Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 11
 o *»! •* ip^ verður að hjálpa mér, Ted! Þú verður að fara með mig til læknis! Ted, þú getur ekki myrt mig!“ ,,Hún hefur á réttu að standa Ted“, kallaði Don ör- vinglaður. „Þið getið komið ykkur saman um allt hitt seinna, en nú verðum við að bjarga henni! Lyn, gerðu hon um það ljóst! Biddu hann um það, Lvn!“ „Ted,“ sagði Lyn, en meira gat hún ekki sagt. Hann horfði fast á hana með bláum aug- unum. Það var eins og hann manaði hana til að segja — segja hvað? En hún sagði ekk ert, hún skildi hann, hún gat ekki dæmt hann fyrir það, sem hann gerði. Nú lék hann sínu trompspili út. Nú fékk hann hefnd sína og hún vissi að hann hafði lengi beðið þessa augnabliks. „Þér verðið að flytja hana til læknis,“ endurtók Don. „Ef eitthvað kemur fyrir hana er það morð!“ „Sis veit allt um morð,“ sagði Ted. Sis hljóp aftur að honum. „Hvernig dirfist þú! Ég — ég hef aldrei myrt neinn. Hvern- ig dirfist þú að segja slíkt!“ „Ekki svo?“ Ted tók um úlnliði hennar. „Ég skal koma þér til læknis og bjarga lífi þínu, ef þú segir mér h’vaða eiturlyf þú settir í vínið mitt um morguninn, sem við mað- ur þinn lögðum af stað.“ „Eiturlyf?“ Rödd hennar skalf og hún var náföl í and- liti. „Ég — ég hef aldrei' gef- ið þér eiturlyf!“ „Hvað gafstu mér þá? Það er bezt að segja það strax, ef þú villt lifa áfram —“ „Það var ekki eitur. Það var ■—. alveg hættulaust, Ted, það sver ég!“ Hún snögti hátt af hræðslu. „Hvað var hættulaust? Það er bezt fyrir þig að segja það strax,“ sagði hann reiðilega. Þá veinaði hún. „Slepptu mér, Ted! Mér líður illa! Ég — ég vil ekki deyja! Þú mátt ekki láta mig deyja! Ég finn, að eitrið er að breiðast út í líkama mínum!“ „Hvað gafstu mér?“ Ted hreytti orðunum út úr sér. „Bara — bara svefnmeðal. Það var allt og sumt, Ted. Það var alveg hættulaust. Ég hafði oft tekið það sjálf, ég bara —“ Allt í einu þagnaði hún og starði á hann í orðvana hræðslu, óttaslegin yfir því, sem hann hafði komið henni til að segja. „Bara það, að þú gafst mér risaskammt, ekki satt? Nóg til þess, að ég. sofnaði strax. Játaðu það og svo kem ég þér til læknis!“ Já, já, þannig var það! En — en ég sver, að það var ó- skaðlegt,“ stamaði hún. „Guð minn góður!“ stundi Don skelfingu lostinn. Hann hörfaði frá eins og hann vildi ekki vera nálægt 'Sis. En Sis sá það ekki, hún var önnum kafin við að bjarga sjálfri sér. „Nú hef ég sagt þér það!“ öskraði hún. „Farðu með mig til læknis! Gerðu eitthvað! Annars dey ég! Ég finn, að ég er að deyja!“ „Ef þú deyrð verður það úr taugaæsingu,“ sagði Ted kulda lega. „Slangan, sem beit þig, er áh'ka hættulegur og kett- lingur. Börn þeirra innfæddu hér á eynni hafa þær sem hús- dýr,“ 4. Lyn sat á bekk í garðinum fyrir utan hótelið í Suva. í gær — var virkilega að- eins einn dagur síðan þessi hryllilegi atburður átti sér stað? Hvílík martröð hafði ferðin til Suva verið! Þau höfðu farið beint til Suva og fengið herbergi á stærsta hót- elinu þar, Lyn hafði farið beint á sitt herbergi og hún hafði sofið alla nóttina og fram á dag. Lyn sá mann koma út á sval irnar og í áttina til hennar. Það var svo furðulegt, að fyr- ir nokkrum dögum síðan hafði hún fengið hjartslátt við að sjá hann, hún hafði hlustað á hvert orð hans, fylgst með hverri hreyfingu hans. Hvern ig hana hafði hungrað eftir brosi, augnatilliti — ég er allt í einu orðin fullvaxta. Tíminn hafði þar ekkert um að segja, það sem skeð hafði umhverfis og innra með henni hafði vakið hana. En hún var svo einmana, eins og hún hefði ekki lengur neitt tak- mark í lífinu. Þegar Don kom nær sá hún að hann var líka eldri, eldri °g þreyttari. Hann brosti til hennar, en innri töfrarnir, sem voru svo mikill hluti af persónuleika hans voru horfn- ir. Ég vona, að þeir komi aft- ur áður en hann fer að kvik- mynda, hugsaði hún utan við sig. Það var eins og maðurinn frammi fyrir henni kæmi henni ekki það minnsta við. „Halló, Lyn!“ sagði hann og settist við hlið hennar. „Ég er búinn að fá far fyrir tvo með flugvélinni efiir kaffi í dag.“ „Er það? Tvo, Don?“ „Já, við vorum heppin. Eft- ir það sem skeði í gær — ég ypööo'\ fwxv'n paaooK Wxx/K „Þér er þá Ijóst, að þetta ganíía borð fer ekki inn í mitt herbergi?“ vil gjarnan komast til Sidney sem fyrst.“ „En Sis?“ sagði hún hik- andi. „Já, Sis —“ Munnur hans herptist saman. „Hún — hún fer aftur til Ameríku. Ég er nýbúinn að tala við hana. Það er ekkert erfitt að fá far með flugvél þangað. Það er bezt að hún snúi við, hún viður- kennir það sjálf. Ég —“ hann dró djúpt andann, „ég vor- kenni henni!“ „Svo hélt hann áfram. „í gær og í nótt fannst mér að ég gæti aldrei séð hana fram- ar. En — í morgun útskýrði hún ýmislegt fyrir mér. Mað- urinn hennar var ruddi. Það sagði hún og stóð snöggt á fætur. 5. í forsalnum rákust þau á Frank Olsen og Don bauð hon um með þeim inn. „Við leituðum að yður í morgun,“ sagði Don. „Þér hljótið að hafa farið snemma." „Já,“ Frank kinkaði kolli stuttlega. „Ég hafði um mik- ilsvert mál að hugsa.“ Don hikaði. „Munið þér eft- ir hnetuklasanum, sem þér fenguð hjá frú Iiaverly? Sem hún klippti af hattinum hans Raouls? Hafið þér hann enn?“ Frank svaraði ekki. Það var eins og hann væri að hugsa Maysie Greeg: OHög ofar skýjum er ekki hægt að ásaka hana fyrir að hata hann. Og auk þess vissi hún ekki fyrir víst, að flugvélin myndi farast.“ En hún vissi, að hann var lélegur flugmaður og sérstak- lega, þegar hann hafði drukk- ið, hugsaði Lyn, en hún sagði það ekki hátt. „En hún viðurkenndi að hafa gefið Ted svefnlyf,11 sagði hún eftir smá þögn. „Já, en eftir því sem hún sagði var það ekki skaðlegt. Honum hefði ekki orðið meint af því.“ 24. dagur „Nei, ekki ef hann lifði það af,“ sagði Lyn hörkulega. „Ó, ég veit það. Ég er ekki að verja hana.“ Dan talaði hratt og óskírt. „Það sem hún sagði var — ófyrirgefanlegt. Hún viðurkennir það sjálf. Hún segist hafa ásakað sig fyrir það síðan það skeði. En taugaóstyrkar konur geta tek- ið upp á hverju sem er.“ „Ög konur sem Sis Haverly eru sleipar, hugsaði Lyn bit- urt. „Hvað ætlar hún að gera við féð, sem hún lagði fram fyrir ástralska kvikmyndafé- lagið?“ spurði Lyn. „Það var allt í lag með það.“ Don létti við nýtt umræðu- efni. „Hún kom vel fram þar.“ Lyn sagði ekki meira. Sis hafði jafnvel hugrekki til að halda áfram eftir það sem skeði í gær. Hún átti pening- ana og gat notað þá sem af- sökun fyrir áframhaldandi sambandi við hann. Og svo? Lyn fann snögglega að henni var alveg sama hvað skeði svo. „Það gleður mig að við höld um áfram, Lyn,“ sagði Don. „Við verðum saman í Sidney. Við skemmtum okkur áreið- anlega vel saman. Við gleym- um þessu og eigum bara hvort annað.“ Hann tók hendi henn- ar og þrýsti hana. Lyn leit á hann. Hann var jafn indæll, jafn fallegur og frægur sem fyrr. En hvers vegna hafði hún aldrei tekið eftir því fyrr, hve hann var festulaus til munnsins? „Við skulum koma inn á barinn og fá okkur glas, Don“, málið. „Bæði já og nei“, sagði hann loks. „Sem stendur er lögreglan hér á staðnum með hann“. „Hvað?“ Don reis undrandi á fætur. „Lögreglan? En er það þá satt, sem Sis sagði? Var eiturlyf í hnetunum?“ „Uppgötvaði hún það líka?“ sagði Frank rólega. „Mér datt í hug að hún vissi eitthvað. Ég held að hinir hafi vitað það líka. Þess vegna reyndu þeir að myrða hana“. „Eigið þér við daginn, sem hún var því sem næst drukkn- uð?“ „Já. Ég er nærri því viss um að það var herra Clem Smith, sem það gerði. Ég held að hann hafi gert ýmislegt gruggugt í Bandaríkjunum. En þetta með hattana var virkilega sniðugt. Hver leitar að eiturlyfjum í hattaskrauti? Ég verð að játa að þeir léku á mig og það hefði ekki kom- ist upp ef frú Haverly hefði ekki komið til skjalanna. Mig fór að gruLa ýmislegt, þegar þeir létu svona út af hattin- um“. „En hvernig vitið þér þetta allt?“ spurði Don forvitinn. Frank brosti letilega. „Ég get vel sagt ykkur það núna. Ég er í F.B.I. Ég hef lengi fylgzt með Sanderson og Smith. Þeir hafa oft verið grunaðir um eiturlyfjasmygl, en það hefur ekki verið hægt að sanna það. Þegar þeir slóg- ust í för með Raoul ákvað ég að elta þá“. Lyn sat og horfði á hann. Hún varð ekkert undrandi. Hana hafði oft grunað að hann væri að leika leti sína og á- hugaleysi. Og hún mundi vel hvað skeði á dansgólfinu í Honolulu. „En hvar eru þau núna?“ spurði Don. „Það get ég líka sagt ykk- ur. Þeir voru allir handteknir í morgun, þegar þeir reyndu að komast burt með mótorbát. Ég fer með þá til Bandaríkj- anna“. „Og Sally?“ Lyn var hrædd við að spyrja að þessu. „Hvað kom fyrir Sally?“ Þegar hann svaraði ekki, hélt hún áfram: „Ég er viss um að Sally var ekki ein af þeim. Þeir neyddu hana áreiðanlega til að hjálpa þeim. Þeir hafa einhvern veg- inn ráðið yfir henni, ég er viss um að hún hataði þá. Hún reyndi að aðvara mig — og frú Haverly líka, þó hún væri sjálf óskaplega hrædd. Ó, ég vona —“ „Já, Sally. Það er dálítið erfitt með hana“. Frank Ol- sen greip brosandi fram í fyr- ir henni. „Ég get ekki vitnað gegn henni. Við fengum sér- stakt leyfi til að gifta okkur ,í morgun.“ flugvéiarnars Loftleiðir: Edda er væntarileg frá Staf angri og ösló kl. 21 í dag. Hún heldur áleiðis til N. Y. kl. 22,30. — Saga er væntan- leg frá N. Y. kl. 8,15 í fyrra- málið. Hún heldur áleiðis til Gautaborgar, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 9, 45. — Leiguflugvél Loftleiða er væntanleg frá N. Y. kl. 10, 15 í fyrramálið. Hún heldur áleiðis til Osló og Stafangurs kl. 11,45. SkSpgna H.f. Eimskipafélag íslands: Dettifoss fer frá Kaup- mannahöfn í dag til Malmö og Leningrad. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum í gær til Dublin, Hull og Hamborg- ar. Goðafoss fór frá Hull í gær til Rvíkur. Gullfoss fer frá Rvík á hádegi í dag til Leith og Khafnar. Lagarfoss fór frá Rvík 30.6. til N. Y, Reykjafoss fór frá Rvík 30.6. til Antwerpen, Rotterdarn, Haugesund, Flekkefjord og Bergen og þaðan til íslands. Selfoss fór frá Hamborg 2.7. til Riga. Tröllafoss fór frá N. Y. 24.6. til Rvíkur. Tungufoss fór frá Eskifirði 2.7. til Vopna fjarðar, Raufarhafnar, Siglu- f jarðar, Aðalvíkur og Rvíkur. Drangajökull fer frá Rnstock í dag til Hamborgar og Rvík- ur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer í dag frá Reykjavík áleiðis til Rotter- dam. Arnarfell er á Skaga- strönd. Fer þaðan til Vest- f jarða og Faxaflóahafna. Jök- ulfell er væntanl. til Rvíkur' á morgun. Dísarfell fór 2. þ. m. frá Vestmannaeyjum áleið is til Hamborgar, Rostock og Áhus. Litlafell er í olíuflutn- ingum 1 Faxaflóa. Helgafell fer í dag frá Reyðarfirði á- leiðis til Umba. Hamrafell er væntanlegt til Arúba í dag. Neskirkja: Messað kl. 11. •— Séra Ingólfur Þorvaldsson prédikar. Séra Jón Thor- arensen. I Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra Garð- ar Svavarsson. ílallgrímskirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra Ja- kob Jónsson. Ræðuefni: Stjórnarskrá guðsríkisins. Háteigsprestakall. Messa í hátíðasal Sjómanna skólans kl. 11 f.h. Séra Jón Thorarensen. Dómkirkjan. Messa kl. 11 f.h. Séra Ósk- ar J. Þorláksson. Elliheimiliö. Guðsþjónusta kl. 10 f.h. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Bústaðaprestakall: Messað í Háagerðisskóla kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Alþýðublaðið — 4. júlí 1959 \\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.