Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 4
 riverzlun n i títgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritétjórar: Benedilct GröndaT, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Bitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. íslenzk fréttaþjónusta SÚ SAGA endurtekur sig eftir hverjar kosn- ingar, að sendar séu til útlanda fréttir, sem hljóta í senn að vekja undrun og gremju íslendinga. Stundum eru staðreyndir meðhöndlaðar svo hlægi- lega, að engu tali tekur. Hitt er þó enn verra, þegar þeim er snúið við, hvítt talið svart, en svart hvítt. íslendingar verða raunar ekki blekktir með þess- um hætti, en útlendingar fá alrangar upplýsingar um málefni okkar og eiga þess naumast kost að leiðrétta missagnirnar. Hörmulegast er, að þessi fréttaburður skuli héðan kominn og rangfærslurn- ar og blekkingamar iðulega sendar út að því er virðist af ásettu ráði. Önnur skýring er að minnsta kosti torfundin. Erlendar fréttastofur þurfa sannarlega að vanda val þeirra manna, sem eiga að sjá þeim fyrir upplýsingum um menn og málefni hér á landi. Og íslenzkt almenningsálit þarf að Iáta þetta atriði til sín taka. Fordæming ósómans er eina ráðið til leiðréttingar. Hana þarf að setja fram rökstutt og mynduglega. í þessu sambandi er tímabært að hyggja að nauðsyn aukinnar íslenzkrar upplýsingaþjónustu út á við. Fáum þjóðum er nauðsynlegra en okkur Islendingum að koma á framfæri við umheiminn skilmerkilegum fréttum um atburði og viðhorf og afstöðu þjóðarinnar til stórmála. Hér er sannar- lega mikið verk að vinna. Útlendingar eru enn allt of ófróðir um ísland og íslenzk málefni. En þetta er sök okkar íslendinga. Við gerum engan veginn nóg til þess að bæta úr 1 þessu efni. Verst er, þegar fljótfærnislegar yfirsjónir ís- lenzkra stjórnmálamanna í hita dægurbarátt- unnar eru gerðar að útflutningsvöru. Landhelg- ismálið er glöggt dæmi þessa. Deilur um það heima fyrir hafa verið um aukaatriði. Aðalat- riðið er svx staðreynd, að íslendingar standa sem einn maður að stækkun landhelginnar úr fjór- um sjómílum í tólf og munu aldrei ljá máls á neinu undanhaldi. Þessum sannleika um íslenzka þjóðarviljann þarf að koma á framfæri erlend- S AMNIN G AUMLEIT ANIR milli hinna „sjö“ um stofnun „lítils fríverzlunarsvæðis“ hafa þegar borið jákvæðan ár- angur. Löndin sjö, sem að þessu nýja fríverzlunarsvæði standa, eru Bretland, Dan- mörk, Noregur, Portúgal, Sviss, Svíþjóð og Austurríki. Þar eð allmikið er rætt um þessi mál í fréttum og manna á meðal um þessar mundir er rétt að rifja upp í örstuttu máli aðdraganda og ástæður fyrir þessu væntanlega frí- verzlunarsvæði. í hinum sjö löndum, 'sem koma til með að standa áð því, eru búsettar um 90 milljónir manna, og á það vafalaust eftir að hafa hina mestu þýðingu fyrir öll viðskipti í framtíðinni. Línurnar í efnahagssam- vinnu Evrópu síðustu árin eru svo flóknar og samtvinnaðar, að oft er erfitt að gera sér grein fyrir, hvað gerzt hefur, eða er að gerast. Talað er í sífellu um ,.sexveldin“, „ríkin sjö“ og þau fjögur, sem utan við eru. Tölur þessar endur- spegla þá erfiðleika og þann klofning, sem orðið hefur í efnahagssamvinnu Evrópu síðast liðin 2—3 ár. En ef þess- ar tölur eru lagðar saman kemur út 17, og það er ein- mitt fjöldi þeirra landa, sem aðilar eru að Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu (OEEC). ESSI stofnun, OEEC, var sett á laggirnar árið 1948, er 17 lönd bundust samtökum um að skipta með sér efnahags aðstoð þeirri, sem kennd var við Marshall, þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Síðar hófst stofnunin handa um að samræma stjórnar- stefnu aðildarríkjanna og vinna að auknu frelsi á við- skiptasviðinu, lækkun tolla og afnámi hafta. Til að auðvelda starfsemi' OEEC var stofn- að Greiðslubandalag Evrópu, EPU, og gerir það hinum smærri þjóðum auðveldara að jafna hallan á viðskiptum sín- um við önnur lönd. Hin bætta efnahag landanna í Vestur- Evrópu síðustu árin má að mestu þakka starfsemi þess- ara tveggja stofnana, Efna- hagssamvinnustofnunarinnar og Greiðslubandalagsins. En hvernig stendur á þeim klofningi og óeiningu, sem undanfarið hefur ríkt meðal aðildarríkja Efnahagssam- vinnustofnunarinnar? Orsakirnar eru þær helztar, að upp úr 1950 höfðu Frakk- land, Belgía, Holland, Lux- emburg, ítalía og Vestur- Þýzkaland, fyrir frumkvæði Paul Henri Spaak, utanríkis- ráðherra Belgíu, stofnað Stál- og kolasamsteypau Evrópu. 1955 komu fulltrúar þessara landa saman til fundar í Mess- ina á Sikiley til þess að ræða nánari samvinnu ríkjanna. Árangur þessara viðræðna var stofnun Kjarnorkustofn- unar sexveldanna, EURAT- OM, og 1957 var undirritað- ur í Róm samningur um tolla- bandalag þessara ríkja. Sam- kvæmt honum skuldbinda þau sig til að fella niður alla skatta milli landanna á næstu 15 árum. Þar með voru sköpuð ný pólitísk og efnahagsleg við- horf í Vestur-Evrópu. Sam- ræming tolla út á við og af- nám þeirra innan sexveld- anna gerir þessi sex lönd að stórveldi á sviði viðskipta og stjórnmála. (íbúar sexvéld- anna eru 190 milljónir). AðRIR meðlimir Efnahags samvinnustofnunarinnar ótt- ast, að útflutningsvörum þeirra verði bolað burt úr sex- veldasvæðinu. Einkum óttast fHannes á h o r n i n u is. Hann er bezta vopn okkar í baráttunni við ofríkið. Sumum finnst hitt fréttnæmara, þegar kommúnistar reyna að gera Lúðvík Jósepsson að landhelgisþóðhetju, en hann kolfellur svo í kjördæmi sínu. En þeirri frétt þarf umfram allt að Iandhelgisþjóðhetja, en hann kolfellur svo í eða annars stjórnmálamanns í kosningum hafa engin ahrif á afstöðu íslendinga í landhelgis- málinu. Fréttaþjónustunni út á við þurfum við að gefa aukinn gaum. Hún verður á hverjum tíma að reyn- ast í samræmi við staðreyndir, og henni má aldrei beita til ófrægingar íslandi eða íslenzkum málstað öðruvísi en almenningsálitið grípi í taumana og krefjist þess, að sannleikurinn sé sagður. Kiupum blý Netaverkstæði Jóns Gíslasonar Hafnarfirði — Sími 50-165 ★ Endurbætur á póstmál- um Reykjavíkur. ★ Nýir póstkassar fyrir almenning. ★ Akvæði reglugerðar um um póstkassa á húsum. NÝJU PÓSTKASSARNIR prýSa bæjinn og þeir eru nokk- ur framför frá gömlu bláu póst- kössunum. Ýmsar upplýsingar standa á hinum nýju og er það gott, þvi að þó að ótrúlegt megi virðast þá er fólk stundum dá- lítið áttavilt í póstmálunum. — En af því tilefni að nýir póst- kassar hafa nú verið teknir i notkun, vil ég benda húseigeiiu- urn á, að í raun og veru eru póstmenn ekki skyJdugir til að afgreiða póstinn til bæjarbúa, ef ekkj tru póstkassar á húsun- um. SAMKVÆMT reglugerð eiga að vera póstkassar við útidyr og á þeim eiga að standa upplýs- ingar uni íbúa í húsinu. Þessir póstlcassar eru til og er mikil nauðsyn að íbúar fari nú aö at- huga það mál. Húseigendum ber að minnsta kosti skyldi til að hafa forystu um þetta og sjá svo um að póstkassar komi á hús- in. Gefur það auga leið, að þetta mundi auðvelda alla póstaf- greiðslu hér í bænum. Ennfrem- ur mundi það auðveld blaða- burð og tryggja það betur en áð- ur, að fólk fengi blöð sín ó- skernmd, ea nú vill það brenna við, að útburðarfólk veröur að snúa blöðin í vöndul og stinga þeim milli húns og hurðar — og oft vilja þau skemmast. UNDANFARIÐ hefur verið gerð tilraun til að skipuleggja póstafgreiðslu í Reykjavík með nýjum hætti. Þaulvanir norskir póstmenn hafa verið fengnir hingað til þess að kynna sér fyr- irkomulagið og ráða bót á því ef þess er kostur. Hér hefur það þótt við brenna að póstur hafi verið ótrúlega lengi að bera út í hverfin og gefur það auga leið að tíminn, sem í þetta. fer, kem- ur erlendum mönnum á óvart, enda er það óvenjulegt erlendis að póstmenn þurfi að ganga fyr- ir hvers manns dyr með bréf og blöð. ALLS STAÐAR eru póstkass- Bretar afleiðingar Rómar- samningsins. Mótleikur þeirra var hin svonefnda Maudling- nefnd og tillögur um að öll OEEC-löndin gerðust aðilar að einu fríverzlunarsvæði. Langvarandi samningaumleit- anir Maudlingnefndarinnar og fulltrúa sexveldanna fóru út um þúfur. í viðræðum þessum varð ljóst, að bandalag sex- veldanna var ekki síður póli- tískt en efnahagslegt. Aden- auer og de Gaulle berjast fyr- ir því, að gera sexveldin að þriðja stórveldinu í heimin- um. Það er óttinn við að tapa mörkuðum á meginlandinu og óttinn við „verzlunarstríð í Evrópu, sem veldur stofnun fríverzlunarsvæðis hinna sjö, verzlunarsamvinna, er vinna á gegn hættulegum áhrifum sameiginlega markaðsins á efnahagslíf þessara landa. SvíAR áttu frumkvæðið aS hinu nýja bandalagi. Samn- ingar hafa gengið mjög greið- lega og á fundi í Saltsjöbaden fyrir skömmu var gengið frá uppkasti að samningi um sam- eiginlegan markað hinna sjö. Uppkastið»verður nú lagt fyr- ir viðkomandi 'ríkisstjórnir, en margt þykir benda til þess, að samningurinn verði endan- lega undirskrifaður í Stokk- hólmi 20. júlí n.k. af ríkis- stjórnunum, en þá verður hann lagður fyrir þing land- anna, og er búizt, að hann verði samþykktur þar. Geng- ur hann þá í gildi 1. janúar 1960. Engu verður um það spáð, hvernig svo gengur að ná samkomulagi milli hinna tveggja markaðssvæða. En meðan Adenauer og de Gaulle eru ósveigjanlegir er engin á- stæða til að ætla, að það verði á næstunni. ar, annað hvort við útidyr eða hliðin og nöfn íbúanna skráð á þá. Ég hef orðið var við að hin- ir norsku póstmenn hafa elt póst mennina í hverfin og skráð hjá sér hve margar mínútur póst- mennirnir hafa þurft að eyða í hvert hús. Ennfremur er . mér sagt að greining póstsins í sjálfu pósthúsinu hafi verið vandlega athuguð og skipulögð að nýju — og hefur víst heldur ekki ver- ið vanþörf á því. ALLT STEFNIR þetta að því, að komið verði á nýju og betra skipulagi á .póstmál höfuðstað- arins og var ekki vanþörf á. Fyr ir nokkru var húsnæði póstsins stækkað og endurbætt. Það var orðið úrelt fyrir áratugum. Enn er húsnæðið ófullnægjandi — og raunar undarlegt að eyða milljónum króna í endurbætur cg breytingar á gömlii óful.lnEtgj andi húsnæði í stað þess að byggja nýtt veglegt pósthús fyr- ir iramtíðina. En þessi kostur var tekinn og er það miður. Hins vegar verður að játa, að stækk- unin þoldi enga bið. BORGARARNIR verða að vinna við hliðina á þeim opin- beru aðilum, sem málunum stjórna, annars fæst ekki viðun- andi árangur. Reglugerðir mæla svo fyrir, að póstkassar séu á hverju húsi. Nú þarf að snúa sér að því, að þessu ákvæði sé fullnægt. Hér er um lítil fjárút- lát að ræða. Ég held að póst- málastjórnin ætti að fara að ganga eftir því, að reglugerðinni sé framfylgt. Hairnes á horninu. 4 4. júlf 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.