Alþýðublaðið - 08.07.1959, Blaðsíða 12
Norsku selaleitarmennirnir (talið frá vinstri): Liby, flugmaður, Öritsland lífeðlisfræðingur,
Thuen flugstjóri.
Hæffi Norðmenn selveiðum
milli Islsnds og Grænlands!
Ræff við norsku selaleifarmennina.
EINS og kunnugt er af frétt-
um eru staddir hérlendis þrír
Norðmenn, sem vinna að því
að komast að raun um fjöida
sela á veiðisvæðinu á milli Is-
lands og Grænlands. Blaðið átti
'viðtal við þá í gær og spurði þá
fregna af starfinu.
Þeir greindu svo frá, að tveir
'þsirra, sem eru vanir flugi til
íshafslanda, hefðu haft á leigu
lltla flugvél frá „Norrönafly“ í
'Osló. Norska sjávarútvegsmáia
ráðíuieytið fékk þá síðan til aö
fljúga hingað norður í selaleit,
en með er í förinni lífeðlisfræð
ingur. Þeir hafa nú kannað
yeiðisvæðið í þrjá daga, en orð-
ið varir við færri esli en við var
búizt. Sáu þeir þó stóran hóp
bLöðrusela í fyradag. Er enn
■ekki vitað, hvað Þeir þurfa að
dvelja hér lengi, en"þeir vænta
þess þó að hafa lokið verkinu
innan fárra daga.
Orsök þessarar farar er sú,
,að það er til umræðu í Noregi,
hvort það borgi sig að stunda
salveiðar hér nyrðra. Það eru
Iveir
í gærdag
BLAÐINU barst í gær frétta-
tilkynning frá Landhelgisgæzl-
unni, þar sem sagði, að komið
liefði verið að tveim brezkum
íogurum að ólöglegum veiðum
í gær. Skutu varnarskipin ís-
lenzku að þeim stöðvunarskot-
lim, en togararnir flúðu undir
vernd brezkra herskipa. Frétta-
tilkynningin frá landhelgis-
gæzlunni var svohljóðandi:
„Eins og að undanförnu
vernda brezk herskip brezka
togara við ólöglegar veiðar á
þrem tilteknum stöðum hér við
land. Svæði þessi eru fyrir
vestan, norðan og austan land.
Þau hafa verið færð lítillega
til öðruhverju eftir aðstæðum.
A.fli togaranna virðist vera mis-
i-jafn, stundum allgóður, en
- stundum lítill. Fjöldi togar-
anna, er stunda hinar ólöglegu
veiðar, er miklum breytingum
und;rorpinn hverju sinni, en
þeir hafa haldið sig yfirleitt
utarlega á svæðunum. Hin ó-
löglegu veiðisvæði voru í dag
út af miðjum Vestfjörðum, á
Grímseyjarsundi og í kringum
Hvalsbak.
Framhald á 2. síðu.
tvö selveiðitímabil á ári, hið
fyra í marz—apríl, en þá eru
veiðar stundaðar við Jan May-
en, hið síðara varir frá 15. júní
— 15. júlí, en þá eru veiðistöðv
arnar milli íslands og Græn-
veiddir, eru langtum verðmæ-t-
aii en fullorðnu dýrin, þar eð
kópaskinn eru mjög eftirsótt í
lands. Nú eru aðeins 7 skip á
Framhald á 2. síðu.
Velheppnuð
raun Rússa.
RÚSSAR tilkynntu í dag, að
í þriðja skipti hefði tekizt til-
raun þeirra, að senda lifandi
veru út í geiminn. Tveim hund-
um var skotið í eldflaug langt
út í geiminn og komust þeir
heilu og höldnu til jarðar.
Sovézkir vísindamenn létu
svo ummælt, að þessi velheppn-
aða tilraun væri merki þess, að
Rússar væru vel á vegi með að
færa mannkyninu völd yfir
geimnum.
ÞESSA MYND hafa norsku selaleitarmennirnir tck-
ið úr flugvél. — Á Ijósmyndinni siálfri siást örlitlir
svartir deplar. en það eru selir, sem ligg.ia á ísnum.
Þannig geta leitarmenn talið þá, en myndin prentast
víst ekki svo vel, að lesendur geti greint þá. — En það
má líka ímynda sér, að þetta sé mynd af nýtízku mál-
verki. — — —
sins í Lido
FULLTRUARÁÐ Alþýðu-
flokksins í Reykjavík efnir til
skemmtikvölds í Lido næst-
í 114.500 hafa I
jlálið lífið.
■ ■
■ ... ■'
■ SAMKVÆMT opinberum:
■ fréttatilkynningujn og skýrsl;
Jum hafa 114,500 manns fall-J
;ið í uppreisninni í Algeir, enj
•hún hefur nú varað í 4]ú ár.;
komandi fimmtudagskvöld
kl. 8.30 e. h. Eru þar vel-
komlnir kjósendur Alþýðu-
flokksins í Reykjavík í al-
þingiskosningunum meðan
húsrúm leyfir. Nauðsynlegt
er að menn afli sér aðgöngu-
miða hið fyrsta, því að færri
komust en vildu á kjó$enda-
fagnaðinn og óðum gengur nú
á miðana á skemmtikvöldið.
Skenimtiatriði verða tilkynnt
síðar. . Vitjið vinsamlegast
miðanna á skrifstofur flokks-
ins í Alþýðuhúsinu.
40. árg. — M'iðvikudagur 8. júlí 1959 — 141. tbl.
DANSKT úrvalslið frá Jót-
landi kom hingað til lands í
gærkvöldi í boði K.R. Þetta er
úrval frá J.B.U. (Knattspyrnu-
sambandi Jótlands), sem er
stærsta og sterkasta knatt-
spyrnusambandið þar í landi.
Danirnir munu leika hér þrjá
leiki.
Stjórn Knattspyrnudeildar
K,R„ se msér um móttökur
danska liðsins, ræddi við blaða-
menn í gær um heimsókn þessa.
Skýrði stjórnin frá því, að
fyrsti leikur J.B.U. yrði annað
kvöld, fimmtudag, kl. 8,30 á
Laugardalsvellinum við gest-
gjafana, K.R. Annar leikurinn
verður á laugardaginn kl. 4,30
á Melavellinum við íslands-
meistara Í.A. Þriðji og síðasti
leikurinn verður mánudags-
kvöld kl. 8,30 á Laugardalsvell-
inum við úrval Suðvesturlands.
Alls verða í förinni 21 maður.
Fararstjóri er Engel Brechtsen,
formaður J.B.U. — Heimleiðis
halda Danirnir á þriðjudags-
morgun. Verður kveðjuhóf fyr-
ir. þá í Lido kvöldið áður, þ.e.
eftir síðasta leikinn. Meistara-
flokkur K.R. fer utan í júlí-lok
og leikur þrjá leiki á Jótlandi,
þar sem um gagnkvæmt boð er
að ræða.
MJÖG STERKT LIÐ.
Eins og áður segir, er hér á
ferðinni mjög sterkt lið. Síðari
árin hafa flestir landsliðsmenn
Dana verið frá józkum félögum,
t.d. 7 í leiknum hér 26. júní s.l.
Aðeins einn þeirra er þó nú
kominn hingað aftur, miðherj-
inn Henning Enoksen, sem er
markahæsti maður í 1. deildinni
dönsku. Þá koma nú tveir lands
liðsmenn, sem léku hér 1957,
þeir Peter Kjær, útherji, og
Egon Jensen, innherji, sem þá
skoraði 3 mörk í landsleiknum
er lauk með sigri Dana, 6:2.
Síðastliðin fjögur ár hafa
józk lið verið Danmerkurmeist-
arar í knattspyrnu: A.G.F. frá
Árósum þrivsar og Vejle einu
sinni, 1958.
Dönsku knattspyrnumennirn-
ir búa á Hótel Garði meðan þeir
dveljast hér. Nánari upplýsing-
ar um einstaka leikmenn verða
á íþróttasíðunni á morgun.
Hún er þá bara íslená
BLAÐINU barst í gær eftir-
farandi frá Neytendasamtökun-
úm:
Stjórn Neytendasamtakanna
þvkir ástæða til að birta eftir-
farandi kaupendum og seljend-
um til athugunar:
Undanfarið hefur mjög verið
auglýst „ítalska peysuskyrtan
Smart Keston“. En hún er ekki
ítölsk, heldur prjónuð í Reykja-
vík úr ullargarni, sem er ekki
ítalskt heldur. Auglýsingarnar
hafa verið þannig orðaðar, að
gefið í skyn, að um innflutta
vöru sé að ræða. Peysurnar eru
þannig merktar, að menn
skyldu ætla, að þær séu erlend-
ar. Tvö vöruauðkenni eru fest
á peysurnar. Annað er ljósgrár
borði, og er á hann prentað hér-
lendis: Pure Lambswool (sem
er enska og merkir: hrein ull),
en aftan við þau orð er stærð-
armerki að enskum hætti, t.d.
M, sem stendur fyrir Medium
size, er þýðir meðal stærð. Fyr-
ir neðan þetta vöruauðkenni er
annað, lillablár borði, og er þar
letrað:
X Itjilian X
Smart Késton
Framleiðanda er ekki getið, en
í auglýsingum umboðs- og heild
verzlunar.
Hér er a engan hátt verið að
leggja dóm á vöruna sjálfa, en
stjórn Neytendasamtakanna
vill með þessu gagnrýna slíka
verzlunarhætti. Hér er aðeins
um að ræða eitt dæmi af fjöl-
mörgum, sem sýna það, að
brýna nauðsyn ber til að endur-
skoða reglur og lög um merk-
ingu vara, eins og Neytenda-
samtökin hafa gert tillögu um.
Sendiberra Brazi-
líu afbendir emb-
ættisskiiríki.
HINN nýi sendiherra Brazi-
líu, herra Francisco d’Alamo
Lousada, afhenti í dag forseta
Islands trúnaðarbréf sitt við
hátíðlega athöfn á Bessastöðum,
að viðstöddum utanríkisráð-
herra.
Anno 1379
London, 7. júlí. Reut-
e). Erlendir þjóð-
höfðingjar sendu leið
togum Arabaríkj-
anna nýjárskveðjur
í dag á nýársdegi
Múhameðstrúar-
manna.
Samkvæmt alman-
aki þeirra, er nú haf-
ið árið 1379.
wtwwtwwmmwwwH