Alþýðublaðið - 12.07.1959, Side 10

Alþýðublaðið - 12.07.1959, Side 10
EKKI ætla ég að gagnrýna Jón Hnefil Aðalsteinsson fyrir -það að hafa valið útvarpser- indi sínu þann 26, júní s. 1. of langt nafn, því sjálfsagt hef ur sú fyrirsögn, sem valin var, vakið nokkra eftirvæntingu. „Hvað gerðist undir feidinum í búð Þorgeirs Ijósvetninga- goða 24 júní árið 1000“ hét erindið og er þar um að ræða efni; sem mörgum hefur orð- :ð hugstætt. En strax í þessari fyrirsögn kemur fram athugaverð full- yrðing, en hún er sú, að lög- festing kristninnar á íslandiár ið 1000 hafi orðið þann 24. jún,. Ætla ég ekki að mótmæla þeirri staðhæfingu, en spyr heldur: hvaða rök hefur J.H. A. fyrir henni? Fróður maður, Jón heitinn Jóhannesson prófessor, segir svo i íslendingasögu sinni, út- gefinni 1956, bls. 160: „ . . . ekki er unnt að segj a' hvaða mánaðardag það hefur verið (þingsetningin árið 1000) sök- um þess, að ókunnugt er, — hvernig sambandi milli tíma- tals kirkjunnar ' og hins ís- lenzka missiristals var þá háttað“ Með öðrum orðum: þess er hvergi getið í frásögnum af kristnitökunni, hvaða mánað- ardag hún hafi orðið, en hitt kemur fram að hún hafi orðið í 11. viku sumars, samkvæmt hinu sérstaka íslenzka tíma- tali, misserisíaiinu, og skyn- samlegar líkur hafa verið færðar fyrir því að það hafi orðið á mánudegi. En hver mánudagurinn var, miðað við júlíanskt tímabil, hvort það var 10., 17., 24. júní eða enn annar dagur, hver er kominn til að segja um það? Ef Jón H. Aðalsteinsson les það, sem skrifað hefur verið um málið og hugsar sig vel um, þá vænti ég þess, að honum muni Þykja skynsamlegast að fullvrða Iít- ið um það. En víst mundi það þykja nokkurs um vert, ef hægt væri að finna þó ekki væri nema líkur til ákveðins dags, Og má vera að þau rök eigi eftir að koma fram, sem bendi til slíks eða með öðrum orðum skýring á sambandinu milli eldra og yngra misser- istals. Ég hef dálítið hugsað þetta mál og fundizt sem ég sæi eitt og annað, sem bent gæti til lausnar, en hvað öðr- um finnst um það er eftir að vita. Umrætt útvarpserindi hefði raunar getað haft sína kosti þó að höfundinum yrði þessi óaðgæzla á, og er ég raunar ekki að segja að það hafi ekki haft sína kosti. En fleira var athugavert en þetta. Hafi mér rétt heyrzt, þá kallaði J. H. A. fræðimanninn W. P. Ker, Þjóðverja, en hann var Eng- lendingur. Hitt heyrði ég hann áreiðanlega segja, sem ég hygg að fjarst fari sanni, — og var það þó aðalkenning erindisins, — að „sál Þorgeirs ljósvetningagoða“ hafi „farið úr líkamanum“ og komið síð- an aftur með þann boðskap, sem Þorgeir flutti sjálfur að Lögbergi daginn eftir. Þessi trú, að „sálin fari úr líkaman- um“, stundum-, er að vísu mjög forn, en það hafa aldrei verið sýnd nein líkindi til að hún fái staðizt, og mun verða að skýra þá fyrirburði, sem leitt hafa hana af sér á allt annan hátt. — En að neita þessari trú, sem’svo mjög virð ist fara í.bág við alla raunveru lega þekkingu, er vitanlega allt annað en að neita þeim fyrirbærum, sem til hennar leiða. Munu Það vera fjarhrifa sambönd mjög merkileg, og verður ekki of mikið úr því gert, hver nauc\vn er á að far ið verði að líta á þau af sönnu raunsæi, en ekki, eins og tíðk azt hefur, út frá tveimur höf- uðímyndunum, sem báðar eru — hvor að sínu leyti, nokkurn veginn jafnfráleitar. Þorsteinn Guðjónsson. MENNTAMÁLARÁÐUNEYT- IÐ hefur skipað eftirtalda kenn ara við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík Axel Kristjánsson, Baldur Ragnarsson, Brynhildi Kjart- ansdóttur, Guðrúnu Ólafsdótt- ur, Hákon Magnússon, Jón Er- lendsson, Kristmund Breið- fjörð Hannesson, Kristin Pét- ursson, Odd Thorarensen og Þóru Davíðsdóttur. Ennfremur hefur mennta- málaráðuneytið sett eftirtalda kennara við skóla gagnfræða- stigsins í Reykjavík um eins árs skeið frá 1. september 1959 að telja: Bergstein Jónsson, Gylfa Má Guðbergsson, Jóhönnu Þor- geirsdóttur, sr. Rögnvald Jóns- son og Sigurð Úlfarsson. ívar Guðmundsson Framhald af 3. síðu. ir forustu bandaríkjamanns- ins Paul J. Hoffmanns, þess er stjórnaði Marshall-stofn- uninni á sínum tíma“. „Mönnum gleymist oft, vegna átaka stjórnmálamann- anna, að virkustu störf S'am- einuðu þjóðanna eru á sviði menningár- og mannúðar- mála og þá sérstaklega hvað við'kemur efnahagslegri að- stoð til þeirra þjóða, sem skemmst eru á veg komnar í atvinnulegum efnum“, segir ívar og vill leggja áherzlu á þá hlið starfseminnar. Á uppiýsingaskrifstofu Sam einuðu þjóðanna starfa milli 400 og 500 manns og hún hef- ur 28 umdæmisskrifstofur um allan heim, þar á meðal eina í Kaupmannahöfn fyrir Norð urlöndin og þar starfar fvar Guðmundsson sem staðgeng- luiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMtimiiiiiiiHiiimiiimiuiiimiiimiiiiMiiiittiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiima TRIUMP HERALD | 1. Fallegur. $ 5. iEngin smurvarta. 2. Hvert hjól fjaðrar sjál&tætt. 6. Stillanlegt stýri. hæð og 3. Snýr við á 7,7 m. fjarlægð frá ökumanni. 4. 90% útsýni. í. 7. Sætin má stilla fram, aftur, BYLTING í GERÐ SM^LA. halla og hæð. TRIUMP HERALD ÞARF ALDREI AÐ SMYRJA. Allar nánar; upplýsingar gefur STANDARD ISARN H.F. Tjarnargötu 10, sími 17270. : : 'iiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiivBiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Opnar daglega kl. 8,30 árd. Almennar veitingar allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. . . INGÓLFS-CAFÉ. ill forstjórans, Svíans Jan Gunnar Lindström. Á skrif- stofunni er níu manna starfs- lið frá öllum Norðúrlöndun- um og segir ívar, að skrif- stofunn; berist gríðarmikið af fyrirspurnum og ýmiss konar málaleitunum, meðal annars frá stúdentum, sem logg-ja stund á félagsfræði eða hagfræði. Starfssviðið ein- skorðast ekki við blaðaþjón- ustu, heldur veitum við fyr- irgreiðslu ríkisstjórnum, fé- lögum og einstaklingum, skrif stofurnar annast útgáfu bóka og bælilinga og hvers konar kynningarstarfsemi. „Framundan? — Áfram- haldandi starf á vegum Sam- einuðu þjóðanna, en ég get búizt við að flytjast til vegna þeirrar venju að starfsménn séu aldrei nema 4—5 ár í sama landi í einu. Býzt frek- ar við því að verða í New York, en auk mín starfar að- eins einn íslendingur hjá Sam einuðu þjóðunum, Kristín . Björnsdóttir, sem verið hefur vestan hafs lengur en ég“. ívar Guðmundsson hefur samhliða störfum sínum fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Dan- " mörku, verið fyrirlesari við norræna blaðamannaskólann í.Árósum. Plann segist kunna ' vel við sig þar að öllu öðru leyti en því, að þar vanti ís- j lendinga, sem ekki hafa tek- ið þátt í námskeiðum til þessa. Þar. er, segir hann, mikill og góður félagsskapur meðal norrænna blaðamanna og mik il kynni og náin tengsl skap- ast þar á mill; landanna. Á S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s þessum námskeiðum hafa verið ungir blaðamenn með nokkra reynslu, sem ætla að halda .áfram. blaðamennsku. Segir ívar að á skólanum sé mikill. áhugi á íslandi og er þess skemmst að minnast, að allir þátttakendur á síðasta námskeiði, undirrituðu áskor- un til H. C. Hansen, forsætis- ráðherra Dana, um að afhenda íslendingum handritin. En það var ekki ætlunin að ræða hér um blaðamennsku né blöð, en ívar minnist þeirra daga, er hann skrifaði við annan mann allt Morgun- blaðið og segir, að það sé gam an að fylgjast með sívaxandi síðufjölda og fjölbreyttara efni ísler.zkra blaða og ný- tízkulegri tækni við öflun fréíta. 10 12. júlí 1959 — Alþýðublaðið ,i|||i>||»ll.ii„ii„imiuiiiimiiimniiiniiiiiniiimiiniiii)iiniiiniiiiiiiiiiiiiiniiimiiniiiiiiiiniiiumc

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.