Alþýðublaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 7
N íverju neikvæð oft á tíðum. Þau segja sitt á hvað og fólk veit ekki hverju trúa skal. ☆ Guðrún Eiríksdóttir af- greiðir filmur og annað, sem ljósmyndun varðar, í verzl- un Hans Petersen í Banka- stræti. Hún kvaðst hafa saknað blaðanna meðan þau komu ekki út. — Ég lít alltaf yfir þau á hverjum degi, les þau ekki vandlega að vísu, en renni augunum yfir þau. Stjórn- málaþrasið fyrir hverjar kosningar les ég hins vegar aldrei_ Mér leiðist það og ég hef engan áhuga á því. Ég les helzt fréttir og skemmti efni og myndasögurnar, — þær les ég alltaf. ☆ Álbert Guðmundsson, knattspyrnumaður, rekur heildverzlun við Smiðju- stíg. Við bönkuðum upp á hjá honum og fengum skjót og greið svör: — Nei, ég saknaði þeirra ekki. Ég les blöð yfirleitt mjög lítið, lít stundum yfir fyrirsagnirnar. í staðinn hlusta ég oftast nær á franska útvarpið á kvöldin og þar fæ ég allar helztu fréttir af því, sem er að ger- ast í heiminum. Stjórnmála greinar les ég ekki_ Ég hef ekki kynnt mér þau mál og ætla ekki að gera það. Á- hugamál mín eru öll á sviði íþróttanna. ☆ Að þessu loknu ljj,gðum við af stað niður á ritstjórn arskrifstofur, en er við gengum framhjá fornbók- sölu Benjamíns Sigvalda- sonar á Hverfisgötu, stóð- umst við ekki mátið og brugðum okkur inn. — Saknað? sagði Benja- mín. — Nei, öðru nær. Þessi ósköp og skelfing ætla alveg að drepa mann.. Ég get sagt ykkur, að fornbók- salan hjá mér tvöfaldaðist meðan prentaraverkfallið stóð yfir og suma daga fjór- faldaðist hún meira að segja. Allur fjöldinn kemst ekki yfir að lesa neitt nema dagblöðin, en meðan þau komu ekki út, þá fór fólk að fá sér annað og betra lestrarefni Ég vil láta leggja öll dagblöðin niður og gefa í staðinn út eitt lít- ið, almennt fréttablað, sem flytti daglega erlent og inn lent fréttayfirlit. Það mundi nægja. Allt hitt kjaftæðið skiptir alls engu máli. Já, vel að merkja. Ég lagði þessa sömu spurningu fyrir starfsmenn Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurbæjar, þegar ég kom þangað ný- lega. Og það var alls staðar sama svarið: Það saknaði enginn blaðanna. Og Benjamín Sigvalda- son lét dæluna ganga og lýsingarorð hans um þarf- leysi blaðanna urðu æ sterkari. Við reyndum því að víkja að öðru: — Hefurðu ekki ort vísu nýlega? — Nei, ég hef ekki tíma til þess nú orðið. Það er þá helzt á morgnana, þegar ég er að klæða mig, en ég gleymi þeim jafnóðum. Hins vegar skal ég með ánægju fara með eina níðvísu um blöðin, ef þið kærið ykkur um. Við þökkuðum gott boð, en kváðumst mettir að sinni. ALBERT •— franska útvarpið á kvöldin. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH) BENJAMÍN — fornbóksalan tvöfaldaðist. nna. „Lög run um,“ einhvers hafi gim- seinaþjófarnir hreiður, og það verðum við að finna.“ Leigubifreiðin ekur um Lundúnaborg, fyrst eftir að algötunum, en síðan liggur leiðin eftir alls konar stíg- um og hliðargötum. Að lok- um stanzar leigubifreið hjónanna fyrir framan hót- el. Frans biður bílstjórann að stanz^- 'X dálítilli fjar- lægð. VttftSH NY AÐFERÐ VIÐ AÐ HREINSA OG HLIFA NYIIZKU ELDHUSUM (allt nema gólfið). í DAG kl. 4 leika á gxasveilinum £ Njarðvík Ákranes - Keflavik Dómarl: Jörundur Þor.ste'tnssor!. Línuverðir: Baldur Þórðarson «g Páll Pétarsson. K. R. K. Fyrir 17. júnf Ný seadijig I Sumardraofir Svartar — Gráar — Mlslitar Mjög glæsilegt ÚJPvál. Margir litir. — Flestar síærðir. LAUGAVEGl 89 — 14. júní 1959 J Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.