Alþýðublaðið - 11.07.1959, Síða 9

Alþýðublaðið - 11.07.1959, Síða 9
( ÍÞróftir j a morgun ■ ■: Á MORGUN verður Ungl- ingadagur Knattspyrnusam- bancls íslands um allt land. — Verður framkvæmd hans með líku fyrirkomulagi og verið hef ur, kappleikir í yngri flokk- ununi fyrir hádegi, keppni í knattþrautum eftir hádegi, og leikur úrvalsliða síðar er tæki- færi gefst. í Reykjavík verða nokkrir leikir í 5. flokki, en í öðrum fiokkum er mikið af leikjum yf ir helgina í landsmótunum. Leikirnir í Reykjavík verða: Framvöllur: Franr A — Vík- ngur A í 5. fl. kl. 10 f. h. KR,-vellir: KR A — Valur A í 5 fl. kl. 10 f. h. Þróttur — KR B í '5. fl. kl. 10 f. h. Fram B — Valur B í 5. fl. kl. 10 f. h. Eftir hádegi verða knattþraut ir í keppnisformi á íþróttavell- inum og hefjast þær kl. 14. Keppt er í 5 manna sveitum í 3. og 4. flokki og hljóta fyrstu 3 menn í hvorum flokki verð- laun Og einnig bezta sveitin í hvorum flokki. Breyting á leikjaröð í yngri flokkunum: Vegna ófyrirsjáanlegra at- vika verður að flytja til 4 leiki, sem fram áttu að fara laugar- daginn 11. júlí. Verða þeir háð ir sunnudaginn 12. júlí á þess- um stöðum: Valsvöllur: Víkingur — UMF Breiðablik: Landsmót 3. fl. kl. 9.30. Fram — Hafnarfjörður: Landsmót 3. fl, kl. 10.30. Háskólavöllur: KR — Vík- ingur: Landsmót 4. fl. kl. 9.30. KR — Víkingur: Miðsumarsm. 4. B kl. 10.30. Á myndinni eru KR-ingar í sókn, en hinn snj alli markvörður Dana, Erling Sörensen, ver af öryggi. — Ljósm.: I. Magnússon. ísland hefði áft að sigra með 2M Hér eru þeir í einvígi, En- oksen miðherji -danska liðs- ins og Hörður Felixson mið- framvörður KR. í þetta sinn hafði Daninn betur.' Knattspyrnuheimsókn JÓTA. 9 ■■■:. 3 FYRSTI leikur úrvalsliðs jóska knattspyrnusambandsins, sem hér er í boði KR’ fór fram á fimmutdagskvöldið var á Laugardalsleikvanginum. Veð- ur var ágætt og áhorfendur margir. Úrslitin urðu Þau að jótarnir gjörsigruðu KR-inga, ekki aðeins að því er til mark- asina tekur, en þau urðu alls 4 gegn engu, heldur og allrar Ieikgetu, skipulags og knattmeð ferðar. KRingar máttu þakka fyrir að ekki fór þó verr en raun varð á. Öll mörkiri voru skoruð í síðari hálfleiknum. — Þessi úrslit eru, sannarlcga beiskur biti að kingja, eftir sig urinn yfir Norðmönnum á dög- unum, þegar þess er gætt að hér er meginhluti landsliðsins aftur á ferð. Að vísu var auglýst að nú léki KR óstyrkt gegn Dön- um. Verður slík yfirlýsing vart skilin á annan veg, en í fyrri leikjum gegn erlendum liðum, undanfarið, hafi KR leikið með styrktu liði. Er þetta ekki full- mikið yfirlæti? Leikurinn hófst með sókn KR og fyrstu mínúturnar vöktu vonir að KR-ingar hefðu ekki aðeins í fullu trú við gestina, heldur jafnvel gætu velgt þeim undir uggum. En fljótlega kom í Ijós, að hér voru karlar sem kunnu sitt ,,fag“ þar sem Jót- arnir voru. Er skemmst frá því að segja, að leiknum hallaði jafnt og Þétt á KR-inga. Fyrri hálfleiknum lauk þó, án þess að mark yrði skorað. Fyrsta tækifæri Jóta kom á 15. mínútu — er miðherji þeirra lyftir yfir úr sendingu frá útherja. Stuttu síðar fær KR hornspyrnu, sem Örn Steinsen tekur vel að vanda, Þórólfur Beck skallar úr henni á mark, en markvörður- inn ver fimlega. Rétt á eftir eru Jótanir í hörkusókn. Vinstri hmmwmmwmmmuuummv útherjinn er kominn í færi, en Bjarni Felixson ed stöðvar hann harkalega, svo báðir falla. Aft- ur er jósk sókn í algleymingi og Heimir ver með fráspyfnu á línu. Stuttu síðar á miðfram- herjinn snöggan skalla á mark- ði úr sendingu h. úth. Heimir bjargar vel. Hornspyrna er tek iu á KR litlu síðar, Heimir ver með yfirslætti, önnur horn- spyrna sendir knöttinn fyrir markið. Heimir hleypur út en missir knattarns, Hörður bjars ar með því að spyrna frá. Á 40. mínútu, er enn ein jósl/ sóknar- lotan í uppsiglingu. Knöttur- inn sendist frá manni til manns og endar á skoti miðherjans á markið, en frekar lausu, og Heimir hirðir knöttinn fyrir því opnu. Milli hinna hröðu sóknarbylgja, sem svo að segja látlaust skullu á KR-vörninni og ógnuðu marki þess, gerðu framherjar KR tilþrifalitlar og sundurlatfsar tilraunir til að nálgast mark mótherjanna, — sem aídrei ógnuðu því að neinu ráði. Markskotaöryggi Jótanna í fyrrihálfleiknumi, var ekki í samræmi við aðra ge.tu þeirra eða þau tækifæri, sem þeir sköp uðu sér. Það var lán KR í þess- um hálfleik. SEINNI HÁLFLEIKUR 4:0. í þessum I^álfleik juku Jót- arnir hraðann og lánið lék nú ekki lengur við KR. Á 4. mín. korrí fyrsta markið. Hröð sókn, með langsendingu tii h. úth., sem þegar afgreiddi knöttinn fyrir markið til h innh., Christi ansen, er skaut viðstöðulaust og skoraði óverjandi. Rétt á eft- ir er KR markið aftur í yfirvof andi hættu, Miðherjinn Enok- sen er í færi og skot dynur á markinu, en Heimir ver með bví að varpa sér, munaði þar mjóu, en nógu. KR á nú sókn- arlotu, eina af fáum. Þórólfur leikur fram með knöttinn, og Framhald á 2. síð«. — ÞEIR voru oí góðir fyrir okkar lið í dag, sagði „Nicken“ Johansen, þegar hann steig úv flugvélinni á Fornebu. Þetta staðfestu einnig leikmennivnir. — Þeir hefðu átt að vinna með 3—4:0, sagði Arne Natland. Það lá á okkur mestallan leik- inn og við lékum varnarleik og það bjargaðist í fyrri hálfleik. Asbjörn gat ekki komið í veg fyrir markið. Annars varði hann mjög vel. Allir leikmennirnir voru á sama máli. Thorbjörn Svensson sagði það sama. Sigur íslands Var verðskuldaður. íslending- um hefur farið mikið fram. Þeir KUNNA MIKIÐ í knatt- spyrnu. Roar Johansen sagði að vörn in hefði haft mikið að gera og möguleikar okkar á að komast til Rómar eru hverfandi. Til Þess þarf ísland að sigra Dani í Höfn og við bæði löndin í Osló. Leikmennirnir voru ekki broshýrir, er þeir stigu út úr flugvélinni. Hennum sagði: Ég vil segja sem minnst, kánn- ske er ég of mikill „diplomat“. Axel Floer tók ofan og fór, strax eftir að hafa sagt „adj4)“ við leikmennina. Jeitner 4,50 m. ÞYZKI stangarstökkvariim Jeitner, sem átti bezt 4,30 m þegar keppnistímabil þessa árs hófst, stökk nýlega 4,50, m á móti í Miinchen. Þetta er mjög glæsilegur áran-gur og aðeins Preussger hefur náð betra í Þýzkalandi eða 4,55 m. EINS og getið er um hér á öðrum stað í blaðinu í dag, er Unglingadagur KRI á morgun. Þennan unglingadag hefur Knattspyrnusambandið lielgað æskupiltum landsins nú um nokkur undanfarin ár, og mun svo verða í framtíðinni. Knatt- spyrnuíþróttin á meiri og sterk ari ítök í hugum manna um alían heim, en nokkur önnur íþrótt. Hér á landi er þessi iþrótt í hávegum höfð, svo að nærri má telja haiia til þjóðar- íþróttar. Aðsóknin að knatt- spyrnuleikjum er þar um næg sönnun, svo að engin íþrótta- grein kemst þar að til sarn- jöfnunar. Þúsundum saman hópast ungir og gamiir, konur og karlar, „á völlinn“ þegar von er um kappleik. íslenzkri knattspyrnu hefur fleygt fram undanfarin ár, en betur má ef duga skal. En til þess að betur takist verður að leggja grundvöllinn þegar á unga aldri. Því fyrr sem iðkun íþróttarinnar er hafin því betra — Knattþrautir þær sem Ungl- inganefnd KSÍ hefur látið lit- búa og sent öllum knattspyrnu félögum landsins er sá grund- völlur, sem byggja skal á, og sá grundvöllur er varanlegur, ef af samviskusemi er að unn- ið, af þeim sem trúað er fyrir knattspyrnulegu uppeldi hinna ungu félaga. Það ungur nem- ur gamall temur, segir máí- tækið. Á Unglingadaginn kemur það svo í Ijós hversu vel hefur verið að þessum málum unnið í félögunum, þegar flokkarnir mæta, til keppni og þátttöku í þrautunum. Auk þess sem leik- ir fara fram í liinum ýmeu flokkum félaganna. Unglingadagur KSÍ nær til alls Iandsins. Þann da-g eiga - knattþrautirnar að fara fram alls staðar þar sem félög eru starfandi að þessari íþrótt og kappleikir milli flokka cg fé- laga. Að sjálfsögðu er þátttak- an mest í þéttbýlinu og mest um að vera í Reykjavik í þessu sambandi, en dreifbýlið má ekki láta sinn hlut eftir liggja — Um allt land er knattspyrnu íþróttin iðkuð, og víða leynist gott efni í dugmikinn knatt- spvrnumann, sem síðar kann að geta gert garðinn frægan og orðið þjóð sinni til sóma í keppni á knattspyrnuvellinum, ef að hnoum er hlúð í tæka tið. Gerum Unglingadag KSÍ að öflugri lyftistöng knattspyrnu íþróttarinar í landinu, til þess hefur hann öll skilyrði, ef dyggilega er að unnið. Alþýðublaðið — 11. júlí 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.