Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 4
■ r tttgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjðrar: Benedikt Gröndal, Gisii J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. verk dai Fiskiðjuverð DEILAN um sölu Fiskiðjuvers ríkisins til Bæjarútgerðar Reykjavíkur stendur sem hæst. Berjast kommúnistar einir gegn sölunni og telja, að Bæjarútgerðin he'fði átt að reisa nýtt 30—50 milljóna frystihús. Fulltrúar hinna flokkanna þriggja greiddu átkvæði með því í bæjarstjórn að kaupin færu fram. í sambandi við þessar umræður er rétt að benda á nokkur einstök en athyglisverð atriði í málinu: 1) Fiskiðjuverið var reist fyrir atbeina kommún- istaráðherra á sínum tíma. Þess vegna finnst kommúnistum sem verið sé að rífa niður minn- ismerki, er þeir hafi reist, þegar iðjuverið hverf ur úr ríkiseign í hæjareign. Þeim er þetta til- finningamál, og þeir hlusta ekki á rödd skyn- seminnar. 2) Fiskiðjuverið hefur — því miður — ekki reynzt það tilrauna- og fyrirmyndarhús, sem til var ætlazt. Það hefur verið rekið með tapi, þangað til Bæjarútgerðin tók að landa í það miklu magni af karfa sl. ár. Ríkið hefur því ekki sér- staka ástæðu til að reka það áfram. 3) Ef frystihúsin gætu ekki tekið við þeim aíla, sem berst á land, væri augljóst mál að reisa ný frystihús. Þar sem meira en nægileg frystigeta er fyrir hendi, er skynsamlegast að einheita lánsfé að uppbyggingu flotans, eins og ríkis- stjórnin gerir, og reyna þannig að fá meiri afla á land. 4) Fiskiðjuver ríkisins hefur vantað fisk, en hefur vinnslugetu. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur fisk af átta togurum, en vantar frystihús. Er ekki augljós skynsemi að sameina þetta tvennt? 5) Ríkisstjórnin hefur neitað að selja Fiskiðjuver- ið þannig, að einkaeigendur togara í hænum komizt inn í kaupin. Þeir misnota aðstöðu sína í útgerðarráði til að berjast fyrir eigin hag kinnroðalaust. Fiskiðjuverið á auðvitað að vera eign Bæjarútgerðarinnar einnar, þótt sjálfsagt sé að greiða fyrir öðrum togurum, sem þess þurfa. Af þessum höfuðstaðreyndum mætti vera ljóst, að ríkisstjórnin hefur gert skynsamlega ráð- stöfun, sem mun styðja stærsta togaraútgerðar- félag landsins — það sem er sameign allra Reyk- víkinga. 15. FEBRÚAR í vetur hurfu 38 Kýpurbúar og Pakistan- menn frá heimilum sínum í Berlín. Ókunnir menn, klædd- ir leðurfrökkum, sóttu há og fóru með þá eitthvað út fyrir borgina. Viku síðar skildu Berlínarbúar hvað um var að vera. 21. febrúar lenti flugvél Macmillans, forsætisráðherra Breta á Vnoukovo-flugvellin- um við Moskvu. Leyniþjón- usta Sovétríkjanna hafði hand tekið alla þegna þeirra ríkja, sem áttu í jjjdeilum við Breta í varúðarskyni. Flestir hinna handteknu Kýpurbúa og Pak- istanmanna komu aftur í leit- irnar en enginn veit afdrif þeirra senj hurfu. Enginn veit heldur hvað varð af tveimur Kúbumönn- um, sem Bandaríkjamenn handtóku í Berlín í vor. í þeirra fórum fundust 1000 Mauser-byssur og 50 Bren- vélbyssur. En viku eftir hand töku þeirra var uppreisnin í Panama kæfð í fæðingunni. Panamaher var vel á verði. FYRIR TÍU árum hefðu þess- ir atburðir vakið mikla at- hygli í Berlín, sagði Werner Kolbe, lögregluforingi í Vest- ur-Berlín. — En nú er varla minnst á slíkt í blöðunum. Árásir, mannrán, skemmdar- verk og átök hafa margfald- ast í Berlín undanfarna sjö mánuði. Við erum kallaðir út tíu sinnum á nóttu hverri til þess að rannsaka þess konar mál, og sama máli gegnir um starfsbræður okkar í Austur- Berlín. En við komum alltaf of seint. Hver var myrtur? Af hverjum? Enginn hefur séð neitt eða heyrt, sem hægt er að taka mark á. Við sátum fimm saman á veitingahúsi í Vestur-Berlín. Og meðal viðstaddra var Max Hauser, fyrrum rannsóknar- dómari við Plötzensee-fang- elsið í Berlín. Hann þekkir Berlín betur en flestir aðrir. — Ég er þeirrar skoðunar, segir Hauser, —- að sú Berlín, sem nú er, eigi eftir að hverfa innan skamms. Ég dreg þessa ályktun af einfaldrí statistik. Heilbrigði Berlínar er ekki hægt að dæma eftir uppbygg- ingu, bílafjölda eða velmeg- un íbúanna. Sótthiti borgar- innar er hægt að mæla aðeins eftir fjölda, mannránanna, morðanna og líkamsárásanna. Þegar gerist annríkt hjá levnilögreglunni þá eru hræði legir tímar fram undan. 1944 var Spánn griðáétaður njósn- ara hvaðanæva úr heiminum. Þar var eini staðurinn, sem hægt var að selja og kaupa leyndarmál. Þegar njósnararn ir fóru að skjóta hvern annan, þá leið ekki á löngu áður en þriðja ríkið hrundi til grunna. Þrem árum síðar varð Shang- hai aðalvígvöllur njósnaranna og náði hámarki með sigri Mao Tse Tungs. Og nú er Berlín orustusvæði þeirra. Þegar samgöngubannið var sett 1949 voru ekki nema þrjár árásir á dag í Berlín en nú eru þær tíu. Max Hauser þagnar. Berlín er eins og hann sér meðvitandi um hættu. Á ★-------- 30 þúsund njósnarar í borginni -------k hverju kvöldi óttast íbúarnir að sofna því þeir vita ekki hvað morgundagurinn kann að bera í skauti sínu. En þessi manngrúi, sem á hverju kvöldi safnast á skemmtistað- ina á Kurfúrstendamm og situr þar langt fram á nótt, er einkennilega dapur, viljalaus. F- I ÓLKIÐ ER ottaslegið, segir Hans Sagert, dómari við borg- arrétt Berlínar. Það veit ekki lengur hverjum er hægt að treysta. Berlín er eina borgin í heiminum þar sem undir- róðursmenn og njósnarar eru auglýstir f símaskránni. Hver er njósnari? Þjónninn þarna? Leigubílstjórinn? Iðjuhöldur- inn í Zehlendorf eða bóksal- inn í Köpenick á Sovétsvæð- inu? Það eru 30.000 njósnarar í báðum hlutum Berlínar, einu borginni í veröldinni þar sem ríkisstjórnir á flótta fá hæli. Þar eru Perónistar, fylgis- menn Batista og Panama- menn, Kínverjar frá Formósu og uppreisnarforingjar frá Afríku dvelja þar löngum stundum og kaupa vopn og bíða næstu byltingar í heima- landi sínu. —• Enginn staður er heppi- legri fyrir þessa menn en einmitt Berlín, bætir Hans Sagert við. Enda þótt hún sé einangruð 200 kílómetra inni á yfirráðasvæði Rússa, þá er hún markaðstorg þar sem kaupa má falsaða seðla og mynt, vegabréf og vopn og einnig eiturlyf, skæðasta vopn njósnaranna. Hvergi er betri felustaður en í Berlín. Það er tiltölulega auðvelt að sleppa undan hinum 16.100 lögreglu- mönnum okkar og starfs- bræðrum þeirra í austurhlut- anum. Útlendingum er veitt minni athygli hér en í Lon- don, París eða New York. Hér eru reyndar haldnar tvær al- þjóðlegar ráðstefnur í viku hverri. Sagert flettir upp í miklum doðranti og les það sem stendur skrifað við 2. marz 1959. — Kl. 19: Henry Neuer, peningafalsari verður fyrir bíl og bíður þegar bana. Bíll- inn ekur ofsahratt í burtu. — Kl. 20: Útvarpsstengur bandarísku stöðvarinnar í Berlín sprengdar í loft upp. — Kl. 22: Menningarbóka- safnið á rússneska hernáms- hlutanum eyðilagt. Brennt upp af óþekktum mönnum. Á miðnætti er sprengju varpað inn á skemmtistað í Vestur-Berlín þar sem verið er að gera grín að ráðherrum Austur-Þýzkalands. 9 særðust hættulega. — Við viljum ekkert frek- ar en gleyma stríðinu og hörm ungum þess, en það er ekki hægt eins og komið er, segir gestgjafi minn, Greta Schon- ke. Síðan 1945 höfum við not- ið þeirra forréttinda að vita löngu á undan öllum öðrum um það, sem í vændum var. Aðgerðir njósnaranna og gagn njósnaranna eru loftvog, sem við Berlínarbúar erum farnir að þekkia á. Borgin er gagntekin sótt- hita, peningagræðgi, allt er selt og allt er keypt. Einn af fyrrv^randi leynilögreglufor- ingjum nazista, Gehlen hers- höfðingi, rekur njósnaskrif- stofu í Berlín og útvegar þeim, sem hæst borgar, allar upplýsingar, sem fram á er farið. Bandaríkjamenn fóru til hans haustið 1956 og vildu fá að.vita nánar um tæki til þess að ráða dulmál, sem Rússar notuðu þegar Bretar og Frakkar réðust á Egypta-- landi. 2 starfsmenn Gehlens fóru þegar til Sovétríkjanna og fengu þar ýmsar dýrmæt- ar upplýsingar. Þeir komust (Framhald á 10. síSu). Á þjóðhátíðardegi ís lands 1953 gerðu í- búðar Austur-Berlín- ar tilraun til að brjóta af sér hlekki kúgunarinnar. Til- raunin mistókst — því miður — og voru rússnesk vopn notuð til að kæfa frelsis- neistann. Myndin var þá tekin þarna. gggp*? 4 19. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.