÖ plágur herja á mannkynið í dag: hávað- inn, geislavirkt ryk, nær- ingarmisræmi, taugaveikl un, (af-ýmsum ástæðum), alkóhólismi, (auk annar- ar neyzlu eiturlyfja), dýrkun hraðans, æsibók- menntir og hrollvekjur. Franskur læknir telur þetta a. m. k. stærsta vandamál nútímans. í því sambandi segir hann um hávaða: Hinn þekkti vísinda- maður Alexis Carrel sagði að hávaði ætti stærstan þátt í æðakölkun. í New York hefur ltomið í ljós að bau börn, sem alast upp í hávaðasömustu hverfun- um þjást frekar af bein- kröm en önnur börn. Gáínastig þeirra er einnig lægra en barna, sem alast upp við kyrrlátari að- stæður. Hj artasjúkdómafræðing urinn, prófessor LaUbry segir að hjartasjúkdómar stafi að mikiu leyti af há- vaða, einnig magasár og fleiri nútímasjúkdómar. Annar franskur læknir upplýsti nýlega að sam- kvæmt skýrslum að 20 af hundraði þeirra, sem lagð ir séu inn á sjúkrahús í Frakklandi þjáist af sjúk- dómum af völdum hávaða. Hávaðinn kemur í veg fyrir friðsamt heimilis- líf, dregur úr afköstum manna, bæði við andleg og líkamleg störf. Hávaði frá útvarpstækj urn. stöðugur háv.aði frá umferð, titrandi rúður og hvéllir valda taugaveikl- un og líkamlegum sjúk- dómum. Hin síðari ár hef ur mjög farið í vöxt að hafa gjallandi útvai’ps- tæki á vinnustöðum og meira að segja látið í veðri vaka að það væri gert til þess að létta vinn- una og veita þægilega hvíld. Þct'a tiltæki er nú talið vera stórhættulegt fyrir viðkomandi og í stað þess að veita hvíld valdi það þreytu og véiklun. Sem sagt: hávaðinn er ein af þeim siö plágum, sem nútímamaðurinn á við að stríða og fær sennilega aldrei unnið bug á. KKAR A MILLl Alþýðubiaðið — 14. júní 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.