Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 3
LiS Danmerkur: Henry From, Börge Bastholm, Poul Jensen, Flemming Nielsen, Willy Kragh, Erik Jensen, Foul Petersen, Ole Madsen, Henning Enöksen, Tommy Troelsen, Jens Peter Hansen. Lið íslands: Heimir Guðjóns- gon, Hreiðar Ársælsson, Rúnar Guðmundsson, Garðar Árna- son Hörður F'elixson, Sveinn Teitsson, Örn steinsen, Ríkarð- ?ir Jónsson, Þórólfur Beck, Sveinn Jónsson, Þórður Jóns- son. Völlnr: Laugardalsleikvang- liirinn.' Áhorfendur um 12 000. Dómari: ’Birgir Nilssen, Nor- ®gi- Línuverðir: Halldór Sigurðs- son og Jörundur Þorsteinsson. ÍSLAND lék í gærkvöldi sinn 23. Iandsleik í knattspyrnu, við Danmörku. Leikar fóru þannig, að Ðanir sigruðu með 4 mörk- Um gegn 2. Eftir hálfleik var staðan 2:0 fyrir Dani, en síðari bálfleikur var jafnari og lauk með 2:2. Áður en leikur hófst, vpru leiknir þjóðsöngvar beggja þjóðanna, en að því búnu hófst leikurinn stundvíslega kl. 8,30. Danir hófu leikinn, en íslend ingar áttu fyrstu sóknarlotuna. Ríkharður fékk knöttinn og brunaði fram með hann, sendi út ti 1 Þórðar J., sem síðan átti skot fyrir markið, en markvörð ur kom út og bjgrgaði. Sókn Dana tók við og lauk með föstu skoti v. útherja, sem Heimir varði örugglega. Skömmu síðar fengu Danir hornspyrnu á ís- lendinga. Aftur eru íslending- ar í sókn og er Ríkharður þar að verki eftir sendingu frá Þór- ólfi, aftur svífur knötturinn fyrir mark Dana, en markmað- pr bjargaði enn. Á 9. mín. er mark íslands í hættu eftir að skallað hefur verið að því, en Heimir ver örugglega. Enn eiga íslendingar sókn, Þórður kemst inn fyrir og er í skotfæri, en knötturinn lendir í varnarleik- manni. Danir herða enn sókn- ina og liggur nú á íslendingum um skeið. Á 20. mín. kemur fyrsta mark leiksins, sem Jens Peter Hansen, v. útherji, skaut fast, utan vítateigslínu. Á 24. mín. einíeikur Ríkharður mjög hratt fram, en er stöðvaður á vítateig, enda fylgdi enginn samherja honum eftir. Mínútu síðar sendir Garðar til Arnar, sem skaut þegar að marki háum bolta, en danski markvörður- inn sló yfir. Hornspyrna varð, sem markvörður síðan greip og sendi kpöttinn langt fram. Garðar fær knöttinn, en að hon um er sótt og hann sendir hann aftur til Harðar, sem missir af honum. Ole Madsen, h. inn- herji, nær knettinum og skýt- ur þegar og skorar með hörku- skoti upp í hægra horni. Þetta mark kom fyrir hrein mistök varnarinnar. Á 32. mín. eiga Danir enn tækifæri, er Enok- sen, miðframherji, skaut rétt framhjá marki með fallegu sveifluskoti. Tveim mín. síðar ver Heimir nauðulega í horn. Nokkru fyrir lok hálfleiks átti ísland allgóða sókn, sem endar með föstu skoti frá Þórólfi, en knötturinn lenti í varnarleik- manni og hrökk frá. 2:0 í hálf. leik. SÍÐARI HÁLFLEIKUR Þegar í síðari hálfleik fá ísl. hornspyrnu eftir snögga sókn. Örn tgkur spyrnuna vel, bolt- inn hafnar hjá Ríkharði, sem leggur hann fyrir Svein Jóns- 7! maðyr ferst í ffugslysi í Milanó MILANO, 26. júní, (REUTER). 71 maður í flu-gvél frá Trans World Airlines fórst í dag, er vélin varð fyrir eldingu yfir Norður-Ítalíu. Flugvélin var á leið frá Aþenu til Chicago. Flug vélin, af gerðinni Lockheed Jetstream, féll logandi til jarð- ar 25 mílur fyrir austan Milano. Fyrstu menn, sem komu að flakinu, segja, að ekkert lífs- inark hafi verið að sjá. „Það Var auðn og eyðilegging allt «mhverfis flakið“, sagði lög- reglumaður á staðnum. Flugvélin var nýbúin að hefja sig til flugs frá Milano á leið til Parísar. Hún féll til jarð ar aðeins átta mílur frá flug- vellinum. Lík konu, lítils drengs og tveggja karlmanna náðust úr brunnu flakinu, þeg- ar er björgunarlið kom á vett- vang. Sjónarvottar sögðu, að litlu hefði munað, að vélin lenti á húsi. Annar vængurinn mun hafa rifnað af, er eldingu laust niður í vélina. Myndiu hér að ofan sýnir, þegar Sveinn Jónsson skorað; fyrra markið í landsleiknum. —■ Markyörður Dana liggur endilangur á jörðinni eftir að hafa misst knattarins. — Á neSrl myndinni hefur honum aftur á móti tekizt að klófesta knöttinn örugglega, en Sveinn ©g- Þórólfur sækja fast að honum. Ljýsm. Alþýðublaðsins O. Ól. tók myndirnar. son, sem skýtur viðstöðulaust og skorar Markvörður varpaði sér, náði rétt að koma við boít- ann, en gat ekki afstýrt þvi, að knötturinn hafnaði í vinstra horni marksins alveg niður við jprð. Nokkrum mín. síðar’jafna svo Danir þennan hálfleik með hornspyrnu, sem Jens Peter Hansen framkvæmdi og skoraði beint úr. Á 10. mín. sækja Dan- ir fast á og miðherji þeirra fær knöttinn, leikur á hvern varn- arleikmanninn af öðrum inn á markteig, en þar tekst þó með naumindum að bjarga frá yfir- vofandi háska. Ðanir skora enn á 15. mín. Ole Madsen var þar að verki. Standa nú leikar þann ig allt til 35. mín. að Danir hafa eitt mark yfir í þessum hálf- leik |>á fær Hreiðar knöttinn, leikur fram með hann af mikl- um hraða fram. fyrir miðju, sendir þaðan góða sendingu til Þórólfs, sem heldur áfram að danska markinu, leikur á tvo varnarleikmenn snilldarlega, skýtur af miðjum vítateignum og skorar örugglega fast út við stöng. Rétt á eftir er Örn í færi, en skýtur framhjá. Danir hertu ! sig, en allt kom fyrir ekki. flálf leíknum lauk með jafntefli, 2:2, og leiknum í heild sem fyrr s.egir með sigri Dana, 4:2. LIÐIN Eins og áður hefur verið sagt frá, léku fjórir nýliðar í lands- liði íslands: Heimir, Garðar, Þórólfur og Örn, allir úr KR. Ekki verður annað' sagt en að þeir hafi allir staðið sig vel eft- ir atvikum. Leikur Heimis í markinu var yfirleitt góður. Þó hefði honum átt að takast að hindra að hornspyrnan hafnaði í marki. Garðar var ekki eins öruggur nú eins og oftast áður, pinkum framan af leiknum. Örn Og Þórólfur sýndu mikinn dugn að, sérstaklega í síðari hálfleik. Yfirleitt var hægri armur sókn- arinnar með Örn útherja og Ríkharð innlherja sterkari hluti framlínunnar. Þórður á v. kanti átti ekki góðan leik að þessu sinni, þó að Sveinn Jónsson reyndi að aðs.toða .hann eftir beztu getu. í vörninni voru, auk Heiniis í markinu, þeir Hörður og Hreiðar vígfimastir. Rúnari gekk hns vegar arfiðlegar með Poul Petersen, sem fékk að í BYRJUN vikunnar var bæj- arlið Málmeyjar, sem lceppa á við A-lið Reykjavíkur á Vígslu- móti Laugardalsvallar í byrjun júlí, valið. Þó vantar nöfn í 2 greinar. Lið Málmeyjar verður (árang- ur í svigum): 100 m.: - Björn Malmroos (10,6), Bertil Nordbeck (10,8), báðir landsliðsmenn. 200 m.: - Björn Malmroos og Bertil Nordbeck. 400 m.: - Malmroos (48,5) og Bertil Anderson (49,0). 800 m.: - Bosse Karlsson (1:54,0) og Olle Sjöstrand (1:55,0). leika of lausum, hala. Sveinr. Teitsson Og Garðar voru í Út» varðarstöðunum. Sveinn vaniti mikið, tókst yfirleitt vel að tengja saman sókn og vörn. Ekki verður annað sagt en að íslenzka landsliðið hafi veitö hinu ágæta danska liði harð- snúna mótstöðu og útkoman af leiknum í heild verið vonum betri. Danska liðið sýndi yfir- leitt ágæta knattspyrnu, lipra og léikandi knattmeðferð og skothörku upp við markið. Þc> mun yfirleitt hafa verið búizf vð meiri yfirburðum heldur eir. þarna komu fram. 1500 m.: - Bo Karlsson (3:57,Gý og Leif Persson (4,02). 3000 m.: - Stig Jönsson og Akc. Nilsson. Jönsson keppti á EM£ í fyrra. 5000 m.: - Stig Jönsson og Áke NHsson. Jönsson hefur hlaup - ið á 14.35,0. 110 m. grind: - Per Sjöberg og K. J. Eriksson, báðir 15,5. 400 m. grincl: Per Sjö*ren (55,0) og Kj. Áke Gunnarsson (57,0), Hástökk: - Nils Bertil Nevrup,, fyrrverandi sænksur meistart og Bo Landin, báðir 1,90. Stangarstökk: ToreCarbe (4,07)„ Framhald á 2. síðu. , E.B. Alþýðublaðjð — 27. júnf 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.