Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 5
Atómniósnarinn æflar að vinna að Hvernig atóm-sprengja virkar. Uppdráttur eftir Fuchs. NÍU ÁRA og 115 daga dvöl í ensku fangelsi hafa dýpk- að hrukkurnar í hinu háa enni vísindamannsins með meinlætissvipinn Andlitið er þynnra og augun hvassari og gáfulegri en fyrir tíu árum, þegar þessi maður var dæmd- ur fyrir njósnir á játningu sinni einni saman. Og í brjóst- vasanum var röð af blýönt- um, hinum einföldu og ómiss- andi tækjum stærðfræðings- ins. Fimmtán mínútum áður en- pó'ska fiugvélin átti að leggja upp frá London einn góðan veðurdag fyrir nokkru síðan, komu þrír leynilögreglumenn frá Seotland Yard með Klaus Emil Julius Fuchs á flugvöil- inn. Hinn 47 ára eðlisfræðing ur var nú laus úr fangelsi eft- ir að hafa afpiánað dóm fyrir njósnir í þágu Rússa. Hann settist upp í pólsku flugvélina og skömmu síðar sveif hún í átt til Berlínar, Aiistur-Berl- ínar. . Blaðamaður frá Daily Ex- press, sem upp á von og óvon hafði fengið sér far með sömu flugvél í þeirri von að geta rætt við Fuchs á leiðinni, fékk ekki orð upp úr honum fyrr en flugfreyjan tilkynnti að nú væri komið inn á yfirráða- svæði Austur.-Þýzkalands. Þá sneri Fuchs sér að blaðamann inum og sagði: — Ég skai segja yður að ég er Englend- ingum ekkert ramur, -k- Um Bandaríkin vil ég ekki ræða. Mér þykir vænt um að vera kominní til Austur-Þýzka- lands. Enda þótt Fuchs væri ekki gramur við Breta né Vestur- veldin þá voru. margir, sem veltu- fyrir sér hvort Bretar hefðu ekki ástæðu til að vera honum gramir. Það var enska stjórnin, sem veitti honum hæli fyrir ofsóknum naznsta á sínum tíma, og 14 ára fangelsi í stað dauðadóms, þar eð segja mátti að njósnir hans á stríðs- árunum hafi verið í þágu bandamanns. Honum var sleppt löngu áður en sektar- tíminn rann út og hann fékk þegar í stað að fara hvert á iand, sem hann vildi. Hvað meinti Fuchs með því að segja að honum þætti vænt um að vera kominn til Aust- ur-Þýzkalands? Ætlar hann sér að taka upp starf fyrir kommúnismann eins og áður? Hafði hann einhver leyr.dar- mál í fórum sínum? Og síðast en ekki sízt: — hafði honum tekist að fylgjast svo með framþróun eðlivísindanna að hann gæti á stuttum tíma náð á tindinn aftur? Dr. Hahs Bethe, fyrrum yfir maður Fuchs við kjarnorku- rannsóknarstöðina í Los Ala- mos sagði nýlega: •— Þekking Fuchs á kjarnorkuvopnum er einskis virði í dag. En gáfur hans eru dýrmætar. Hann var fyrsta flokks eðlisfræðingur. Þegar Fuchs kom til Los Alamos 1943 og hóf samstarf- ið við dr. Bethe, var hann þeg ar svikari, og stóð í föstu. sam bandi við Moskvu og njósna- hringi Rússa í Bandaríkjun- um. Enda þótt Bretar vissu árið 1933 að hann hefði verið meðlimur þýzka kommúnista flokksins var honum veittur brezkur borgararéttur og sett- ur í ábyrgðarstöður. í Los Alamos vann hann við rann- sóknir á mestu leyndarmálum kjarnorkunnar. Starf Fuchs í Los Alamos var mikilsvirði fyrir Banda-- ríkjamenn en á sama tíma ekki síður gagnlegt fyrir Rússa. Hann sendi þeim þegar í stað allar þær upplýsingar, sem- hann komst yfir varðandi Framhald á 10. síðu. k. Horfúr í haustkósningum á sér að leiða lista íhaldsins. Að Jóni frágengnum dett- ur mönnum í hug Jón Is- berg. f þessu kjördæmi geta orðið átök um efsta sæti á lista kommúnista. Gunnar Jóhannsson er ólíklegur til að leggja í þá atlögu, enda var eitt helzta baráttumál- ið fyrir hans hönd á Siglu- firði að kjósa hann, því hann skorti aðeins eitt þing til að fá eftirlaun alþingis- manna. Þeim nær hann, blessaður karlinn. A- UNGIR MENN EÐA GAMLIR Á NORÐ- URLANDI EYSTRA? Eyjafjörður, Akureyri og Þingeyjarsýslur eru á- líka stórt kjördæmi og Reykjanesið hvað mann- fjölda snertir og hefur sex þingmenn. Þar sýndu júní- kosningarnar að Framsókn fær þrjá þingmenn, Sjálf- stæðismenn tvo og komm- únistar einn. Hjá Framsóknarmönnum er eina spurningin um mannaval varðandi Bern- harð Stefánsson: Hættir hann eða heldur áfram? Verði hann enn í kjöri, er líklegt að hann verði efst- ur, Itarl Kristjánsson ann- ar, Gísli Guðmundsson þriðji og Ingvar Gíslason fyrir Akureyri fjórði, þrátt fyrir mjög góða útkomu í júní. Verði Bemharð hins vegar ekki í kjöri, kemur til álita, hvort Ingvar flyzt upp eða Garðar Hall- dórsson bóndi tekur sæti. Flokksstjórnin reyndi f ÞESSUM greinum um horfur til haustkosninga er, hvað líklegt kjörfylgi flokkanna snertir, borið saman við kosningarnar i júní. Er varla við annað að styðjast, enda þótt flestir telji, að úrslit í hinum stóru kjördæmum kunni að breytast verulega og fara eftir töluvert öðrum sjónarmiðum en áður. ★ HVAÐ VERÐUR Á NORÐURLANDI VESTRA? Við Hrútafjörðinn skipt- ir um og kemur í héruð, þar sem Framsóknarmenn hafa verið fjölmennastir. í Norðurlandskjördæmi vestra mundu þeir, eftir úrslitum júníkosninganna, liljóta þrjá þingmenn, en Sjólfstæðismenn tvo. Á þessu svæði hefur Framsókn þrjá kjörna þing menn, þá Skúla Guðmunds son, sem vafalaust verður efstur, Ólaf Jóhannesson prófessor og Björn Pálsson á Löngumýri. Þeim ganga næstir Jón Kjartansson, forstjóri Áfengisverzlunar- innar, og Kristján Karls- son skólastjóri á Hólum. Sjálfstæðismenn eiga tvo kjörna þingmenn á þessu svæði, séra Gunnar Gíslason og Einar Ingi- mundarsop bæjarfógeta á Siglufirði. Þá vantar al- gerlega mann fyrir Húna- þing, þar sem fallinn er Jón bóndi Pálmason. Ólík- legt er talið, að Jón leggi til orrustunnar enn á ný, lengi að fá Eyfirðinga til að taka Jóhannes Elíasson bankastjóra sem erfða- prins Bernharðs, en heima maðurinn varð hlutskarp- ari. Hjá Sjálfstæðismönnum verður Jónas Rafnar án efa efstur og Magnús Jóns- son frá Mel annar. Komm- únistar setja Björn Jóns- son að líkiridum efstan, enda fylgi þeirra langmest á Akureyri. ÞINGMANNAHRUN Á AUSTURLANDI. Austurlandskjördæmi hið nýja mun fá fimm þing- menn, en hefur haft sex — verður hið eina, þar sem þingmannatalan lækk- ar. Hitt verður örlagarík- ara, að Framsóknarmenn eiga nú alla þessa sex þing- menn, en munu samkvæmt júníúrslitunum aðeins fá þrjá af fimm, íhaldið einn og kommúnistar einn. Gera má ráð fyrir, að Páll Zóplióníasson dragi sig í hlé, svo að eftir eru fimrri menn um þrjú sæti. Eysteinn Jónsson verður án efa efstur, og líklega Halldór Ásgrímsson annar og Páll Þorsteinsson þriðji. Þá verða þeir eftir Björg- vin Jónsson, sem yrði að binda endi á stuttan þing- mannsferil í litlu kjör- dæmi, og Vilhjálmur Hjálmarsson, sem er orð- inn ýmsu vanur í skugga Eysteins. Sjálfstæðismenn eiga samtals um 1.000 atkvæði á Austfjörðum, og munu margir hafa rennt hýru auga til væntanlegs þing- sætis. Ógerningur er enn að spá, hver hnossið hlýt- ur: Sveinn bóndi Jónsson á Egilsstöðum; Erlendur bæjarfógeti á Seyðisfirði; auðugasti maður landsins Einar Sigurðsson eða Sverr ir Júlíusson, sem verið hefur einn af fremstu for- ustumönnum útgerðarinn- ar. Ekki þarf að efast um, að Lúðvík Jósefsson verði efstur á lista kommúnista, og er nú reynandi fyrtr hann að segja Austfirðing- um, að það verði heims- viðburður, ef hann nær kosningu, eins og hann taldi verða í júní, ef hann félli. + SEX SÆTI SUÐURLANDS- KJÖRDÆMIS. Suðurlandskjördæmi fær sex þingmenn og skiptast þeir eftir síðustu úrslitum jafnt milli Framsóknar og íhaldsins. Hjá Framsókn má búast við, að Ágúst bóndí Þor- valdsson verði efstur, Björn Björnsson sýslumað- ur Rangæinga annar og Óskar Jónsson alþingis- maður í Vík þriðji. Hins vegar var Helgi Bergs, framkvæmdastjóri Aðal- verktaka, setíur í franiboð í Vestmannaeyjum í þeim tilgangi að draga síðar að listanum á Suðurlandsund irlendi, þar sem nafn hans og ætt gæti hjálpað. Er engirin efi á því, að flokks- forustan hefur meiri á- huga á honum en Óskari, þótt sennilega verði erfitt að úthýsa Óskari eftir sig- urinn. Hjá Sjálfstæðismönnum verður Ingólfur Jónsson sennilega efsjtur, þótt þeir hafi fleiri atkvæði Sigurð- ur ÓIi Ólafsson á Selfossi og Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri í Eyjum. Ýms- ir bjuggust við, að Sigurði kynni að verða kastað fyr- ir séra Jónas Gíslason í Vík, því Skaftfellingar hafa verið Sjálfstæðis- flokknum erfiðir í ýmsu í ár, en Sigurður bætti við sig aíkvæðum þrátt fyrir kjördæmamálið og er vand séð, að hreyft verði nú við honum. Karl Guðjónsson tapaði fyrir kommúnista í Eyjum og er á niðurleið, en marg- ir Aíþýðubandalagsmenn á undirlendinu hafa snúið við kommúnistum bakinu og fleiri munu gera það, þegar Hannibal verður sendur í útlegðina. Þá er þessari hringferð lokið og verður Reykjavík skilin eftir í þessari um- ferð. Fróðlegt kann að verða síðar að segja fregn- ir af vangaveltum og spá- dómum, því margt getur breytzí á þeim 3—4 mán- uðum, sem eiga eftir að Hða til kosninga. þótt hann hafi án efa ætlað Alþýðublaðið — 11. júlí 1959 *|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.