Alþýðublaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýslngasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Trúið þeim varlega ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur áður látið þess getið, að sumir frambjóðendur Framsóknarflokksins reikni með óvæntum liðskosti í kjördæmamálinu á 'sumarþinginu. Binda þeir þá von sína við Alþýðu bandalagið og sér í lagi Finnboga Rút og Hanni- bal Valdimarssyni. Kemur þetta mjög saman við þau ummæli Hermanns Jónassongr í útvarpsræðu hans um kjördæmamálið, að einhverjir kunni að bregðast í kjördæmamálinu á síðustu stundu. Þessar upplýsingar hafa vakið mikla athygli og orðið til þess, að Finnbogi og Hannibal hafa lýst yfir opinberlega fylgi við kjördæmabreytinguna. Morgunblaðið tekur svardaga þeirra hátíðlega og segir í gær: „Finnbogi Rútur hafnar tilmælum Framsóknar um svik í kjördæmamálinu. Þjóðvilj- inn herðir á með tveim viðbótaryfirlýsingum“. Þetta er gott og blessað út af fyrir sig, en Alþýðu- blaðið dregur heilindi Valdimarssonanna í efa og hefur til þess eftirfarandi ástæður: Hannibal Valdimarsson hefur gefið berlega í skyn á fundum úti um land undanfarið, að sam starf Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokks- ins muni koma til sögunnar eftir kosningar. En hvað þá um afgreiðslu kjördæmamálsins? Þeirri spurningu fæst Hannibal ekki til að svafa á þeim stöðum, þar sem hann telur atkvæðavon að blíðu látum við Framsóknarflokkinn. En í Reykjavík sver hann kjördæmamálinu trú og hollustu tií að reyna að koma í veg fyrir fylgistap Alþýðu- bandalagsins. Hvernig ætlar Hannibal að sam- ræma þetta? Og Finnbogi Rútur hefur áður sagt allt annað um kjördæmamálið en nú. Hann lét svo um mælt á alþingi í sambandi við afgreiðslu efnahagsmálanna í vetur, að kjördæmamálið hefði vel mátt híða að hans dómi, ef Alþýðu- bandalagið hefði fengið að vera áfram í stjórn. Gæti hann þá eklti hugsað sér að gleyma kjör- dæmamálinu á sumarþinginu gegn því að Al- þýðubandalagið kæmist í stjórn? Alþýðublaðið trúir að minnsta kosti Valdimarssonunum var- lega. Hitt er vitað, að mikill meirihluti þess fólks, sem fylgir Alþýðubandalaginu að málum, vill þá lausn kjördæmamálsins, sem fyrir er barizt, enda var Einar Olgeirsson einn af flutningsmönnum. En stuðningslið Alþýðubandalagsins er statt í mik illi óvissu, þegar það kýs Finnboga Rút og Hanni- bal. Kannski væri það í ógáti að kjósa Framsóknar flokkinn fremur en Alþýðubandalagið? Valdimars synirnir gætu fundið upp á því að svíkja fleiri en Alþýðuflokkinn. Hópferðir. Höfum allar stærðir hópferðabifreiða til lengri skemmri ferða. Kjarían Ingimarsson sími 32716. Ingimar Ingimarsson, sími 34307. Afgrciðsla Bifreiðastöð fslands, sími 18911. NÝLEGA er komin út bók með ofangreindu nafni, eftir Frederic Sondern, þar sem gerð er grein fyrir myrkavekum þessa illræmda félagsskapar, — Mafíunnar, aðallega í Banda- ríkjunum Norður-Ameríku. Margir íhafa heyrt um „partý- ið“, sem haldið var heimia hjá Giuseppe BarÚara, ríkum bjór- og gosdrykkjaheildsala skammt frá þorpinu Apalachin í New York-ríki 14. nóvemíber 1957. Þar voru saman komnir flestir meiriháttar glæpamenn Banda- ríkjanna, og voru svo óheppnir aldrei þessu vant, að árvakur lögreglumaður gerðist forvit- inn af að sjá svo marga kádil- jáka á ferð þarna í grenndinni, að hann fór að rannsaka málið og kallaði tii fleiri lögreglu- menn. Sumir gestanna flúðu, en þeir, sem náðust, gáfu Þá skýr- ingu á nærveru sinai hjá .Bar- bara ,að hú'sbóndinn væri veik- ur, Og þeir hefðu skotizt til hans tii að sjá, hvernig honum liði. Sumir þeirra voru komnir allmargar þingmannaieiðir í þessum erindum, allt vestan frá Kyrrahafsströnd og víðar að. — Hópurinn, sem hafði áhyggjur :af heilsu Barbara,var65aðtölu. Velflestir þessara manna 'höfðu komizt undir manna hendur, t. d; höfðu 56 þeirra verið handteknir samtals 275 sinnum og verið sakfelldir 100 sinnum fyrir dráp, ofbeldisrán, eiturlyfjasöul, fjárhættuspil og misnotkun verkalýðsféLaga. Því er haldið fram, að fundur inn í Apalachin hafi verið hald- inn til að setja fastari reglur um starfsemi þessara manna á ýmsum sviðurn glæpa, enda hafði upp á síðkastið komið til Frank Costello, einn m.esti glæpamaður Bandaríkjanna, sem talinn er vera meðal leiðtoga Mafiunnar, en gengur sam.t enn laus vegna ónógra sannanna, sést hér á myndinni ásam.t lög- fræðingum sínum. Hann slapp með minni háttar skrámur, þeg ar óþekktur byssumaður gerði árás á hann rétt hjá Heimili hans í New York. „Þetta er handa þér, Frank“, sagði árásarmaður- inn. margs konar árekstra-og deilna. T. d. hafði Francesco Scalici, „lítill karl“, sem stiórnaði glæpamönnum í Bronx i New York,'farið með heilan farm af heróíni í hundana. 17. júní 1957 hafði hann farið í matvörubúð til innkaupa, og þegar hann kom út höfðu tveir menn dælt inn í hann fimm skammbyssu- skotum. Albert Anastasia, yfir-aftöku- stjóri Morðs h.f. og einn af að- alglæpamönnunum, sem stjórn- uðu tökum þeim, er glæpamenn irnir hafa á verkalýðsfélögum á austurströnd Bandaríkjanna, hafði reynt að „pota sér inn í fjárhættuspil-starfsemina“ á Kúba. Tveir menn skutu hann ofboð rólega í höfuðið, Þar sem, hann sat í rakarastól á hóteli í Manihattan 25. október 1957. Og 2. maf 1957 hafði verið skotið á Frank Costello — — þekktan fjárhættuspilara og fjármálamannn úr félagsskapn- um — er hann var að ganga inn í hús sitt í Manhattan. — „Þetta er handa þér, Frank“. sagði skyttan, sera reyndar var ekki hittnari en svo, að Costello særðist aðeins lítillega á höfði. í þessu þrennu er ef til vill að leita skýringarinnar á fund- Fframhald á 10. síðu). H a n n es h o rninu og ★ Eftir 43 ára starf. ★ Verða 12000 atkvæði Alþýðuflokksins dæmd í útlegð? ★ Þegar þjóðin fær lækifæri til að kenna st j órnmálamönnun- um. ALÞÝÐUFLOKKURINN hef- ur starfaS í fjörutíu og þrjú ár. Gjörbyltingar hafa gengið yfir íslenzku þjóðina á þessum ára- tugum og það hefur verið gæfa hennar, að hún hefur átt flokk til starfa, sem hefur alltaf verið nckkuð á undan hinni efnahags-' legu þróun, undirbúið breyting- ar hennar, stujt að þeim — og framar öðru alltaf haft það sjón arsnið, að jafnhliða breytingum og framförum nyti starfandi fólk í sveit og við sjó þeirra gæða, sem breytini'aruar skopúðu en aau rynnu ekki öll í vasa ein- staki-a manna eins og áður var. ÞETTA heí'H ortið til þcss, að 1 raun og veru héíur Alþýðu flokkurinn vcnð 'ielsisflokk m íslenzkra starfsstétta frá upp- hafi, og han er þt ð enn eins og hann hefur ávallt verið. — Mcnn geta deilt uin tímabundna stcfnu og starfsaCfc.öir Alþýðu- flokksins ekki s'ðut en annarra flckka og sjálfsagt er að viður- kenna, að Alþýðul okknum haís orðið á mistök, en því verður ekki á móti mælt með nokkrum rökum, að Alþý/jflokkurinn á drýgstan þáttinn í þeim réttar- og kjarabótum, sem fólkið í iandinu hefur áunnið sér. UM SÍÐUSTU óramót var svo komið, að fjárhagskerfi lands- ins var komið á beljarþröm. — Það stafaði fyrst og fremst af því að skyndilegur gróði helltist 5dir íslenzku þjóðina svo að hún fótaði sig ekki, en í öðru lagi staf aði það af því, að íslenzkir stjórn málaflokkar höfðu hvorki þrek né þor til þess að stöðva vit- firrt kapphlaup þegnanna og stéttanna um þennan gróða, — heldur studdu að kapphlaupinu og hvöttu hlauparana, eins og' til dæmis Ólafur Thors í hinni frægu nýjársræðu, sem aldrei má fyrirgefa honum, enda mun verða skráð í söguna, sem dæmi um ábyrgðarleysi og skrum stjórnmálamanna á þessum ár- STÓRU flokkarnir hlupust frá ábyrgðinni, gátu ekki starf- að saman vegna pþlitísks haturs og afbrýðisemi. Svo var komið, að ekki aðeins fjárhagslegt hrun og atvinnuleysi blasti við heldur og til viðbótar að þjóðin yrði stjórnlaus og skútan bærist upp í brimgarðinn án þess að nokk- ur sæti við stjórnvölinn. Þegar svo var komið sneri forsetinn sér til Alþýðuflokksins og bað hann að taka við ábyrgðinni — Það gat hann ekki nema dð hann ferxgi starfsfrið. Hermann Jónas- son neitaði að veita þann starfs-. írið lengur en til 1.9CI) og ekki skemur, en Sjáiístæðisflokkur- inn ekki lengur en til þessa sum- ars. ALÞÝÐUFLOKKURINN átti þvi aðeins tveggja kosta völ og valdi hlutleysistuðning Sjálf- stæðisflokksins til vorsins — og samdi um málin við hann. -— Utkoman varð sú, að málin' voru lcyst, tilraunin var gcrð, verð- bó-lgan var stöðvuð, kjöxdæma- n.alið leyst -— og efnt var svo til kosninga. —■ Nú er kómið að reikningsskilum. Þjóðin á að dæma. Dæmir hún Alþýðuflokk- inn til útlegðar eftir rúmlega fjörutíu ára starf, dæmir hún af honum réttinn sem um 12000 at- kvæði eiga að hafa í landinu? Greiðir hún honum vantraust fyrir það.þor og þá ábyrgðartil- finningu, sem harin liefur sýnt alla tíð og fyrst og frerast kom í Ijós, þegar allir gengu frá, — vildu hvergi koma nærri erfið- leikunum um síðusu áramót? DÆMIR hún 12000 atkvæði hans dauð og ómerk fyrir flokk- inn — og um leið fyrir þjóðina í heild? Þetta.er mergurinn máls ins. — í rau.n og veru er Jtosið um gr/u þjóðarinnar á sunnu- daginn Kemur. Hannes á ííornii u. 4} 24. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.