Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 1
STOKKHÓLMUR. — Um það bil sjö hundruð Sovétborg- arar, sem eiga ættingja í Sví- þjóð, hafa fengið þar dvalar- leyfi, en rússnesk stjórnarvöld hafa hingað til þverneitað að leyfa þeim að fara frá Sovét- ríkjunum. Hinir sænsku ættingjar vona nú, að með væntanlegri heim- sókn Krústjovs til Skandinavíu skapist möguleikar til að milda hjarta einræðisherrans. í*að glæðir vonir Þeirra, að þegar Ástralía og Sovétríkin fyrir skemmstu tóku upp stjórnmála samband á ný, gáfu Rússar um 1000 rússneskum borgurum, sem vildu fá að flytja til ætt- ingja í Ástralíu, ferðaleyfi. Þessi sjö hundruð, sem bíða eftir að fá að fara til Svíþjóð- ar, eru flestir frá Eystrasalts- löndunum. Auk þess er ihér í flestum til- fellum um aldrað fólk að ræða. Sem dæmi um þetta nefna sænsku blöðin 75 ára gamla konu að nafni Julia Kroks. Dóttir hennar er tannlæknir í sænska bænum Vallingby og hefur hvað eftir annað gert ár- angurslausar tilraunir til að fá að taka við móður sinni. Fréttamaður Alþýðublaðsins skrapp inn í Snudlaugar í gærdag; eiginlega helzt til þess að hvíla sig. Það er svo mikið annríki á blöðunum þessa dagana, að það er hvíld í því að sjá og heyra heilan skara af mannfólki, sem eng- ar áhyggjur hefur og hreint ekkert annríki. Og hér er myndin, sem Alþýðublaðs- maðurinn koni með til baka til þess lesendur gætu líka fengið að sjá þessar dásam- legu lífverur. Frú Kroks býr nú í bænum Libau í Sovétríkjunum og héfur 150 rúblna ellistyrk. Dóttirin heldur í henni lífinu með matvælasendingum frá1 Svíþjóð. við Rússa t%%%%%%%%%%%%%%%%%%vw%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%< ÞANN 24. þ.m. var undirrit- aður í Reykjavík samningur við Sovétríkin um sölu á 40 þúsund tunnum af Norðanlandssíld. Síldarútvegsnefnd vinnur mi að því að fá þetta magn hækk- að. Á síðast liðnu ári voru gerð ir samningar við Sovétríkin urn 150 þús. tunnur samtals af Norðanlands- og Suðurlands- síld. (Frá Síldarútvegsnefnd) Harði kjarninn í kommúnistaflokknum hefur hafið skipulagða herferð sem miðar að því, að Hannibal Valdimarsson komist EKKI á þing! Ritstjórn Alþýðublaðsins hefur sönnunargögnin í höndunum. Biaðið komst í gærkvöldi yfir leynibréf „gamalla baráttumanna sósí- aIistaflokksins“ til „góðra samherja.“ í því segir meðal annars: „Við skorum því á þig, góði samherji, að gera þitt til þess að losa okkur sós(alista í Reykjavík við Hannibal Valdimarsson, með því að strika nafn hans út af lista Alþýðubandalagsins í Reykja vík, G-listanum, þegar þú kýst hann 28. júní.“ Og leynibréfinu lýkur með þessum orðum: „Burt með Hannibal ---------- Sendum Eðvarð á þing.“ Alþýðublaðið hefur þegar sagt frá deilunni, sem reis út af framboðslisla Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Sósíalistafélagið í Reykja- vík hamaðist gegn því, að bæði Hannibal og Alfreð Gíslason yrðu á listanum. Þeir félagar, ásamt Finnboga Rúti, kröfðust þess á hinn bóginn, að hann yrði óbreytt ur frá fyrri kosningum. Einar Olgeirsson forðaði sundrungu Alþýðubandalags ins með því að knýja Hanni- balssj ónarmiðið fram í mið- stjórn sósíalistaflokksins, en svo hatröm var andstaðan, að Einar mátti hóta því, að verða að öðrum kosti ekki á listanum. Síðan þetta gerðist, hafa menn vitað, að ófriðarbál logaðj ennþá innan Alþýðu- bandalagsins. Nú hefur þetta bál magn- azt upp í þá hreyfingu, sem telja má fyrirboða fullkom- innar sundrungar Alþýðu- bandalagsins. Við birtum leynibréfið í heild á 2. síðu blaðsins. En hér eru glefsur úr því: N#" „Eitt var það, sem öðru fremur vakti ugg og óá- nægju. í tvö af þremur ör- uggum sætum á lista flokks- ins í Reykjavík voru settir þeir Hannibal Valdimarsson og Alfreð Gíslason . . . Þetta var alveg fráleit ráðstöf- un . . .“ „Af hverju á að neyða sósíalistiska kjósendur í Reykjavík til að kjósa tvo menn á þing, sem ekkert eiga skylt við stefnu flokks okkar og einskis meta starf hans og tilværu?“ V „Við getum ekki sætt okkur við, að Hannibal verði á ný kosinn á þing af sósíalistum í Reykjavík.“ 'v' „Það er og öllum ljóst að seta Hannibals á lista okk ar í Reykjavík mun hrinda f jölda manns frá því að kjósa Iistann.“ N/" );nú er tækifæri til þess að losa okkur við Hannibal og allan þann ófarnað sem honum fylgir.“ Við birtum leynibréíið orðrétt á 2. síðu NÝl varnargarðurinn við Efra- Sog brast klukkan 6,30 í gær- morgun. Var hann byggður fyr- ir ofan gamla varnargarðinn, og var byggingu hans um það bil að ljúka. Ástæðan fyrir því, að hann brast, mun vera sú, að hringiðan við hann hefur graf- ið úr honum. Mun ekki þurfa að koma til rafmagnsskorts vegna þessa. Blaðið átti tal við Árna Snæ- varr, yfirverkfræðing, vegna Það ary ýmsar áríð- % aisds fiSkynningar fli ykfesr á bafesíðunni. þessa atburðai'. Sagði hann, að undanfarna daga hafi verið unnið að því að loka smátt og smátt því sem eftir var af nýja grjótgarðinum, sem byggður var fyrir skarðið sem ofviðrið braut í varnargarðinn við Efra- Sog hinn 17. júní s.l. Hefur verið unnið að því dag og nótt, og svo komið, að vatnsrennslið um jarðgöngin var orðið tiltölu lega lítið og fór minnkandi. Sagði Árni, að í gærmorgun klukkan , rúmlega 6,30, hafi brotnað hluti úr grjótstíflunni neðanverðri og vatnið brotið sér braut á örskömmum tíma í gegnum hana, og myndað nýtt skarð. Sagði Árni Snævarr, að or- sökin fyrir óhappi þessu mundi vera sú, að hringiðan neðan við stífluna, hafi grafið undan henni á kafla. Vatnsrennslið um göngin hef ur nú aukizt til muna á ný og Framhald á 5. síðu. iKmai1 40. árg. — Föstudagur 26. júní 1959 — 131. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.