Alþýðublaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 11
„En þeir vilja ekki selja hann“, sagði hun viti sínu fjær af ótta. „Þeir vilja fá hann aftur. Ég — ég get ekki sagt yður, hvað þeir myndu gera til að ná í hann. Hlustið þér á mig, frú Haverly!“ Hún leit aftur á Sis. „Það — það er hættulegt fyrir yður að hafa hann!“ Lyn hrökk við. Hér kom orðið hætta aftur. „Því skyldi það vera hættu- legt fyrir mig að hafa þenn- an vesæla hatt!“ Sis hló hátt. „Látið þér ekki eins og fífl“. „En það er hæ'ttulegt! Ég sver að það er það. Það getur hvað sem er skeð ef þér skil- ið honum ekki!“ „Hagaðu þér nú skynsam- lega, Sis“, skaut Don inn í. „Það er leiðinlegt fyrir okkur öll hvernig þú lætur með þénnan hatt!“ En Sis varð enn reiðari við orð Dons. Snöggt tók hún skæri af snyrtiborðinu og hóf að klippa skrautið af. Hnetu- klasinn og borðinn féllu á gólfið og Sally rak upp vein og reyndi að taka það upp. En Sis hallaði sér áfram og sló hana utan undir, svo spark aði hún hnetuklasanum und- ir snyrtiborðið. Svo hló hún fyrirlitlega og rétti Sally hatt- inn. „Hérna, takið þér þá hatt- inn! Afganginn á ég til minn- ingar um hann! Snautið þér út!“ Sally hljóp brott og þau heyrðu hurðina skellast á eft- ir henni. Sis hló ánægjulega. „Þetta sýnir þeim hvernig þeir eiga að koma fram. við mig!“ Iiún virtist rnjög ánægð með framkomu sína. „Eigum við að fá okkur að drekka“, sagði hún glaðlega og fór inn í stofuna. * Don hellti í glösin, en hann var svo utan við sig að hann skvetti á Lyn, þegar hann rétti henni hennar glas. Hann var áhyggjufullur á svip. En Sis var í Ijómandi skapi. Augu hennar Ijómuðu og hún glensaðist og hló. „Ég skil ekki hvers vegna þú vildir ekki láta taka hana fasta, Donnie“, sagði hún blið- lega. „Og þó, það er ekki heppilegt fyrir frægan kvik- myndaleikara að lenda í hneykslismáli“. Don svaraði þessu ekki, en hann leit rannsakandi á Sis. „Ég myndi gæta mín í þínum sporum, Sis“, sagði hann. Sis hló glaðlega og hallaði sér að Don tij að fá eld í síga- rettuna. „Ó, Donnie! Láttu ekki eins og flón! Því skvldi ég fara varlega? Hvað geta þeir gert mér? Þú tekur þó ekki hennar orð alvarlega? Og auk þess hef ég skilað hattinum11. En skrautlausum, hugsaði Lyn. Hnetuklasinn og borðinn voru enn undir snyrtiborðinu í svefnherberginu. En Sis var að hugsa um annað. Hún blaðaði í hrúgu af myndskrevttum tímaritum, sem voru á litlu borði. „Hérna -er hún“, sagði hún og dró fram mynd. „Hótel- stýran lét mig fá þetta í dag. Þetta er brúðkaupsmynd héð- an frá hótelinu. Er hún ekki sæt? Hún er af amerískri stúlku, sem kom hingað til að giftast innfæddum manni, af- komanda síðustu drottningar- innar á Hawaii. Þau héldu brúðkaup hér, klædd eins og innfæddir. Er hún ekki indæl? Hótelstýran sagðist geta út- vegað mér alveg eins búning. Það er svo rómantískt að gifta sig hér, ldædd eins og hawaii stúlka og búa í einni af íbúð- unum hér á hótelinu. Hugs- aðu þér, Ihvað það hefði 'mik- ið auglýsmgagildi fyrir þig, Donnie!“ „Þegar ég geng í hjónaband vefður bað mín vegna, en ekki í auglýsingar skyni“, sagði Don rólega. Svo leit hann á klukkuna. „Það er framorðið. Ég skal fylgja þér að herbergi þínu. Lyn“. En um leið og þau gengu út um dyrnar, dró Sis hann til hliðar og Lyn heyrði að hún hvíslaði: „En þú kemur aftur, Don- nie? Þú verður að koma aft- ur!“ Lyn lá lengi vakandi og hugleiddi, hvort hann hefði farið aftur til Sis. Hún von- afi að hann hefði ekki gert það, en samt vissi hún að hann fór, ef Sis bað hann um það. 9. Lyn vaknaðj við að þjónn kom inn með kaffi og morg- unmat. Það var að byrja að birta. Hún néri augun og henni datt í hug að í dag ættu þau að fara áfram með flug- vélinni. Hún leit á klukkuna, klukkan var sex. „En þetta getur ekki verið fétt“. muldraði hún syfjulega. „Ég bað ekki um morgunmat svona snemma“. Þjónninn hristi höfuðið. „Enginn misskilningur, ung- frú. Hár flugmaður bíður. Bað mig vekia yður“. Þá fyrst sá hún miða á hakk anuín. „Glevmdu ekki að við ætlum að aka um eyjuna í dag. Mér fannst bezt að fara snemma, svo ekki yrði of .„Eg setti smáste.na í h pabbi, — svo a5 það hi1.: honum.“ CopyflflM P. 1 B. Box 6 Coownhooon /9/ heitt. Ég- bíð niðri. Ted“. Hafði hún lofað að koma með? Hún mundi það ekki vel. En hún drakk kaffið og hugs- aði um að það væri eiginlega bezt að fara burt í dag. Hún minntist átbufðafins í svefn- herbergi Sis og hana langaði ekki til að vera með Sis og Don. Þegar hún kom niður sá hún Ted standa upp úr stól. „Ég vona að þú sért ekki reið yfir að ég lét vekja þig svona snemma“, sagði hann afsakandi. „En það er miklu þægilegra að aka á þessum tíma og auk þess höfum við meiri tíma fyrir okkur“. Þau sáu hinn fræga foss, No-na-me, þau horfðu á an- anasuppskeru og þau námu staðar við Kaneohe-flóann, þar sem hinir frægu neðan- sjávar kóralgarðar eru. Ted sagðis^ hafa séð þá fyrr og lét Lyn og Don um að fara út í einum af bátunum með glerbotninum. Þau voru ein, ef maðurinn sem stjórnaði bátnum, var ekki talinn með. Til að byrja með höfðu þau of annríkt við að horfa á útsýnið til að tala. Vatnið var krystáltært. Þau sáu undraheim, þar sem skóg- ar, hallir, skagar og turnar höfðu fegurð, sem ekki var „Það var í bezta lagi“, brosti hún. „Ég svaf hvort eð er illa“. „Óhamingjusöm ást“, sagði hann og glotti. 25. dagur „Hvenær förum við?“ spurði hún kuldalega. „Eftir augnablik. Það er dá- lítið, sem kemur þér á óvart. Þægilega á óvart og mér finnst það mjög fallegt af mér að gera þetta fýrir þig“. „Nú?“ Hún var komin með hjartslátt. „Ég sé að þú hefur getið upp á því. Það sést á roðanum 1 kinnum þínum“. Hann brosti vingj arnlega til hennar. „Ég lofaðj að hjálpa þér, var ekki svo? Nú hefur þú daginn fyr- ir þér. Notaðu hann vel!“ í sama augnabliki kom Don í ljós. Hann var í gráum bux- um, skyrtu, sem Var opin í hálsinn og hann bar mynda- vél. „Halló, hafið þið heðið mín?“ Hann hrosti til þeirra. „Þetta var góð hugmynd, Ted“. „Tókuð þér ekki frú Haver- ly með?“ Ted var alvarlegur en kímnin leiftraði í augum hans. „Nei, mér fannst — hún vill ekki láta vekja sig svona snemrna“. Lyn fannst hann líkastur óþekkum skólastrák, sem var að stelast í bíó í blóra við móður sína. Sólin kom upp um svipað leyti og hau lögðu af stað. Landslagið var alltaf fallegt,. en í roðabjarma sólaruppkom- unnar var það stórkostlegt. Lyn fannst hún komin í ann- an heim. Það gat verið að Waikiki-ströndin væri strönd skemmtananna, en Lyn fannst hún strönd fegurðarinnar. Og bað að Don.sat við hlið henn- ar 0g hélt í hendi hennar olli bví. að blómin urðu litfegurri, fjöllin hrikalegri og landslag- ið framundan fegurra. Ted sat frammi við 'hliðina á bílstjóranum, en nú leit hann við og brosti til þeirra, eins og hann vildi segja:- Guð blessi ykkur, börnin mín! En þegar hann leit á Lyn voru blá augu hans alvarleg, næstum sorg- mædd. nægt ag imynda ser. Hitnkir hitabeltisfiskar syntu um með al kóralbygginganna og þau gátu ekki rifið sig frá þessu. Báteigandinn lagði til að þau snéru við ,en Don bað hann bíða. „Ég hef ekki haft tækifæri til að tala við þig í dag, Lyn“, sagði hann alvarlegur. „Ég get ekki gert það í bílnum og ég verð að nota þetta tæki- færi“. „Já?“ Lyn strauk hendinni gegnum tært vatnið. „Mér fannst leitt að þú sást hvað skeði í gærkvöldi. Sis — þetta var svo ólíkt Sis! Ég skil ekki hvað gekk að henni“. Hann virtist vera undrandi og óhamingjusamur. „Hún varð sjálfsagt reið við að finna Sally í svefnherbergi sínu“, sagði Lyn rólega. „En að slá hana utanundir — Sally gerði jú bara það, sem þessi hryllilegi hattari bað hana um — og svo að eyðileggja hattinn! Það er alltof millt að kalla það barna legt!“ Lyn svaraði ekki. Hví skyldi hún verja Sis? „Barnalegt!“ Hann endur- tók orðið og horfði hugsandi niður í sjóinn. „Ég er hrædd- ur um að Sis sé oft barnaleg. Mér fannst það einmitt svo töfrandi fyilú þegar ég hitti hana. Hún var lík ungri, sak- lausri telpu, sem ekki er full- vaxta — lítilli telpu, sem þarf á umhyggju og gæzlu að halda —Hann þagnaði. „:Má ég tala um þetta við þig?“ spurði hann áhyggju- fullur. „Gjörðu svo vel, Don“, muldraði hún. „Það er íallega gert af þér!“ Hann brosti þakklátur. „Ég hef engan annan að tala við og mér finnst að þú sért vin- ur okkar beggja“. Lyn kunni ekki við orðið Þeggía, en hún beið án þess að segja orð. „Þú mátt ekki dæma Sis fyrir það sem skeði í gær“, hélt hann áfram. „Eins og ég sagði, veit ég ekki hvað gekk að henni. En hún hefur breyzt svo mikið síðan við fórum í þetta ferðalag. Hún er svo taugaóstyrk og æst — og — já -— svo kröfuhörð. Og það að hún heimtar að við gift- fiuaveaarnart riugíelag- íslands. Millilandaílug: Millilanda- flugvélin rírímfaxi fer til Os- lóar, Kaupmannahafnar og Hamiborgar jd. 8.30 i"*dag. Væritanleg aftur til Reykja- víkur kl. 23.55 í kvöld Milli- landaflugvélin Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er á- æilað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavíl^*, ísa fjarðar, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fi^úga til Akureyrar (3 ferðir), Eg- ilsstaða, ísafjarðar, Kópa- skers,' Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórs hafnar. Loftleiðir. Saga er væntanleg frá Ham taorg, Kaupmannahöfn og Gautaborg kl 19 í dag. Hún heldur áleiðis til New York kl. 20.30. Leiguvél Loftleiða er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið.. Hún heldur áleiðis til Gautaborg- ar, Kaupmannahafnar og Hamhorgar kl. 9.45. Hekla er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Hún held- ur áleiðis til Glasgow og London kl. 11.45. Skiplna Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Vestmanna- eyjum.. Arnarfell fór frá Kaupmannahöfn í gær áleið- is til Austurlands. Jökulfell er í Rostock. Fer þaðan áleið is til Rotterdam, Hull og ís- lands. Dísarfell losar á Húna flóahöfnum. Li^ifell Avar á Norðurlandi. Helgafell er á Akranesi. Hamrafell fór frá Reykjavík í gær áleiðis til Arúba. Eimskip. Dettifoss fór frá ísafirði í gærkvöldi til Keflavíkur, Akraness og Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Reykjavikur 22/6 frá Hrísey og Hauge- sund. Goðafoss fór frá Riga 21/6 til Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fór frá Raufarhöfn 22/6 til Norður- lands og Vestfjarðahafna og Reykjavíkur. Reykjafoss kom. til Reykjavíkur 2:2/6 frá Hull. Selfoss fór frá Vestmannaeyj um í gærkvöldi til Reykja- víkur. Tröllafoss fer frá New York í dag til Reykjavíkur. Tungufoss er í Aalborg, fer þaðan til Egersund og Hauge- sund. Drangajökull kom íil Reyltjavíkur 21/6 frá Ro- stock. Á laugardag hefst fimm daga skemmtiferð um Snæfellsnes og Dalasýslu. 1. júli er 13 daga skemmtiferð um Norð- ur- og Austurland. tlpplýsing- ar eru gefnar í skrifstofu fé- lagsins, Túngötu 5, — sími 19533. Farfoglar Farið verður í Valaból kl. 3 á laugardiag og komið til baka um kvöldið. Gamlir farfuglar hafa ákveðið að fjölmenna í þessa Terð. — Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Lindar- götu 50, miðvikud. og föstu- dagskvöíd kl. 20.30—-22. Alþýðublaðið — 24. júní 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.