Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 1
I. BLAÐ t3Q££MÖ) 40. árg. — Laugardagur 27. júní 1959 — 132. tbl. Sjá nánar á 3, síðu. ; ERLENDIR MARKAÐIR eru -yfirfullir af síld síðan í fyrra og þess vegna er nú mjög erfitt að ná sölusánmingum. Eins og «kýrt var frá í blaðinu í gær befur vérið samið um sölu á !40 þús. tunnum Norðurlands- kíldar til Sovétríkjanna. En í fyrra keyptu Rússar 150 þús., tunnur. Standa vonir til, að unnt verði að fá magn það, er samið verði um að selja Rúss- um, hækkað. Gunnar Flóvents skrifstofu- stjóri Síldarútvegsnefndar skýrði blaðinu frá því í gær, að framboð á síld hefði verið mjög mikið á heimsmarkaðin- um sl. ár. Þannig hefði t.d. ver- ið dengt miklu af síld yfir Aust- ur-Þjóðverja 1 fyrra, úr öllum áttum. Væru þeir hvergi nærri NEW YORK, 26. júní, (NTB— AFP). Enn er nokkur von um, að takast megi að halda keppn- ina um heimsmeistaratitilinn í þungavigt milli Floyd Patter- son og Ingemar Johansson á Yankee Stadium í kvöld. Útlit var ekki gott í morgun, þoka og rigning, en veðurfræðingar lofa að stytti' upp síðar í dag og sýningarstj órinn Bill Ros- ensohn sagði uní hádegi, að hann vonaðist eftir keppni í kvöld. HINN nýi sendiherra Tékkó- slóvakíu á íslandi, dr. Jan Cech, afhenti í gær forseta ís- lands trúnaðarbréf sitt við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum. búnir með þá síld og væri þess vegna erfiðara fyrir þá að kaupa eins mikið núna. Rússar hefðu einnig keypt mjög mik- ið sl. ár. fordæmd. LUBECK, 26. júní, (REUTER). Læknaráð Vestur-Þýzkalands samþykkti í dag ályktun, þar sem fordæmd er gervifrjóvgun frá þriðja aðila og hún talin andstæð góðu siðferðj og and- stæð hjónabandinu sem stofn- un. Felld var tillaga, aðallega frá kvenlæknum — um að gervi frjóvgun frá þriðja aðila yrði talin afbrot. WASHINGTON, 26. júní, (NTB —AFP). Christian Herter, ut- anríkisráðherra, mun fljótlega fara í opinbera heimsókn til Berlínar í boði Willy Brandts, borgarstjóra. Fer hann annað- hvort á meðan á væntanlegum framhaldsfundi stendur í Genf, eða á eftir. WMMMWMWMMOMWMIUMWi | er 20 síður í dag, tvö I | blöð, merkt I og II. í f | fylgiblaðinu eru ræður 1 | Alþýðuflokksmanna f | við útvarpsumræðurn-1 | ar síðastliðinn þriðju-f | dag og miðvikudag. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKimiiiiiimiiiní HÉR á myndinni sést hættulegt augnablik við mark Islendinga í lands- leiknum í gærkvöldi. Frá sögn og myndir af leikn- um eru á bls. 3. WWWWWWWMWWWWM r KOMMÚNISTAR leituðu i gær og fyrradag af ofurkappi að höfundi leyfisbréfsins, þar sem skorað er á reykvíska sós- íalista að strika Hannibal Valdi marsson út af lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík við kosningarnar á morgun. Mim yfirstjórn leitarinnar vera í höndum Finnboga Rúts Valdi- marssonar og Brynjólfs Bjarna sonar, en Einar Olgeirsson er látinn grátbiðja gamla fylgjend ur Sósíalistaflokksins, sem nú snúa baki við Alþýðubandalag- inu, að bregðast Því ekki. En öll þessi viðleitni er unnin fyrir gýg. Morgundagurinn verður byrjunin á borgarastyrjöldinni í Alþýðubandalaginu, en hún mun enda í haust. Gleggsta sönnun þessa er leynibréfið og áhrif þess. Þjóðviljinn stimplaði dreifi- bréfið strax í gær sem falsbréf og birti enn^ fremur í tilefni þess orðsendingu frá stjórn Sós- íalistafélags Reykjavíkur með Brynjólf Bjarnason í broddi fylkingar, þar sem skorað er á kommúnista í Reykjavik að halda hópinn. En jafnframt var leitin hafin að höfundi bréfsins í fylkingu kommúnista. Sannar það, að foringjar Atþýðubanda- lagsins trúa ekki sjálfir skýr- 1 ingu Þjóðviljans. Þeir vita sem sé betur, Engir þekkja eins og þeir heimilisástandið í Alþýðu- bandalaginu þessa dagana. FRAMBOÐSLISTINN FELLD- UR f SÓSÍALISTAFÉLAGINU Það er> á allra vitorði, að yfir- gnæfandi meirihluti í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur felldi framboðslista Alþýðubandalags ins í höfuðstaðnum vegna þess að Hannibal Valdimarsson var á honum. Þessi meirihluti var hins vegar ofurliði borinn í mið stjórn flokksins( en nú vilja menn úr þeim hópi augsýnilega ekki sætta sig við þá meðferð XA XA XA XA XA XA XA Upplýsingar imt kosningaskrlfsfof- ur og kosninga- síma og beita sér þeSs vegna fyrir þvf, að Hannibal verði strikaður út af listanum. r KRÓKUR Á MÓTI BRAGÐI Dreifibréfið og tilganfjur þess er , krókur á móti bragði af Framhald á 2. síðu. ■ !■ R.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.