Alþýðublaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 11
morgun héldi hún sigurinn hátíðlegan. Á morgun kynni hún að meta að vera stjarna. Það tók sinn tíma að kom- ast í búningsklefann. Allir þurftu að óska henni til ham- ingju. Hún vissi að þar inni væri fullt af fóiki. Blaðamenn, leikarar, félagar hennar og aðrir, sem hún þekkti ekkert en sem vildu gjarnan hrósa sér af að hafa tekið í hendina á henni eftir frumsýninguna — núna, fyrst allt hafði geng- ið svona vel. O’g hún varð að muna eftir að þakka þeim, sem sendu henni blóm. En þau ósköp af blómum. sem hún hafði feng- ið. Sviðið var hlaðið blómum. Karfan, sem Don hafði sent henni, hafði vakið mikla eftir- tekt. Lyn hafði heyrt ein- hvern segja það eftir að tjald- ið féll. „Sástu flottu körfuna, sem hún fékk? Hún var frá Don Myron!“ „Já, þau eru alltaf saman“. Lyn brosti dálít.ið. Hún vissi að allir héldu að allt væri klappað off klárt milli þeii’ra. Blöðin höfðu gefíð það í skyn og Don hafði ekkert gert til að draga úr þeim orðrómi. Þvert á móti hafðí hann ýtt undir slaðrið. Þau höfðu farið eitthvað á hverium degi. Það var tekin mynd af beim að borða hádegisverð. ..Don My- ron, frægi enski kvikmynda- leikarinn borðaði hádegisverð með Lyn Carlshaw, sem leik- ur aðalhlutverkið í Frozen ■ Fruits“. Eða: ,.Don Myron, sem leikur í Stjörnuljós hjá Rafferty var við veðhlaupin í gær með Lyn Carlshaw, nvju stjörnunni í Randwick-leik- húsinu“. Síðustu vikurnar höfðu ver ið skemmtilegar. Fína fólkið í Sydney hafði tekið Don opn- um örmum og alls staðar hafði hann sag.t. „Takk, ég vil gjarnan koma, má ég taka ungfrú Lyn Carlshaw með mér? Eins og þér kannske vit- ið er hún hér til að leika aðal- hlutverkið í Frozen Fruits“. Það hafði verið skemmti- legt og henni hefði áreiðan- lega ekki verið boðið á alla þessa staði, ef hún hefði ekki notið Dons. Allir höfðu séð kvikmyndirnar hans og allir dáðu hann. Á hverjum morgni, þegar hún vaknaði í íbúð sinni, sagði hún sjálfri sér hve heppin hún væri. Þetta var einmitt það, sem hana hafði dreymt um — einu sinni. Hún vissi að Don yrði henni góður eiginmaður. Og auk þess — það var ótrúlegt, að hún elskaði hann ekki leng- ur, jafn góður og elskulegur og hann var við hana. Það var heimskulegt að hugsa um blá- Hann greip utan um hana og dró hana að sér. Svo kyssti hann hana margsinnis fyrir framan alla sem inni voru. Og alltaf hvíslaði hann: ,,Dá- samleg! Ástin mín! Ástin mín, þú varst dásamleg!“ Hinir, sem inni voru, taut- uðu það sama og þau hljóm- uðu eins og æfður kór. Lyn gat ekki að því gert að hún óskaði að Don hefði ekki not- að hástig lýsingarorða eins og hann gerði, þó hún vissi að margir leikarar gerðu það að staðaldri. Hún vildi bara að þau færu öll. Það eina sem hana langaði til var að taka sminkið af sér, skipta um föt og hátta. • e IVSaysie Greigs ofar skýjum eygðan flugmann með hæðnis legs bros. Mann, sem .ekki einu sinni hafði sent henni eitt kort síðan þau skildu. 25. dagur Hún vissi ekki hvort hann var enn í Suva, eða hvort hann var- í Bandaríkjunum eða hvar hann var. Don og minnsta kosti fimm- tíu aðrir stóðu í einni ,kös í búningsherbergi hennar. „Loksins ertu komin“, kall- aði Ðon. Hann gekk til henn- ar með útbreiddan faðmihn. „Ástin mín, þú varst dásam- leg. Dásamleg!“ En Don hélt áfram: „Ástin mín, það var ég sem uppgötv- aði þig, ekki satt? í litla leik- húsinu í Brighton. Manstu að ég sagði þér þá að þú mynd ir ná langt? Eigum við að fara út til að þú getir skipt um föt? Við eigum ýmislegt eftir í nótt. Fyrst eigum við að fara í hófið, sem stjórn leik- hússins heldur í kvöld, hér í leikhúsinu, svo eigum við að fara til Lady Haddon. Hún heldur kampavínsboð fyrir þig og svo förum við til Lark Stephenson. Þú veizt, hann á svo að segja allt hér í bæn- um —“ „Eigum við aldrei að fara að sofa?“ spurði Lyn bros- andi. „Sofa? Ástin mín, ertu brjáluð? Sofa nóttina eftir frumsýningu? Hjartað mitt, þú ert að gera að gamni þínu!“ „En ég er svo þreytt“, mót- mælti hún. „Þú getur ekki verið þreytt eftir fyrstu frumsýninguna þína“, sagði hann. En hún var þreytt, hræði- lega þreytt, Hún fór í hvítan kvöldkjól. Fleginn og þröng- an í mittið og með stórkost- legu pilsi, sem var eitt Jagið eftir annað af tjulli. Hún setti demantseyrnalokka í eyrun og gat ekki annað en hugsað um hina fyrri Lyn Carlshaw. Fátæka, litla leikkonu með hárið niður á axlir og stór hræðsluleg augu. En Don hafði sagt henni að stjarna yrði ekki síður að vera stjarna utan við sviðið en á því. Og hann hafði sjálfsagt á réttu að standa. Hóf leikhússtjórnarinnar var bara endurtekning á ham ingjuóskum og fullvissingum eins og hún hafði heyrt í. bún- ingsklefanum, Don stóð altlaf við hlið hennar. Lyn fann að allir störðu á þau og töluðu um þau. Það var greinilegt að allir bjuggust við trúlofun- inni á hverri stundu. -En yrði þetta nokkurn tíman að trú- lofun? Lyn drakk las af kampavíni — sem Don rétti henni. Yndið mitt, hvernig finnst Þér aþ vera stjarna? Er það ekki dásamlegt? Ég man þeg- ar ég sló í gen á Broadway —" Lyn hlustaði ekki á hann, hún vissi ekki hversvena hún greip fram í fyrir honum og spurði: „Hefur þú fétt af Sis?“ Hún sá að hann roðnaði. — Hann varð skömmustulegur á svip og stamaði: „Já, það hef ég. Um daginn. Hún sér um fjármálin okkar í Ameríku. * Hún er mjög lagin í peninga- málum. Ástin mfn, þú ert þó ekki afbrýðisöm?“ SkiplBi: i Bíkisskip. Hekla er væntanleg til Reykjavíkur árdegis á morg- un frá Norðurlöndum. Esja fer frá Reykjavík á morgun vestur um land í hringferö. Herðubreið er væntanleg til Reykjavíkur í kvöld frá Aust fjörðum. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á hádegi í dag til Breiðafjarðarhafna. Þyrill er í Reykjavík. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór frá Reykja- vík 4. þ. m. áleiðis til Rotter- dam. Arnarfell er væntanlegt til Reykjavíltur í dag. Jökul- fell er í Reykjavík. Dísarfell er í Hamborg. Fer þaðan til Rostock og Áhus. Litlafell los ar á Norðurlandshöfnum. Helgafell fór frá ýorðfirði 4. þ. m. áleiðis til Umba. Hamrafell er í Arúba. Eimskip. Dettifoss fór frá Malmö í gær til Leningrad, Hamborg- ar og Noregs. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum 4/7 til Du- blin, Hull og Hamborgar. Goðafoss fór frá Hull 3/7, var væntanlegur til Reykja- víkur í gærkvöldi. Gullfoss fór frá Reykjavík 4/7 til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Reykjavík 30/6 til New York. Reykja- foss fór frá Antwerpen, í gær til Rotterdam, Haugesund, Flekkefjord og Bergen og þaðan til íslands, Selfoss korri. til Riga 4/7, fer þaðan til Ventspils, Kotka, Leningrad, Gdynia og Gautaborgar. Tröllafoss kom til Reykjavík ur 5/7 fr/ New Yorlc. Tungu- foss fór frá Siglufirði í gær- kvöldi til Aðalvíkur og Rvík ur. Drangajökull fór frá Ro- stock 4/7 til Hamborgsþ og Reykjavíkur. Kaupið átfefSublaBið. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii fyrir kjósendur Alþýðuflokksins í Reykjavík verður haldið í LIDO fimmtudag- inn 9. júlí kl. 8,30 eftir hádegi. Skemmtiatriði verða tilkynnt síðar. Aðgöngumiða má vitja í skrifstofu AI- þýðuflokksins í Alþýðuhúsinu frá 10—7 hvern virkan dag. A-listinn. GHA&iíÍáiSilIÍÍÍ ”Eg braut stóra spegilinn, — góða nótt.“ Alþýðublaðið — 7. júl£ 1959 \\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.