Alþýðublaðið - 20.06.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.06.1959, Blaðsíða 12
Nýr 250 lesfa til Bíldudals Fregn til Alþýðublaðsins. Bíldudal í gær. NÝI togbáturinn sem Suður- fjarðarlireppur festi kaup á, kom hingað til Bíldudals kl. 1 í dag. Hann lagðist að bryggju klukkan rúmlega tvö. Ákveðið er að bjóða fólkinu á staðnum að skoða bátinn og í kvöld verður haldið sam- kvæmi fyrir skipstjórann og skipverja og fleiri gesti,- Þessi nýi togbátur heitir Pétur Þorsteinsson og er 250 lestir, smíðaður í Austur-Þýzka landi. Skipstjóri er Gísli Jón- asson. Báturinn verður gerður út frá Bíldudal á togveiðar. SG. ÍK^MO) 40. árg. — 'Laugardagur 20. júní 1959 — 126. tbl. Ólafur Túbals opnar sýningu ÓLAFUR Túbals opnar í dag málverkasýningu í bogasal Þjóðminjasafns- ins. Sýnir hann þar 22 olíumyndir og 18 vatns- litamyndir. Allt landslags myndir málaðar á s. I. ári og eru þær allar til sölu. Ólafur hélt síðast sýn- ingu í fyrravor og seldi þá allar myndirnar. Sýn- ingin verður opnuð al- % inenningi kl. 6. Myndin af 5 Ólafi er tekin í bogasaln- $ um í gær. 2. deildarmóf í knatfspyrnu hefsf í dag í Hafnarfirði í DAG hefst á íþróttavellin- 'um í Hafnarfirði 2. deildar- Inótið í knattspyrnu. Er það kl. 4 e. h. ÍBH keppir við Umf. Skarp- fiéðin, Reynir frá Sándgerði yið Aftureldingu. Mótið held- nr áfram 23. júní n. k. „19. Júní", fjöl- breyff kvennahlað í GÆR, 19. júní, var hátíðis- dagur kvenréttinda á fslandi. í gær voru liðin 44 ár síðan kon- ur fengu kosningarétt hérlend- is. Þennan dag kom að vanda út blaðið 19. júní. Var það mjög fjölbreytt og efnismikið. Meðal þess, sem þar var má nefna: Lambasaga eftir Unu Árnadóttur, Sigríður J. Magn- ússon skrifar úr Grikklandsför, Ingibjörg Jóhannsdóttir um „kyrtilinn hans Bólu-Hjálm- ars“, Petrína Jakobsson skrifar: Heimsókn sálfræðings, Hólm- fríður Pétursdóttir um íslenzka skó. í ritinu eru mörg fróðleg viðtöi við merkar konur, ljóð eftir ýmsa höfunda og fjöl- margt fleira. Verktakarnir við Efra-Sog FÉLAGIÐ sem annast framkvæmdir við virkj- unina við Éfra-Sog heitir Efra-Fall. Hluthafar í því eru þrjú verkfræðifirmju. Tvö ís- lenzk og eitt danskt. ís- lenzku félögin eru Al- menna 1 byggingafélagið h.f. og Verklegar fram- kvæmdir h.f. Danska fé- laið heitir E. Phil & Sön. Ólafsfirði um helgina AÐALFUNDUR Alþýðu- flokksfélags Ólafsfjarðar var haldinn nýlega. Formaður var kjörinn Sigurður Ringsted, bif- reiðarstjóri, ritari Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti, og gjaldkeri Jón Steinson, verka- maður. Meðstjórnendur voru kosnir Sæmundur Jónsson, stýrimað- ur, og Árni Gunnlaugsson, sjó- maður. — Á fundinum var staddur Eiríkur Friðriksson frá Ólafsfirði. Kyaðst 'hann ekki í mörg undanfarin ár hafa orðið var við jafn mikinn baráttu- hug meðal Alþýðuflokksmanna á Ólafsfirði og væri mikill á- hugi á því þar, að efla mjög hlut flokksins í kosningunum í sumar. KJÓSENDAFUNDUR. AJ!|þýði^!iokkurinn efndi til almenns kjósendafundar á Ól- afsfirði s. 1. sunnudag. Var fund urinn fjölmennur og máli ræðu manna tekið með ágætum. —- Framhald á 2. síðu. •Illl II llllllllll III11111111111 IHL'MIIIÍIIIIHIIIIIIIIIIIIIIII Hll I) VONIR standa til þess, að nýtízku flatningsvélar verði fluttar til landsins næstu mán- uðina. Margar umsóknir um þessar afkastamiklu vélar munu nú liggja fyrir, og er mikill hugur í útgerðarmönnum víðsvegar um land að fá þær í fiskvinnslu- stöðvarnar. nú, Álþ flu- Hér er um að ræða svipaðar flatningsvélar og komnar eru til Vestmannaeyja, stórvirk og ágæt vinnutæki. Benjamín Eiríksson banka- stjóri er nú staddur ytra og at- hugar, fyrir hönd Fram- kvæmdabankans, um lántöku til vélakaupanna. BERN: Svisslendingar hafa mótmælt því við frönsku . stjórnina, að fjöldi Svisslend _ inga hefur verið tekinn í ; frönsku útlendingaherdeild- . ina. Er talið, að 1200 Sviss- lendingar séu í herdeildinni, þar af 50 glæpamenn. ER ALÞYÐUBANDALAGIÐ AÐ SUNDRAST! AÐ UNDANFORNU hafa kommúnistar sýnt það greini- lega að þeir eru gripnir póli- tískri taugabilun. Ástæðan fyrir þessu er sú, að mjög margir flokksmanna þeirra úti á landi hafa snúizt gegn þeim á fundum og í blöðum. Þetta er nú einnig farið að koma áþreifanlega í Ijós hér í Reykjavík. Halldór Péturs- son fyrrverandi starfsmaður Iðju, félags verksmiðjufólks, hefur um margra ára skeið verið einn af ötulustu starfs- mönnum kommúnista. Hann liefur nú opinberlega snúið frá þeim. I- Frjálsri þjóð, sem út kom í gær, birtir hann grein á for- síðu, þar sem hann segir m.a.: „Útsýn og Þjóðviljinn hafa ekki upp á síðkastið þurft að sækja vopn til mín, enda væri það að vonum að fara í geit- arhús að leita ullar“. Og ennfremur: „ ;.. Sé þetta hins vegar gert af áreitni við mig per- sónulega, þá vildi ég vinsam- lega fá það staðfest. Um það skal svo ekki meira rætt, en gamalt máltæki segir, að veið- in sé sýnd, en ekki gefin“. — Þannig kveður Halldór Pét- ursson fyrrverandi félaga sína og verður ekki annað sagt en að tónninn sé kuldalegur. Bendir þetta og fleira til þess að Alþýðubandalagið sé að sundrast? — Hvað þá eftir að úrslit kosninganna verða kunn? I ALÞYÐUFLOKKUR f 1INN í Reykjavík þarf § = nú sem áður á mörgum § i sjálfboðaliðum að halda, 1 1 bæði fram að kosning- | í um og á kjördag. 1 | Skorað er hér með á | | allt stuðningsfólk A-list 1 | ans í Reykjavík að gefa § 1 sig fram við kosninga-1 I skrifstofu flokksins í A1 = £ = I þýðuhúsinu II. hæð, 1 | sími 16724, 15020 og | | 19041, alla daga frá kl. f 1 9. f. h. til kl. 10 e. h., og | | láta skrá sig til starfa. § | ★ 1 | Allir þeir stuðnings- | | menn flokksins sem eiga f | bíla, eða geta haft um- | | ráð yfir bifreið á kjör-1 | dag er hér með eindreg- | | ið hvattir til þess 'að | | gefa sig fram til skrám-1 I ingar í fyrrgreindum 1 | símum. 'IIIIIIIIIiIilllIlllllllllllllllllllllllllllll llllll llll III lllll lllll B GENF, 19. júní (NTB-AFP). —, Þríveldafundurinn um stöðvun tilrauna með kjamorkuvopn náði í dag samkomulagi um starfstilhögun sérfræðinga- nefndar þeirrar, er kanna á vandamálið um skrásetningu sprenginga í meira en 50 km, hæð. ; Tuttugu króna veltu Alþýðuflokksins fer scnn að ljúka. Alþýðublaðið skorar á alla stuðn- ingsmenn og velunnara flokksins að gera lok asprettinn að hápunkti veltunnar, en til þess þarf mikið átak, því að hún hefur gengið vel. Komið á skrifstofu Alþýðuflokksins eða afgr eiðslu Alþýðuhlaðsins og skorið strax, áður en þar er of seint.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.