Alþýðublaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 4
 TJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ast- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- L. ÍTALSKA SKYRTUPEYSAN Stefnuhreyting N. Y. Times íSLENDINGUM hættir við að vera of við- kvæmir fyrir því, sem um þá er sagt erlendis — allt að því spéhræddir. Þeir meta oft að jöfnu, það sem erlend blöð eða menn segja um land og þjóð, hvert sem blaðið er eða maðurinn. í þessum efnum þarf að koma skynsamlegt mat, því ólíku er saman að jafna, þegar hin viðurkenndustu stór- blöð skrifa, eða kærulaus slúðurrit. Ef slíkt er haft í huga, mega íslendingar* vera ánægðir með nokkrar línur, er birtust í rit- stjórnargrein New York Times 1. þessa mánað- ar. Þar segir þetta hlað aðeins, að nokkur við- hótartonn af fiski, sem Bretar fái vegna flotaað- gerða sinna innan 12 mílnanna við Island séu ekki þess virði, að skapa þann óróleika og þá hættu fyrir Atlantshafsbandalagið, sem land- helgisdeilan hefur gert. New York Times hefur sérstöðu í hópi ör- fárra áhrifamestu blaða heims. Um allar jarðir er hlýtt á skoðanir þessa blaðs, og sérstaklega er sá fjöldi áhrifamanna mikill, sem blaðið les reglu- lega. Þetta er ekki rödd amerískra stjórnarvalda, heldur óháð blað, sem hefur unnið fyrir þeirri virðingu, er það nýtur. Morgunblaðið gengur óvarlega langt, er það fullyrðir, að New York Times hafi snúizt á sveif með íslendingum. Blaðið hefur sennilega enn margt við málstað og aðgerðir íslendinga að at- huga. En þessi síðasta skoðun þess gefur til kynna, að menn séu farnir að átta sig á heildar- mynd landhelgismálsins: hversu fráleitt það er af Bretum að beita herskipaaðgerðum gegn íslend- ingum, minnstu NATO-þjóðinni, en hafa ekki gripið til aðgerða gegn 25 öðrum þjóðum, er tekið hafa 12 mílur eða meira. Menn eru einnig að átta sig á því, að útfærsla íslenzku fiskveiðilögsögunn- ar er ekki pólitískt ævintýri kommúnista eða ann- arra á íslandi, heldur s-tendur öll þjóðin þar að baki. Loks virðast augu manna vera að opnast fjnir því, að samvinna hinna frjálsu lýðræðis- þjóða verður aldrei heilsteypt, meðan þær koma fram hver við aðra á þann hátt, sem Bretar hafa gert við Islendinga. Sú hugarfarsbreyting, sem ritstjórnargrein New York Times vissulega gefur bendingu um, er án efa að þakka hinum margvíslegu aðgerðum íslendinga: aðvörunum Hans G. Andersen á ráð- herrafundi NATO í Washington, bréfi Thors Thors sendiherra til Times, f jarveru íslendinga frá Atlantshafsfundinum í London, stöðugum mótmælum og yfirlýsingum utanríkisráðherra, ályktun alþingis o. fl. Þannig þokast málið með alhliða aðgerðum á öllum sviðum. Jónas Jónasson þulur segir: Smart Keston peysan er fyrir karlmenn á öllum aldri, enda mjög falleg og þægileg. Bifvélavirkjar Nokkra bifvélavirkja eða menn vana bifreiðavið- gerðum vantar okkur nú þegar. Upplýsingar. gefur verkstæðisformaður. FORD-umboðið KR. KRIS.TJÁNSOON H.F. Suðurlandsbraut 2. — Sími 3-5300. Heildsölubirgðir: 8, heiudverxlon UMBOÐS- Bc Grettisgötu 3 — Sími 10485 111 4 7.. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.