Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 9
býður yður nú sem endranær fjölbreyttar vörur á hagstæðu verði. ( ÍÞróttir ) ÚTIBÚ: Eyrarbakka — Síokkseyri — Hvera- gerði — Þorlákshöfn. Samvinnuverzlun tryggir sannvirði. r Kaupfélag Árnesinga Selfossi. Laugardalsvöllur formlega afhenfur íþrótfasamtökunum. BÆJAKEPPNI Reykj avíkur og Málmeyjar í frjálsíþróttum hófst á skrúðgöngu íþrótta- mannanna inn á hinn fagur- græna leikvang, Reykvíking- arnir í bláhvítum búningum, en Málmeyingarnir í grænum. Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, flutti á- varp og sagði m. a. að á bæj- arstjórnarfundi í fyrradag, hefði verið samþykkt eftir'far- andi tillaga: „Bæjarstjórn á- Ivktar að fela stjórn íþrótta- vallanna framkvæmdastjórn og rekstur leikvangsins í Laug- ardal“. Gísli Halldórsson, for- maður f BR flutti ræðu og þakk- aði borgarstjóra og bæjarstjórn fyrir hönd íþróttasamtaka bæj- arins. Loks flutti fulltrúi Málm eyjar ávarp og færði Reykja- víkurbæ' minningargjöf frá borgarstjórn Málmeyjar. Fyrirliðar skiptust á blóm- vöndum, en að því búnu hófst keppnin, en fyrstu greinar voru 100 m. hlaup, kúluvarp og hástökk. ^ Taugaóstyrkir 100 m. hlauparar. Spretthlaupararnir voru nokk uð órólegir í viðbragðsholun- um og þrisvar voru þeir kall- aðir til baka. Loks náðu allir svipuðu viðbragði og um mitt hlaupið voru þeir nokkuð jafn- ir en úr því sigu Svíarnir fram úr okkar ágæta Hilmari og Val- björn drógst aftur úr. Lakari Svíinn, Nordbeck, sigraði á á- gætum endaspretti. Hilmar hef ur verið.veikur undanfarið og var því ekki hægt að búast við betri tíma hjá honum. Kúluvarpið var lítið spenn- andi, Wachenfeldt var ekki eins góður og venjulega, en Huse- by er að sækja sig og náði sin- um bezta árangri á sumrinu. Hástökkið var allsögulegt, Jón Þ. Ólafsson byrjaði einn á 1,70 m., en Jón P. og Nevrup á 1,75 m. Þessir þrír fóru allir yfir þá hæð, þeir Jón P. og .Nev- rup í fyrstu. Á 1,80 m. byrjaði Landin að stökkva, en var svo óheppinn að fella í öll þrjú skiptin. Jón P. fór yfir í fyrstu, Nevrup í annari, en Jón Ó. felldi. Brautin er frekar laus og því erfitt að stökkva. - -jý- Þrefaldir reykvískir sigrar. í 110 m. grindahlaupi, sem var næsta hlaupagreinin, hlupu Guðjón . Guðm. og Björgvin prýðisvel og náðu fljótt öruggri froystu og stóð keppnin aðal- lega milli þeirra, sá fyrrnefndi sigraði á betri endaspretti. Kringlukastið var ójafnt, Reykvíkingarnir Þorsteinn Löve og Friðrik Guðmundsson sigruðu með yfirburðum, en gesturinn Östen Edlund kast- aði þó lengst, en hann er einn bezti kringlukastari Svía og sænskur meistari 1958. Það var nokkuð tvísýn keppn in í langstökkinu, til að byrja með hafði Jan Strandberg (son- ur hins fræga hlaupara Lenn- arts Strandberg) forystuna, síðan tók Björgvin við (6,71 m.) og loks Einar (6,81 m.), en hann sigraði með nokkrum yfirburð- um og lengri sig í 6,87 m. Strandberg og Björgvin háðu harða keppni um annað sætið, sem lauk með sigri Björgvins. MYNDIRNAR eru frá fyrri de-gi bæjarkeppninn ar gegn Málmey. Sú efsta er frá 110 m. grindahlaup inu, Guðjón t. v. og Björg vin Hólm hafa tekið for- ystu og sigra örugglega. Litla myndin sýnir Krist leif slíta snúruna í 3000 m. hlaupinu, hann virðist lítt þreyttur (sjá 2. síðu). — — Tveggja dálka myndin er frá 100 metra hlaupinu, sigur Málni eyinga er öruggur, Nord beck fyrstur, Malmroos annar, síðan Hilmar og Valbjörn. Ljósm. Oddur. a - ................................................................. Yfirburðir Kristleifs og Svavars ótvíræðir. Margir bjuggust við harðri keppni í 3000 m. hlaupinu, þar sem Stig Jönsson hefur verið í sænska landsliðinu. En' Krist- leifur sigraði létt og með yfir- burðum á endaspretti, sem frekar líktist 100 m. hlaupi.en þolhlaupi. Jönsson hafði for- Framhald á 2. síðu. Parker Ballpoint A PRODUCT OF cþ-THEPARKERPEN COMPANY No. 9-B414 —2 col. x 7 in. (14 in.) Alþýðublaðið — 5. iúlí 1959....£þ STARFANÐB FÓLK POROUS-KÚLA EINKALEYFI PARKERS Ytraborð er gert til að grípa. .strax og þó léttilega pappíriim, Þúsundir smágata fyllast xneð bleki til að tryggja mjúka, —- jafna skrift. veEur Siinn HRAÐ-GJÖFULA Sniðugur náungi! Vinnani krefst kúlupenna sem hann; getur reitt sig á . . . allan, daginn, alla daga. •— Þessi vegna notar hann hinn frá- bæra Parker T-Ball, Blekiffi kemur strax og honum er drepið á pappírinn . . . og helzt, engin bleklaus strik. Jöfn, mjúk og falleg áfer ö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.