Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 2
sunn BENZÍNAFGREIÐSLUR í Reykjavík eru opnar'í júlí- mánuði sem hér segir: virka daga kl. 7.30—23. Sunnu- daga kl. 9.30—11.30 og 13 —23. ☆ LISTASAFN Einars Jónsson ar, Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 13—3.30. ☆ BÆJARBÓKASAFN; Lokað vegna sumarleyfa il þriðju- dagsins 4. ágúst. ☆ í TILEFNI af þjóðhátíð Frakka býður sendiherra Frakklands til móttöku þ. 14. júlí milli kl. 5—7 í bú- . stað sínum að Skálholtsstíg 6. Honum væri mikil á- nægja að taka á móti öllum vinurn Frakklands, er vildu þiggja boð hans. ☆ ÚTVARPIÐ í dag: 11 Messa í Dómkirkjunni. 15 Miðdeg istónleikar. 16 Kaffitíminn. 17 „Sunnudagslögin." 18.30 Barnatími. 19.30 Tónleikar. 20.20 Raddir skálda: Smá- sögur og sögukafll eftir Kristjóji Bender. Fiytjend- ur: Stefán Júlíusson, Valdi- . mar Lárusson og höfundur- inn. 21 TónJjst eftir Manuei de Falia. 2Í.30 Úr ýmsum áttum. 22.05 Danslög. ÚTVARPIÐ á morgun: 20.30 Einsöngur: Kim Borg. 20.50 Um dgainn og veginn (And- rés Kristjánsson blaðamað- ur). 21.10 Tónleikar. 22.10 Búnaðarþáttur. 22.25 Kam- merlónleikar. ★ Messur Neskirk/i; Messa kl. 11 ár- degis. Séra Jón Thorarensen. FINNSKU eru komin. V e t z I a n j n SNÓT Vesturgötu 17. Sjötugur í dag: SERA JON 0UÐNASO SAMKVÆMT prestþjónustu- bók Staðarprestakalls í Hrúta- firði er séra Jón Guðnason, fyrr um skjalavörður, í heiminn bor- inn hinn 12. dag júlímánaðar 1889 að Óspaksstöðum í Hrúta- firði, sonur hjónanna Guðna Einarssonar, bónda þar, og Guð- rúnar Jónsdóttur. Ekki þarf því frekar blöðum um það að fletta, að hann er sjötugur í dag, enda þótt það láti næsta undar- lega í eyrum, að hann sé bendl- aður við kerlinguna Elli með því að vera leystur frá embætt- isstörfum fyrir aldurs sakir, því að allt fas hans, yfirbragð og handatiltektir minna miklu fermur á mann, sem er í blóma lífsins. Þegar í aesku gerðist Jón bæði námgjarn og minnugur, enda brauzt hann til mennta, þótt ekki væri af miklum efnum að taka, lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi 1915. Embætt- is- og starfsferill hans er í stór- um dráttum þessi: Hann var prestur í Dalasýslu til ársins 1948, er hann var skipaður skjalavörður við Þjóðskjala- safn Islands í Reykjavík. Gegndi hann því starfi til 1. apríl í vor, er honum var veitt lausn frá embættisstörfum. Jafnframt prestskapnum hafði hann á hendi skólastjórn Hér- aðsskólans á Reykjum í Hrúta- f'irði tvö fyrstu starfsár hans, 1930—1932, og var kennari við þann skóla nokkuð á annan ára- tug. Þess má og geta, að hann var þingmaður Dalamanna 1926 —1927 og átti sæti í sýslunefnd Strandasýslu 1929—-1938, og margt fleira mætti til tína af trúnaðarstörfum, er honum hafa verið falin. Af þessu stutta yfirliti má hverjum manni ljóst vera, að séra Jón Guðnason getur setzt í helgan stein með góðri sam- vizku, því að hann hefur sann- arlega gert skyldu sína við sam- félagið með fyrrgreindum störf um sínum, auk þess sem þau hjónin hafa gefið þjóðfélaginu sjö ágæta þegna. Enn eru þó ótalin þau störf séra Jóns, sem ekki er minnst um vert, en það eru fræði- og ritstörf hans. Þeim hefur hann ætíð sinnt jafnhliða skyldustörfum sínum, en þó líklega af mestu kappi hin síðari ár. Sú ráðabreýtni séra Jóns að flytjast til Revkja- víkur hefur vafalaust staðið í nánum tengslum við þ.ennan þátt í ævistarfi hans, enda hef- ur aðstaða hans til fræðiiðkana batnað til mikilla muna síðan. Séra Jón Guðnason hefur nú um margra ára skeið verið með ötulustu og allra slyngustu ætt- og mannfræðingum þjó.ð- arinnar, og áreiðanlega mun enginn núlifandi íslendingur s.tanda honum á sporði um kunn ugleika á mönnum og ættum um landið vestanvert, allt frá Hvítá í Borgarfirði og til Blöndu. Mesta verk hans á þessu sviði er ritið Stranda- menn, æviskrár bænda (og raunar fleiri) í Strandasýsiu frá 1703 til 1953, einstætt rit í sinni röð, unnið af fágætri elju og stakri vandvirkni (kom út 1955). Ekki þykir mér ólíklegt, að hann geti bráðlega ■ gert fleiri héruðum á Vesturlandi áþekk skil. Þá var og stórmikill feng- ur að hlut séra Jóns í íslenzk- um æviskrám, en það voru leið- réttingar og þó einkum viðauk- ar við verk dr. Páls Eggerts Ólasonar. Grunur minn er sá, að séra Jón eigi fjölmargt í fórum sínum til að auka enn og bæta um þetta þarfa og raun- ar ómissandi verki. — Einn þátt ur í starfi séra Jóns eru útgáf- ur hans á verkum annarra. Má þar fyrst nefna Minnisblöð Finns Jónssonar á Kjörseyri, er út komu 1945. En eftirminni- legast er þó hið svipmikla rit séra Friðriks Eggerts Úr fylgsnum fyrri aldar, sem séra Jón hefur gert ágætlega úr garði (1950 og 1952). — Allt, sem séra Jón lætur frá sér fara, ber því vitni, að hann er ritfær í bezta lagi, en sérstaklega leyfi ég mér þó að benda á ævisögu Páls Eggerts Ólasonar í Aand- vara 1950 því til s.önnunar. Það er ekki að efa, að frá hendi séra Jóns á enn eftir að koma margt og mikið, sem ætt- vísinni, hinpi fornu og .ramís- lenzku fræðigrein, verður hinn mesti fengur að. Nú gefst hon- um tóm til að vinna úr ýmsu því, sem hann hefur viðað að sér á liðnum árum og áratug- um, enda er engin hætta á, að hann slái slöku við. Vonandi bera þjóðleg fræði gæfu til þess, að séra Jóni endist þrek og heilsa til að koma sem allra mestu í verk. Séra Jón er fríður sýnum og myndarlegur á velli, kvikur í hreyfingum, manna hressileg- astur í bragði, skemmtinn og gamansamur, hefur á hraðbergi einkennileg tilsvör manna, i hnyttinyrði, vísur og smásögur, er bregða skúu og skemmtilegu Ijósi yfir menn og málefni, sem til umræðu eru hverju sinni. Ég hef stundum óskað mér, að ég bæri á mér segulband, þegar séra Jón segir frá. Um fræði- manninn séra Jón Guðnason, margspakan og óljúgfróðan, er vissulega mikilsvert, eins og. ég vona að fram komi í línum þe.ss- um, en enn meira er þó vert um manninn sjáifan, eins og hann birtist og hræris.t á meðal okkar, þróttmikill og fastur fyr- ir, glaður og reifur, hollráður og hjálpsamur, í stuttu máli drengskaparmaður og valmenni í hvívetna. — Nokkur undan- farin ár hef ég vanið komur mínar á Þjóðskjalasafnið. Ég hef. notið þar ágætrar fvrir- greiðslu og dæmafárrar hjálp- fýsi séra Jóns, fyrst sem gestur safnsins, rellinn og ágengur, enda næsta óra+vís. um völund- arhús mannfræðinnar, en síðast liðinn vetur sem starfsmaður stofnunarinnar og því sam- verkamaður séra, Jóns, nýliði, •Sem margs hefur þurft að spyrja og um margt að fræðast. Af þessum skiptum mínum við Hekluferðvrnar eru vEnsælar ÍSLENZKA skemmtiferða-! skipið Hekla fór í gærkvöldi troðfullt af farþegum í fjórðu hringför sína til Norðurlanda, um Þórshöfn, Bergen, Kaup- mannahöfn, Gautaborg, Krfst- iansand, og með viðkomu í Fær- eyjum í bakaleiðinni. Þessar hringferðir Heklu eru orðnar mjög vinsælar og er að mestu fullskipað í þær allar, að því er Hallur Hermannsson, skrifstofustjóri hjá Skipaút- gerð ríkisins, tjáði Alþýðublað- inu í símtali. Samtals fer Hekla sjö hringferðir í sumar og er þátttaka útlendinga í ferðun- um sífellt að aukast, sérstak- lega hafa Þjóðverjar sýnt vax- andi áhuga á ferðunum. í síð- ustu förinni hingað voru með skipinu 40 útlendingar og flest- ir þeirra bjuggu um borð í fjóra daga, sem skipið var um kyrrt. Ferðaskrifstofa ríkisins sá um að flytja fólkið í landi og hafa ofan af fyrir því. Láta farþeg- arnir vel af öllum fyrirgreiðsl- um Ferðaskrifstofunnar. Hver hringferð Heklu tek- ur ellefu daga og sagði skrif- stofustjórinn, að Skipaútgerðin væri mjög ánægð, hve vel hef- ur tekizt með íslenzka skemmti ferðaskipið Heklu. Sýning á verkum þekkfra arkHekfa í CORCORAN Gallery I höfuðborg Bandaríkjanna hef- ur verið opnuð sérstæð sýn'- ing, sem sýna á starf og áhrif 13 fremstu húsameistara okk- ar daga. Sýningin nefnist „Form Givers at Mid-Cent- ury“. Meðal húsameistaranna, sem sjiningin gerir skil, eru Mies Van Der Rohe (Þjóð- verji), Eero Saarinen (Finni), Edward D. Stone (Bandaríkja- maður), Walter Gropius (Þjóð- verji), Philip Johnson (Banda ríkjamaður), Wallace Kirk- land Harrison (Bandaríkja- maðui') og Frank Lloyd Wright (Bandaríkj amaður). Frá Verðlagsskrifstofunni. TIL þess að almenningur eigi auðveldara með að fylgj- ast nieð vöruverði, birtir skrif- stofan eftirfarandi skrá yfir útsöluverð nokkurra vöruteg- unda í Reykjavík, eins og það reyndist vera 1. þ. m. Verðmunurinn, sem fram kemur á nokkrum tegundanna, stafar af mismunandi inn- kaupsverði og eða mismunandi tegundum. Nánari upplýsingar urti vöru- verð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fóik hvatt til þess að. spyrjast fyrir ef því þykir ástæða til. Upplýsingarsími skrifstofunn- ar er 18336. Matvörur og nýlenduvörur Rúgmjöl pr. kg. Hveiti — — Haframj.------- Hrísgr j. — -—■ Sagógrj. — — Kart.mj. -—- — Te, 100 gr. pk. Coco, V2 Ibs. Suðus.l., Sír. kg. Molas. pr. kg. Str.sykur — — Hæst Lægst kr. 2.85 3.05 — 3.25 — 3.70 — 6.55 —• 5.25 — 5.80 3.75 3.80 6.90 5,60 6.05 9.75 10.55, 12.20 12.85 96.30 98.60 6.30 7.00 4.35 4.65 hann hefur mér orðið æ ljósara með hverjum deginum, hvílík- ur dýrðar- og mannkostamaður séra Jón er. Ég flyt honum hér með einlægar þakkir fyrir liðn- ar samverustundir og óska þess, að fundum okkar megi sem oft- ,ast bera saman, hvort sem er á safninu eða annars staðar. í dag renna hlýir straumar hvaðanæva úr byggðum lands- ins að heimili séra Jóns Guðna- sonar í Glaðheimum 18 í Reykja vík. Ég veit, að ferðamenn í ó- byggðum og huldar vættir lands ins hugsa líka hlýtt til hans. Engan hóp vil ég fremur fylla en þann, sem honum árnar heilla. Á þessum merku tíma- mótum í lífi séra Jóns Guðna- sonar færi ég bví honum og konu hans, frú Guðlaugu Bjart- marsdóttur, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ástvin- úm mínar beztu kveðjur og óska þeim hamingju og bless- unar í framtíðinni. Bjarni Vilhjálmsson. Púðurs.-------- Rúsínur steinl. Sveskjur 50/60 5.45 5.95 32.00 38.35 4.8.70 50.25 Kaffi, br., malað — 34.60 Kaffibætir — 20.80 Smjörl. nið.gr. — 8.30 — óniðurgr. — 15.00 Fiskbollur Vi ds. — 14.65 Rinso, 350 gr. — 9.40 10.00 Sparr, 250 gr. — 4.30 Perla, 250 gr. — 4.30 Geysir, 250 gr. — 4.05 Lægst pr. kg. Súpukjöt Kr. 21.00 Saltkjöt — - 21.85 Léttsaltað kjöt — 23.45 Gæðasmjör, niðurgreitt, 1. fl. — 42.80 — óniðurgreitt _ 73.20 Samlagssmjör niðurgreitt 38.65 — óniðurgreitt — 69.00 Heimasmjör > niðurgreitt — 30.95 —■ óniðurgreitt — 61.30 Gæðasmjör, 2. fl. niðurgreitt . ._ 36.00 — óniðurgreitt — 66.25 Egg, stimpluð ' — 42.00 Þorskur, nýr, haus. — 2.60 Smálúða — 9.00 Ýsa, ný, hausuð ! 3.50 Stórlúða —- 14.00 Saltfiskur -r- 7.35 Fiskfars — 8.50 Nýir ávextir: Bananar, 1. fl. — 29.00 Epli, Delicious — 30.80 Grænmeti, nýtt: t Tómatar, 1. fl. — 32.00 Olía til húsakynd- ingar, litr. — 1.08 Kol pr. tonn — 710.00 ef selt er meira VEGNÁ frásagnar Alþýðu- blaðsins 11. þ. m. af tónlistar- flutningi í sambandi við lands- leiki vill STEF benda á, að flutn ingur verndaðrar tónlistar et hvorki leyfilegur af plötum né á óvélrænan hátt, nema leyfi höfundarétthafa komi til, og veitir STEF sem kunnugt er slík leyfi gegn vægu gjaldi. jg 12. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.