Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 3
-- fyrir þátttöku í vinstri stióminni. ALÞYÐUFLOKKURINN var Iborinn þeirri sök í útvarpsum- læðunum, að hann hefði brugð- Izt stefnu sinni í kjördæmamál- inu með samstarfinu við Fram- sóknarflokkinn í síðustu kosn- ingum. Sú ádeila hefur ekki við nein rök að styðjast. Alþýðu- flokkurinn hefur um áraskeið fylgt mótaðri stefnu í kjör- ' Ferðlr í Laugarda! í kvöld. FERÐIR í Laugai’dal í kvöld verða sem hér segir: Langferða bifreiðir flytja fólk inn að Laugardalsvelli í kvöld. Farið verður frá þessum stöðum: Vesturbær: 1. íþróttavöllurinn kl. 19,30— 20,10, Smáíbúðahverfi: 2. Réttarholtsskóli kl. 19,30— 20,10. Hlíðahverfi: 3. Langahlíð við Klambratun kl. 19,30—20,10. Miðbær: 4. B.S.Í. við Kalkofnsveg kl. 19,30—20,10. Férðir frá vellinum eftir lands- leikinn. Bifreiðarnar standa á Reyk j aví kurveginum. dæmamálinu og gleymdi henni engan veginn í síðustu kosn- ingum. Þessu til sönnunar skal minnt á, að við stjórnarmyndunina eftir síðustu kosningar var að frumkvæði Alþýðuflokksins samið um endurskoðun kjör- dæmamálsins. Hins vegar reyndist Framsóknarflokkurinn ófáanlegur til að standa við það fyrirheit vinstri stjórnarinnar, þrátt fyrir ítrekaða eftirgangs- muni Alþýðuflokksins. Og Al- þýðubandalagið fór sér ósköp hægt í þessu máli, meðan Hanni bal og Lúðvík sátu í ríkisstjórn rneð Hermanni og Eysteini. Það var að sönnu sammála Alþýðu- flokknum um nauðsyn þess að breyta kjördæmaskipuninni, en áhugalaust fyrr en eftir að vinstri stjórnin var farin frá völdum og Alþýðuflokkurinn hafði tekið kjördæmamálið upp til endanlegrar afgreiðslu. Og Framsóknarmönnum var vorkunnarlaust að vita stefnu Alþýðuflokksins í kjördæma- málinu við síðustu alþingiskosn ingar. Hún hefur aldrei legið í láginni. Hann átti frumkvæði að lagfæringu kjördæmaskip- unarinnar 1934 og 1942, og hans I er enn forustan í kjördæma- málinu. YFIRVÖLD í Sovétríkjun- Um standa nú andspænis því vandamáli, hvernig unnt sé að vinna bug á umfangsmiklum fólks- og vöruflutningum, sem einkabifreiðaeigendur stunda og græða á 400—1000 rúblur daglega. Þessar tölur birtir „Izvestija“, hið opinbera mál- gagn sovétstjórnarinnar, í grein um „harkara“ þessa fyr- ir nokkrum dögum. Að því er segir í ,,Izvestija“ eiga þessir ólöglegu flutningar eér stað víðs vegar í Sovétríkj- unum, — í Moskvu, Leningrad, Kiev, Tbilisi og öðrum stærri og minni borgum. Sumir þess- ara manna eiga jafnvel tvo eða þrjá bíla, sem allir eru fengnir á ólöglegan hátt, og þeir, sem Spjara sig bezt, hafa lagt niður alla aðra atvinnu. „Izvestija“ skýrir frá því, að „harkari11 éinn í Ukrainu, sem á þrjá bí!a, hafi byggt sér hús úr múrsteinum. Annar, sem hefur að sérgrein flutninga á fiski og ávöxtum, byggði sér hús fyrir 70 þúsund rúblur. Sá þriðji, sem setti konu sína und- ir stýri, þegar hann varð að vinna í verziun, sem hann hann stjórnar, „byggði sér ekki eitt, heldur tvö hús“, segir blað ið. Gagnstætt hinum opinberu leigubifreiðarstjórum, sem aldrei fara út úr bílunum til að verða sér úti um akstur, hlaupa „harkararnir“ á móti væntanlegum viðskiptavinum og spyrja lágri röddu, hvort þeir óski eftir ökuferð, skrifar ,,Izvestija“. Og þeir stunda ekki einungis farþegaflutninga, þeir flytja ávexti og grænmeti langar leiðir og „sýna árangur, sem þekkist ekki í starfsemi verzlunarfyrirtækja okkar“. SKATTFRJÁLS GRÓÐI. Blaðið ásakar dómarann fyrir að taka með silkihönzkum á hinum fáu, sem staðnir eru að verki, og krefst þyngri refs- inga. En aðferðin til að stöðva starfsemi ,,harkaranna“ er sú, að dómi „Izvestija“, að finna ráð til að tryggja, að allir bíl- ar, sem seldir eru í Sovétríkj- unum, lendi í „höndum vinn- andi manna“. Annars gremst blaðinu það mest, að „harkar- arnir“ sleppa raunverulega á lagalegan hátt undan skatta- vfirvöldunum vegna þess að „gróðj þeirra er ekki til eftir að einkarekstur á öllum flutn- ingum var bannaður með lög- um“! tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmniunnnimnnj,^^ Vilfu borga kornmaúísvan'ð ? EF VERÐBÓLGAN hefði ekki verið stöðvuð, hefðu bæjar- og sveitafélög orðið að miða tekjuáætlun sína við meðalvísitölu ársins 1959, sem varla hefði orðið undir 235—240 stgum, en er 175 stig vegna aðgerða ríkisstjórn- ar Alþýðuflokksins. ÚTSVAR ÞITT HEFÐI HÆKKAÐ HLUTFALLS- LEGA. Rússneskur skipsljór! og pélsk sfúlka flýja sæiuna! /Efla ad glffasL STOKKHÓLMUR, 25. júní, — (REUTER). Rússneskur skip- stjóri og 22 ára gömul pólsk stúlka, sem flýðu frá Gdynia til Svíþjóðar fyrir skemmstu, hafa fengið dvalarleyfi í Sví- þjóð sem pólitískir flóttamenrio Rússinn og pólska stúlkan. ætla að ganga í hjónaband. Þau kynntust á sjúkrahúsi. þar sem stúlkan var læknanemi, Þau komust undan á vélbát, sem tilheyrði rússneskum tunck. urduflaslæðara í Gdynia. Dior tízkuhúsið hefur efnt til tízkusýningar í Moskvu, og Rússar ætla að hefna sín með sams konars ýningu í N.Y. í næsta mán- uði. Okkur er það sönn ánægja að nota þetta tækifæri til að birta Svipmyndir af Sóvéffízkunni síðastfiðin 40 ár 1) Hentu-gur og hlýr búningur. Með honum er borin svokölluð vélbvssa. Kenndur við af pokatízkunni. Þægilegur klæðnaður viðDúfu Friðar. 2) Látlaust en geðþekkt aíþrigei mokstur, Kenndur við Kommúnu-Kötu. 3) Samyrkjusamfestingurinn. Endist meðan eigand- inn hangir uppi. Sýningarstúlka: Sonja Akkorðskí. 4) Þjóðbúningur með Síberíusniði. Lögboðinn á afskekktum stöðum. Sýningarstúlka: Anna Antikommskrí, 5) Og loks er jjað hinn eini og óviðjafnanlegi Traktorskí! Alþýðublaðið — 26. júní 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.