Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjáim- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Endurtekin mistök ÞJÓÐVILJINN heldur áfram að endurtaka mistök sín í landhelgismálinu. í fyrradag skýrði hann frá því, að samband frjálsra verkalýðsfélaga hafi tekið málstað Breta í deilunni. Slíkt væri mjög illa farið, éf satt reyndist. En afstaða Þjóð- viljans einkennist sem betur fer af fljótfærni og hvatvísi. Fré'ttin er samkvæmt frásögn blaðsins sjálfs á þá leið, að stjórn sambands frjálsra verkalýðsfélaga hafi lagt til „við samtök í báð- um löndum, sem að sambandinu standa, að þau fari þess á leit við ríkisstjórnir sínar, að þær semji um réttmæta bráðabirgðalausn, þar sem gætt sé fiskveiðihagsmuna beggja.“ íslenzki aðil- inn er Alþýðusamband íslands. En svo lætur Þjóðviljinn þess getið í hneykslunarskyni, að framkvæmdastjóm lalþjóðasambandsins sé skip- uð hægrisinnuðum sósíaldemókrötum, og bætir síðan við: „Fulltrúi Norðurlanda er Ejler Jen- sen frá Danmörku.“ Samþykktin, sem til er vitnað, ber með sér, að fordæming Þjóðviljans er tilefnislaus. Sann- leikurinn er líka sá, að verkalýðshreyfing ná- grannalandanna hefur stutt okkur íslendinga drengilega í landhelgismálinu. Og þess mætti Þjóðviljinn minnast, ef hann vill muna íslenzka málstaðinn vegna ærustu, að fulltrúar Norður- landanna hafa hvað eftir annað komið til liðs við okkur á alþjóðavettvangi í umræðum um landhelgismálið. Þjóðviljinn hefur sjaldan hor- ið gæfu til að viðurkenna þann drengskap „hægrisinnaðra sósíaldemókrata.“ En hann virð- ist halda, að Islandi sé unnið gagn með því að reyna að gera afstöðu Ejlers Jensens, formanns danska Alþýðusambandsins, tortryggilega. Umræður um landhelgismálið hér heima fyrir eru ærinn vandi. Samt er mun erfiðara að láta umræður þess erlendis til sín taka, svo að vel fari. Þjóðviljanum er hvort ’tveggja ofraun. En afstaða hans út á við er sýnu hættulegri, ef mark væri á henni tekið. Þess vegna er viðun- anlegra, að kommúnistablaðið haldi því fram, að kosning í Suður-Múlasýslu ráði úrslitum um sigur eða ósigur íslendinga í landhelgismálinu, en að Þjóðviijinn spilli íslenzka málstaðnum erlendis með fréttaburði eins og þeim, sem henti hann í fyrradag. Þau vinnubrögð verða engum að gagni — nema ef vera kynni Brétum. Og íslendingum á að vera nóg að þurfa að blygðast sín fyrir Þjóð- viljann heima fyrir. Danillúbbur Æskufólks í er í Skátaheimilinu í dag kl. 4—7 e. h. Haukur Morthens og hljómsveit i Arna Elfars skemmta. f Danskeppni. Aðgöngumiðar á kr. 10,00 fást við innganginn. | Æskulýðsráð Reykjavíkur. 4 12. júlí 1959 — Alþýðublaðið SKÝRSLA um fund fiskifræðinga hald- inn í Þórshöfn í Fær- eyjum 29. júní—1. júlí 1959. Norrænir og sovézkir fiski fræðingar mættust til fund- ar í Þórshöfn í Færeyjum dagana 29. júní—1. júlí þ. á. að loknum rannsóknum á öllu hafsvæðinu frá Bjarn- areyju suður til Færeyja og vestur til ísrandarinnar norðan íslands og hafsvæð- isins vestan íslands. Áður hefur verið skýrt frá svæða- skiptingu milli þjóða. Af íslands hálfu tóku þátt í þessum fundi Dr. Hermann Einarsson og Ingvar Hall- grímsson, magister. Helztu þátttakendur hinna þjóð- anna voru: frá Danmörku forstjóri dönsku hafrann- sóknanna, dr. Erik Bertel- sen, magister Frede Her- mann, leiðangursstjóri á ,,Dönu“, og magister Vagn Jensen frá Færeyjum; Já- kup Joensen, magister frá Noregi: Finn Devold, leið- angursstjóri á „Johan Hjort“, magister Grim Berge og Myland, sjófræð- ingur; frá S'ovétríkjunum: Dr. Judanov, leiðangursstj. á „Professor Mesasjev", Dr. A. Alexjev og dr. E. Pavsh- ties. Á fundum þriggja nefnda, sem settar voru í upphafi og fslands. Langmestur hluti síldarstofnsins fannst á mörkum Austur-íslands- mótsins voru hinar víðtækju athuganir rannsóknaskip- anna samræmdar og kort gerð um hitadreifingu á öllu hafsvæðinu, síldardreifingu og átumagn. Var ýtarlega rætt um frekari samræm- ingu á athugunum rannsókn arskipanna og mikilsverðar ályktanir gerðar í því efni. Um magn og dreifingu síldar í júnímánuði 1959, er þess helzt að geta, að rann- sóknaskipin fundu yfirleitt minna síldarmagn heldur en árin 1954—58, sérstaklega í nyrðri hluta Norðurhafsins milli Norður-Noregs og Jan Mayen og milli Jan Mayen straumsins, sérlega á suður- og vesturmörkum hans. Yfirleitt má segja, að haf- straumar hafi verið sterkari í ár en nokkurt annað ár síð- an 1954. Hlýir straumar við vestur- og norðurströnd ís- lands og við vesturströnd Noregs voru allmiklu hlýrri en venjulegt er. Hins^ vegar var sjórinn í Austur-íslands straumnum talsvert kaldari en venja er til. Sem dæmi má geta þess, að hitinn í efstu 50 metrunum var um 1 gráðu lægri en venjulega á svæðinu milli Langaness og Jan Mayen. Eins var meiri ís austan við Jan May- en en sézt hefur síðan 1954. Um átumagnið er það helzt til frásagnar, að við ísland var yfirleitt lítið átu- magn, sérstaklega í hafinu fyrir suðvestan land, en helzta átusvæðið við ísland var djúpt út af norðaustur- ströndinni. Á hafsvæðinu milli Færeyja og íslands var einnig frekar lítið um átu. Við Noregsstrendur fannst töluverð áta og sömuleiðis sunnan Jan Mayen. Við ís- land var hámark plöntu- gróðursins út af Kögri og á Strandagruni. Sömuleiðis fannst mikið plöntumagn á jöðrum Austur-íslands- straumsins. Ákveðið var, að fundi Al- þjóða Hafrannsóknarráðsins næsta haust, verði áfram- haldandi samstarf rætt og þá verði ákvarðanir teknar um svæðaskiptingu og fund- arstað, ef unnt reynist að tryggja nægilegan skipökost til þeirra rannsókna, sem fundurinn áleit nauðsyn- legar. Margar skólastjóra- og kennarastöður lausar. MARGAR skólastjóra- og kennarastöður eru lausar að því er Lögbirtingablað segir: Eru þar auglýstar til umsóknar tvær til þrjár kennarastöður við gagnfræðaskólann á Akur- eyri, tvær kennarastöður við Húsmæðraskólann á Bí.önduósi, og ein við Húsmæðraskólann að Laugum, skólastjórastöður við barnaskólann að Höfnum í Gullbringusýslu, að Ásbirgi, A-Hún, að Sólgörðum í Skaga- firði, barnaskólann í Skutuls- firði, Lundi í Axarfjarðarskóla hverfi, og kennarastöður við barnaskólann í Keflavík, barna skólana í Hafnarfirði, Seyðis- firðí, Bíldudal, Vatnsleysu- strönd, Höfðakaupstað, Raufar- höfn, Hvolsvelli og víðar, en þetta er orðið nokkuð fyrir kennaraefni að velta fyrir sér. Umsóknarfrestur er annað hvort til 24. júlí eða 1. ágúst. H a n n es á h o r n i n u 'k Er íslenzk knaít- frumstæð? 'k Ummæli Gríms Gunn- arssonar íþróttarit- stjóra Akíuell. -k Hvað gengur að frjáls um íþrótíum. 'k Keítir skotnir um nætur. ÞULURINN af Laugardalsvell inum, sem sagði frá landsleik okkar við Norðmenn, lét þau orð falía í garð Dana, að þeir yrðu að endurskoða ummæli sín um íslenzka knattspyrnu. Þeri hefðu sagt, eftir heimkomuna, frá því að keppa hér, að knatt- spyrna okkar væri ffumstæð. Nú hefðum við afsananð það á myndarlegan hátt með því að sigra Norðmenn. — Ég skal ekki dæma um réttmæti þessara um- mæla. Ég sá hvorugan landsleik- ínn og get þvt ekki dæmí um hæfni okkar manna, en ég lilust aðj á frásögn þularins og ég gat ekki annað heyrt en að okkar menn sæktu fast fram og stæðu hvað það snertir framar en Norð menn, en að baki Dönum. ÉN ÞETTA er engin sönnun fyiir því, að knattpysnu okkar beri ekki frúmstæðan svip, og þ-’ítt fyrir sigurinn yfir Norð- n-.önnum hugsa ég að svo sé, — enda er það ekki óeðiitegt. En tileinið til pess að ég geri þetta að umtalseír i, eru umrnæii eins af fremstu íþróttaritstjórum Dana við mig eftir landsleikirm, Þessi íþróttaritstjóri er Grím- ur Gunnarsson við Aktuelt. — Hann sagði: Þetta er í fjórða eða fimmta sinn, sem ég sé íslenzka knattspyrnu. Knattspyrna. ykk- ar nú er gjörólík því, sem ég hef áður kynnst. Það er bersýnilegt að íslenzku piltarnir kuhna orð- ið knattspyrnu miklu batur en áður. Það kæmi mér eltki á ó- vart þó að þeir, í fyrsta lagi vinni Norðmenn, og auk þess, geti innan tíðar, ef þeitn íer s’tona mikið fram á næstu árúm, orðið fleiir þjóðum skeinhættir". GRÍMUR GUNNARSSON er einn snjallasti íþróttaritstjóri í Danmörku. Ekki talar hann um frumstæða íslenzka knattspyrnu. — Hann meira að segja lét þá skoðun í Ijós, að innan tíðar myndu íslenzkir knattspyrnu- menn getað staðið knattspyrnu- mönnum miklu fjölmennari þjóða á sporði ef þeir þjálfuðust með sama hraða og þeir hefðu gert undanfarin tvö ár. Hann bætti því líka við, að hann myndi ekki vilja veðja á sigur Dana í sumar þegar íslendingar og Danir eiga að heyja annan landsleik sinn í Kaupmanna- höfn. EN FYRST ég er farinn að sletta mér fram í umræður uin knattspyrnu, langar mig til að bæta nokkrum orðum við um frjálsar íþróttir. Það var gaman að hlusta á frásagnir af afrekum ungra íslendinga fyrir nokkrum úrum í þessum íþróttum, en það er eins ömurlegt að hlusta á frá- sagnirnar nú. Ég tók, til dæmis, eftir því, að við vígslu Laugar- dalsvallarins varð útkoman skelfilega ömurleg í liundroð metra hlaupi. Þar var enginn undir ellefu sekúndum. FYRIR NOKKRUM árum átt- um við þó nokkra pilta, sem hlupu þessa vegalengd fyrir neð- an ellefu sekúndur, jafnvel nið- ur í tíu og fjórar, ef ég man rétt. Hið sama má segja um margar aðrar íþróttagreinar. Hvernig stendur á þessu? Ganga íþrótta- afrek í bylgjum? Æfa okkar pilt ar nú miklu minna en piltar okkar gerðu fyrir nokkrum ár- um? Er vegur frjálsra íþrótta að minnka svona hrapalega? — Ég spyr vegna þess að ég harma þessa útkomu —- og ég skil hana ekki. KONA segir í bréfi til mín, að lögreglumaður hafi verið ráð inn til að skjóta flækingsketti um nætur, en hann láti sér ekki nægja að skjóta þá, heldur skjóti hann alla ketti, sem hann komi auga á og geti laðað að sér, en það sé vitanlega auðveldast þeg- ar heimiliskettir eigi í hlut. — „Heimilisköttum fækkar í- skyggilega hér í nágrennínu við mig“, segir konan, ,,en ég sé ekki betur en að flækingskett- irnir séu enn jafn fjölkettnir og þeir hafa verið". Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.