Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1959, Blaðsíða 5
jrSLENDINGAK 'hafa fengið •* nýjan. biskup — og um leið nýja biskupsfrú. Ég hringdi til hennar fyrir skömmu og spurði, hivort ég myndi geta fengið að tala við hana nokkur orð fyrir hönd kvennaþáttar Alþýðu'blaðsi n s. Það var auð- sótt mál, og síðar um daginn stóð ég á þrepskildi Tómasar- haga 15, þess húss, seni bisk- upshjónin eru nýflutt í. Þegar ég hringdi bjöllunni kom frú Magnea Þorkelsdótt- ir sjálf ti-1 dyra. Það eru engar ýkjur né hræsnismælgi, en ég fann í hlýju brosi hennar, að hún hlýtur að vera góð eigin- kona, húsfreyja og •— góð móðir. Heimili biskupshjónanna er sérstaklega bjart. Litir veggj- anna, húsgögnin og inyndirn- ar ber allt * vitni næffærnum og fínlegum smekk. — Ég héf aldrei búið áður fyrir vestan læk, segir frúin og brosir sínu þýða brosi. — Ég er fædd á Óðinsgöt- unni, og Þar var ég þar til ég var níu ára. Þá fluttist ég upp á Freyjugötu og þár hef ég verið, svo að segja alla tíð. Það er Þó ekki alveg satt, því að ég fór með manninum mínum til Svíþjóðar, þar sem hann stundaði framhaldsnám, en í Svíþjóð eru báðar dæt- urriar fæddar. Eftir þrjú ár fór ég heimi, þegar yngri telp- an var nýfædd, en Sigurbjörn var enn ár úti. Svo var hann eitt ár hér í guðfræðideiMinni, en 1939 vígðist hann til Breiða bólsstaðar á Skógarströnd, og þar bjuggum vð þar til árið 1941. Þá fluttumst við aftur til Reykjavikur, en hann fór Þó svolítið á undari mér. Ég komst ekki strax, því að þá átti ég einn snáða nýfæddan. — Hvað eru börnin mörg? — Við eigum nú átta. — Hafið þér ekki alltaf þurft að hafa stúlkur til að hjálpa yður með þetta stóra heimili? — Nei, eiginlega aMrei. Jú, að vísu hafði ég stundum stúlku, þegar við vorum ný- fiuft hingað og börnin voru öll lít'il, en. það reyndist fljótt næstum ógerningur að fá nokkra hjálp, — Það hefur þá oft verið erfitt hjá yður, og ég horfi á þessa smávöxnu, fínlegu konu, sem situr gegnt mér á íslenzk- um upphlut. — O-nei. Konurnar, sem bjuggu í húsurium 'sitf hvor- urii megin við oklmr á Freyju- götunni áttu hvor um sig 14 börn og komust einar yfir allt það, sem þær höfðu að gera. — Nú eru Þau öll uppkomin ykkar börn, eða því sem næst. — Jæja, sá yngsti ef nú bara 7 ára. Við eigumi sex dréngi og tvær stúlkur. — Nú eru þeir yngri allir í sveit, og sá yngsti alla leið austur í Horriafirði. Honum þykir svo gaman í sveitinni, að hann sagðist ékki mega.vera að því að koma hingað suður til þess að vera viðstaddur, þegar pabbi hans var vígður. Þar Biskupshjónin, fru Magriéa Þorkelsdóttir og herra Sigur- björri Ejriarsson. r B eystra ætti að fara að veiða séli, og hann vildi fyrir eng- ari mun missa af því. — En hvernig hafið þér kom izt yfir veizluhöMin undan- farna daga? — Hún dóttir mín fórnaði mér sumarfríinu sínu, og ýms- ar vinkonur mínar hafa einnig rétt mér hjálparhönd. — Það var nú þara gaman, mamma, skýtur Ragnheiður, næstelzta dóttirin, inn í. ■—■ Eruð þér alltaf á íslenzk- um búning, jafnvel hversdags við heimilisstörfin ? — Já, alltaf. Frá því að ég var 16 ára hef ég alltaf geng- ið á íslenzka búningnum. Ef til vill er það nokkuð vegna þess, að þá var ég nýútskrif- uð úr Kvennaskólanum og vann á saumastofu þar sem ís- lenzki búningurinn var sáum- aður. Mér fannst svo gaman að sauma hann og hann að öllu leyti svo fallégur, að síð- an hef ég alltaf gengið í hon- um og alltaf saumað mér hann sjálf. Hafið þér virkilega saumað sjálfar á yður íslenzka búninginn? — Já, alltaf, og vegna þess, að ég hef notað hann, hef ég aldféi verið í vandræðum með föt og alltáf haft nóg í að fara, þegár eitthvað hefur staðið til. — En væri ekki ráðlegt að breyta búningnum, stytta pils ið t. d.? — Ef íslenzka búningnum væri breytt, fyndist mér að það ætti helzt að breyta hon- um í líkt horf og gamli búri- irigurinn var. Þá voru pilsin ef til vill styttri og húfan dýpri. Það finnst mér svo fal- legt. Annars er ég alltaf í upp- hlut' hversdags. Það er hrein- legra, því að alltaf má þvo blússurnar. Magnea Þorkelsdóttir, bisk- upsfrú, er íslenzk kona. Heirii- ili hennar ber henni vitni sem góðri húsmóður. Þar ér ekk- ert óþarfa glingur, en margir merkir gripir eru í eigu þeirra hjóna. Albert Schweitzer hafði sent sr. Sigurbirni merkilega gjÖf, útskorná tré- muni, sem liggja á skrifbofði biskupsins. Borðstofuhúsgögn iri vóru í fyrstu smíðuð fyrir Einar Beriediktsson skáld. Á veggjum hanga myndir af tónlistarmönnum, en tónlist er í hávegum höfð á heimil- inu. — Það er nauðsynlegt, a. m. k. fyrir prestkonu í sveit, að sþila á hljóðfæri, segir frú Magnea, — en ég spila nú ekki mikið, — og enn brosir hún þessu hógláta brosi. — Hvernig finnst yður að vera komiri í þessa stöðu? — Ég er ekki búin að átta mig á því, að ég sé ekki' eiris í dag og í gær. Maður fylgir manninum sínum hvert sem hann fer. Það leggst alltaf eitthvað til. Frú Magriea Þorkelsdóttir hlýtur að vera góð eiginkona — og bros hennar ber henni vitni að hún sé — góð kona. . Við óskum henrii, og hin- u'm nýju biskupshjónum báð- u'm, heilla í starfi og ham- irigju um ókomna tíð. H.K.G. | FÁAR þjóðsögur eru líf- | seigari en sagan um kró- | kódílsfárin, en sannleik- | urinn er sá, að ekkert dýr | á guðs grænni jörð græt- 1 ur. Danskur dýrafræðing- | ur lagði sig í mikla hættú = í ver tíl áð komast að hiriu | sanna í þessu efni. Hann | dvalrfist ‘ um hríð meðal | hinna fjögurra krókódíla | í dýragarðinum í Kaup- | mannahöfn, og hélt hökk- | uðum lauk yfir augum 1 þeirra. Að öllu sjálfráðu = hefðu krókódílarnir átt áð | gráía fögrum tárum en í | þess stað réðöst þeir á | dýrafræðinginri með of- 1 forsi og vildu bíta hann í | sundur. | . Það er einnig vitað að i hirtir geta verið mjög | sorglegir á svipinn en i ekki hefur þess orðið vart | að þeir gráti, enda þótt | sjálfur Shakespeare tali | um það í einu leikrita | sinna. | Barwin rannsakaði grát | dýranna og kómst að = þéirri niðurstöðu, að það | • viv.ru aðéins merin, sem = felldu tár. Og hann bætti | við: „Það litur út fyrir að 1 gráíur sé kverilegt sérein- i kenm“. = ÁREIÐANLEGAR heimildir í Sövétríkjunum telja að innant skamms rhuni koma þar á mark að ný Ijóðabók eftir Boris Pásternak. Hin mikla skálcl- saga haris um byltinguna,. Sí- vagó læknir, fékkst ekki gefiri út í Sovétríkjunum, enda þótt húri ýrði til þess að Pasternak voru véitt bókmenntavérðlaun, NÓbels á síðasta ári. Pasternák afsalaði sér verðlaununum eft- ir að russneska rithöfundasam- baridið háfði fordæmt bók baris Og lýst böfuridinn „úrkynjaðan og börgaralegan“ rithöfuneL Jerúsalem, ÍTALSKIK fornleifafræð ingar grófu nýlega upp stórt rómverskt leikhris í Cesareu í Isráél, Cesarea var reist af Heródesi mikla 25 árum fyrir fæðingu Kritss. Hrin var aðsetursstaður rómversku landsstjórn- anna í Paletsínu um lang- an ald®x ítölsku forrileifafræð- ingarnir grófu þarna upp stórt leikhús, úr marm- ara. A myndinni sézt hluti af þessari miklu byggingu. FYIÍiR nokkrum dögúm var Stradivariusar-fiðia séld á upp boði í Léndon, fyrir 8190 sterl— Þetta er háesta verff,. gérð af himim mikla snilíingi í Crernona, er seld á. Frariskur fiðlusnillingur á .19. öld átti þessa fiðlu lengi en síð- ar komst hún í hendur gim- steiriakaupmanns í Genf, sent notáð* hana sér til skemmtim- ar. Káupándinú í þetta sirin var hljöðfærásaii í Manchestér og hyggst hann éfna til samkeppni meðal fiðluleikara og séu verð- launin umráð yfir fiðlunni * eitt ár í senn. Alþýðublaðið — 27. júni 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.