Alþýðublaðið - 02.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1959, Blaðsíða 4
 Eg barðist á tveimur ví Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Afstaðan til stjórnarinnar ERFITT er að meta, hver hafi verið afstaða kjósenda til ríkisstjórnarinnar í öðrum stórmál- um en kjördæmabreytingunni í kosningunum um síðustu helgi. Nokkrar staðreyndir liggja þó svo ljóst fyrir, að af þeim má draga augljósar álykt- anir. Hins vegar hljóta þessi viðhorf að skýrast mjög í haustkosningunum. Tveir flokkar reyndu í kosningabaráttunni að gera stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- unum tortryggilega. Þar var um að ræða Fram- sóknarflokkinn og Alþýðubandalagið. Sú barátta Framsóknarflokksins mun þó naumast hafa verið tekin alvarlega. Hann undi efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar á síðasta alþingi með hjásetu og gerðist þannig samábyrgur úrræðum hennar. En Alþýðubandalagið reyndi mjög að vinna fylgi með andstöðu sinni við „kauplækkunarstefnu“ ríkisstjórnarinnar, sem það vildi gera að miklu áróðursatriði án þess að nefna önnur úrræði far- sælli eða líklegri til lausnar vandans. Úrslit kosninganna hafa orðið þau, að AI- þýðubandalagið tapaði miklu fylgi og hlaut harðastan dóm kjósenda. Arásir þess á ríkis- stjórnina vegna efnahagsráðstafananna í vetur báru því síður en svo tilætlaðan árangur. Og engin ástæða er til að ætla, að Framsóknar- flokkurinn hafi aukið fylgi sitt með kapphlaup- inu við kommúnista í þessu máli á skeiðvelli kosningabaráttunnar. Tíminn reynir heldur ekki að túlka kosningaúrslitin á þá lund. Virð- ist því mega ætla, að íslendingar skilji og meti þá viðleitni núverandi ríkisstjórnar, að forða landi og þjóð frá hruni verðbólgu og dýrtíðar. Sama er að segja um herstöðvamálið. Al- þýðubandalagið gat ekki gert það að æsingamáli í kosningabaráttunni. Islenzka þjóðin er raunsæ í afstöðunni til þess. Hún horfist í augu við stað- reyndir heimsmálanna, enda hljóta þau að ráða miklu um dvöl eða brottför varnarliðsins. Landhelgismálið átti að verða kommúnist- um til mikils framdráttar að dómi forustu- manna Alþýðuhandalagsins. Þess vegna stofn- uðu þeir í tvísýnu einingu íslenzku þjóðarinnar í þessu viðkvæma og örlagaríka stórmáli. Sú viðleitni bar þveröfugan árangur. Lúðvík Jós- epsson þóttist vera þjóðhetja vegna landhelgis- málsins. Hann kolféll samt í kjördæmi sínu, þó að hann hefði boðað, að slíkt yrði stórfrétt á heimsmælikvarða. Hann datt úr draumaborg sinni flatur niður á jörðina. Hins vegar munu ör- lög Lúðvíks í kosningunum að sjálfsögðu engin áhrif hafa á afstöðu íslendinga í landhelgismál- inu. Þannig ber allt að sama brunni, ef litið er á málin, sem gera átti að árásarefni á núverandi rík- isstjórn í kosningabaráttunni. Um kjördæmamálið þarf ekki að ræða. Með kjördæmabreytingunni reyndust 72,7% kjósenda, en 27,3% á móti henni. Lausn kjördæmamálsins er þannig tryggð á næsta alþingi. Afmœlissamtal við Þuríði Pálsdóttur „ÉG VEIT EKKI hvernig' það tókst, en einhvern veginn harðnaði ég við hverja raun, lét ekki beygja mig, en reis upp tvíefld við hvert áfall. Ég er ekki að stæra mig af þessu, enda ekki mér sjálf- rátt. Þetta hefur ef til vill verið arfur frá forfeðrum mín um, sem börðust við óblíða náttúru, landfarsóttir, eldgos og hafísa. Að minnsta kosti kom þetta allt saman einhvers staðar innan frá. — Og svo gaf guð mér hraustan og harð gerðan líkama“. „Nei, ég bognaði aldrei, — hvorki við vinnuna: við fisk- körin, í skúringunum, né við prjónavélina, og þá ekki held ur ef einhver ætlaði að kúga mig, þá kastaði ég frá mér vöskunarburstanum og fór í verkfall með starfssystrum mínum. Ég stóð nefnilega í tvöfaldri lífsbaráttu: að vinna fyrir brýnustu lífsnauðsynj- um barnanna minna langan vinnudag og í verkalýðshreyf ingunni og Alþýðuflokknum fyrir kaupi okkar og mann- réttindum. Þannig var það ár- um saman. — Ég vann sigur ásamt stéttarsystkinum mín- um og þjáningarfélögum: — Börnin mín komust vel til manns — og réttindin uxu ár frá ári. Það stóðst á endum, þegar börnin mín voru komin af höndunum, þá hófst und- anhald íhaldsins. Alþýðu- flokknum tókst smátt og smátt að knýja fram trygg- ingarnar; mæðralaun, bama- lífeyri“. „Ég hlustaði á unga há- skólafrú í útvarpinu fyrir kosningarnar. Hún \»r að skora á okkur konurnar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn — vegna þess hve göfug væri fortíð hans. Þær tala af reynslu þessar — og þekk- ingu, eða hitt þó heldur. For- tíð hans er ljót, hvað sem segja má um framtíðarvitnis- burðinn. Á það legg ég ekki dóm, en enginn má lá mér það þó að lífsreynslan hafi gert mig tortryggna hvað þetta snertir“. „AWþýðuhreyf.Vagiin heflur verið sjúk síðan eitri komm- Þuríður Pálsdóttir únismans var sprautað í hana. Ef okkur hefði tekizt að halda hópinn öll saman eins og var — þá væri hér öðru vísi um- horfs .Barnasjúkdómar hreyf ingarinnar hafa verið margir — og sumir sjálfsvíti. Læra menn ekki af reynslunni? — Ævintýri Héðins og síðar Hannibals hefðu átt að nægja. Getur reynslan ekki kemit fólki?“ „Reynslan kenndi forfeðr- um okkar og formæðrum. — Aðeins þess vegna tókst að halda líftórunni í þjójðinni gegnum hörmungarnar. Ég þykist byggja allt mitt á því, sem lífið hefur kennt mér. Hvað er líka betri skóli en lífið sjálft?“ Þuríður Pálsdóttir er Rang vellingur að ætt, dóttir hjón- fHannes á h o r n n u ★ Þegar klínings-stvrj- öld geysaði í Rvík. ★ Barizt um síma- staura. ★ Flokkar gera sig hlægilega. ★ Tilgangslaus á- róður. SÁ ATBURÐUR gerðist á kosningadaginn, að tvö blöð gáí'u út aukablöð: Tíminn og Morgunblaðið. Tilefnið til þess- ara aukaútgáfa af blöðunum var nokkurs konar klíningsstyrjöld, sem geysað hafði um nóttina milli þessara tveggja flokka, sem vaða í peningum, en komm únistar snigluöust í kringum berserkina og reyndu að kom- ast að símastaurunum með sinn klíning. FRAMSÓKNARMENN voru með stiga og gengu hann upp á staurana og límdu þar miða sína. Sjálfstæðismenn komust ekki -svo hátt, en límdu miða sína fyrir neðan, og þar á meðal einn, sem á var letrað merki SÍS og var það heldur auðvirði- legur og sóðalegur verknaður. Upp úr þessu kom til átaka. Framsóknarmenn reyndu að láta ekki undan frekju Heim- dellinganna, en Heimdellingarn ir bitu í skjaldarrendur. KLÍNINGS ST YRJ ÖLDINNI Iauk að minnsta kosti á einum stað með því, að Heimdellingar hrintu Framsóknarstrák niður úr stiga, börðu hann, tóku hann svo til fanga, fóru með hann nið- ur á lögre.glustöð og létu hann kæra 'þá fyrir ofbeldi, hnnding- ar og meiðsli. — Málið er í rann sókn. AR ÞESSU TILEFNI langar mig til að segja þetta: Þeir flokk ar, sem stóðu að uppklíningi miðanna fyrir kosningarnar, voru að því leyti í Kleppsvinnu. Slík vinnubrögð hafa ekkert að segja. Menn vinna ekki eitt ein- anna Salvarar Jensdóttur og Páls Jónssonar, sem lengst bjuggu að Bakkakoti á Rang- árvöllum. Hún ólst upp hjá Guðrúnu fróðu, en til hennar sótti Brynjólfur frá Minna- Núpi mikinn fróðleik og merk an og þess vegna hlaut hún viðurnefnið. Sögur hennar mótuðu skapgerð hinnar ungu meyjar og svo vinnan, því að vinnan hefur alla tíð verið uppistaðan í lífi Þuríðar. — Þegar Þuríður var 22 ára göm ul réðist hún að Stóra Hrauni við Eyrarbakka til frú Krist- ínar og séra Gísla Skúlason- ar og þaðan giftist hún Mark- úsi frá Torfastöðum í Fljóts- hlíð og hófu þau búskap að Leifseyri á Eyrarbakka. — Markús var sjómaður og verkamaður og réri bæði á Eyrarbakka og úr Þorláks- höfn og þá með Nes-Gísla, en erfitt var með atvinnu þá á Bakkanum, enda allt þar í upplausn og þau hjónin fóru austur í sveitir og voru þar með tvo drengina á annað ár. Þá fluttu þau til Vestmanna- eyja, fengu þar litla kjallara- kompu til að búa í, gengið gegnum þvottahús. Og þar fæddist telpan. Markús var dugandi maður en heilsutæpur, en þrjóskað- ist við og sótti alltaf vinnu, þó að hann væri veikur. Svo var það á vertíðinni ári eftir að þau fluttust til Eyja, að hann veiktist hastarlega við beitingu ,fékk lungnabólgu og hún sigraði hann. Hann dó 1. marz 1924. „Það var reiðarslag. Mér fannst að ég mundi bugast. Ég vissi engin i’áð í svipinn. Þegar börnin voru sofnuð stóð ég ein við eldhúsborðið, studdi hnúunum á það og starði fram fyrir mig. — Ég hét því þá að bugast ekki, en berjast og berjast dag frá degi og sjá hvers ég yrði megnug. É gskrifaði hrepps- nefndinni í Fljótshlíðinni. — Þeir vildu fá okkur upp á land, tæta okkur í sundur, þá Framhald á 10. síðu. asta atkvæði með upplímingi kosningaslagorða. Það er alger- lega þýðingarlaust. AUK ÞESS er hinn ferlegasti sóðaskapur að þessu. í raun og veru ætti að skylda flokkana til þess að rífa niður miðana, sem þeir límdu upp Það er bannað að skilja eftir sig rusl á fögrum stöðum. Það ætti líka að banna svona sóðaskap. ÉG VIL MÆLAST TIL þetV, að flokkarnir komi sér saman um að hætta þesaum broslega og um leið algerlega tilgangslausa leik. Mér kæmi ekki á óvart þó að A-listinn hafi einmitt unnið nokkur a|kvæði á því að gera þetta ekki. Fólk hló að þessu á kosningadaginn og ég varð var við, að það hafði ógeð á slíkum áróðri. Þetta ætti að kenna flokk unum. FRAMSÓKN ARMENN þyrj- uðu. Kommúnistar læddust um með miða og grautarpott Og þá stóðust Sjálfstæðismenn ekki mátið. Þeir létu freistast til að gerast þátttakendur í fíflaskapn um. Okkur tókst að setja allt annan og menningarlegri blæ á kosningarnar með því að' draga úr ærslum og áróðri, merkjum og njósnum á kjördag. Enn er eftir fyrir flokkana sjálfa að bæta um. Þeir ættu aj?' komast að samkomulagi •— og hætta öll- um klíningsstyrjöldum. Hannes á horninu. 4 2. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.