Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 4
 TJtgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjðrar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þðrsson og Helgi Sœmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðubláðsins. Hverfisgata 8—10. ísskápar og gatnagerö OKKUR íslendingum er fortalið, að við bú- um við ein beztu lífskjör, sem nokkur þjóð á jarð- ríki njóti. Þetta þýðir í stuttu máli, að við Höf- um meiri og hollari mat að borða, eigum meiri og' betri föt, búum allflestir í betri íbúðum, eigum betri innbú, meira af h'eimilistækjum, fleiri og fínni bíla en aðrar þjóðir. Vissulega höfum við margt að þakka fyrir, þótt brokkgeng sé lífsbar- áttan hjá okkur, óvissar tekjur þjóðarinnar og eitthvað af góssinu fengið fyrir gjafa- og láns- fé. Hvað um það, þjóðin vinnur mikið, hvað sem hver segir, og hefur hingað til greitt allar sínar skuldir. Smám saman hefur þjóðfélag okkar tekið á sig mynd hinna efnaðri menningarlanda, sem við þekkjum bezt. Á sumum sviðum eru þægindin og atvinnutækin sambærileg við hið bezta hjá öðr- um. Samt er heildarmyndin enn eins og mynda- gáta, sem við höfum verið að setja sáman. Það eru miklar eyður í myndinni. Samgöngur skip'ta íslendinga miklu máli og eru hið erfiðasta verkefni vegna mannfæðar og landsstærðar með farartálmum miklum. Járn- brautir eru hér engar og verða sennilega ekki. Skipakostur og flugvéla er mikill, en bifreiðin er og verður mikilsverðasta samgöngutæki þjóðar- innar, hvort sem er til mannflutninga eða varn- ings. Af þessum sökum hljóta vegir og götur einnig að skipta höfuðmáli, en á því sviði standa íslendingar langt að haki þeim þjóðum, sem við herum okkur saman við um ísskápaeign og ann- að slíkt. Á þetta ekki aðeins við um þjóðvega- kerfið, þar sem náttúran gerir vegalagningu erfiða. Götur í kaupstöðum og kauptúnum eru hér einnig langt á eftir því, sem þjóðin hefur komizt á öðrum sviðum, og verður náttúrunni þar síður um kennt. Það hlýtur að verða eitt af stórverkefnum næstu framtíðar að leggja varanlegar götur um yfília þétta byggð og komast á stig nágrannaríkj- anna, sem leggja malbikaða götu fyrst, en byggja svo við hana húsin. Sómasamleg gatnagerð mundi setja mikinn menningarsvip á borg og bæ á ís- landi spara milljónir í viðhaldi bifreiða, greiða fyrir umferðarmenningu. Jafnframt þarf að hugsa meira um umhverfi húsa, hreinlæti á lóð- um, fjarlægja skúrarusl og annað slíkt, sem lít- ill sómi er að. Þessu verkefni verður að sinna með stórum átökum á næstu árum. laus sfaHa Staða aðstoðarbókavarðar við Bæjar- og héraðsbókasafnið í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Umsóknir sendist til formanns bókasafns- stjórnar, Stefáns Júlíussonar, Hafnarfirði, fyrir 10. ágúst næstk. Bókasafnsstjórn. r í ALÞÝÐUBLAÐINU 24. júní s. 1. er sagt frá draumi, sem Gunnar Dal dreymdi ein- hverntíma, þegar hann var staddur austur á Indlandi, og er þarna í blaðinu boðizt til að koma á framfæri eða birta ráðningu á þeim draumi. Nú er ég að vísu ekki draumspak- ur maður í venjulegum skiln- ingi þess orðs, ræð drauma ekki fyrir óorðnum atburðum. En eitt tel ég mig þó vita -ða geta fullyrt, og Það er, að draumskynjan eigi sér aldrei stað án utanaðkomandi tilefn- is, og þykir mér því sem ekki komi til greina, að nefndur draumur hafi getað verið hug- arfóstur dreymandans ein- göngu. Það ætti í rauninni al- veg að liggjajjóst fyrir, að hafi einhvej- séð sýnir og lif- að atburði, þá hafi það, hvort sem það átti sér stað hjá vak- andi manni eða sofandi, ekki getað verið án þess, aðsýnhafi verið séð og atburður lifaður. Hugrenningar sínar einar sam an getur enginn maður séð á sama hátt og þegar hann horf- ir á hluti eða staði, og gildir það auðvitað alveg jafnt um sofandi mann og vakandi. Og sé nú gætt að þessum draumi Gunnars Dal, þá liggur Það í augum uppi, hvernig hann er til orðinn. Draumurinn hefst með því, að Gunnar þykist vera staddur í ,astralheimum‘ og ber það svo að skilja, að það hafi ekki verið á þessari jörð. En það sem segir til um, hvernig þessu er varið, er, að vitund Gunnars er þarna allt önnur en hans eigin, allt önn- ur en hann segir sig hafa haft reynslu fyrir. Þetta, sem á sér þarná stað, er Því ekkert ann- ao en það, sem á sér stað í hvert skipti, sem einhver r gleymir sér og sofnar, en þða er, að annars manns vitund kemur í stað hans eigin og annars manns skynjanir. Og þarna virðist þessi- annar vera sjúklingur, sem kominn er að því að deyja og sem deyr síð- an. Og það er ekki einungis, að Gunnar fái þarna þátt í vanlíðan þessa deyjandi manns og skynji það, sem fyr ir hann ber, heldur er sam- Gunnar Dal band hans einnig lengra upp. Um leið og hinn sjúki maður, sem Gunnar þykist vera, miss ir meðvitund og deyr, fær Gunnar samband við einhvern annan, og fylgir því sambandi nokkur vitneskja um það, sem þarna var að gerast, flutning hins deyjandi manns til ann- arar jarðstjörnu. Kemur þessi vitneskja fram í því, að Gunn ar þykist leysast upp í straum eða kraft' og þá ekki síður í þeirri tilfinningu, sem hann þykist hafa um hinn órafjar- i læga ljósdepil eða vetrarbraut — sem til sé stefnt. Og að síð- ustu virðist mér sem Þarna komi til greina nokkur en ó- Ijós vitneskja um það, sem mjög er skylt því, sem verður á fósturskeiði hvers frumlif- anda. En það er sú upprifjan á lífssögu framlifandans, sem ætla má að verði um leið og hann byggist upp að nýju. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. Menn hreyía sig meö prýsti- loíti í geimnum VEL HEPPNAÐAR tilraun- ir hafa verið gerðar í Banda- ríkjunum með notkun nýs tækis, sem á að gera þyngd- arlausum mönnum úti í geimnum kleift að hreyfa sig innan og untan geimfar- anna. Prófun tækisins fór fram í flugvél, sem látin var taka djúpa dýfu, allt að því horn- rétt, þar til hún náði 500 km hraða á klst. Þá rétti flugvél- in sig og svif áfram í boga, en um leið mynduðust hinar réttu aðstæður til að prófa tækið, því að næstu 10 til 15 sekúndur varð flugvélin og allt, sem í henni var, þyngdarlaust. Útbúnaðurinn, sem notað- ur er, er einfaldur í sniðum. Það eru nokkrar flöskur með háþrýstilofti. f þeim er stutt slanga með stút og lokum, og með þeim er hægt að hafa stjórn á loftstraunmum úr flöskunum. Flöskurnar eru síðan festar með ól á bak geimfarans. Þegar hann vill svo hreyfa sig í ákveðna átt, snýr hann stútnum í hina áttina og opnar lokuna og hleypir út háþrýstilofti. Loft ið, sem streymir út um stút- inn, myndar nægilega orku til þess að „knýja“ manninn áfram þangað sem hann vill komast. H a n n es á h o r n i n u ★ Þakkir til séra Jó- hanns Hannessonar. ★ íslendingar svívirða sjálfa sig. ★ Hvað gerir Þingvaíla- nefnd? ★ Taka ungir menn til sinna ráða? TJM LEIÐ og ég þakka séra Jóhanni Hannessyni á Þing- völlum bréfið, sem birt var hér í blaðinu á fimmtudaginn, — langar mig til að segja þetta: Ásandið á Þingvöllum er orðið svo alvarlegt, að stjórnarvöldin verða að taka málið til athug- unar og grípa í taumana. Það er gjörsamlega óþolandi, að Þing vellir séu gerðir að sorphaug fyrir úrþvætti innlend og út- lend, sem leita þangað til þess að fullnægja hvötum sínum til drykkjuskapar og annars siðleys is. ÉG VEIT, að þjóðin öll ber fullt traus til séra Jóhanns Hannessonar. Hún veit, að hann segir satt og rétt frá, og að hann tekur ekki til máls op- inberlega um svona mál fyrr en hann telur sig ekki geta orða bundist. Honum finnst það sið- ferðileg skylda sín við þann heiga stað, sem hann á að lilynna að og verja og þjóðina í heild, að skýra frá því, sem þar fer fram. Og hann gerir það áreið- aniega í þeirri von, að opinberar umræður beri meiri og beiri ár- anour en einkavið:a:ður, jafnvel þó að þær hafi verið reyntíar ór eftir ár. EF VIÐ LÁTUM níða niður Þingvöll fyrir augunum á okk- ur, þá eigum við ekki skilið að heita þjóð, að minnsta kosti ekki íslenzk þjóð. Þá væri eins gott að flytja okkur á eitthvert útnes eða á heiðar upp í fjar- lægu landi þar sem við hefðum ekki helgan stað til að svívirða. Ég orða þetta á þennan hátt, vegna þess, að ég álít, að það séu ekki aðeins siðleysingjar, — sem níða Þingvelli, heldur við öli, fyrst við látum það viðg'ang- ast þrátt fyrir ábendingar oj á- skoranir hinna beztu marma. ÉG VIL, að nú þegar sé haf- ist handa. Það má ekki horfa í það, þó að það krefjist nokk- urra útgjalda að halda uppi virkri gæzlu á Þingvöllum. Þa?, verður, að minnsta kosti um all- ar helgar, að vera öflugur lög- regluvörður, sem geti tekði sið- leysingjana og ekið þeim burt af staðnum, langt burt, fyrst ekki er til neitt fangelsi þar, en ég vil heldur ekki láta byggja fangelsi á Þingvöllum. EF EKKERT verður gert, þá munu ungir menn, sem svíður niðurlæging staðarins, taka til sinna ráða. Ég hef heyrt róða- gerðir um það. Þeir munu fara tuttugu til þrjátíu saman austur um helgar með poka og farar- tæki og hreinsa vellina þegar úr hófi keyrir. Ef stjórnarvöldin gera ekki neitt í þessu, þá mun þetta verða gert — og ekki er það æskilegt, þó að það sé skilj- anlegt. EF EKKERT verður gert af opinberri hálfu — og eftir ná- kvæma athugun hinna beztu manna — og þá ber fyrst og fremst að hlusta á tillögur séra Jóhanns Hannessonar og Sig- urðar Gröndals forstjóra Val- hallar, þá mun ég ekki ge.ta á- fellt þá ungu menn, sem nú eru að undirbúa eigin löggæzlu á Þingvöllum. — Hér er um svo mikið alvörumál að ræða, að j það má ekki sýna því tómlæti. | Nú keyrir úr hófi fram. Hannes á horninu. 4 11- júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.