Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. B.itstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Ráðhúsið NEFND situr á rökstólum, ræðir byggingu ráðhúss við Tjörnina, skoðar teikningar og líkön. Sömu daga eru menn á pramma úti í Tjörninni að bora niður í aurinn til að leita þess, hve langt er niður á fast. Það virðist vera hreyfing á þessu máli. Það er tími til kominn að hef ja framkvæmd- ir við byggingu ráðhúss í Reykjavík. Það er skömm að því fyrir höfuðstað íslands að eiga ekki slíka byggingu, en láta horgarstjórnina sitja uppi á lofti í apótekarahúsi og skrifstoíur bæjarins hýrast í verksmiðjuhverfi. Á sama hátt er skömm að því, að ekki skuli vera til sómasamleg stjórnarráðsbygging, heldur sitji ráðsmenn þjóðarinnar í gömlu fangelsi, en opín- berar skrifstofur maki krók einstaklinga um alla borg með því að Ieigja af þeim húsnæði. Það vantar reisn í þessa hluti, myndarskap, sem Íslendingum er engan veginn um megn að sýna í þessum efnum sem öðrum. í slíkum málum kemur oft fram hér á landi undanleg smásálarleg hræðsk'. við gagnrýni eða atkvæðamagn eða eitthvað slíkt. Auðvitað er vandalaust að hrópa, að ekki megi byggja ráðhús í Reykjavík, fyrr en búið er að útrýma brögg- iunum. En þá ætti heldur ekki að byggja villur, skrifstofubyggingar, verzlunarhús, leikhús og söfn, fyrr en bröggunum hefur verið útrýmt. Stefnan á að vera sú, að gera hvort tveggja koma upp sómasamlegum íbúðum fyrir borgar- ana, réisá skóta, sjúkrahús og annað slíkt, en geta að auki komið upp þeim mannvirkjum, sem eiga að vera tákn okkar allra, tákn höfuðstaðar og þjóðár. Við höfum efnin til þess. Það vantar fyrst og fremst þor og framsýni til að hrinda þessum málum af stað og gera það myndarlega. Ekkert gerir til, þótt ráðhús sé 10—15 ár í byggingu, ef það er hugsað mörgum'kynslóðum til sóma. Hér skal ekki fullyrt, hvort Tjarnarbakkinn er rétti staðurinn fyrir ráðhús Reykjavíkur. Um það fá bæjarbúar vonandi að velta vöngum innan skamms, þegar sýndar verða teikningar húsa- meistaranna. Hitt er aðalatriðið: að vanrækjá ekki andlit þjóðarinnar fremur en vinnuþrek # hennar, héilsu og menningu. Bandaríkjanna óskar eftir starfsmanni eða stúlku við bókhaldsstörf. Enskukunnátta nauðsynleg. — Upplýsingar í skrifstofu sendiráðsins frá kl. 9—1, 6.—9. júlí. Minningarorð SKULI K0LBEINSSQN HINN 28. f.m. andaðist hér í Landsspítalanum Skúli Kol- beinsson, járnsmiður, eftir stutta en nokkuð þunga legu, rúmlega áttræður að aldri. Hann var fæddur 20. janúar 1879 í Stóru-iMástungu í Gmíp verjahreppi. Foreldrar hans voru þau Kolbeinn Eríksson, kunnur bændahöfðingi, er þar bjó, og kona hans, Jóhanna Bergsteinsdóttir Guðmunds- sonar frá Bræðratungu. Skúii hafðist löngum við í föðurgarði. unz hann giftist árið 1909 Margréti Guðna- dóttur að Skarði í Landssveit. Hófu þau fyrst búskap í Flog- bjarnarholti í sömu sveit og bjuggu þar í fjögur ár. Þaðan fluttust þau að Króktúni og áttu þar heima í nokkur ár, unz leið þeirra lá að Hala í Holtahreppi, en til Reykja- víkur komu þau árið 1937, og átti Skúli þar heima til hinztu stundar. Konu sína missti hann 1949. Þeim hjónum varð ellefu barna auðið. Þrjú þeirra eru dáin, en átta á lífi og eiga öll heima hér í Reykjavík. Af systkinum Skúla, sem voru ellefu talsins, eru nú að- eins fjögur á lífi, þau Guð- björg, húsfreyja á Yotumýri á Skeiðum, Bjarni, bóndi í Stóru-Mástungu í Gnúpverja- hreppi, Jóhann, hinn kunni fjallkóngur Gnúpverja. bóndi á Hamarsheiði, og Ágústa, saumakona í Reykjavík. Allt það á kyn til. Sá, er þessar línur ritar, kynntist Skúla línur ritar, kynntist Skúla heitnum allvel, er hann bjó í Króktúni, sem er næsti bær við Fellsmúla. Það er fljót- ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■ Sextugur á morgun: OSKAR sagt, að í vitund minni er mjög bjart yfir þeim minning- um. Skúli'var einstaklega við- feldinn maður. Hann var karl- menni í lund og æðrulaus, þó að á móti blési, glaður og reif- ur jafnan, en stilltur vel. Á !■■■■■■■■■■■ bryggjuvörður í Hafnarfirði. ÆVINLEGA glaður gekkst greinast happasporin, atgérfi þitt aldrei bregst aðgætinn og þorinn. Góðum málstað lagðir lið lézt ei undan neinum, óbilgjörnum gafst ei grið gæddur manndóm hreinum. Drenglund þín og góðlátt geð gladdi marga að vonum, enda talinn eflaust með íslands beztu sonum. Aldréi viltir öðrum sýn ei þarf slíkt að rengja, margur líka -minnist þín meðal góðra drengja. Sæmd og prýði saman tvinnar sízt ég þessum orðstír breyti, aftanskinið ævi þinnar unáðsljóma veg þinn skreyti. Ilannes Jónsson frá Spákonufelli. Skúli Kolbeinsson yngri árum var hann glæsi- menni og ævinlega mikið snyrtimenni. Hann hafði mik- ið yndi af hestum, og einhvern veginn var það svo, að honum tókst að fjörga hvern fák, er hann sat, og gera hann „vilj- ugan“, eins og komizt var að orði. Það er einkennileg „tilvilj- un“, að Skúli andaðist sama mánaðardag (28. júní) og dótt- ir hans, Jóhanna, fyrir tveim- ur árúm. Unni hann þessari dóttur sinni mjög, og mun dauði hennar hafa verið hon- um mikill harmur, þó að hann tæki þeim örlagadómi með æðruleysi og stillipgu, eins og háttur hans var jafnan, er eitthvað mótdrægt bar að höndum. Er ekki ólíklegt, að nú hafi orðið mikill fagnaðar- fundur með þeim feðginum, er Skúli kvaddi þennan heim og steig inn yfir þröskuld hins nýja tilverusviðs, þar sem dóttir hans hefur vafalaust beðið hans. Sú er trú vor, er ætlum, að ekki sé öllu lokið með líkamsdauðanum. Til marks um karlmennsku Skúla er það, að þegar hann var inntur eftir því, hvernig honum liði, þegar hann þjáð- ist hvað mest í banalegunni, komst hann svo að orði, að hann væri ekki laus við „ein- hver ónot“! Faðir Skúla, Kolbeinn Ei- ríksson í Stóru-Mástungu, var ágætlega greindur maður, mikill fyrir sér, en dreng- lundaður; enginn hversdags- maður. Sitt af hverju í fari Skúla minnti á Kolbein. Jó- hanna Bergsteinsdóttir, kona Kolbeins og móðir Skúla, var' og mikil ágætiskona, þó að ólík væri manni sínum. Hún var hljóðlát og hógvær, svo að af bar, en þó mun vilji bennar ekki hafa átt minni þátt í stjórn heimilis þeirra hjóna en skörungsskapur manns hennar, og fer svo oft um áhrif góðra eiginkvenna, að þau verða næsta mikilvirk, þó að ekki séu hávaðasöm. Skúli fluttist, eins og áður var sagt, til Reykjavíkur árið 1937 og lagði þar stund á járn- smíði. Hann var dugnaðar- maður, að hvaða verki sem hann gekk, vinnuglaður og ó- sérhlífinn. Hann hafði mikið yndi af spilum, og í raun og veru var hann gleðimaður — í góðri merkingu þess orðs. — Minnist ég ýmissa skemmti- legra stunda í návist hans, bæði heima í Landssveit og hér í Reykjavík. Og nú, þegar hann er allur, finnst mér, að leiðir okkar hafi legið of sjald- an saman — á síðari árum. Fækkar nú óðum þeim mönnum, er settu svip á Landssveit á æskuárum mín- um, — og tjáir ekki um að fást. Það er eins og Omar Khayyám segir, að „í daga og nætur skiptist ...... skákborð eitt. Af skápanornum er þar ■ manntaf] þreylt, Þær færa oss til og fella ossj gera oss mát. 0.g frú.'Sg. kóngi er loks í stokkinn þeytt!1- Margir hugga sig þó við þá trú, að það, sem fer í stokk- inn, sé . ekki maðurinn sjálf- ;ur,- eþ hann haldi för sinni áfranr. á endalausri þroska- braut. .Tarðarför Skúla fer fram á morgun. Gretar Fells. I ií er verða til sýnis að Melavöllum við Rauðagerði, þriðjudaginn 7. þ. m. milli kl. 1—3. dag. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 samai Eyðublöð fyrir tilboð afhent á útboðsstað. Sölunefnd varnarliðseigna. FLJ0TASTA ferd,m er me® á 4 5. júlí 1959 — AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.