Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 1
 40. árg. —• Sunnudagur 19. júlf 1959 — 151. tbl. TÍMARITIÐ Hurnber Indust- ry vill að brezku hérskipin á íslandsmiðum beiti fallbyssum sínum gegn íslenzku varðskip- unum. Það vill að minnsta kosti að floti hennar hátignar skjóti „nógu nærri“ íslendingum til Þess að reka „þennan ófögnuð“ af hafinu. Garlo Schmid kemur í kvöld Þetta kemur fram hjá John nokkrum Newton, sem skrifar fasta dálka í tímaritið. Hugar- farið, sem grein hans lýsir, er óskemmtilegt, en um leið mun íslendingum finnast meðaumk- un hans með brezku sjómönnun um dálítið skopleg. Greinin er svona: Brezkir togaramenn eru glað- legir náungar og ekkert skip hefur glaðlegri áhöfn en togar- inn Ashanti, sem er í eign Ðenn is Roberts Fishing Co. Ltd., í Grimsby. Ashanti lenti í erfiðleikum við Island. Það er ekki fyrr en maður hittir áhöfn fiskimanna um borð í skipi sínu, að maður getur fengið skýra hugmynd um hvað gerist, þegar blöðin skýra frá. „atviki“ á fiskimiðun- um. Með Dennis Roberts fór ég Framhald á 2. síðu. WWWWHWWWWWMWWWI Komdu ef ÞEIR voru að glettast, sjómaðurinn og bílstjór- inn á vörubíjlnum, sem gægist hér fram í mynd- ina. Keyrðu á mig ef þú þorir, sagði sjómaðurinn, en hræddur er ég um, að meira sjái á bílnum en mér. Hann Var að fara úr stakknum, sjómafðuinn. Trillan hans var nýkom- in að. Það var reytings- afli. Og þessi Alþýðublaðs mynd var tekin á föstu- dagskvöíd. 4WWMWWWM«MWWWWWWW ROSI, púra rosi, sagði frétta- ritari Alþýðublaðsins í Biskups tungum í samtali við blaðið í gær. Frá sláttarbyrjun hafa komið tveir þerridagar, um síð- ustu helgi og þá slógu menn, en síðan hefur varla þornað á steini og engin hey komin í hlöður. Og nú líta menn ekki við slætti. CARLO SCKMID, einn af fremstu leiðtogum þýzkra jafn- aðarmanna, kemur hingað til | lands í kvöld í boði Háskóla ís- j lands. Schmid var frambjóð- andi flokks síns við forsetakosn ingarnar í Vestur-Þýzkalandi fyrir nokkru, og ýmsir telja lík legt, að hann verði foustumað- ur flokksins og forsætisráð- i herraefni í næstu þingkosning- um. Hefur hann lengi verið einn af vinsælustu og virkustu stjórnmálamönnum lands síns. I Schmid er prófessor í hag- fræði við háskólann í Frank- furt am Main og mun hann flytja fyrirlestur í háskólanum hér á þriðjudagskvöld. „E'ITT olíufélagið hér ætti að geta verið til sölu“, segir „olíunotandi“ í bænum í at- hyglisverðu bréfi til Alþýðu- blaðsins. Þessi maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, er verzlunarmaður, sem á nokkur hlutabréf í þessu olíu- félagi. Hann segir frá því, að félagið hafi ekki greitt arð í 15 ár, og sé nú að reyna að bjarga sér með því að auka hlutafé sitt um 200%. Telur „olíunotandi“ að ríkið og Reykjavíkurbær ættu að kaupa þetta olíufélag, meðal annars vegna þarfa bæjarút- gerðarinnar og annarra aðila. Félagið á tanka og afgreiðslu- stöðvar í Reykjavík og um allt land, og aðrar verðmætar eignir. Bréfritari heldur fram, að reksturinn mundi fljótt bera sig með aukinni og hag- kvæmri nýtingu slíkra aðila. Alþýðublaðið birtir þetta athyglisverða bréf hér með orðrétt: „Það var sannarlega gleði- frétt að bæjarútgerðin hefði samþykkt að kaupa, frysti- hús. Framleiðslustyrkur á fisk veiddan af bæjartogurun- um greiðist þá allur til réttra aðila. Bæjarútgerðin þarf líka að eignast eigin olíutanka. Eiít olíufélagið hér ætti að geta verið til sölu. Félag þetta hef- ur ekki greitt arð til hluthafa í 15 ár. Til þess að bjarga við aðkallandi veltufjárþörf fé- lags þessa var samþykkt á að- alfundi þess nú nýlega, að heimila stjórninni að auka hlutaféð um 200% og jafn- framt til þess að selja eigin hlutabréf sem nú eru í eigu félagsins. Nýju og eldri bréf- Framhald á 9. síðu. . inn snarlega AÐFARANÓTT laugardags var brotizt inn í úrsmíðaverk- stæði og verzlun Karls Berg- manns að Njálsgötu 26. Brotin var rúða í sýningarglugga verzlunarinnar og stoíið þaðan úrum og skartgripum. Maður í næsta húsi vaknaði við brothljóðin og er hann leit út um gluggann, sá hann hvar maður hljóp frá innbrotsstaðn- um. Fór sá hratt yfir. Maðurinn gat gefið það góða lýsingu á þeim er hljóp, að rannsóknarlögreglan handsam- aði hann þegar um morguninn. Eftir tilvísun frá honum gróf I lögreglan þýfið upp að húsa- baki á Grettisgötu. YiSIIALAN 100 STIG KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærsiu- ! kostnaðar í Reykjavík 1. júlí 1959 og reyndist hún vera 100 stig eða óbreytt frá grunntölu incitAlnnníiv 1 TY1 O VT Þegar meistarinn fór á fiakk HÉR er dálítið skemimtileg Alþýðublaðsmynd af fyrstu ein vígjsskák Friftyiks Ólafssonjar og Inga R. Ef menn athuga myndina, kemur í ljós, aði Ingi grúfir sig yfir skákborðið einn og yfirgefinn, en Fjí'ðrik eri kominn út í sal og spjaliar hinn rólegasti við kunningja sinn. Við erum með lýsingu á skák- inni — sem Friðrik tapaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.