Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 5
Þolir hifa og inn LONÐON. — Fyrir skömjmu sendu Bretar a loft Thunder- bird-flugskeyti í Woomera-eyðimörkinni í Ástrajíu. Fremsti hluti hennar fannst skömmu síðar óskaddaður öllum til mikillar undrunar, þar eð „nef“ eldflaugarinnar var úr plasti. Það var útbúið til að þola 190 stiga hita og er blandað polyester resin. En nú er verið að endurbæta þetta efni og á það að geta Þolað álíka hitastig og er á yfirborði sólarinnar, en ef það tekst á eldflaug, gerð af slíku efni að komast óskemmd út úr geimn- um til jarðar.. ÁRIÐ 1957 voru sett lög um skyldusparnað ungmenna, þar sem hver einasti Islend- ingur á aldrinum 16—25 ára, að báðum, meðtöldum, var skyldaður til að leggja til hliðar 6 af hundraði af laun- um sínum. líndanþágu frá skyldusparnaði nutu. þó þeir, sem voru við nám, giftir og fleiri, m.a. þeir, sem áttu við sérstaka fjárhagsörðug- leika að etja. Þó urðu þeir, sem undan- þágu höfðu, að leggja 6% launa sinna til hliðar, eins og aðrir, en var hiris vegar gert að sækja peninga einu sinni í mánuði í hendur yf- irvalda. í upphafi mættu lög þessi talsverðri tortryggni almennings, sem óttaðist að mestur hluti fjárins, sem inn kæmi, rynni í kostnað af skriffinnsku, sem af þessu leiddi. Þá var unga fólkið óánægt með skyldusparnað- inn og leit yfirleitt svo á, að þama væri persónufrels- ið skert allfreklega. Enda reri stjórnarandstaðan þarna undir, eins og á flestum öðr- um sviðum. LINGABÆKUR BLETTAVATN: Lögur til að ná úr blettum er þannig til- búinn: Taka skal 3 matskeið- ar af salmíak-spíritus, 4 mat- skeiðar af sterkum spíritus og eina matskeið af salti, blanda þessu saman í flösku og geyma það þangað til á því þarf að halda, en hrista jafnan flösk- una vel áður. Allir fitublettir og olíublettir hverfa, séu þeir þvegnir vel með svampi eða ullarpjötlu upp úr þessum legi. ☆ SEIGT KJÖT soðnar vel og verður mjúkt, sé ofurlítið af ediki sett saman við vatnið, sem það er soðið í. ☆ TANNPÍNA er svo vondur kvilli, að allt mögulegt er reynt við henni. Hér er ein- falt meðal, sem oft hefur reynzt vel: Lát viðlíka stóran álúnsmola og hænuegg í skaft pott (helzt ,,emeleraðan“) sam an við Vz pott af mjólk, lát það komast í suðu og hell því upp í bolla. Súp síðan stóran sopa af því og hald því í munn inum, svo heitu sem mögulegt er. Láti tannpínan ekki und- an skal reynt aftur. Það er ekki bragðgott, en það dugir samt oft, og það er aðalatriðið. ! ! ! BOÐORÐ FYRIR IIÚSMÆÐUR: 1. Fleygið aldrei nokkrum mat- arbita, sem hægt er að nota, hversu lítill sem hann er. Not- ið hann heldur saman við ein- hvern annan samsettan mat. 2. Gleymið aldrei matarleifum, sem látnar hafa verið afsíðis, en notið þær heldur meðan þær eru nýjar, eða sjóðið þær upp, látið þær svo kólna og setjið þær í hæfilegt ílát í kalt vatn. 3. Gleymið ekki að sjóða nið- ur kjötseyði, kálseyði o.s. frv. Því annars verður það súrt og skemririst. 4. Gætið aö því, að kjöt sem á að reykja, sé saltað hæfilega áður, svo það mygli ekki. Sjá- ist minnsta mygla á því, skal strjúka yfir allt kjötið með jafningi af salti og vatni. 5 Látið ekki brauðið verða of gamalt og mygla. 6. Dragið úrin og klukkurnar upp á réttum tíma. 7. Látið aldrei nokkurt rusl, matarleifar, ílát, knífa, gaffla, skeiðar eða þess konar, safn- ast saman í skápum og skot- um. Slíkt veldur myglu og ó- hollu lofti og má ekki eiga sér stað á neinu heimili. 8. Látið aldrei falleg leirílát eða postulínsílát inn í bakar- ofna eða inn í ofna, því þá springur það og verður ónýtt. 9 Gætið að því, að hlutir úr járni og öðrum málmum,. sem sjaldan eru notaðir, ryðga ekki. 10. Gjörið við hverja flík strax og hún bilar, svo að hún skemmist ekki meira. 11. Gætið vandlega að 'eldi og ljósum. Sjáið um, að hvorki sé brennt til óþarfa af eldiviði eða olíu. Húsmóðirin ætti sjálf að líta eftir 4 hverju kveldi, að alls staðar sé slökkt. Það gæti oft komið í veg fyrir bruna. 12. Hafi hún ráðskonu sér til hjálpar, má hún ekki gleyma að brýna fyrir henni þessar reglur. ☆ Fyrir konur LAT OFURIAT- IÐ af sápu í vatn, er línsterkja skal leysast upp í. Þá verður meiri gljá ----------- á líninu og. lín- sterkjan festist ekki við línið. ☆ BRÚNA SKÓ má halda sém nýjum lengi, ef þetta ráð er notað. í þrjár vænar matskeiðar af nýmjólk er látin ein teskeið af terpentínuspritti, og með bómullarteppi, sem vættur er í þessari blöndu, á að nú skóna. Síðan á að þerra þá með mjúkum lepp, og láta þá svo standa í 10 mínútur. Þá er borinn á þá venjulegur brúnn eða hvítur skóáburður og loks eru skórnir núnir aft- ur með mjúkum lepp, þangað til þeir fá sinn upphafíega lit og gljáa. ☆ AÐ GERA STÍGVÉL OG SKÓ ENDINGARBETRI. Bræða skal skal saman % af tólg og Vs trjákvoðu (harpix). Svo eru sólarnir núriir með þessum jafningi, þangað til meira geng ur ekki inn í þá. Og endast þeir þá þriðjungi betur. ☆ BLETTIR Á HÚSGÖGNUM úr eik hverfa, séu þeir núnir upp úr volgu öli. ☆ GULL-OG-SILFUR- baldýring ingar, sem fallið hefur á, er gott að nudda með mjúku, hvítu flóneli eða mjúku, fínu vaðmáli vættu í spíritus. ☆ (ÚR BLÖÐUM frá því um alda-'* mótin. Birt án ábyrgðar!). bezia vörn Japana TOKYO, 2. júlí (REUTER). Fujiyama, utanríkisráðherra Japans, sagði á þingi í dag, að japanska stjórnin gæti raun- verulega neitað að samþykkja að bandarískt herlið yrði flutt frá Japan, ef ráðist verður á landið. Kishi, forsætisráðherra Japans, sagði að sérhver árás á stöðvar Bandaríkjamanna í Japan jafngilti árás á Japan. Hann kvað japansk-bandaríska öryggissáttmálann vera helztu vörn Japana gegn kommúnism anum í Austurlöndum. Sáttmál inn væri nauðsynlegur þar sem Japanir væru ekki færir um að verja sia sjálfir. □ Oánaegjan horfin. Ekki leið þó á löngu þar til viðhorf almennings og ungmennanna sjálfra breytt- ist í þessu máli og nú er svo komið, að óánægj uraddirnar eru að fullu þagnaðar. Pen- ingarnir, sem unga fólkið leggur til hliðar.eru á fullum vöxtum og vísitölutryggð' ir, og notaðir til útlána Hús- næðismálastjórnar. — Þeii’, sem ganga í hjónaband, fá endurgreitt um leið, en ann- ars er féð endurkræft við 26 ára aldur. Njóta skyldusparn aðar-greiðendur og nokkurra forréttinda um fyrirgreiðslu um lán af hálfu Húsnæðis- málastjórnar. □ MiRið kemur inn. Lögin tóku gildi 1. júni 1957, en þar sem sparimerki voru ekki tilbúin þá þegar, var skyldusparnaðurinn inn- heimtur fyrir það ár me«3 sköttum. Hafa tæpar sex milljónir króna innheimzt á þann hátt, en þó mikið eftír. Árið 1958 tók Veðdeild Landsbankans við tæpum 23 milljónum króna og Búnað- arbanki íslands við rúmlega 1,2 millj. króna. Sama ár endurgreiddi Pósthúsið í Reykjavík rösklega 6,5 mill- jónir króna. Þessar tölur gefa þó ekki rétta mynd af því, sem raunverulega hefur sparazt, því að endurgreiðsl- ur eru ekki endanlega reikn- aðar hér, enda ekki vitað ná- kvæmlega um þær enn. Það sem af er þessu ári hafa sparimerki verið seld fyrir 10,3 milljónir rúmar, en tals- vert endurgreiðist af þeirri upphæð. Þess skal að lokum getið, að í Reykjavík eru tæp 9000 manns á skyldusparn- aðaraldri, en framtalsskyld- ir eru um 32 þúsund manns. Skyldusparnaður ung- menna er nýmæli á Islandi, sem þegar hefur unnið sér álit, enda er hér um að ræða fyrirkomulag, sem víða þekk ist. Er ekki ólíklegt, að þessi skipan mála verði hér til Framhald á bls. 10. íÖBMSLÁUSAR SfGálEITIÍR UNDANFARIN átta ár hefur firma í Bandaríkjun- um geFt tilraunir með að framleíða íóbakslausar síg- arettur og telja nú loks, að það hafi tekizt. Eru þessar merkilegu sígarettur ltomn- ar á markaðinn og heita ,,Vanguard“. I stað tóhaks er í þeim eins konar vefir, er bragðið svipað og af tób- aki, en þær eiga að vera lausar við tjöru, arsenik og önnur efni, sem valda Iungnakrabba. Þessar sígar- ettur eru ætlaðar þeim, sem óttast skaðleg áhrif tóhaks, og era alltniklu ódýrari en venjulegar sígarettnr, enda þarf ekki að borga skatta aí þehn, þar eð handarísk lög gera ekki ráð fyrir skatti nema af sígarettum, sem innihalda tóbak. * Alþýðublaðið — 4. júlí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.