Alþýðublaðið - 08.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1959, Blaðsíða 4
 tJtgefandi: AlþýSuflokkurinn. Eitstjórar: Senedikt Gröndal, Gísli J. Ast- l)órsson og- Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Bitstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Álþýðu- húsið..Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Rætt við enskan námsmann, Richard Perkiws. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiuiniiiii = Sa — 1 Áhrif Ijóss- | | ins á sjónina | I úti í geimn- [ Byggingarfélag verkamanna BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA í Reykjavík átti tuttugu ára starfsafmæli um sið- ustu helgi. Það hefur látið byggja 326 íbúðir á nefndu áraskeiði, og í þeim munu samtals búa um 1800_ manns. Stofnun Byggingarfélags verkamanna var stórt og merkilegt spor á sínum tíma. Þar með hófst alþýða höfuðstaðarins handa um lausn hús- næðismála sinna, þó að kreppa væri í landi og tví- sýnar framtíðarhorfur. Árangurinn er orðinn mik- ill og góður. Mun flestra mál, að um ekkert átak hafi munað meira til lausnar húsnæðismála efna- minni stéttanna í Reykjavík. En tímarnir hafa breytzt ærið síðan 1939. Skiptir miklu máli, að starfsemi Byggingarfélags verkamanna sé jafnan í samræmi við kröfur og þarfir líðandi stundar. Félagið verður að geta fært út ríki sitt, svo að því sé unnt að þjóna upprunalegum tilgangi sín- um. Að því vill Alþýðuflokkurinn vinna, enda er Byggingarfélag verkamanna gama^t baráttumál hans. Alþýðublaðið sendir Byggingarfélagi verka- manna hamingjuóskir í tilefni af tuttugu ára starfsafmælinu og árnar því gæfu og gengis í framtíðinni. MEÐFYLGJÁNDI mynd sýn ir ungan námsmann, sem ný- kominn er hingað til lands til þeSs að læra íslenzku. Þetta er raunar í þriðja skiptið, sem hann kemur hingað, en óður hefur hann aðeins dvalizt hér mjög stuttan tíma. Nú ætlar hann að vera hér a.m.k. í tvo mánuði. Hann stundar nám í forn- ensku við háskólann í Oxford. Til þess að öðlast nægan skiln- ing á uppfuna málsins, mál- fræðilegan og bókmenntalegan, er honum gert að kynna sér eitthvert hinna germönsku forn mála eða þá íslenzku. Hann seg ir, að allmargir í sínu fagi velji ísienzkuna. Nú ætlar hann að reyna að fá vinnu á sveitabæ, þar sem hann verður að tala ísienzku. Aðspurður kvað hann sér finn- ast mest áberandi á íslandi, hvað Islendingar væru forfalin ir útlandadýrkendur og allt væri apað eftir siðum erlendra bjóða. „Þið grípið allt sitt úr hverri áttinni, en viðhaldið ekki og H a n n es á h o r n i n u Æskan og íþróttirnar NÝI LEIKVANGURINN í Laugardal hefur verið tekinn í notkun með opinberri athöf-n. Þar með eru æsku Reykjavíkur veitt stórbætt skil- yrði til íþróttaiðkana. Því ber sannarlega að f agna. íþróttirnar eru og verða unga fólkinu hollt og nauðsynlegt viðfangsefni. Þessa dagana er mikið rætt um landsleiki þá, sem íslenzkir knattspyrnurnenn heyja við nor- ræna leikbræður. Sumum finnst íslendingarnir ekki nógu sigursælir í þeim viðureignum. En til- gangur íþróttanna er vissulega ekki sá einn að setja met og sigra. Og satt að segja gegnir furðu, að íslenzkir íþróttamenn skuli keppa við leik- nauta frá öðrum og margfalt stærri þjóðum við svo góðan orðstír, sem raun ber vitni. Skilyrði í- þróttamannanna hér eru enn allt önnur og lakari en þar, og gildir það ekki sízt um knattspyrnuna. Ennfremur ber þess að minnast, hvað Island nú- tímans er ungt að árum og annríki þjóðarinnar mikið og margvíslegt. En íslendingar geta sannarlega verið stoltir af æsku sinni, og það er í og með íþróttunum að þakka. Þess vegna er vígsla leikvangsins í Laugar- dal sögulegur viðburður. ★ Er okrað á lyfjum? ★ Dæmi um vítamín- pillur. ' ★ Átta aurar í innkaupi, en f jörutíu og níu aurar í útsölu. ★ Hver á að bera tjónið af mistökunum við Sog? SJÚKLINGUR skrifar mér eftirfarandi bréf: „Oft og- mörg- um sinnum hefur verið rætt um okurverð á lyf jum. Ég hef *sem betur fer ekki kynnst því fyrr en nú. Þess vegna skrifa ég þér og langar mig til þess að bera fram nokkrar fyrirspurnir, sem ég voiia að ég fái svar við: Ég þurfti á að halda vítamínspill- um. Ég fékk lyfseðil upp á slík- ar pillur og kom í ljós við taln- ingu þeirra, að hver pilla kost aði f jörutíu og níu aura. MÉR ÞÓTTI þetta ákaflega dýrt, en sjúkrasamlagið greiðir ekki niður slík lyf, enda eru þau mikið notuð, ekki aðeins þó að menn séu sjúkir, eins og það er kallað, heldur einnig þegar menn eru þreyttir og þurfa að „hressa sig upp“. Ég fór því að leita mér upplýsinga um það hvað þessar pillur kostuðu í út- sölu frá Lyfjaverzlun ríkisins. ÉG FÉKK að vita eftir dálitl- um krókaleiðum, að þar kost- uðu þessar pillur um 10 aura > hver, og ner-ir því álagning B0BS3-S3O. lyfjabúðanna hvorki meiru né minna en 31 eyri á hverja pillu. Þetta er svo ofsaleg álagning að annað eins hefur aldrei heyrst — Þess vegna langar mig til að spyrja, hvort lyf séu ekki undir verðlagseftirliti eins og aðrar vörur, og ef svo er, hvað er það, sem réttlætir annað eins okur og hér er sagt frá?“ ÞETTA segir sjúklingurinn í bréfinu til mín. Mér þóttu þetta furðulegar fréttir og aflaði mér upplýsinga um verðið á pillun- um. Það var dálítið erfitt að fá upplýsingar um þetta, sem skýrði málið til fulls, en þetta fékk ég að vita: ÞAÐ er rétt, að pillurnar kosta kringum 10 aura hjá Lyfja verzluninni og þá seldar eitt þúsund pillur í einu án umbúða. Það mun líka vera rétt, að pill- urnar kosta þegar þær eru látn- ar út samkvæmt lyfseðli fjöru- tíu til fimmtíu aura, en þær þær kosta mismunandi mikið — eftir því hvað margar eru seld- ar í einu, því færri pillur sem seldar eru, því dýrari verða þær hver og ein, annars munu þær líka vera seldar án lyfseðils og kosta það sama. LYF eru ekki háð verðlags- eftirlitinu. Hiiis vegar lúta þau því vérðí, sém ákveðið er í lyfja skránni. — En hvað sem þessu líður, þá virðist fullkomin á- stæða til að þetta mál sé rann- sakað til fulls. Fyrr má rota en dauðrota. — Sæmileg álagning vérður að teljast um eitt hundr- um | VÍSINDAMENN í Banda- | ríkjunum vinna nú af kappi | við rannsóknir, er miða að = því að mæla ljósmagnið og § bylgjulengdir ljóssins í | geimnum utan gufuhvolfs | jarðar. Tilgangurinn með 1 þessum rannsóknum er m. § a. að komast að raun um, | hve mikið geimfari getur 1 séð af jörðinni eða hve mik- | ið af henni sést í ljósmynda 1 vélum í gervihnetti, og hver | áhrif geimför hefur á sjón | manna. | Árangur, sem þegar hef- | ur náðst af þessum rann- § sóknum, gefur til kynna, að | menn kunni e. t. v. ekki að § greina milli skógargrænu | og hins gulbrúna litar á | eyðimörkum, er þeir koma | í aftur til jarðarinnar úr | í fyrstu geimförinni. Ef svo § | er, stendur það í sambandi | 1 við það, hvé skyndilega þeir | I hverfa úr Ijósi af ákveðinni | | bylgjulengd í ljós af ann- | 1 arri bylgjulengd. 5 iiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiai að prósent, en að selja pillur, sem kosta í innkaupi 10 aura á fjörutíu og níu aura, nær ekki nokkurri átt. FÓLK kvartar undan verðinu á lyfjunum. — Lyfjabúðirnar ganga ákaflega vel að því er virðist. Er nokkur ástæða' til þess að leyfa stórgróða af nauð- synjum sjúklinga? Væri ekki rétt að grafast fyrir ræturnar — og nema burt meinsemd, sem þarna virðist hafa grafið um sig. B. B. skrifar: „Mig furðar á því hve hljótt er um regin- hneykslið við Sog. Hvað á þessi þögn að þýða? Almenningur veit að þarna hafa verkfræðing- unum orðið á hin hrapalegustu um þau opinskátt í i^eirri von, mistök. Nauðsynlegt er að ræða að menn læri eitthvað af þeim. Auk þess hafa blöðin spurst fyr- ir um þáð, hverjir muni bera það gýfurlega tjón, sem orðið hefur. En þau hafa ekki fengið neitt viðunandi svar. HVERS VEGNA fá þau ekki svör? Er það meiningin að velta tjóninu yf/r á heÞiigr almenn- ings til þess að fríja verktakana við afleiðingunum af verkum sínum?“ Happdrælfi SÍBS. HÆZTU vinningar í 7. flokkl Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dreg- ið var um 350 vinninga að f jár- hæð samtals 860 þúsund krón- ur. Hæstu vinningar féllu á eft- irtalin númer: Kr. 500.000,00 nr. 10012, mið- inn seldur í Reykjavík; kr. 50.-; 000,00 nr. 23952, miðinn seld- ur á ísafirði; kr. 10.000,00 nr. 3596 11674 23222 43483 47515 54830 62107 64326; kr. 5.000,00 nr. 14439 18586 255316 36263 41313 44531 45529 48207 52389 55391. (Birt án ábyrgðar.) FLJ0TASTA FERÐIN 4 8. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.