Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 3
E -MBÆTTISMENN enska ílugfélagsins BOAC vinna nú að því að komast að, hversu margir starfsmenn félagsins eru flæktir í þjónustu mesta smyglhrings veraldar. Fyrir skömmu var þjónn á einni af flugvélum félagsins dæmdur í þriggja mánaða fangelsi á Indlandi fyrir þátttöku í gull- smygli. Verður allt gert, sem mögulegt er til þess að kom- ast fyrir rætur smyglstarf- seminnar og allir-starfsmenn félagsins yfirheyrðir og ferill þeirra rannsakaður. IHWHMtMMMMWHnMMMM r Á FUNDI bandarískra geim- vísindamanna og -verkfræð- inga, sem haldinn var fyrir nokkru, greindi prófessor við Kaliforníuháskóla frá því helzta, er vísindamenn von- ast til að geimfarar komi til með að upplýsa í sambandi :við tunglið. Meðal þeirra óráðnu gáta sem hann taldi upp, voru þessar: Hefur tunglið skorpu svip- aða jarðskorpunni? Er innra borð tunglsins bráðið svip- að og kjarni jarðarinnar? Hvað veldur hinum svoköll- uðu „hvítu svæðum“ á yfir- borði tunglsins, og hvað veld ur hinum svonefndu „svörtu blettum"? Mynduðust eldgíg arnir á tunglinu við árekstra við stóra loftsteina, af um- brotum innan frá, er þeyttu efnum upp á yfirborð þess, eða lagðist efnið í fellingar a yfirborði tunglsins? Er gráa efnið á yfirborði tunglsins hraun, smágert grjót, ryk, sem safnaðist á yfirborð þess eftir mikinn árekstur fyrir óralöngu, eða er það eitthvað annað efni? Er tunglið nú kált og harð- gert eða hefur það einhvern hitavott og sveigjanleika? Hvað eru „hrukkurnar", sem sjást víða á yfirborði tungls- ins? Þetta eru ekki fjöll, eins og stundum hefur verið get- ið til. En þær eru kringuna 100 metrar að hæð, 10 til 20 km. að breidd og mörg hundr úð km. langar. .Vísindamenn hafa getið sér þess til, að hrukkurnar geti verið endar á hraun- rennsli eða sandhólar. En ef þær eru sandhólar, hlýtur tunglið að hafa háf-t gufu- hvolf, a.m.k. um tíniá. Talið er, að þessi skýring sé ekki óhugsandi, en vonir standa til, að úr þessu og fleiru fá- ist skorið, þegar tekizt hefur að láta eitthvert geimfara framtíðarinnar lenda. í ná- munda við einhverja þessara hrukkna. í þessu sambandi er fróð- legt að rifja upp það, sem enski lögfræðingurinn Gerald Sparrow skrifaði nýlega um gullsmyglara í Austurlöndum. Sparrow vann um árabil í Bangkok í Tailandi sem dóm- ari og lögfræðingur og kynnt- ist þá allnáið starfsemi smygl áranna. ,,Ég er sennilega eini Bret- inn„sem þekki til hlýtar starf- semi smyglaranna í Austur- löndum. Þeir hafa milljónir punda í árstekjur og þúsundir manna vinna fyrir þá. Ég kynntist hinum dularfulla Kínverja Ho, sem er æðsti maður smyglhringsins og eit.t sinn bað hann mig að gerast lögfræðilegur ráðunautur fyr- irtækisins. En helztu vitneskj- una um starfsemi fékk ég ;í sambandi við dómarastörf mín Qg veit nú nokkurn veginn hvernig hún fer fram. Gulli er smyglað í enskum. og bandarískum flugvélum til Hong Kong og þaðan á djúnk- um til portúgöísku n.ýlend- unnar Macao. Gulli, sem fara á til Sovétríkjanna er smygl- að um Kalkútta. Ársvelta smyglhringsins er milljónir sterlingspunda og í þjónustu hans eru þúsundir manna, tollverðir, Íögreglu- foringjar, flugmenn, skipstjór ar, flugfreyjur og jafnvei ráð- herrar í ýmsum löndum Aust- ur-Asíu. Smyglararnír eru svo öflugir orðnir, að þeir eiga eigin flugvélar og jafnvei eig- in flugvelli. Ég veit um þrjá flugvelli í þeirra eigu, einn í Laos, annan í Burma og þann þriðja í Nepal. Smyglararnir Framhald á 10. síðu. NEW YORK. — Öllum þyk- ir vænt uni fugla, og vera má, að þeir séu í hátterni sínu líkari mönnum en ýmis önnur dýr jarðarinnar. Tök- um til dæmis ýmsa smá- fugla. Fjölskyldan heldur saman þar til ungarnir eru það vaxnir úr grasi, að þeir geta bjargað sér sjálfir, þá snúast þeir gegn foreldrum sínum á svipaðan hátt og hinir frægu táningar, sem allir tala nú um. Eða hvernig sumir fuglar forðast slagsmál nreð því að þykjast ætla að taka á móti, árásarfuglinum, en snúa sér síðan undan, þangað til sá reiði gefst upp á eltingar- leiknum. Það er ekki ólíkt sumum milliríkjaviðskipt- um nú til dags. Árásargirnin er svipuð hjá fuglum og mönnum. Ef fugl er látinn berjast við annan fugl og hann vinnur þá sperr ist hann allur og ætlar að sþringa af monti. Þessar upplýsingar eru frá dr, Dilger, sem er prófessor í náttúrufræði við Cornell- háskólann í Bandaríkjunum. A myndinni er hann að gefa uppáhaldspáfagauknum sín- tsm tött úr pípunni sinni. Um þessar mundir er Dil- ger að rannsaka páfagauka frá Afríku, hina svonefndu ástarfugla. Þeir eru ákaflega ,,mannlegir“ í háttum. Hinn ástfangni karlfugl nálgast ástmey sína eins og feiminn skóladrengur og ef hann ger- ist óvart nærgöngull fær hann högg í höfuðið frá þeirri heittelskuðu. Ástarfuglarnir eru mjög félagslyndir. Þeir ganga oft langan tíma hlið við hlið og ef einn geyspar geyspa allir í takt. Ef einhver vill ekki fella sig við „þjóðskipulagið“ og hegðar sér öðruvísi en hinir, er ekkert líklegra en þeir taki hann sér til fyrir- mvndar eftir stutta stund og hermí hreyfingar hans og látbragð. R F RÁ ÞVÍ í lok síðari heims- styrjaldar hefur þráfaldlega verið minnst í blöðum á hin svo kölluðu „vanþróuðu lönd“ og því ber auðvitað að fagna, að mikið hefur verið gert til að auka á velferð þeirra. En hitt gleymist víst oftar, að til eru þjóðir, sem eru miklu frumstæðari í öllu tilliti, heldur en þær, sem oft ast er átt við, þegar um „van- þróaðar þjóðir“ er talað. Það eru hinar sönnu villiþjóðir, frumstæðar þjóðir, sem enn lifa sínu náttúrulega lífi í faðmi frumskógana á stigí steinaldar og sumar hafa jafn vel ekki haft mikil kynni af hvíta manninum. Þ EIM svæðum fækkar óðum, sem könnuðir menningarþjóð anna hafa ekki mælt ög skoð- að. Þó eru í Suður-Ameríku stór svæði, sem þeir þekkja lítið til. Og þar eru enn að finnast villiþjóðir, sem ekki var áður vitað um. Fjöldi frumstæðra villimanna lifa sínu frumstæða lífi þarna í skógunum, og vafalaust eiga enn eftir að finnast óþekktar hyggðir þeirra, Sumir eru svo frumstæðir, að naumast er hægt að telja þá á stein- aldarstigi, og Fawcett ofursti segir í bók sinni frá mjög frumstæðum villimönnum, — sem fáir eða engir aðrir hafa sótt heim. — Önnur svæði heims, sem. enn eru byggð villiþjóðum, eru einkum Nýja-Ginea, þar sem þeir átu pólitíið á dögunum, frum- skógar Mið-Afríku og ýmsar eyjar og skógasvæði í Suður- og Austur-Asíu. r RAM á yfirstandandi tíma hafa afskipti menningarþjóða af viiliþjóðum yfirleitt verið ömurleg .Sú saga einkennist af kúgun, grimmd eða í bezta falli skeytingaiieysi. — Villi- þjóðunum hefur alls staðar fækkað við tilkomu hvíta mannsins, sumar — raunar margar — dáið út, og við bað hefur heimsbyggðin orðið sýnu snauðari. Áhrif hvíta mannsins hafa verið: brenni- vín og sjúkdómar. Villiþjóð- irnar hafa breytt óeðlilega fliót um lifnaðarhætti, farið að stunda vinnu í námum og á plantekrum, og ef til v.ill hefur það ófrelsi, se.m hið reglubundna líf menningar- þjóðanna lagði á villimann- inn, lamað hann. meira. en nokkuð annað. Villiþjóðir mega því líka vara sig á vin- um sínum. AÐAMONNUM þeirra stofnana, sem greiða fyrir „vanþróuðum þjþðum“ er ’ sem betur fer ljós þörfih . á bví að hjálpa villiþjóðunum mátulega. Það þýðir ekki a0" ætla að gera of mikið í einu. Þær verða að fá að halda lifn aðarháttum sínum, en ýmis- legt má kenna þeim, jafnvel stuðla að bi'eyttum siðavið- horfum, svo að þeir éti ekki, Framhald á 10. sjSík ■* .(jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmtmiiitHrf | Syntu yfir I DauðaÍiafið | TVEIR ungir Bandaríkja- i menn unnu nýlega það afrek | að synda þvert yfir DauSa- j | hafið. — Er það í fyrsta sinn, I að vitað er til að menn haíí ■ gert það. | Randaríkiamenn þessir | | heita Griffsn, starfsmaður íj 1 við bandaríska sendiráðið í | | Amman, og Johnson, starfs- jj 1 maður við bandarísku ræS- § 1 ísmannsskiúfstofuna á Kýp- |; I ur. Þeir félagar syntu þvert | | yfir Dauðahafið, fimm kíló- 5 f metra leið. Bátur í eigu jérd- | | anska hersjns fylgdi m f i eftir á sundinu. | | Það er erfitt að synda i f | Bauðahafinu, það er marg- f j falt saltara en sjór og því | I miklu þy-ngra að synda í .þvi. | I 3 aimiitiimiiiiiiHiiiiiiiiiii'úiiiiiiiiiiuumiiiHtiiiuiiiiiiu Alþýðublaðið — 5. júlí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.