Alþýðublaðið - 20.06.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.06.1959, Blaðsíða 4
 ■ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsángasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Kjördœmamálið á uppboð? FRAMSÓKNARMENN nefna ekki stöðvun- arvald í þessum kosningum eins og 1942. Ástæð- an er einfaldlega sú, að þeir eru vonlausir um að geta hindrað kjördæmabreytinguna upp á sitt eindæmi. Hins vegar reikna þeir með þeim mögu- leika, að kommúnistar komi til liðs við þá á sum- arþinginu og geri þann kaupskap að falla frá kjördæmabreytingunni gegn því að fá sæti í ríkis- stjórn. Hálmstrá Framsóknar er með öðrum orð- um meirihluti hennar og Alþýðubandalagsins. Sumir frambjóðendur Framsóknarflokks- ins eru ekkert myrkir í máli um þetta efni. Til dæmis fullyrti Björn Pálsson á Löngumýri fyrir nokkrum dögum norður í Húnaþingi, að Fram- sóknarflokkurinn byndi þessa von sína við Hannibal og Finnboga Rut Valdimarssyni, enda séu þeir hinir ágætustu menn og að ýmsu leyti farsælli leiðtogum Framsóknarflokksins. Er þar með komið á daginn við hvað Hermann Jónas- son átti í útvarpsumræðunum í vetur, þegar hann reiknaði með þeim möguleika, að Fram- sóknarflokknum bærist óvæntur liðskostur í kjördæmamálinu. Forustumenn Alþýðubandalagsins mun á- reiðanlega greina á í þessu máli. Sumir þeirra gera sér Ijóst, að svik í kjördæmamálinu eru sama og sjálfsmorð fyrir flokkinn. En Valdimarssynirn- ir hugsa sig vafalaust tvisvar um áður en þeir hafna kaupskap, sem tryggði þeim völd og að- stöðu. Og sjálfsagt álykta Lúðvík Jósepsson og Karl Guðjónsson á svipaða lund. Afstaða Valdimarssonanna fer heldur ekkert dult. Hannibal hefur und^nfarið feijðazt um Vestfirði til að berjast fyrir tveimur hugsjónum: Annars vegar að Alþýðuflokkurinn f ái ekki mann kosinn í kosningunum. Hins vegar að Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokkurinn fái meiri hluta á alþingi. Og nýlega komst eitt af málgögn- um Alþýðubandalagsins, Baldur á Isafirði, svo að orði, að Framsóknarflokkurinn gæti sjálfum sér um kennt hversu komið væri fyrir honum í kjördæmamálinu. Hann lét sem sé hjá líða að taka höndum saman við Alþýðubandalagið um að fella núverandi ríkisstjórn. Þá mátti kjör- dæmamálið liggja í láginni. Hitt er svo eftir að vita, hvort fylgjendur Alþýðubandalagsins í Reykjavík og á Suðurnesj- um verða ginnkeyptir að kjósa Valdimarssynina á þing til að láta Framsóknarflokkinn bjóða í þá á kostnað kjö|rdæmamálsins. Það kemur í ljós við kosningarnar 28. júní. Tilkynning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa bor- izt skrifstofu rektors helzt fyrir 1. júlí og eigi síðar ien 15. ágúst. LandSprófsskírteinf og skírnarvottorð skulu fylgja. Rektor. og Suðu UpPREISNIR í Mið- og Suður-Ameríku teljast ekki stórtíðinda. Undanfarin hundr að ár hafa flestar ríkisstjórn- ir, sem myndaðar hafa verið í þessum heimshluta, verið hraktar frá völdum í skjóli vopna og ofbeldis. Þrátt fyrir aukið lýðræði í mörgum Suð- ur~Ameríkuríkjum á seinni árum þá er flestum þjóðum þar stjórnað með harðri hendi og með aðstoð hersins. Undanfarnar vikur hefur ríkt uppreisnarástand í Nica- ragua og hafa uppreisnar- menn notið aðstoðar annarra ríkja í baráttu sinni gegn yf- irrráðum Somoza forseta, sem erfði ríki eftir föður sinn, sem aftur á móti brauzt til valda 1932. Somoza heldur því fram, að uppreisnin sé skipulögð frá Costa Rica af háttsettum mönnum þar. Hann kveðst munu verða við völd þar til yfir ljúki. Forsetinn segist að vísu hafa öll ráð í hendi sér, en uppreisnarmenn eru fjöl- mennir og efnahagskreppa sú, sem gengur yfir landið vegna lækkunar á baðmullarverði á heimsmarkaði getur orðið So- moza dýr áður en yfir lýkur. Það er einnig efnahagsvand ræði, sem valda mestu um hið ótrygga ástand í öðrum lönd- um Suður-Ameríku. í Eaua- dor hefur nýlega komið til al- varlegra átaka og fjöldi manns hafa fallið í götubar- dögum og margir verið hand- teknir. í Perú eru kröfugöng- ur og uppþot tíð, en í Argen- tínu liggur blátt bann við hvers konar útifundum og kröfugöngum. Fronizi forseti reynir að standa á móti sam- einuðum tilraunum kommún- ista og Perónista til þess að fella stjórn hans frá völdum. í Paraguay ríkir hernaðar- ástand, bylting er yfirvofandi og hefur reyndar þegar brot- izt út. í Bólivíu hefur einnig komið til átaka. Strandvarnarlið Ni- caragua hefur haft nóg að gera undanfarið við að verja strendur landsins fyrir þrem- ur vélbátum hlöðnum stríðs- þyrstum Kúbumönnum, sem vilja koma uppreisnarmönn- um til aðstoðar. Þessi strand- gæzla er helzta stolt Somoza forseta hingað til. ESS er ekki talið langt að bíða, að upp úr sjóði í Mexikó. Þar hafa verkföll og kröfugöngur verið alltíð und- anfarið og ríkisstjórnin hefur gripið til ýmissa ráða til þess að reyna að tryggja frið í land inu. Tilkynnt hefur verið að alger nýsköpun eigi að fara fram í landinu á sviði land- búnaðar og landsvæði stór- jarðeigenda tekin eignarnámi á mörgum stöðum. Verður þessu landi skipt milli smá- bænda. Einnig er í undirbún- ingi að koma á fót samyrkju- búum og samvinnufélagsskap. Ríkisstjórnin kveðst munu styrkja jafnt smábændabú- skap og samvinnubúskap. Sú ALDA uppreisna, sem nú fer yfir Mið- og Suður- Ameríku er af nokkuð öðrum toga spunninn en byltingar þær, sem þar hafa orðið hing- að til. Verkalýður og bændur á stóran þátt í þeim og miða þær margar að því að koma á hagkvæmari skiptingu auðs ins í stað þess að auðga vissa herforingja og leppa þeirra. Sá tími rennur brátt upp að lýðræðislegir stjórnarhættir verði teknir upp í þessum lönd um og hinar miklu auðlindir Suður-Ameríku starfræktar f þágu landsbúa en ekki ein- stakra auðhringa., Samsteypan vann á Sikiley UM síðustu helgi fóru fram kosningar til héraðsþingsins á Sikiley. Kosningabaráttan var 'mjög hörð. Síðan í haust hefur þar verið við völd sam- steypa hinna óskyldustu flokka undir forustu Milazzo, sem sagði sig úr flokki Kristi- legra Demókrata í fyrra. Mil- azzo starfar með kommúnist- um, vinstri sósíalistum, kristn um sósíalistum, konungssinn- um og nýfasistum. Þessi furðu lega flokkasamsteypa hélt meirihlutanum, fékk 53 þing- sæti af 90, kristilegir demó- kratar og Jafnaðarmenn fengu samtals 37. Á Sikiley ríkir megn óá- nægja með stjórnarfarið og krefjast eyjarskeggjar frek- ari sjálfstjórnar og jafnvel sjálfstæðis. Lítið hefur verið gert af hálfu stjórnarvald- anna til þess að bæta kjör fólksins á Sikiley og er þar flest í niðurnízlu. í kosning- unum á sunnudag bættu kom- múnistar og kristilegir demó- H a n n es h o r n i n u ★ Hefðin var brotin. ★ Aldrei eins margir drukknir á götunum. ★ Kuldinn á þjóðhátíð- ardaginn. ★ Póststofan svarar á- Sökunum. ÞAÐ VAR ORÐIN HEFÐ að telja það fyrirlitlegt og til skammar að sjást drukkinn á götum úti á þjóðhátíðardaginn. Almenningsálitið var komið í góðan og heilbrigðan farveg, enda hafði æ minna borið á drukknum mönnum á almanna- færi þennan dag. — Nú hefur brugðið út af. Fleiri sáust drukknir 17. júní nú en mörg ár undanfarið — og serstaklega varð þetta áberandi þegar líða tók á kvöldið. DRUKKNIR MENN eru allt- af aumkunarverðir, en sérstak- lega vekja þeir á sér athygli á mestu hátíðisdögum þjóðarinn- ar, þegar allir eiga að vinna að því að virðuleiki og myndar- skapur sé á öllu og öllum. Þess vegna var hörmulegt að litast um í miðbænum að kvöldi þjóð- hátíðardagsins og sjá dauða- drukkna vesalinga flækjast þar um sjálfum sér og þjóðinni til smánar. ÉG ER EKKI fylgjandi því að teknar séu myndir af mönnum óvörum og birtar, en það flökrar að mér að það sé gert þegar drukknir menn eru að flækjast um í margmenninu á þjóðhátíð- ardaginn. Ef ekki er hægt að kenna mönnum siðsamlega fram göngu og þeir finna ekki sóma sinn, þá geta þeir sjálfum sér um kennt. Ég held að blaðaljós- myndarar ættu næst að safna myndasyrpu af slíkum peyjum — og birta hana daginn eftir. VEÐRIÐ VAR ÖMURLEGT á þjóðhátíðardaginn. Samt lét al- menningur sig ekki vanta á göt- urnar. Það var þrekraun fyrir okkur, hitaveitufólkið, að standa á leikvanginum nýja í dalnum þegar hann var vígður, en samt stóðu þar um sex þúsundir manna og fylgdust með því, er fram fór. Það var erfitt að vera í stúkunum og á pöllunum, en erf iðara mun hafa verið fyrir í- þrótta- og leikfimifólkið að standa á sjálfum vellinum í níst- ingskuldanum. \ EN ÞRÁTT FYRIR kuldann hreifst maður af því, sem fyrir augun bar og fram fór. Völlur- inn var fagur og tilkomumikill og æskufólkið, sem tók þátt í þessari glæsilegu athöfn, var fag urt og myndarlegt á að líta. Margir urðu fyrir vonbrigðum. af afrekunum í íþróttunum, en þau mörkuðu vitanlega af að- stæðunum og þær voru vægast sagt einar þær verstu, sem í- þróttafólk hefur átt við að etja. FRÁ PÓSTSTOFUNNI hefur mér borizt athugasemd við bréfi, sem ég birti nýlega um sleifar- lag hjá henni. Bréfritari minn hafði sent bréf til drengs vegna afmælis hans, en það hafði ekki borizt á heimili drengsins fyrr en viku eftir að það var sent, og var bréfritarinn, sem vorilegt var, óánægður með þetta. SÖKIN ER AÐALLEGA bréf- ritarans. Hann skrifaði utan á bréfið nafn drengsins og heimil- isfangið: Útskálar, Reykjavík. Þetta er ófullnægjandi heimilis- fang. Nú orðið þýðir ekki að Setja aðeins bæja- eða húsanöfn í Reykjavík á umslag. Bréfritar- inn hafði gleymt að setja að auki ,,við Suðurlandsbraut". Hefði hann gert það, þá myndu póst- mennirnir hafa áttað sig á þess- ari ófullnægjandi adressu. Það er ekki hægt að krefjast þess að þeir átti sig á svona bréfum. Hannes á horninu. 4 20. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.