Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 1
mWWWWWMWMWWMWMWWWWWMWWWWWWa VÍNARBORG, 16. júní. — í dag er liðið eitt ár siðan Moskvuútvarpið tilkynnti í fréttasendingu, að búið væri að lífláta Imre Nagy, sem var forsætisráðherra Ungver ja-1 lands meðan á uppreisninni stóð þar í landi. Pal Maleter hershöfðingi, hermálaráðherrann í stjórn Nagy, var líflátinn með hon- um, sem og tveir hlaðamenn. Aftökurnar vöktu viðbjóð um allan heim. Moskvuútvarpið skýrði frá þeim tveimur mánuðum eftir að Krústjov hafði heimsótt Ungverjaland. Sigríður Geirsdóttir er 21. árs að aldri. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja vík í fyrravor og stundar nú málanám í háskólanum. For- eldrar hennar eru Geir Stefáns son lögfræðingur og Birna Hjaltested. Ungfrúin er trúlof- uð Magnúsi Skúlasyni, Hall- uð Magniisi Skúlasyni, Hall- dórssonar tónskálds. WASHINGTON, 16. júní. Rússneskar orustuflugvél- ar réðust í dag á banda- ríska könnunarflugvél yf- ir Japanshafi. Flugvélin laskaðist mik ið í kúlnahríðinni, en komst við iilan leik til baka til bækistöðvar sinnar á Honshu. Einn af áhöfninni særð- ist hættulega. ur varð Ragnheiður Jón- asdóttir (nr. 6). Þriðja Edda Jónsdóttir (nr. 4). Fjórða Sigurbjörg Sveins- dóttir (nr. 10). Fimmta Þúríður Guðmundsdóttir (nr. 9) og sjötta Sigríður Jósteinsdóttir (nr 1). Atkvæði á fimmtu og sjöttu stúlku féllu mjög jafnt og voru því sex valdar til úrslitakeppni. Kalt var í veðri og hvasst í gærkvöldi en samt voru áhorfendur margir, Rúna Brynjólfs- dóttir krýndi fegurðar- drottninguna. Seinni hluti fegurðarsam keppninar fór fram í Tí- voli í gærkvöldi. Úrslit urðu þau að Sigríður Geirs dóttir (nr. 8) var kjörin feg urðardrottning fslands 1959 og fer hún að ári til Long Beach og keppir þar í Miss [SDSSIlíP 40. árg. — Miðvikudagur 17. júní 1959 — 124. tbl. • rr SAMKVÆMT upplýsingum frá Mjólkursamsölunni hafa mjólkurfræðingar fallizt á að UNNU EFTIRVINNU í GÆR. hætta „yfirvinnuverkfalli“ sínu og samþykkt að taka upp aftur yenjulega eftir- og næturvinnu. Samningar eru þó áfram lausir. , Mjólkurfræðingar unnu því eftirvinnu í gær og munu vinna helgidagsvinnu í dag ,svo og framvegis. Hefur Mjólkursainsalan Því beðið blaðið að færa lesendum sínum þær ánægjulegú fréttir, að í dag verður næg flösku- mjólk á boðstólum og einnig rjómi og aðrar mjólkurafurðir. VANDRÆÐIN ÚR SÖGUNNI. Er ekki sögð hætta á, að aftur; sæki í sama horf í kjaradeilu mjólkurfræðinga o2 vandræði, sem af henni gætu hlotizt, því úr sögunni. Lýðveldið er 15 ára í dag. Það var endurreist að Þingvöllum hinn 17. júní 1944. Þá var Björn Þórðarson forsætisráðherra. Þá var Gísli Sveinsson forseti sameinaðs þings. Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti lýð- veldisins. Hann var þá ríkisstjóri á íslandi. Alþýðublaðið birtir hér fjallkonumynd af tilefni dagsins. Það er Alda heitin Möller, leikkona, sem skaut- ar. Hún var fyrsta fjallkona höfuðborgarinnar eftir lýðveldistökuna; myndin er tekin 17. júní 1947. Rætt er um lýðveldistökuna í ritstjórnargrein. MMM*MMMMMMMMMMM|MMMIM|M4MM%MMMMMMMWtf ÞRETTÁN togarar haf a land- að hjá Togaraafgreiðslunni í Reykjavík 1. júní. Nemur afli þeirra samtals um 3400 lestum á hálfum mánuði, en þar af eru aðeins 127 lestir saltfiskur. Hvalfell landaði 1. júni 215 lestum og Neptúnus sama dag 317 lestum-. Egill Skallagríms- son landaði 3. júní 292 lestum og Hallveig Fróðadóttir daginn eftir 256 lestum. 7. júní lönduðu Geir 287 lestum og Úranus 312 lestum. Daginn eftir lönduðu Jón Þorláksson 132 lestum og Þorkell máni 375 lestum!. Marz landaði 9. jiúní 214 lestum. 9.— 10. júní landaði Karlsefni 191 lest og sömu daga Ingólfur Axn arson 138 lestum, þar af voru 127 saltfiskur. Lpks landaði Fylkir 10. júní 122 lestum1 og í gær landaði Askur 339 lestum. Fregn til Alþýðublaðsins. Vestmannaeyjum í gær. í GÆR fór m.b. Bergur, skip- stjóri Kristinn Pálsson, út með hringnót. Kom hann inn í morgun með 200 tunnur síldar, sem hann hafði veitt hér við Eyjarnar. Mun þetta vera í fyrsta skipti í sögunni, sem veiðar með hring nót eru reyndar hér. í fyrradag fékk m.b. Júlía 110 tunnur í reknet. Bátamir eru nú að tínast af stað norð- ur, en flestir fara sér hægt og bíða eftir betra tíðarfari. Nokkrir bátar eru byrjaðir á humarveiðum og fleiri eru að búast á þær veiðar. — P. B. Kosningar á írlandi Dublin — 16. júní (Reuter) Forseti írska lýðveldisins verður kosinn á morgun. Enn fremur verður kosið um rót- tækar breytingar á kosninga- lögunum. En margir hinna 1.7 milljóna kjósenda virðast ekki láta sér miklu skipta hvernig málin skipast. Skráð á fyrslu 7 síldarbáfana SKRÁDAR hafa verið skips- hafnir á sjö fyrstu bátana, sem fara á síldveiðar frá Reykja- vík. Eru það Ásgeir, Arnfirðing ur, Hafþór, Helga, Björn Jóns- son og Svanur og Sæ'ljón. Þrír þessara báta eru farnir norður, en hinir fjórir fara væntanlega þegar að loknurn þjóðhátíðarhöldunum í bænum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.