Alþýðublaðið - 08.07.1959, Blaðsíða 3
: S
SJÖTTI landsleikur íslands
og Noregs fór fram á Laugar-
dalsvellinum í gærkvöldi og
lauk þamiig, að ísland sigraði
með einu marki gegn engu.
Markið skoraði Ríkharður Jóns-
son, fyrirliði liðsins, er fáeihar
mínútur voru til leiksloka.
Leikurinn var jafn, en hins veg-
ar voru marktækifæri Islend-
Inga fleiri í leiknum, ]>ó að
Norðmenn sýndu betra spil.
Á 10. mín. á PJkhgrður skot
irétt utan viS stöng eftir góða
sókn og var það fyrsta mark-
tækifærið, sem ísland átti í
leiknum. Upphlaup Norðmanna
voru yfirleitt ekki hættuleg og
skot þeirra að marki af of löngu
færi til þess að þau ógnuðu því
að ráði. Á 20. mín. leikur Rík-
harður fram með knöttinn, leik-
ur á hvern mótherjann af öðr-
um, inn á vítateig og skýtur
þaðan, en skot hans reyndist
ekki hinum snialla markmanni
Norðmanna hættulegt. Til þess
var það of laust. Aðeins tveim
mínútum síðar er Þórólfur í
kapphlaupi við markvörðinn,
sem hljóp út á réttu augnabiiki
og bjargaði örueglega. Skömmu
síðar á Ríkharður í einvígi við
Thorbjörn Svenssen, hinn
sterka miðframvörð Noregs
með 84 landsleiki að baki, Ivfti
hann knettinum fimlega vfir
Thorbjörn og sendi si'ðan knött-
inn frá sér til samheria, en of
laust. Á 28. mín. sendir Þórólf-
ur knötti.nn til Ríkharðs fvrir
ppnu marki, en markvörður
snaraðist út og lenti knötturinn
á honum. Eins og áður segir,
tókst Norðmönnum ekki að
skapa sér neina hættulega
markssko+s-aðstöðu í þessum
hálflpík os þau skot, sem beir
áttu fóru ýmist yfir eða utan-
hjá, enda af löngu færi.
SÍÐARI HÁLFLEIKUR.
Á fyrstu mín. síðari hálfleiks
er ísland í sókn, Örn fær knött
inn, rekur hann hratt upp að
endamörkum og sendir fallega
fyrir markið, en markvörður
hleypur út og grípur knöttinn
fyrir opnu marki. Úr útspyrn-
unni, sem hafnaði nær upp und
ir vítateig Islendinga, hófu.
Norðmenn snögga sókn. Björn
Borgen, hægri útherji, á fast
skot, en framhjá. Nokkru síðar
fá Norðmenn aukaspyrnu rétt
utan við vítateig íslands, Kris-
tofersen fær knöttinn . sendan
úr aukaspyrnunni, spyrnti þeg-
ar, en hátt yfir. Nokkrum mín.
síðar á Örn sendingu til Þórólfs,
sem renndi knettinum fyrir
fætur Sveini Jónss., er var í á-
kjósanlegu skotfæri, en spyrna
hans var of laus og tókst mark-
manni að verjast skotinu með
því að varpa sér flötum. Þar
skall hurð nærri hælum við
norska markið. Knötturinn
hefði verið inni, ef fastar hefði ,
verið til hans spyrnt. Á 18. mín.
fær ísland hornspyrnu, og úr
henni skallar Ríkharður glæsi- ;
lega á markið og skorar. Fagn-
aðarbylgja fór um mannfjöld-
ann, en hún breyttist brátt í
gremjuhróp, því að dómarinn
dæmdi aukaspyrnu í stað marks
(hrinding eða hvað???). Norð-
menn hertu nú sókn sína við
þessa óvæntu uppörvurt, en
tókst þó ekki fremur en fyrr að
skapa sér marJsfæri,1 sem dygðu.
Á 30. mín. kemur sending frá
Þórólfi til Sveins Jónss., Sveinn
skaut þegar vel, en úr þröngu
færi og fór knötturinn hátt yfir.
Aðeins 5 mín. síðar er ísl. liðið
í mikilli sókn, Ríkharður fær
sendingu, brunar inn og skýtur
hörkuskoti, markmaður fer á
móti honum Og fær lyft knett-
inum yfir slá.
íslendingar skora, er örfáar
mín. voru til leiksloka. Skoraði
Ríkharður þetta eina mark leiks
ins, sem tryggði íslandi sigur-
inn yfir norska landsliðinu.
Markið bar að með mjög svip-
uðum hætti og af svipuðum
stað og ógilda markið, sem fyrr
getur. Skoraði Ríkharður með
skalla úr ágætri sendingu frá
Erni Steinsen. Þann örstutta
tíma, sem eftir var, ge.rðu Norð
menn örvæntingarfullar til-
raunir til að jafna, en tókst
ekki.
LANBSLIÐ ÍSLANBS.
Segja má, að íslenzka lands-
liðið kæmi á óvart méð sigri
sínum og fæstir af öllum þeim
mörgu þúsundum, sem þarna
voru saman komnar, myndu fyr
irfram hafa trúað því, að úr-
slit yrðu sem raun varð á. ís-
lenzka liðið lék ágætlega í
heild, baráttuhugur mikill og
þol goít. í framlínunni var Rík-
harður driffjöðrin og samleikur
Á efstu myndinni sést, þegar |
Ríkharður skoraði markið og |
knötturinn liggur í netirsu, |
mjög fallega gert. Á mynd- |
inni hér við hliðina eru lands |
liðsmenn Islands að fagna §
markinu. Á neðstu myrtdmni 3
I hefur Helgi náð knettinum, |
1 Per Kristofersen sækir að §
I honum, en Garðar er tilbú- 1
inn, ef illa fer. |
EFTIR landsleikinn sagði |
Thorfajörn Svenson í stuttu =
viðtali við Alþýðufalaðið, að |
hann væri ánægður, þar sen*
betra Iiðið hafi unnið. K\rað
hann Ríkharð hafa verið :i
bezta mann íslenzka Iiðsias.
Ríkharður sagðist vera
mjög ánægður, allir heiðu
gert sitt bezta og samvinna
v.erið með ágætum. Kvað
hann 2:0 hafa verið réttláít
að sínu áliti.
Um ógilda markið sagði
dómarinn, að um hrindingu |
liefði verið .að ræða.
hans við samherja hefur sjald-
an eða aldrei verið betri en að
þessu sinni. En allir lögðu sig
fram um að gera eins vel og
þeir gátu. Framverðirnir áttu
báðir ágætan leik og var Garð-
ar nú ólíkt betri en gegn Dön-
um á dögunum, enda lék norska
liðið ekki eins „lifandi“ knatt-
spyrnu, Sveinn Teitsson átti
sérlega góðan leik og átti hann
þó við einn snjallasta leikmann
Noregs að eíja. Harald Henn-
um, hinn leikni miðherji Norð
manna, fékk sig fullsaddan af |
viðskiptunum við Hörð og
Hreiðar gaf ekki eftir í barátt-
unni við Rolf Birger Pedersen, I
Þó að ekki reyndi ýkja mikið á
Helga í markinu vegna hættu-
legra skota af stuttu færi, áttí,
hann ágætan- leik, og var traust
ur, fumlaus og rólegur.
■ Eftir þessum leik norska liðs-
ins, sem ekki er sarnbærilegup
við leik danska liðsins hér, hvaö
í' ramhald á 11. síðu.
Alþýðublaðið — 3. júlí 1959