Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 3
ÞAÐ ER margs konar furðu- legur félagsskapur á Indlandi, en Félag kókóspálmaklifrara er ekki lengur hið furðuleg- ' asta af þeim. Félag ópíum- ' neytenda er vafalaust skrýtn- að taka við KOMMÚNISTAR eru fá- mennir í Svíþjóð, en sterk- asta vígi þeirra var um langt árabil Norbotten, nyrzta fylki landsins og víðlendasta. En jafnaðarmenn hafa jafnt og þétt unnið á þarna og hafa öruggan meirhluta í öll- um verkalýðsfélögum fylk- igins, Er þetta hvað mest að þakka einum manni, þing- manninum og ritstjóranum Ragnar Lassinantti, en hann er sá þingmaður jafnaðar- manna utan af landsbyggð- inni, sem mest kveður að. Hann hefur tekið sér það hlutverk að berjast gegn á- hrifum kommúnista í héraði sínu og lætur einskis ófreist- að til þess að ráðast á þá í blaði sínu, sem er útbfeidd- asta blað Norbotten. Fyrir rúmum mánuði kröfðust kommúnistar á fylkisþinginu í Norbotten þess, að samþykkt yrði krafa um bann við staðsetningu eldflaugastöðva í héraðinu. Héldu þeir því fram, að slík- ar stöðvar væru aðeins fyrsta skrefið 1 þá átt að hafnar yrðu tilraunir með vetnis- vopn í Svíþjóð! Kommúnist- um til hinnar mestu skelf- ingar kom Lassinantti. með gagntillögu um, að fylkis- þingið tæki upp beina samn- inga við ríkisstjórn Sovét- ríkj’anna um, að Rússar hættu tilraunum með vetn- isvopn þegar í stað, en kjarn orkutilraunir þeirra á und- anförnum árum hafa aukið mjög geislun yfir Svíþjóð. Lassinantti lét ekki þar við sitja, heldur réðist harkalega á kommúnista fyrir tvöfeldni þeirra í þessum málum og baráttu þeirra fyrir, að Sví- ar væru varnalausir. Aðferðir Lassinantti eru mjög ólíkar því, sem tíðkast annars staðar í Svíþjóð, en ikommúnistar eru víðast látn- ir afskiptalausir, enda svo fámennir í landinu, að eng- in tekur eftir þeim, nema þegar þeir verða uppvísir að hjósnum fyrir Rússa, en það er svo algengt, að meira að segja fólk er hætt að taka verulega eftir því. Það er skoðun Lassinantti, að menn verði að vera stöðugt á verði gegn kommúnistum, mesta hættan sé, að láta þá af- skiptalausa. Norbotten er fátækasta hérað Svíþjóðar og atvinnuleysi þar meira en annars staðar, enda héldu ikommúnistar yfirráðum í félagi járnnámuverkamanna þar til fyrir sex árum, að jafnaðarmenn náðu félaginu. ast af þeim öllum. Það var stofhað fyrir nokkrum vikum í N.ýju Dehli. Enginn skyldi ætla, að stofnendurnir séu einhverjir andlegir og líkam- legir aumingjar. Þvert á móti. Hið nýja félag rekur mikinn áróður í blöðum og útvarpi og ’gerir allt, sem hægt er, til þess að „upplýsa“ almenning. Enda berst félagið fyrir há- leitu markmiði, sem sé að varð veita þann rétt, sem Indlands- stjór-n vill nú taka af þrælum hinna sælu drauma. Talið er, að á Indlandi séu 450 000 manns, sem reykja eða éta ópíum. Og stjórnin vill. útrýma þessum lesti. Frá og.með 1. apríl var. öll ópíum- verzlun í Dehli bönnuð og sölustöðvum lokað. Eftir er þá aðeins ópíumeinkasala ríkis- ins, en þeir eru fáir og útvald- ir, sem eiga aðgang að henni. Nú er ekki hægt að fá ópí- um í Indlandi nema sam- kvæmt vottorði, og þá ekki nema lítinn skammt. En ópí- umneytendur sætta sig ekki við þessar aðgerðir og telja, að ópíum sé ekki verra en á- fengi og tóbak, sem allar ríkis- stjórnir selja með hagnaði og hömlulaust. Þeir krefjast í nafni lýðræðisins, að fá einka- leyfi á.sölu ópíum, en stjórn- in vill ekki fallast á neitt slíkt. Félag ópíumneytenda hyggst knýja ríkisstjórnina til undan- haíds með því að fara í réyk- ingarverkfall. Gifí ríkutn BÆJARBÍÓ í Hafnar- firði hefur nú sýnt þýzku kvikmyndina „Gift ríkum manni“ í rúmar tvær vik ur. Myndin er byggð á iskáldsögu Nóbelsverð- launahafans Gottfried Keller og birtist sem rfamhaldssaga í SUNNU DAGSBLAÐINU í vetur, sem leiði. Myndin sýnir þau Joh anna Matz og Erik Schu man í aðalhlutverkunum, en auk þess fer Horst Buchholz með veigamikið hlutverk í kvikmyndinni. ívar Guðmundsson með fjölskyldu sinni, frú Barböru Guðmundsson, sem er kanadisk aíí írskum ættum, og börnum þeirra hjóna, Brjóni og Brúsa. — (Ljósm. O. Ól.). ÍVAR Guðmundsson, blaða- fulltrúi hjá Sameinuðu þjóð- unum er nýkominn hingað til lands með fjölskyldu sinni í orlofi. Allir starfsmenn Sam einuðu þjóðanna eiga heim- fararleyfi annað hvert ár, en viðstaða ívars verður skömm að. þessu sinni sökum utan- ríkisráðherrafundarins í Genf, sem haldinn er í húsakynn- um S’. Þ. í Genf og hefst að nýju 13. júlí. Sameinuðu þjóðirnar leggja til túlka og annast um skjalaprentun og útgáfu og alla upplýsinga- þjónustu á fundinum og það kom í hlut ívars Guðmunds- sonar að annast þau störf að nokkru leyti. Er Alþýðublaðið átti tal við ívar Guðmundsson barst talið óðar að utanríkisráð- herrafundinum. Hann segir það hafa verið umfangsmikið starf að skrásetja fréttamenn, veita þeim aðgangsleyfi og upplýsingar, og það verður reyndar skljanlegt, þegar haft er í huga, að í Genf voru sam- an komnir þessa dagana fjór- tán hundruð fréttamenn, Ijós- myndarar, starfsmenn kvik- myndavera og sjónvarpsfyr- irtækja, þar á meðal 600—700 blaðamenn og meðal þeirra margir kunnustu stjórnmála- fréttaritarar stórblaðanna. „Engir fréttamenn fá að vera viðstaddir fundina sjálfa“, segir ívar, „en að þeim loknum héldu talsmenn ráðherranna fundi með frétta- mönnum og skýrðu frá gangi mála. Var þessu fylgt strangt eftir, að enginn utan starfs- manna og. ráðgjafa utanríkis- ráðherranna væru í fundar- salnum“, — Hvaða munur er þá á svokölluðum lokuðum fund- ívar Guðmundsson blaðafulltrút hjá Samelnuðu þjóð- unum F l um og opnum fundum? „Munurinn er sá, að á lok- uðu fundunum, sem oft eru haldnir á heimili eða bústað einhvers ráðherranna, eru engar fundargerðir ritaðar, engar ræður teknar upp né gefnar út og viðræðurnar ó- formlegar með öllu. Hins vegar mun hyerjum ráðherra í sjálfsvald sett, hvort hann skýrir frá umræðuefni eða ekki. Þess’i er allur munur- inn“. Um fátt hefur verið meira rætt og ritað að undanförnu í heimsblöðunum heldur en umræddan utanríkisráðherra- fund, en um árangurinn telur Ivar varlegast að tala sem minnst, fundinum er ekki lok- ið, honum hefur aðeins verið frestað. Ivar Guðmundsson er oft þar sem atburðirnir gerast. Hann var til dæmis í .Egvpta- landi veturinn 1956—1957, þegar gjörvallur heimurinn beindi ásjónu sinni þangað. Hann varð meðal fyrstu manna til Napoli á Ítalíu, þar sem hersveitir Sameinuðu. þjóðanna fylktu liði og: fór síðan með þeim á Gaza-svæð- ið og dvaldist á slóðum um- hverfis Zúesskurð, í Port Sa- id, Kairó og Ismalía fram á vor. „Hvort Sameinuðu þjóðirn- ar ættu að koma á fót föstu gæzluliði? Jú, um það hafSi oft komið fram tillögur, ert. þeim er bezt svarað með ræðus sem Hammarskjöld hélt þeg- ar Allsherjarþingið ræddi til- löguu um alþjóðaherlið, sem á- vallt væri til taks. Hann benti á, að erfitt væri að síofnsetja slíkt lið fyrirfram, heldur vrðu atvikin og atburðírnir á hverjum tíma að ráða, hvern- ig slíkt lið yrði skipað. Það' hefði líklega ekki þótt væn- legt til árangurs að sendá gæzlulið skipað brezkum og frönskum hermönnum tii Egyptalands, þegar til átak- anna kom. þar eða hugsum okkur eftirlitsliðið í Líbanon. á sínum tíma, sem átti. a® kynna sér hvort vopnasmygl ætti sér stað á landamærun- um. Verkefni öryggisher- sveita yrðu svo ólík, að þjóð- erni slíks liðs verður á hverj- um tíma að ákvarðast eftir aðstæðum og atvikum“. — Nú hefur komið frana hugmynd um að íslendingar biðji um gæzluskip frá Sam- einuðu þjóðunum til að ann» ast landhelgisvörzluna fyrir okkur? „Slíkar bollaleggingar vil ég ekkí ræða. Starfsmenn S. Þ. verða umfram allt að gæta hlutleysis í ummæium og gerðum. Okkar stai'f er ekkí pólitískt. því Sameinuðu þjó'ö! irnar eru algerlega óhlutdræg ar, þær eru í senn hvert að- ildarríki út af. fyrir sig og allar sem heild og þær gera ekki annað en hvert aðildar- ríkjannai vill“. — Hvaða málefni ber hæsi á vettvangi S. Þ. um þessar mundir? „Ég ætla að stærsta rnálið sé sérsjóðurinn, sem Ailsherj arþingið stofnsetti nýlega og tók til starfa á þessu ári und- Franrhald á 10. síðu. Alþýðublaðið — 12. júlí 1959 Ijj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.