Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 2
laugardagur ☆ BENZÍNAFGREIÐSIAJR í Reykjavík eru opnar í júlí- mánuði sem hér segir: virka daga kl. 7.30—23. Sunnu- daga kl. 9.30—11.30 og 13 —23. ☆ LISTASAFN Éinars Jónsson ar, Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 13;—3.30. ☆ ☆ BÆJARBÓKASAFN; Lokað vegna sumarleyfa il þriðju- dagsins 4. ágúst. ☆ ÚTVARPIÐ: li Óskalög sjúk linga. 14 „Laugardagslög- in.'1 19.30 Samsöngur: Korn westheim karlakórinn syng ur þýzk þjóðlög. 20.30 Tón- leikar: Josef Traxel og Jean Löhe syngja óperettulög . eftir Lehár. 20.45 Leikrii: . „Slysið í síðdegislestinnr1 . eftir Thornton Wilder. Þýð andi: Halldór Stefánsson. Leikstjóri: Baldvin Hall- ódrsson. 21.15 Tónleikar. 21.40 Upplestur; „Gestur- inn“, smásaga eftir Erskine Caldwell, í þýðingu Mál- fríðar Einarsdóttur (Erling ur Gíslason leikari). 22.10 Danslög (plötur). TÍL SÖLU - PLYMOUTH ’53 i 1. fl. standi. MERCEDES BENZ ’55 diesel fólksbíll. PLYMOUTH ’55 Station VOLKSWAGEN ’56 JEPPAR af öllttm gerðum Alls konar WEAPONAR LAURBRETTA mótorhjól, sem nýtt. JEPPAMÓTQR, nýr CHEVROLET MÓTOR nýuppgerður AIls konar BÚVÉLAR — og DRÁTTARVÉLAR Bíia- og búvéiasalan, Baldursgötu 8. 'Símj 23136. KINGAÐ heim eru nýkomn- ir fjórir námsmenn, sem fóru fyrir ári síðan til USA á styrk, sem amerískur auðkýfingur, Thomas E. Brittingham, veitti. Thomas E. Brittingham hef- ur tvö síðastliðin ár styrkt ís- lenzka námsmenn til náms og dvalar í Bandaríkjunum. Fyrra árið tókst Það ekki eins vel, þar eð sumir styrkþega fóru heim á miðjum námstíma. Var Brit- tingham því lítið eitt hikandi að laka'' Jslendnga aftur undir sína vernd, en þeir, sem nú eru nýkomnir heim, láta aftur á móti mjög vel af förinni og segja, að dvalartíminn hafi í alla staði verið hinn ánægjuleg asti og fróðlegasti. Hingað til hefur Brttingham aðeins styrkt íslenzka piita. Er það áskilið, að þeir hafi sem minnstan samgang sín á milli Þeir fjórir,. sem fóru héðan í fyrra, voru tveir í háskólanum í Madison, í Wiscounsinfylki, en tveir í háskólanum í Wilm- ington í Delaver. í háskólum í Bandaríkjunurn eru svokölluð „fraturnities“ eða bræðrafélög. Telur Brit- tingham æskilegra, að styrk- þegar hans gangi í þe\si félög, þar eð með því móti kynnist þeir betur siðum Bandaríkja- manna og hugsunarhætti. — Tveim Brittingham-skjólstaeð- ingum frá sama landi er ekki leyft að vera í sama bræðrafé- lagi, en innganga í félög þessi ér erfiðleikum háð og þarf að leysa af hendi aðskiljanlega’ þrautir og þola marga pínu áð- ur en inngöngu er náð. Að eldskírninni lokinr.i og með inngöngu í félögin njóta meðlimir aftur á móti ýmissa sérréttinda. Hingað kom með Ameríku- förunum sænsk stúlka, sem einnig hefur verið á styrk frá Thomas E. Brittingham, en frá Svíþjóð styrkti hann tvo pilta og eina stúlku. Á síðastliðnu ári styrkti hann námsmenn frá: Þýzkalandi, Póllandi og öllum Norðurlöndunum1. Hans er von hingað í haust tij þess að velja styrkþega árið 1960—’61. Framhald á 3 síðu. Knaííspjfrna. Framhald af 9. síðu. tekst að skapa Sveini Jónssyni allgott færi, eftir að hafa leik- ið á tvo varnarleikmenn, en Sveinn skýtur yfir. Józk sókn endár með skoti framhjá rétt á eftir. Á 15. mín. sækja KR-ing- ar á. Örn Steinsen leikur sig frían og sendir fyrir markið, — góða sendingu. EUert er í Jkoll- færi, en lyftir sér ekki upp, og missir knöttinn yfir sig. ■fr VÍTA- SPYRNA. Á sömu mínútu eru Jótar komnijr m<eð knöttinn inn á vítateig KR. Þar sem Bjarni Felixson á í höggi við sóknar- leikmann, og gengur, að áliti dómarans, fullnærri honum, að minnsta kosti dæmir hann víta- spyrnu á KR fyrir tilvikið. •— Mðherjinn, Enoksen, skýtur og skorar með þrumuskoti. Enn skora svo Jótar 3. markið úr sendingu v. útherja, það var h. úth., Harald Nielsen, sem nú skaut. SmalT knötturinn á ann arri stönginni fyrst, síðan þvert yfir markið og í hina stöngina og inn. Var þetta vinstri fótar skot, og það ekki af verri end- anum. Enn áttu KR-ingar tæki færi tij að jafna svolítið met- in, er Ellert var fyrir opnu marki, en skaut alltóf laust. — Markvörðurinn greip knöttinn án erfiðleika. Jótar höfðu enn ekki sagt sitt síðasta orð, rétt fyrir leikslok. Fast skot sendir knöttinn að markinu. Heimir hleypur út en missir knöttinn yfir sig og einn sóknarieik- mannanna, Christansen, hleyp- ur með hann inn í markið. ★ Þetta jóska úrvalslið leikur mjög vel. Það gefur danska landsliðinu lítið eftir. Hraði þess og nákvæmni í staðsetn- ingum er mikill. En þrátt fyr- ir hraðann er öryggi og ró hins leikna manns, yfir hverjum og einum leikmanna. Þeir unnu nánast hvert einvígi og fæstar sendingar fóru til spillis. Knött uriim for yfirleitt þangað sem honum var ætlað, hvort heldur var með langsendingum eða stuttum. í framlínunni bar kannski einna mest á v. úth., Peter Kjær — og miðherjanum, Henning Enoksen og í vörninni á mið- framverðinum, Gunnar Jörgen- sen, sem er fyrirliði liðsins. Á markvörðinn reyndi, því miður lítið, en það sem til hans sást af viðbrögðum gaf til kvnna að þar væri réttur maður á réttum stað. Liðið er annars i heild, eins og þaulæfður kór, þar er engin hi^róma rödd. KR-liðið réði ekki við þann hraða sem mótherjarnir sýndu eða leikni þerra, en þetta tvennt setti þá algjörlega út af laginu. Slíku liði, sem þessu, verður ekki svarað nema með meiri hraða og meiri lekni, ef árangur á að nást, en þar sem því var ekki til að dreifa, hlaut að fara sem fór. Magnús Pétursson dæmdi leikinn og hefur oft.verið betri. EB. Húseigendur. önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. I HITALAGNTR h.f4 Símar 33712 — 35444. Sími 1-85-85. Lokað ! i vegna sumarleyfa 22. júlí — 4. ágúst. Getum ekki tekið á móti meiru verkefni,’ sem á að afgreiðast fyrir þann tíma. Þ. Jónsson & (Ó. ! Síidarsfúlkur ! i óskast til Raufarhafnar strax. Fríar ferðir og kauptrygging. — Upplýsingar í síma 16762. | Bókamarkaðurinn j heldur áfram í Ingólfsstræti 8 og verður opinri fram yfir helgi. — Fjöldi fágætra bóka. Peningar hafa iapasf j Maðurinn, sem 'fann peningana við Aiþýðuhús- ið á fimmtudaginn, er beðinn að tala við afgreiðslu Alþýðublaðsins. 2 11. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.