Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 3
r UPPLÝSINGAR þær, sem Ibandaríska utanríkisráðu- neytið gerði heyrum kunnar 28. júní s.l. varðandi áform Hitlers á Norðurlöndum hafa vató.ð mikla athygli. Crister Jaderlund, sem um árabil var fréttaritari Stockholms- Tidningen í Berlín upplýsir nú, að sænsk stjórnarvöld hafi vftað' um þessi áform þegar f ágúst 1940. Jader- lund fékk vitneskju uin þau hjá taugalækni Rudolf H'ess og tilkynnti þáu strax til Sví- þjóðar. En Jaderlund segir, að á- forrnín varðandi Norðurlönd hafi aðeins verið hluti af á- ætlunum Hitlers um framtíð Evrópu. Hitler merkti sjálfur inn á kort hvernig Evrópu skyldi skipt er Þjóðverjar hefðu náð valdi yfir öllu meginlandinu. Á Svíþjóðarkortið skrífaði Hitler „stjórnað af mjúk- hentum ÞjóðVerjum“. Hitler ákvað að byggja þrjár Gi- braltarstöðvar á vesturströnd Noregs, Bergen, Stavanger og Kristiansund. Það gefur til kynna að hann hafjf ætlað Þjóðverjum að ráða Suður- Noregi. Landamæri Þýzkalands og Danmerkur voru þurrkuð út á korti Hitlers og skrifað þ?vr „Grossdeutcher Wirtschafts- raum” (stórþýzkt markaðs- svæði). Eftir því að dæma hefur Danmörk átt að vera undir ,,vernd“ þýzkra her- hermanna. Aðrar heimildir telja, að Danmörk hafi átt sfí verðá hluti af þýzka rífc.nu. Þessar fyrirætlanir kom- ust í hendur sænskra stjórn- arvalda sumarið 1940 ásamt upplýsingum um fyrirhugað- ar aðgerðtr skemmdarverka- manna Canaris hershöfð- ingja. Samkvæmt þeim höfðu Þjóðverjar falsað 7000 -sænsk vegabréf, sem þýzkir skemmdarverkamenn í Sví- þjóð áttu að bera. Þáverandi félagsmálaráðherra Svía, Gustav Möller var fljótur að átta sig á hlutunum. Hann innkallaðji öll sænsk vegabréf og gaf út ný, sem voru prent uð á pappír, sem Þjóðverjar áttu erfitt með að eftirlíkja- ' Jaderlund segir, að Hitler hafi litað kort sín þremur lit um. Svíar vissu 1940 hvað hvter ilitufc |þýddi. Rautt þýddi þýzka ríkið í Vestur- Evrópu, blátt þýddi nýskipan mála í Austur-Evrópu, sem byggðfst á því, að Stalin gæfi Ukrainu eftir til þess að sleppa við þýzka innrás í Rússland. Stalin átt( í stað- inn að fá frjálsar hendur í Indlandi. Grænt þýddi Þýzka hagsmuni við Miðjarðarhaf. Mussó! ni átti að samþykkja alíar fyrirætlanir Hitlers á því svæði. „Og þefta er járntjaldið sem heimsvaldasinnarnir á Vestur- londum nota til að reyna að koma í veg fyrir að Austurríkis- menn flýi til hinna frjálsu aU>ýðuiýðveIda“. FYRSTU símnotendurnir í Reykjavík, þeir sem hafa númer frá 10.000 til 11.999, fengu nýju símaskrána í fyrra dag. Munu margir hafa setið og flett þessari stórmerkilegu bók j fyrrakvöld, því vafasamt er, að nokkur önnur bók hafi inni að halda eins miklar og margvíslegar upplýsingar um þjóðina. Ef lesandinn hefur örlítið ímyndunarafl, getur hann séð margt spaugilegt eða sérkennilegt í bókinni, og sé hann alvarlega og menn- ingarlega innrættur, getur liann lesið úr henni merki- Iega menningarsögu. Skráin fyrir Reykjavík byrj ar á AA, áfengisvarnarfélag- inu (sími 1 63 73) og endar á Öxli h.f. (númer 1 44 08). Þar á milli eru ótrúlega miklar upplýsingar um Reykvíkinga, nöfn þeirra og heimilisföng, atvinnu og atvinnufyrirtæki — og svo auðvitað símanúm- er þeirra. HugSelðing m síma- skrána nýju, heims- borgina Reykjavík og furðuleg nöfn. Það fyrsta, sem lesandi rekur augUn í, er hve gífur- lega mikil heimsborg Reykja- vík er orðin — og hve mikið er um erlend nöfn hér á landi. Algengt er að finna megi 20 —30 erlend nöfn á síðu og allt upp í 60—70. Eru þetta út- lendingar búsettir hér, íslend ingar með erlend nöfn, sem sýnilega eru nýtilkomin blóð- blanda, og svo eldri nöfn, sem festu hér rætur á síðustu öld og fram eftir þessari. Það liggur við, að ugg setji að við- kvæmum mönnum, þegar þeir sjá, að 7 menn, sem heita Richard, hafa síma, en aðeins 5, sem heita Njáll; 11 með nafninu Carl, en aðeins 3 bera Grettisnafnið góða og Illugi er enginn. Algengasta nafnið er auð- vitað JÓN. Þeir fylla 11 dálka Jónarnir (6—700 samtals), næstir koma GUÐMUNDAR með 9 dálka, þá SIGURÐAR með 8 dálka. Magnús, Ólafur og Gunnar eru aðeins með 5 —6 dálka og aðrir minna. Virðist — við fyrstu sýn — sem algengu nöfnin séu ekki •- • eins óskaplega algeng hér á landi og samsvarandi nöfn víða erlendis — og sennilega eru nafngiftir að færast frá nöfnunum, sem mest hafa verið gefin. Þá er mjög áberandi, hve mikið af konum hefur skráða síma, og verður að ætla, að menn séu teknir að skrá kon- ur sínar sérstaklega. Er það mikil hugulsemi. Guðrúnar með síma eru til dæmis tölu- verf á annað hundrað. Skemmtilegast og fróðleg- ast er að athuga sjaldgæfu nöfnin, sem samtíðarfólk okkar ber. Sú athugun leiðir í ljós, að eitt fyrirbrigði er öðrum hættulegra í nafngift- um, en það er að setja tvö nöfn saman í eitt. Slíkur sam- setnihgur, venjulega af mis- Skilinni tryggð við ættingja, getur leitt til hinna furðuleg- ustu nafngifta. Er ekki annað að gera en vara þjóðina við slíku — og lýsa innilegri sam- úð og hluttekningu með þeim sem þurfa að burðast með slík nöfn alla ævi. Algengustu samsetningar byrja á SIGUR- og fara sumar vel en aðrar miður. Til þess nú að styggja ekki heiðraða lesendur, og með því áð Öllum þykir svolítið vænt um nafnið sitt, hversu afkára- legt sem það er, verður hér birtur listi yfir sjaldgæf nöfn úr símaskránni, falleg jafnt sem Ijót. Sum eru til fyrir- myndar — önnur ekki. Er sérstaklega æskilegt, að barns hafandi konur og jafnvel barnsfeður þeirra, kynni sér listann vel og velji nú vel. Ef þær vantar eitthvað til að drepa tímann meðan þær bíða, er ágæt dægrastytting að lesa símaskrána alla. Og hér kemur nafnalistinn: Alexía Alexíus Alfons Álfur Alice Analíus Annilíus Árnína Bjarnar Bótólfur Camillus Dagvín Dýri Egilsína Eirný Elíeser Elínmundur Elisens Elka Elliði Eyborg Eyríður Friðmey Friðný Friðvin Geirarður Gunndóra Gunnjóna Hagbarður Hallgríma Hera Hermannía Hermína Hervin Hilaríus Hildiþór Hugborg Hugi Ingimagn ísafold ísform (eftirnafn) ívan 15 milljénir ernt heimilislausar, FLÓTTAMANNAÁRIÐ hófst með virkri þátttöku ríkja og félagssamtaka hvar- vetna í heiminum. Samein- uðu þjóðirnar samþykktu í desember í fyrra að gera al- heimsátak til að leysa flótta- mannavandamálið. Mönr.um telst svo til, að tala flóttar manna eftir seinni heims- Jarl Jesúa Kenneth Ketilfríður Kolfinna Línberg Línbjörg Cæsar Márus Marvin Mýrkjartan Nieljohnius Ómar Rósar Salbjörg Salóme Salvar Sesselíus Sigurbjarni Sigurbrandur Sigurdís Sigurfljóð Sigurgestur Siguringi Sigurjói Sigurmar Sigursæll S'indri Sólon Sunna Sýrus Vallaður Vigberg Vigfúsina Vígkon Vilbogi Þjóðbjörg Þóranna Þröstur Þyrí | ÞAÐ er nýjast af Saroyu | | prinsessu, að hún er kom- 1 I in til ítalíu, og segja menn f 1 að hún sé í giftingar- 1 f þönkum. Til er nefndur 1 | ítalskur aðalsmaður. Af I 1 Persakeisara, fyrrverandi | | manni Saroyu, er hins f f vegar það að segja, að hon i § um gengur ennþá bölvan- = t lega að ná sér í konu. — | styrjöldina sé um 40 mílljón-. ir. Af þessum mikla fjölda éru 15 milljónir enn heimilislaus- ar. Rúm.ar tvær milljónir lifa við svo bág kjör, að Samein- uðu þjóðirnar vej/a bókstaf- lega að halda í þeim lífinu: 49 ríki taka virkan þátt í flóttamannaárinu, og kirkju- leiðtogar um allan heim hafa orðið við þeirri áskorun SÞ að> reyna með ýmsu móti að fá fólk til að taka þátt. í fiótta- mannahjálpinni. — Jóhannes XXIII. páfi hefur sent öllum rómversk-kaþóls’/um mönm um boðskap, og aðrir kirkju- leiðtogar hafa einnig hvatt söfnuði sína til virkrar þátt- tökú. Daff Hammarskjöld: framkvæmdastjóri SÞ, sendi sérstaka áskorun til íbúa heimsins, þegar flóttamanna árið hófst, þar sem hann skor aði á þá að íhuga hin mann- legu vandamái flóttamanna,- vandamálsins og leggja frami’ sinn skerfi til lausnar því. Þegar hafa komið í 1 jós á- vextir þc\sarar viðleitni Sameinuðu þjóðanna. For- stjóri flóttamannahjálparinn- ar, Auguste R. Lindt, hefur skýrt frá því, að mörg löndi hafi heitið ,að leggja fram fjármagn, vistir, heimili og flutningatæki, svo eitthvað sé nefnt. Þannig hafa Norðmenn, Danir og Svíar enn tekiö viffi hópum flóttamanna. Auk þess hafa Norðmenn og Sviar ,,í anda flóttamannaársins“ stað fest sáttmála frá 1957. semi tryggir flóttamönnum á skip,- um ákveðin grundvallarrétt- indi, eins og landgöngurétt, persónuleg skilríki o. s. frv. Þessi sáttmáli hefur nú einnig’ verið staðfestur af Belgíu, Frakklandi og Marokko.,Belg ía hefur boðizt til að taka við 3000 flóttamönnum úr búðum, í Austurríki, Grikklandi og Ítalíu eða hjálpa þeim til að> eignast framtíðatheimkynni í því landi þar sem þeir dvelj- ast nú eða því landi sem þeir vilja komast til. verðhækkanir ALÞ J ÓÐ AVIÐSKIPTI meS kjöt jukust árið 1958 miðað við árið áður, þrátt fyrir verfi hækkanir á uxakjöti og svína- kjöti. Þetta kemur fram í mán aðarriti Matvæla- og landbún aðarstofnunarinnar I.FAO), „Monthly Bulletin of Agricul- ture and Economic Statistics“ Samanlagður útflutningur árið 1958 var 3,1 milljón tonn. í þessari tölu er falinn aliur kjotútflutningur TJngverja, útflutningur á svínakjöti frá Póllandi, en hins vegar ekki. neitt af kjötútflutnmgi ann- arra ríkja Austur-Evrópu, Sovétríkjanna eða Kína. TöL urnar fvrir 1958 eru 50 af hundraði hærri en meðaltal ' ið á áunum 1948—1952. Alþýðublaðið — 19. júlí 1959 £>■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.