Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 11
Reneé Sliann: 3. dagwr borðinu mínu og ég var orðin dauðhrædd þegar langi og stutti vísirinn mættust og klukkan var orðin tólf. Steve gat ekki verið í verksmiðj- unni svona lengi. Hvað var hann að gera? Hann gat ver- ið þar til tíu, til ellefu, en til tólf? Það var ekki langt heim. Angelina, gamli ástinbíllinn okkar fór það á kortéri. Ég lagði bókina frá mér og reyndi að róa mig. Ég yrði látin vita ef eitthvað kæmi fyrir. Svo stóð ég upp. Ég ætlaði að hringja til verk- smiðjunnar. Næturvörðurinn var þar og hann gat sagt mér hvort Steve var farinn. En hvað segði Steve við því að ég hringdi? Ég hringdi þangað aldrei, því ég vissi að það var ekki vel séð að starfs- fólkið ætti einkasamtöl í vinnutímanum. En þetta hlaut þó að vera undantekn- ing. Og svo heyrði ég að bíllinn kom. Ég hljóp að glugganum °g sá gömlu, vesalings Angel- inu. Ég sá Steve aka inn í bíl- skurinn og skömmu seinna stakk hann Ivklinum í skrána. Ég hljóp niður stigann með útbreitt fangið. „Ástih mín! Ég var svo hrædd um þig!“ „Mér finnst það leitt, Jenny“. Hann þrýsti mér að sér. Svo endurtók hann: „Mér finnst þetta mjög leitt, Jenny“. Eitthvað í rödd hans fék'k mig til að líta rannsakandi á hann. Mér hafði létt svo mik- ið að fá hann heilan á húfi heim að ég hafði ekki tekið eftir neinu, en nú sá 'ég að eitthvað Var að. Ég vissi ó- sjáifrátt að það var eitthvað alvarlegt. „Ég verð að tala við þig“, sagði hann og gekk að svefn- herberginu og opnaði dvrnar. Við stóðum þar og störðum hvort á annað og ég sá að hann vissi ekki á hverju hanh átti að byrja. Ég vissi ekki hvernig ég gat hjálpað hon- um.Mig langaði til að taka um hálsinn á honum, en ég ork- aði það ekki. Ég skildi að við stóðum á fyrstu krossgötum hjónabands okkar. Með skjálfandi röddu spurði ég: „Ástin mín, hvað er að? Stattu ekki og starðu á mig, segðu mér það!“ Hann leit beint á mig. „Ég kem svona seint af því að ég lenti í árekstri. Það slasaðist enginn. En bíllinn __í l Þegar hann hikaði sagði ég léttilega: „Svo það slasaðist enginn. —• Og Angelina gekk enn þegar þú komst“. „Ég var ekki i Angelinu. Ég var í nýja bílnum“. Ég settist niður á rúmið. Ég vissi hve dýrmætur nýji bíll- inn var. „Ég átti ekki að taka hann“, sagði hann tryllingslega. „Ég var fífl —“ Snögglega skildi ég að ég hafði ekki heyrt allt og að mér litist ekki á það, sem eft- ir var. Kvenleg innsýn og það hvernig hann horfði á mig, sagði mér það. Hann var sjkömmustulegur, sakbitinn. Ég hafði aldrei séð hann slík- ann. „Hvert fórstu? Hvar varstu?“ Ég heyrði að hann dró djúpt andann og sá að hann varð enn sakbitnari. „Segðu mér það, Steve!“ ,„Ég fór á „Blue-Bottle“ veitingahúsið við Great North Road“. „Með hverjum?“ ,.Kit Harker“. Ég starði orðlaus á hann og fann að hendur mínar urðu þvalar. Þetta gat ekki verið satt! Þetta var ekki minn maður! Ekki hann Steve minn sem ég hafði sagt Caroline að liti ekki við öðrum konum! Þetta gat ekki skeð í mínu hjónabandi! ,,En hvers vegna varstu með henni. 'Steve? Þú hlýtur að geta skýrt það? Ég á við, þig langaði ekki til að fara með henni, var það?“ Hann strauk þreytulega yf- ir hárið. Hann var svo þreytu- legur og áhvggjufullur, að mig sárkenndi til. Þó að mér findist þet+a voðalegt, þá var þetta verra fyrir hann. „Svaraðu mér ekki, ef þú ekkí vilt“, sagði ég lágt. „É.g skal svara þér. Ég held að ég hafi ekki viljað fara með henni“. „Heldurðu hvað?“ „Hún stakk upn á því“. „Ég skll. En ég hélt hún væri í Frakklandi". „Mamma, hvort er þetta liaganfijs eða skógarmús?" J „í júlí, já, hún hefur verið lengi heima“. Mig langaði til að sþyrja hvort hann hefði verið með henni fyrr en ég gat það ekki. Auk þess var ég viss um að svo var ekki, Þetta var fyrsta kvöldið, sem hann kom ekki heim á skikkanlegum tíma. En þau hefðu getað borðað saman! Ég reiddi mig á Steve. Það hafði ég alltaf gert. En gæti ég það eftir þetta? Ég tók fyrir andlitið til að dylja tárin, .sem komu fram í augu mín. Ég vildi óska, að ég hefði ekki talað við Caroline þetta kvöld. Ég freystaði ör- laganna með því, sem ég sagði við bana um okkur Steve. Og ég gat ekki gleymt orðum hennar: „Þessi stelpa hefur svo sannarlega eitthvað að sýna!“ og „Þakkaðu Guði, Jenny,' að þú ert ekki gift manni, sem hleypur á eftir stelpum!“ Það hafði nú sýnt sig að ég var ekki svo heppin! Hvað góða útskýringu, sem hann hefði, liði mér aldrei eips aft- ur. Það var ekki bara það, að hann var með Kit Harker, það var líka það, að hann hafði eyðilagt eitthvað dýrmætt og hreint, eitthvað, sem ég hafði álitið eilíft. ,,Jenny!“ Ég fálmaði eftir vasaklútn- um í vasanum á sloppnum mínum. „Jenny, ég meinti ekkert með þessu“. „Er það ekki?“ „Þú verður að trúa mér!“ Hann gekk að mér og stóð og horfði niður til mín. „Þú verð ur að trúa mér! Þetta bara skeði. Ég laug ekki að þér, þegar ég hringdi og sagðist vera að vinna. Kit kom á eftir, þegar ég var að reyna nýja bílinn. Hún bað mig um' að fara í smá ökuferð með sig í honum. Hún var þó dóttir forstjórans“. Ég færði mig fjær honum. „Vitanlega! Ég skal ekki gleyma því! Og hvað ætlarðu að segja, þegar hún biður þig um að skrepna með sér til Parísar eina helgi eða svo?“ Ég var ekki hreykin af þess um orðum mínum. Þetta var ekki sæmandi og auðvirðulegt en ég gat ekki hugsað skýrt. Ég var svo óendanlega óham- ingjusöm. „Vertu ekki hlægileg. Hlust aðu á mig, það versta. sem skeð getur, er að ég verði rek- inn“. „Það versta er“, þusaðj ég, „að héðan í frá get ég ekki trevst þér“. Hann andvarpaði. „Ég átti þetta víst skilið. En ég skal sýna þér að það er ekki rétt. En nóg um það núna — hevrðirðu ekki það sem ég sagði?“ Ég æpti að ég hefði heyrt það og mig gleddi það að hann yrði rekinn, kannske æfti næsti forstióri ekki aðra eins dóttir og Kit Harker. „Það gæti liðið á löngu áð- ur en ég fengi annan for- stjóra“. Þetta kom vitinu fyrir mig. „Það má vel vera að ég verðj að sætta mig við hvaða vinnu sem er, án allra fram- tíðarmöguleika. Og þú veizt að hjá Harker hef ég tækifæri til að gera eitthvað. Leggatt sagði mér um daginn að ég skildi bara biðja um hærra kaup, ég fengi það“. Ég horfði ásakandi á hann. „Þú varst ekki að segja mér það“. „Nei, ég vildi ekki segja þér það fyrr en ég fengi það“. „En hvers vegna heldurðu að þú verðir rekinn fyrir þetta með bílinn? Þ14 sagðir að það hefði ekki verið neitt alvarlegt". „Það var það ekk*i, en hægra megin er hann töluvert beygl- aður. Það tekur langan tíma að gera við hann. Harker gamli verður öskureiður“. „Ekki þegar hann veit með hverjum þú varst!“ „En ég vil ekki að hann viti með l^verjum ég var! Þá verður hann þúsund sinnum reiðari. Hann vill ekki að Kit sé með þeim, sem vinna í verk smiðjunni. Hann sleppir sér, þegar hann fréttir að hún var með mér“. Ég leit spyrjandi á hann. „En hvernig geturðu leynt hann þv? Fyrst það var árekst ur hlýturðu að hafa rekist á einhvern?“ ,,Á annan bíl.“ „Og lögreglan hefur komið og tekið skýrslu“. ,,Já“. „En þá varðstu að gefa upp nöfnin“. „Ekki hennar“. „Hvað gerðurðu við hana?“ spurði ég heimskulega. „Fald irðu hana í skottinu?” Hann hikaði. „Hvað í andskotanum gerð- irðu?“ spurði ég og varð snögg lega^ reið. „Ég sagði að hún væri kon- an ^mín“. Ég starði á hann í forundr- an. „Hún bretti kápukragann upp. Hann þekti hana ekki og hún er á hæð við þig“. Ég dró þungt andann. Ég hafði aldrei^ verið reiðari á ævi minni. Ég heimtaði að fá að vita hvers vegna í ósköp- unum ég ætti að hylma yfir Kit Harker, hún væri þó nægi lega gömul til að bera ábyrgð ina siálf. Og hvað hafði hún gert fyrir mig? Reynt að taka manninn minn frá mér! „Þú hylmir ekki bara yfir með Kit, Jenny“. Hugsanir mínar skýrðust og ég skildi við hvað hann átti. Hann kraup á kné við hlið mér og reyndi að taka mig í fang sér en ég sleit mig af honum. „Elsku Jennv, hlustaðu á mig! Þú hylmir líka yfir með mér og það hefur eitthvað að segja fyrir þig, fyrir mig og Nicky og bað er þýðingar- meira. Faðir Kit bekkir þig og kann vel við þig. Ef þú stendur með mér slepp ég að öllum líkindum með skamm- ir“. „Og geri ég það ekki?“ „Þá verð ég áreiðanlega rekinn". Svo það var svona, hugsaði ég. En hvað hann var fljótur að ráðgera þetta. Við höfðum ekki efni á að hann yrði at- vinnulauS. En hann hefði á- reiðanlega ekki tekið bílinn ef Kit Harker hefði ekki feng ið hann til þess. Sú hugsun gerði mig enn örvinglaðari. Það var að bæta þungu hlassi á byrðina að heimta að ég hjálpaði henni. Þau höfðu á- reiðanlega talað um það áð- ur en lögreglan kom. Hann hafði sagt að hún fkyldi ekki vera hrædd, hann segði bara að þetta væri konan hans! Það var heimskulegt að fá Flugvélarnars Flugfélag- íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Os- lóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10 í dag. Vænt anlega aftur til Reykjavíkur kl. 16.50 á morgun. Milli- landaflugvélin Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kl. 8 í dag. Væntan- ' leg aftur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kl. 8 í fyrramálið. Inn anlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egils- staða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skógasands og Vestmannaeyja (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- ilsstaða, Kópaskers, Siglu- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Loftleiðir. Hekla er væntanleg frá Safangri og Osló kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Edda er væntanleg frá New York. kl. 8.15 í fyrramálið. Fer til Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 9.45. Leiguvélin er vænt- anleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Osló og Stafangurs kl. 11.45. gkSpgjis Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík kl. 18 í kvöld til Norðurlanda. Esja er á Austfjörðum á suð- urleið. Herðubreið er á Aust fjörðum á norðurleið. Skjald breið er í Reykjavík. Þyrili fór frá Reykjavík í gær til Siglufjarðar og Akureyrar. Skipadeild SÍS. Hvassafell átti að fara frá Rotterdam í gær áleiðis til Ventspils og Riga. Arnarfell er í Reykjavík. Jökulfell. er á Akranesi. Dísarfell fer frá Áhus í dag áleiðis til Stettin. Litlafell fer í dag frá Reykja vík til Norðurlandshafna. Helgafell fór frá Norðfirði 4. þ. m. áleiðis til Umba. Hamra fell fór frá Arúba 6. þ. m. á- leiðis til íslands. Eimskip. Dettifoss fer frá Leningrad á morgun til Hamborgar og Noregs. Fjallfoss fór frá Du- blin 7/7 til Hull, Hamborg- ar, Antwerpen og Rotterdam. Goðafoss kom til Reykjavík- ur 6/.7 frá Hull. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn á hádegi í dag til Lpith og Reykjavík- ur. Lagarfoss kom til New York 8/7 frá Reykiavík. Reykjafoss fór frá Rotterdam 8/7 til Haugesund, Flekke- fjord og Bergen og þaðan til íslands. Selfoss fór frá Len- ingrad í gær til Kotka, Gdy- nia og Gautaborgar. Trölla- foss kom til Reykjavíkur 6/7 frá New York. Tungufoss fór frá Reykjavík 9/7 til Gufu- ness. Drangajökull fór frá Hamborg 9/7 til Reykjavík- ur. Messur Dómkirkjan: Messa kl. 11 árdegis. Séra Jón Auðuns. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Kirkja Óháða safnaðarins: Messa kl. 2 (síðasta messa fyrir sumarleyfi). Séra Emil Björnsson. Kaþólska- kirkjnn: Lág- messa kl. 8.30 árdegis. Há- messa og prédikun kl. 10 árd. Hafnarfj.kirkja: — Messa kl. 10. Kálfatjörn: Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. Alþýðublaðið — 11. júlí 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.