Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. r Island og Noregur FRAMSÓKNARMENN reyna mjög að gera það að tilfinningamáli að svipta eigi sýslur og kaupstaði réttindum sínum með kjördæmabreyt- ingunni. Og fyrir ber, að sanngjarnir menn og gáf aðir taki í þennan streng af ræktarsemi við upp- runa sinn og átthaga. En að athuguðu máli er hér um misskilning að ræða. Kjördæmabreytingin þarf sannarlega ekki að særa neinar gamlar og góð ar tilfinningar. Hún er aðeins tímabær nauðsyn. Sýslur og kaupstaðir missa engin réttindi við það, að fimm eða sex þingmenn séu kjörnir á stóru landssvæði í stað eins eða tveggja í litlum kjördæmum áður. íbúarnir halda sinni sýslu og sínum kaupstað. Kjördæmabreytingin raskar engum staðháttum. Og áróðurinn gegn hlutfalls- kosningum nær engri átt. Viðurkenndustu lýð- ræðisþjóðir heims hafa löngu tekið upp það kosn- j ingafyrirkomulag með ágætum árangri. Hafa hrakspár Framsóknarmanna hér vegna hlutfalls- ' kosninganna sannazt á frændþjóðum okkar á Norðurlöndum? Vilja ekki gætnir og glöggir menn, sem ræða og rita um kjördæmamálið af tilfinningaástæðum, gera svo vel og svara þeirri spurningu? Þeim ber skylda til að ræða kjördæma- skipunina og kosningafyrirkomulagið málefna- lega. ; Lítum í þessu sambandi til Noregs og Norð-i manna. Staðhættir eru að ýmsu leyti svipaðir' þar og hér. Norðmenn búa við hlutfallskosning- ar í stórum kjördæmum. Og hver er reynslan? Er hún sú, sem Framsóknarmenn óttast? Oðru nær. Jafnvægi í byggð landsins er meira í Nor- egi en hér á landi, þó að þar hafi verið hlutfalls- kosningar í stórum kjördæmum um áraskeið, en' flestir þingmenn hér séu enn kosnir í litlum ein-] menningskjördæmum. Ennfremur hafa áhrifj héraðanna í Noregi aukizt varðandli atvinnu-| framkvæmdir og fjárveitingar eftir að þau urðu stærri og sterkari heildir. Eru þessar staðreynd ir ekki veigamikil mótrök gegn fullyrðingum' Framsóknarmanna? Tilfinningamál eins og þau, að kjördæma- breytingin megi ekki koma til sögunnar af því að andans menn íslendinga séu ættaðir úr sveitum landsins, eru létt á metaskálunum. Fæðingarstaðir margra frægustu snillinga okkar í bókmenntum og listum eru komnir í eyði, en ríki þessara and- ans manna hefur,þar fyrir ekki glatazt. Allt land- ið hefur orðið þeirra kjördæmi. Auðvitað eigum við að meta og varðveita arf fortíðarinnar. En samt er ekkert áhorfsmál að breyta til og hyggja að nútíð og framtíð. íslenzkt lýðræði á sér eins sögu í Reykjavík og á Þingvelli, og kristindóm- urinn missti naumast gildi sitt við, að biskups- stóll fluttist úr Skálholti í höfuðstaðinn. Þannig er ógerlegt að miða allt við fortíðina. Það gera ekki einu sinni Framsóknarmenn. i! Kjésið A-íisfann London. UXGFRÚ Mary Hunt ætlar sér að skjóta tígris- dýr ^.næsta ári. Hún lýsti þessu hátíðlega yfir á fín- asta hóteli Englands og hún veit hva^ hún var að tala um. Mary er 29 ára og upprunninn í Chicago en lifir nú að því að vera leiðsögumaður á tígris- dýraveiðum á Indlandi. — Hún fór fyrst til Indlands fyrir tveimur árum og lenti þá á tígrisdýraveið- urn með Rahajananum í Cooch Behar. Mary var svo hrifin af tígrisdýra- veiðum á fílum ,að hún ákvað að snúa heim til Bandarikjanna og reyna að græða peninga á því ð skipuleggja tígrisdýra- veiðar. Og ’henni tókst á stuttum tíma að fá nokkra Inada sína til að eyða 6000 dollurum fyrir ferð til Indlands Og að skjóta eitt tígrisdýr. Sjálf stundar Mary ekki veiðar enn, en hún er leiðsögumaður veiðimannanna og hrifn- ing hennar yfir starfi sínu á sér engin takmörk. Á myndinni sézt hún ásamt einuml viðskiptavina sinna eftir að hann felldi stórt tígrisdýr. Meira öryggi WWMWWMWWWWWMMWMWMWWWWtWWWitVIÆ1 ALÞ J ÓÐ AVINNUMÁL A- STOFNUNIN (ILO) hélt ný- lega ráðstefnu sérfræðinga frá 14 Evrópulöndum, þa rsem lagt var til að gefin yrði út sérstök alþjóðleg „öryggisbók“ handa bílstjórum og öðrum starfs- mönnum, sem vinna við flutn- inga landa á milli. í bókinni verða m. a. kaflar um hvenær vinna hefst, hvenær vinnu lýk- ur og hvenær gerð eru matar- hlé í hinum einstöku löndum. Verður þannig bæði hægt að nota hana á alþjóðlegum vett- vangi og innan hvers einstaks ríkis. Tilgangurinn með bók- inni er að bæta vinnuskilyrðin og auka öryggið á þjóðvegun- um. H a n n es h o r n i n u ★ Tekst að breyta til? ★ Nýr tónn í stjórn- málaumr æðum. ★ Ræða dr. Gylfa Þ. Gíslasonar. ★ Þjóðin getur kennt st j órnmálamönnum TEKZX að breyta stjórnmála- umræðum? — Löngum hefur verið talað um það, að stjórn- málaumræður á íslandi séu hat- rammari og skæðari en annars staðar á byggðu bóli. Þetta mun rétt vera. Það er rétt, að um- ræðurnar hafa verið þannig að andstæðingar hafa svert hvern annan þar til ekki hefur verið eftir neinn hreinn blettur. — Annar hefur verið hreinn eng- ill en hinn sannkallaður djöf- ull. EINS og iitvarpshlustendur hljóta að hafa veitt athygli hafa stjórnmálaumræður Alþýðu- flokksmanna verið með allt öðr- um hætti nú. Þeir hafa rætt málin rólega, með rökum, — á- reitnislaust eða áreitnislítið, og alls ekki ráðist harkalega á and- stæðingana, nema algerlega til- neyddir — og þá fyrst og fremst kommúnista, sem gerðu ítrek- aðar tilraunir til að draga við- kvæmt utanríkismál inn í orra- hríðina og gera tortryggilega alla forystumenn flokkanna — nema sína eigin út af afstöðunni til þess. Engin hætta er eins geigvænleg fyrir íslenzku þjóð- ina í því máli en sú ef aðrar þjóðir halda að landhelgisdeil- an við Breta sé einkamál íslenzk ra kommúnista. RÆÐA dr. Gylfa Þ. Gíslason- ar í umræðunum í fyrrakvöld er merkasta tilraunin til þess að breyta stjórnmálaumræðunum. Hann rakti í skýrum dráttum efnahagslegt, menningarlegt og atvinnulegt ástand með þjóð- inni síðustu áratugina, ræddi um það, sem fyrst og fremst þyrfti að gera og dró upp lín- urnar fyrir framtíðinni — Ræð- an var áreitnislaus. Engin til- raun gerð til að sverta andstæð- ingana, en öll áherzla lögð á það, að gera grein fyrir skoðunum þessa stjórnmálamanns og flokks hans á ástandinu eins og það er og viðfangeefnum nútíðar framtíðar. og MANNI leikur mikil forvitni á því að sjá á næstu mánuðum og árum, hvort kndsfeeðingarn- ir láta sér skiljast að þannig eigi umræður siðaðra manna að vera. Ef þeir sjá það verður gagnger breyting á stjórnmálaumræðum okkar og baráttu flokkanna fyrir kosningar. Þá yrði mikið unnið. Það mundi eyða hatri og taum- lausri tortryggni, skapa meiri og einlægari samstarfsvilja millj þeirra sem þjóðin velur til að stjórna málum sínum í hvaða flokki sem þeir standa — og auðvelda henni átökin við við- fangsefnin, sem dr. Gylfi lýsti í ræðu sinni. ÉG ER sannfærður um að þjóðin óskar einlæglega eftir því, að þannig verði raunin. En hún má ekki gleyma því, að þessu getur hún ráðið sjálf. — Verðlaunar -hún svívirðingar, hatur, áróður, tortryggni og brigzl? Eða styður hún í verki þá viðleitni, sem Alþýðuflokks- menn hafa, í þessari kosninga- baráttu gert til þess að hefja stjórnmálaumræðurnar upp úr þeirri for, sem málflutningnum hefur verið sökkt í? ÚRSLIT kosninganna hljóta að sýna þetta. Við skulum vona, að þjóðin sé að komast af gelgju skeiðinu. Við skulum vona, að forystumenn hennar láti sér skiljast það, að orðbragð ónýtra götustráka sé ekki vænlegt til þess að afla sér trausts. Hannes á horninu. 4 26. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.