Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 5
AlþýðuWaSið — 5. júlí 1959 § BYGGINGARFÉLAG verka- ínanna í Reykjavík á 20 ára starfsafmæli í dag, en það var stofnað 5. júlí 1939. Stofnend- ur þess voru 173, en nú eru í felaginu 980 manns. Á þessum 20 árum hefur félagið látið byggja 326 íbúð- ir, frá tveggja til fjögurra herbergja, og eru 262 þeirra í húsum félagsins í Rauðarár-' holti, en nýjustu íbúðirnar við Stigahlíð, þar sem reist hafa verið tvö stór fjölbýlishús með samtals 64 íbúðum. Um þessar mundir er að síga á seinni hlutann við frágang íbúðanna í síðara húsinu og verður flutt í þær allar á hæstu vikum. Auk þess er verið að byrja framkvæmdir við þriðja húsið í Stigahlíð og verður það einn- ig með 32 íbúðum eins og tvö hin fyrri, og loks er fengið leyfi fyrir byggingu þess byggingu þess fjórða til við- bótar með jafnmörgum íbúð- um. Þegar hús þessi verða komin upp, verða íbúðir fé- lagsins því alls 390, en auk þess hefur félagið byggt eitt verzlunar- og skrifstofuhús við Stórholt Láta mun nærri, að í íbúð- um þeim, sem félagið hefur þegar byggt, búi um 1800 manns, en húsin eru alls 96426 rúmmetrar. Bygging verkamannabú- staða hófst hér strax eftir að fyrstu lögin um verkamanna- bústaði voru afgreidd frá Al- þingi vorið 1929, eða fyrir rétt um 30 árum. Á grundvelli þeirra laga voru stofnuð bygg- ingarfélög í ýmsum bæjum og kaupstöðum landsins, sem síð- an hafa hvert um sig reynt að byggja sem hagkvæmastar og Er þar vík- ingaskip Hka? STÆRSTI haugur Noregs er skammt frá bænum Hage í Gloppen í Norður-Noregi. Hann er 55—60 metrar í þvermál og eftir stærðinni að dæma er ekkert líklegra en í honum sé víkingaskip stærra heldur en Oseberg- skipið. Engar áætlanir eru enn um að grafa hauginn upp, enda mun það kosta of- fjár. AÖeins yfirborðsleg könnun á haugnum kostar 20 000 krónur norskar og ef í ljós kemur að hann geymi mei.dlegar fornminjar fer; kostnaðurinn fljótlega fram úr háifri milljón króna. Haugurinn í Gloppen hef- ur lengi verið þekktur og Haakon Shetlig sýndi fram á, að hann væri raunveru- lega grafhaugur. MMMWIUMMMVtHMUMMW Tómas Vigfússon ódýrastar íbúðir fvrir alþýðu manna, og með því móti gert verkamönnum og öðru lág- launafólki mögulegt að eign- ast þak yfir höfuðið. Hafa byggingarfélög verkamanna og byggingarsjóður þannig bætt mjög úr húsnæðisþörf fjölda fólks, sem trauðla myndi á annan hátt betri né hagkvæmari hafa getað kmó- ið sér upp eigin húsnæði. Óvíða hefur á undanförn- um árum verið brýnni þörf á því en íTuTfúðborg landsins, að auka og bæta húsakost al- mennings, og hefur Bygging- arfélag verkamanna lagt drjúg an skerf til þess, og eins ög að líkum lætur verið eitt at- hafnamesta byggingarfélagið, sem starfað hefur á grundvelli laganna um verkamannabú- staði. Segja má, að félagið hafi haldið uppi stöðugum framkvæmdum allt frá því að það var stofnað fyrir 20 árum. Fyrstu framkvæmdir á veg- um félagsins hófust strax sama sumarið og það var stofn að, en þá var byrjað á bygg- ingu 10 húsa við Háteigsveg, Meðalholt og Einholt. I þeim húsum eru 20 þriggja her- bergja íbúðir og 20 tveggja herbérgja. í öðrum byggingarflokki voru 14 hús við Méðalholt og Háteigsveg, samtals með 56 íbúðum; 52 þriggja herbergja og 4 tveggja herbergja. í þriðja flokki voru reist 7 hús við Stórholt og Hátéigs- veg með.28 íbúðum; 24 þriggja herbergja og 4 tveggja her- bergja. í fjórða byggingarflokki voru 9 íbúðarhús við Meðal- hölt og Stórholt með samtals 36 þriggja herbergja íbúðum, og auk þess tilheyrir þeim byggingarflokki verzlúnar- og skrifstofuhúsið við Stórholt 16. Fimmti byggingarflokkur- inn eru 10 hús og standa þau við Stórholt og Stangárhölt. í þessum húsum eru sanitals 40 þriggja herbergja íbúðir. Húsin í sjötta byggingar- flokki eru við Stórholt. Eru þau 5 með 20 íbúðum og eru þær að öllu leyti eins Ög í- búðirnar í fimmta flokki. í sjöunda byggingarflókki eru 7 hús með samtals 42 í- búðum, fjögurra og þriggja herbergja, og standa þau við Skipholt og Nóatún. Þegar þessum síðastöldu húsumi var lokið, átti félagið ekki fleiri lóðir í Rauðarár- holti, en hóf þá byggingu stórra f j ölbýlishúsa við Stiga- hlíð, þar sem þvi hafði verið úthlutað lóðum fvrir nokkur séu raunar fjögur hús með 8 íbúðum. hvert, en í samstæð- unni allri eru 32 íbúðir, eins og áður getur. í hvorri húsa- samstæðu eru 28 þriggja her- bérgja íbúðir og 4 tveggja her- bergja, og verður lokið að flytja í síðari húsasamstæð- una a þéssu sumri. Hús þessi teljast til 8. og 9. byggingar- flokks. Fyrir nokkru eru hafnar framkvæmdir við 10. bygg- ingarflokk, og eru þau hús eins og työ hin fyrri, það er að segja með 32 íbúðum — óg eins verður fjórða húsið, sem' leyfi er 'féngið fyrir. Fjár til bygginga sinna hef- ur byggingárfélagið fyrst og fremst aflað með lánum úr Byggingarsjóði verkamanna á hverjum tíma, að viðbættum framlögum íbúðareigenda Sjálfra, en með lögunúm um vérkamannabústaði var ríkis- sjóði gert skylt að verja á- kveðhu fé árlega til bygging- arsjóðsins gegn jafnháu fram- lagi frá viðkömandi bæjar- eða sveitarfélagi. Hefur Reykjavíkurbær ávallt innt skilvíslega af hendi greiðslur sínar til byggingarsjóðsins. Öll hús félagsins hafa verið byggð fyrir eiginn reikning og hefur jafnan verið leitazt við að gera íbúðirnar sem hag kvæmastar úr garði, þannig að þær væru til sem mestra og þeztra nota fyrjr íbúa þeirra, en jafnframt hefur verið- reynt að gæta hagsýnis, slík hús. Þessi hús eru fjög- urra hæða, en fjórir stiga- gangar í hverri samstöðu, þannig að segja má, að í hénni svo að íbúðirnar í verka- mannabústöðunum hafa á hverjum tíma verið með þéim ódýrustu, sem byggðar hafa verið í bænum, miðað vi5 rúmmetrafjölda. Eftirspurn eftir íbúðum í verkamannabústöðunum er alltaf mjög mikil og eru nú 655 félagsmenn á biðlista, eá framkvæmdir takmarkast að sjálfsögðu við þær lánveitin-g- ar, sem byggingarsjóður getur látið í té. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu 20 árin, má vissulega segja, að fram- tíðárvérkefni félagsins sém næg, Ög brýna nauðsyn beri til að byggingarfrarnkvæmd- irnar fremur aukist en drag-- ist saman næstu árin. Fyrsti formaður Byggingar- félags verkamanna var Guð'- mundur í. Guðmundsson, nú- verandi utanríkisráðherra, og gegndi hann formennsku í fé- laginu í 10 ár, eða til 1949, en þá var Tómas Yigfússoa skipaður formaður félagsins og hefur gegnt því starfi síð- an. Auk þess hefur hann veri'5' byggingameistari félagsins frá upphafi, en múrarameistari við allar byggingarnar hefur Hjálmar Jóhannsson verið. í fyrstu stjórn félagsins, auk Guðmundar í; Guðmunds sonar, voru Þeir Magnús Þor- steinsson, varaform., Grímúr Bjarnason, gjaldkeri, Bjarni Stefánsson og Oddur Sigurðs- son. Þeir Magnús og Bjarni hafá átt sæti í stjórninni frá upphafi, en auk þeirra og Tómasar, eru nú í stjórn fé- lagsins Alfreð Guðmundsson, er verið héfur ritari frá 1945, og Jóhann Eiríksson, með'- stjórnandi frá 1957. Skrifstofustjóri félagsins er Sigurður- Kristinsson. Stjórn Byggingarfél. verka- manna vill á þessum tímamót- um þakka öllum velunnurum. félagsins, samstarfsmönnum sínum, starfsmönnum öllum. og' síðast en ekki sízt félágs- mönnum sjálfum. Þá hefor félagið á umliðnum 20 árurn notið stuðnings margra ann- arra ágætra manna, er þakka ber, og má þar til nefna ráða- ménn Reykjavíkurbæjar, rik- isstjórnir á hverjum tíma, svo og stjófn byggingarsjóðsins, sem jafnan verður að leita tií um lánveitingar til fraro- kvæmdanna. Formenn byggingarsjóðsins hafa verið þessi rmenn: Magn- ús heitinn Sigurðsson banka- stjóri, Jón Maríasson banka- stjóri og Finnbogi Rútur Valdi márssön bankastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.