Alþýðublaðið - 08.07.1959, Blaðsíða 5
Sfcjif feirt varðandi samning*
Rósia og ÞjéHverJa 1940
l«WM>MtWWWMMHMMWMWMWWMWMMMMWMMMWWWMMMWWWWWHMMMMIIW
FYRIK SKÖMMU voru birt
skjöl varðandi samninga Rússa
og- Þjóðverja um skiptingu
heimsins árið 1940. Skjöl þessi
voru fyrst birt í Washington og
eru flest diplómatísk skeyti.
Haustið 1940 fékk bandaríski
sendiherrann í Moskvu upplýs-
ingar um það frá því er hann
áleit áreiðanlegar heimildir, að
Molotov hefði tilkynnt Þjóð-
verjum, að Sovétríkin hyggð-
ust aðeins fara fram á nokkur
landsvæði. Taldi hann upp Finn
land, svæði þau, sem liggja að
Svartahafi, Austur-Tyrkland,
íran, Afganistan og svæði í fjar-
lægari Austurlöndum. í skýrslu
sendiherrans segir ennfremur:
,,Molotov vann sér vinsældir í
Berlín. Hitler og aðrir háttsettir
Þjóðverjar hrifust af einlægni
hans og tjáðu honum, að þeir
mundu taka til athugunar sér-
hverja „löglega“ kröfu til land-
svæða, sem Rússar kynnu að
gera.“
Einnig hefur komið f ljós, að
Rússar gerðu Japönum það til-
boð, að gera við þá griðasátt-
mála, ef þeir fengju suðurhluta
Sjakalín í staðinn. Þetta var
eftir að Japan hafði gengið í
hernaðarbandalag við Þýzka-
land og ítalíu. Japanir gátu
ekki fallizt á svo hátt verð fyr-
ir griðasáttmála. í styrjaldar-
lok hernámu Rússar svo Suður-
Sjakalín og neita stöðugt að
láta hana af hendi við Japani.
í hinum nýútgefnu skjölum
er að finna lýsingar á aðgerð-
um þeim, sem Rússar beittu til
þess að fá tækifæri til að senda
herlið inn í Eistland, Lettland
og Lithauen 1940.
Sjéflarmið hlnna ýmsis þjóSa rædd;
Alþjóðleg ráðstefna Slysa-
varnafélaga í Bremen
DAGANA 22.—26. júní s.l.
var haldin alþjóðleg ráðstefna
slysavarnafélaga í Bremen.
Tveir fulltrúar sóttu ráðstefn-
una af íslands liálfu, frú Gróa
Pétursdóttir, er mætti fyrir
hönd Guðbjartar Ólafssonar,
forseta Slysavarnafélags ís-
lands og Henry Hálfdánarson,
sem flutti þarna tvö erindi á
vegum félagsins.
Á ráðstefnu þessari voru
rædd 40 erindi varðandi björg-
unarmál, sem öll höfðu verið
sérprentuð og send fulltrúun-
um áður en ráðstefnan hófst.
Var þar m. a. mikið rætt um
samvinnu þjóða á milli í björg-
unarmálum. Sýndar voru nýj-
ustu gerðir björgunartækja og
báta, rætt um verndun björg-
unarbáta á ófriðartímum o. fl.
í hinum prentaða bæklingi
frá Slysavarnafélaginu var
bæðj lýsing og mynd af björg-
unarskipinu Álbert og gaf það
tilefni til þess að How jarl,
stjórnarformaður hins brezka
Royal National Life-boat In-
FÍB býður gamla
fólklnu í ferðalag.
EINS og undanfarin ár býð-
ur Félag ísl. bifreiðaeigenda
vistfólki á Elliheimilinú Grund.
í ferðalag í sumar. Farið verður
nk. laugardag og verður lagt
upp frá ellheimilinu kl. 2 e. h.
og ekið til Selfoss. Komið verð-
ur við í Hveragerði og tekið
fólk frá elliheimilinu þar á aust
urleið.
Félagar í BÍF eru hvattir^til
að hafa samband við skrifstof-
una að Austurstræti 14, sem er
opin daglega milli kl. 1 og 4,
sími 15659, eða Magnús H.
Valdimarsson, símf 32818 og
33588
stitution, gerði þá fyrirspurn,
hvers vegna væri fallbyssa á
bátnum. Þá var útskýrt fyrir
honum hvílíkir væru erfiðleik-
ar hinnar fámennu þjóðar og
efnahagsörðugleikar og svo
sagt frá því, að nauðsyn bæri
til, að skipið gegndi tveim hlut-
verkum sem björgunarskip og
varðskip. Skildi hann mæta vel
aðstæður þessar og lagði til, að
tekinn væri upp sá háttur að
hafa tvö flögg uppi til skiptis,
björgunarflagg og varðskips-
flagg eftir því sem við ætti.
FRIDHELGUN
TIT.GANGSLAUS,
Þegar rætt var um verndun
biörgunarskina á ófriðartímum
skutu rússnesku fulltrúarnir
bví inn í, að slíkt hefði tiltölu-
lega litla bvðingu nú á tímum,
þar eð eldflauga- og þotuflug-
merm. sem færu hraðar en
hijóðið, mundu ekki geta
greint, hvort þarna væri b.jörg-
unarskip eða fallbyssubátur á
ferð.
Yfirleitt sýndu fulltrúarnir
mikla viðleitni, að sem mestur
árangur næðist á þessarj ráð-
stefnu og var henni skipulega
og vel stiórnað. Sá mesti heið-
ur, sem íslandi hlotnaðist var
að kvikmvndin Björgunaraf-
rpkið við Látrabjarg var sýnd
öllum fulltrúunum, og vakti
hún mikla athygli. Of langt
yrði unn að telja öll þau nýiu
og fullkomnu björgunartæki,
sem fulltrúunum vo'ru sýpd. en
augljóst var, hve hratt miðar
áfram í gerð slíkra tækja.
í kveðjusamsæti, sem skipa-
eigendur í Bremen, arftakar
hinna fomu Hansakaupmanna,
héldu fulltrúunum hélt frú
Gróa Pétursdóttir ræðu, þar
sem hún þakkaði Þjóðverjum
góðar móttökur og ræddi um
björgunarstarf á íslandi og
nauðsyn samvinnu í björgunar-
málum milli hinna ólíku þjóða.
Horfur í haustkosnmgum
HVERNIG fara haust-
kosningarnar? Hvað gerist,
þegar kosið verður efíir
nýrri kjördæmaskipan?
Hvaða menn falla út af
þingi — og hverjir koma
, inn?
Þetta eru spurningar,
senr menn velta fyrir sér í
hlýju og hléi sumarsins,
við heyskapinn og á síld-
arbátunum. Það er að von-
um, því fyrri kosningarn-
ar, sem afstaðnar eru,
staðfestu óumdeilanlega,
að kjördæmabreytingin
verður ekki stöðvuð, en
greiddu úr fáum málum
öðrum til frambúðar. Nú
hljóta gerólík viðhorf að
ráða kosningabaráttunni
og atkvæðum landsmanna.
Reynslan mun sýna,
hvernig kosningar fara
fram í hinum stóru kjör-
dæmum. Hins vegar er nú
þegar hægt að sjá fram á
ýms athyglisverð atriði við-
komandi mannavali til
haustþings, og verður hér
skýrt frá ýmsum sjónar-
miðum og spádómum, sem
heyrzt hafa í heimi stjórn-
málanna.
* HVER VERÐUR
ÞRIÐJI MAÐUR
ÍHALDSINS?
í Reykjaneskjördæmi
mundi hin nýja kjördæma-
skipting samkvæmt úrslit-
um nýafstaðinna kosninga
tryggja Sjálfstæðisflokkn-
um þrjá þingmenn, AI-
þýðuflokknunt einn og AI-
þýðubandalaginu einn.
Framsókn þarf að bæta við
á annað hundrað atkvæð-
um til að fá mann og AI-
þýðuflokkurinn um þrern
hundruðum á annan mann.
Telja ntá víst, að Ólafur
Thors verði efstur á lista
íhaldsins í þessu kjördænti,
þrátt fyrir hin mörgu
landlistaatkvæði. Líklegt
er einnig, að Matthías Á.
Matthíassen hljóti annað
sæti fyrir hönd hafnfirzkra
íhaldsmanna, en þá vakn-
ar sú spurning, hvern
Sjálfstæðisflokkurinn setji
í þriðja sætið. Sá maður,
sem settur verður í þetta
auða sæti, verður án efa
ríkiserfingi Ólafs í kjör-
dærninu, því Matthías dug-
ir varla til slíkra stórræða.
Fátt pr um tilgátur enn
sem komið er, en nefndur
þó einn: Pétur Benedikts-
son bankastjóri.
Þá eru athyglisverðir
hlutir að gerast í herbúð-
um kommúnista. í fyrsta
sinn mögnuðu kommúnist-
ar í vor andstöðu að marki
gegn Finnboga R. Valdi-
marssyni í kjördæminu
með því að stilla Jónasi
Arnasyni gegn honum í
prófkosningum. Vitað er
einnig um stóraukinn f jand
skaþ línukommúnista í
Kópavogi við Finnboga.
Kunnugir telja, að Finn-
boga lítist ekki á blikuna,
og hafi hann með hinum
nána kunningsskap yið
Hermann Jónasson lagt
drög að því að söðla yfir
til Framsóknarflokksins.
Finnbogi mundi örugglega
ná kosníngu á lista Fram-
sóknar, því hann hefur all-
stóran hóp umhverfis sig
og ‘sína konu í Kópavogi.
Hins vegar er hægt að gera
sér í hugarlund, að Fram-
sóknarmenn í Kópavogi,
sem heimtuðu framboð
Jóns Skaftasonar gegn
óskum ráðamanna í flokkn
um, láti sér slíkt ævintýri
ekki vel líka. En flokksagi
er mikill hjá Framsókn.
* BARIZT UM
FIMMTA MANN
VESTURLANDS.
Það er fyrst um syðri
helming Vestfirðingafjórð-
ungs að segja, að það heit-
ir Vesturlandskjördæmi en
ekki Miðvesturland í kjör-
dæmafrumvarpinu. Þar
sýna tölur júníkosning-
anna, að Sjálfstæðisflokk-
urinn á þrjá og Framsókn
tvo þingmenn. Þó verður
barátta um þriðja sæti
Sjálfstæðisflokksins, því
bæði Alþýðuflokkinn og
Framsókn vantar innan við
hundrað atkvæði til að ná
því. Sé reiknað með þvj, að
Framsókn hafi hlotið all-
mikið fylgi fyrir kjördæma
málið eitt á þessu svæði,
verða vonir Alþýðuflokks-
ins meiri jafnframt því sem
styrkur Sjálfstæðismanna
til að halda Sætinu vex.
Ekki virðast framboð í
þessu kjördæmi eins tvísýn
og sums staðar á öðrum
landshlutum. Hjá Sjálf-
stæðismönnum hljóta hinir
kjörnu þingmenn, Sigurður
Ágústsson og Jón Árnason,
að skipa efstu sætin. Vafi
gæti leikið á því, livort
Friðjón Þórðarson, sýslu-
maður Dalamanna, sem sat
á síðasta þingi, eða Ásgeir
Pétursson, sem hélt nókk-
urn veginn flokksfylgi í
Mýrasýslu þrótt fyrir ósig-
ur, hlýtur þriðja sætið. -
Hjá Framsóknarmönn-
um má einnig búast við,
að kjörnu þingmennirnir,
Ásgeir Bjarnason úr Döl-
um og Halldór Sigurðsson
af Mýrum, verði í tveim
efstu sætunum, en Daníel
Ágústímwsson í þriðja sæti
og Gnnnar Guðbjartsson í
fjórða.
Kommúnistar eru mcð
öílu vonlausir um að vinna
sæti í þessu kjördæmi.
T*r hvada ÞINGMENN
• VÍKJA Á
VESTFJÖRÐUM?
Á Vestíjörðum er strax
meira vafamál, hvaða
menn skipa efstu sætin á
Iistúnum. Þar gefa úrslit
júníkosninganna í skyn, að
íhaldið vinni þrjú sæti, en
Framsókn tvö. Alþýðu-
fioRkinn vantar aðeins
rúmlega hundrað atkvæði
til að vinna sæti, en konnn-
únistar þurfa að bæta við
sig 75% til af hafa minnstu
vom.
Sjálfstæðismenn unnu
fjögur þingsæti á þessu
svæði í sumar, og verða
því að fórna einum þing-
manni og setja annan í
baróttusæti. Vaknar fyrst
sú spurning, hvað Gísli
Jónsson á Bíldudal hygg-
ist fyrir, og telja menn, að
hann muni annað livort
krefjast efsta sætisins eða
draga sig í hlé eftir hefnd-
ina á Sigurvin Einarssyni
á Barðaströnd. Af hinum
standa Sigurður Bjarnason
og Kjartan læknir Jóhanns
son næstir, og verður þá
Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson eftir. Hann er
raunar bæjarfulltrúi í Rvík
svo að eðiilegast væri að
færa hann suður, ef Reykja
vík.uríhaldið þá vill fórna
honum öðru af líklegum
viðbóíarsætum sínum í
höfuðstaðnum. Ekki er
mikil hrifning yfir Þor-
valdi á Vestfjörðum. og var
einvígi bans við Eirík Þor-
steinsson nú nánast um
það, hvor óvinsælli væri,
en þar sigraði Eiríkur með
yfirburðum.
Framsóknarmenn eiga
einnig í miklum erfiðleik-
um. Ef Hermann jónasson
verður í kjöri í þessu kjör-
dæmi (em ekki t. d. á Norð-
urlandi vestra) þá skipar
hann auðvitað efsta sætið.
Sigurvin Einarsson stend-
Framhald á 10. síðji.
ÍWWIWMMMWIWWWWIMWMMWJWWWWWI'wmiWWMIIMIIWWWIWWMWtWWWWMWM
Alþýðublaðið — 8. júlí 1959