Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 10
ri Arásir og mannrán í Berlfn Framhald af 4. síðu. aftur til Berlínar, þeir fund- ust dauðir einn morguninn við dyr ferðaskrifstofu í borg inni. Berlínarbúar segja Banda- ríkjamenn eyða mestu fé í njósnir, en þeir standa ekki fremst í njósnum. Númer eitt er tvímælalaust þýzki komm- únistinn Wollweber og Það njósnakerfi, sem hann hefur skipulagt. Næstir koma Eúss- ar, þá Frakkar, Bretar og loks Bandaríkj amenn. w " OLLWBER hefur vakið urðu allra annara njósnara, ekki sízt Rússa, sem töldu sig hafa komið upp fullkomn- asta kerfi njósna og gagn- njósna í heiminum. Frá því í ársbyrjun 1959 hefur Wollw- ber einkum fengizt við að reyna að stöðva hinn stöðuga straum flóttamanna frá Aust- ur-Þýzkalandi til Vestur- Þýzkalands og er á góðum vegi með að tæma Austur- Þýzkaland af fólki. Á hverj- um degi flýja tugir manna yfir landamærin og frá 1949 —1958 flúðu alls 2.123.610 manns til Vestur-Þýzkalands. Flestir flóttamannanna fara um Berlín. Fram til síðasta árs voru flestir flóttamenn- irnir bændur, verkamenn og iðnaðarmenn en nú fjölgar stöðugt menntamönnum í hópi flóttafólksins, 4798 lækn ar og verkfræðingar flúðu á síðasta ári og 3089 mennta- skóla- og háskólakennarar. En nú hefur Wollweber tekið að sér að stöðva þennan straum og síðan ríkir styrj- öld meðal njósnaranna í Ber- lin. Undirmenn Wollwbers blanda sér í hópa flóttafólks- ins og njósna um hagi þess og þó, sem taka á móti þeim. Allir flóttamenn eru yfir- heyrðir í fimm daga en þrátt fyrir það tekst ekki nærri allt af að korna upp um útsendara Wollwbers. Honum tókst á stuttum tíma að eyðileggja lögfræðinganefnd þá, sem sá um viðtökur menntamanna frá Austur-Þýzkalandi og 40 menn í þjónustu hennar hurfu Oxford og Cambridge hefur farið undanfarin fimmtíu ár. í þessum skóla læra menn ekki aðeins að fara með skot- vopn og judo, heldur ekki síð- ur grundvallarreglur leyni- þjónustu. Þeir gerast verk- fræðingar, sendiráðsstarfs- menn og læknar. Síðan setj- ast þeir að í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum þar sem þeir ná sambandi við framá- menn í öllum starfsgreinum og vinna sífellt að því að vekja ólgu og fremja skemmdarverk á öllum sviðum. Þessi leyniher getur orðið vesturveldUnum dýr. Hingað til hefur handtaka eins manns haldið þessum her undirróð- ursmanna í skefjum, Í*YRIR skömmu var ungur maður yfirheyrður í aðalstöðv um bandarísku leyniþjónust- unnar í Berlín. í 35 klukku- stundir hafði hann verið yf- irheyrður án þess að fá vott né þurrt. Enginn hafði áður þölað slíka meðferð. Hann bar sig vel og ekkert nema sam- anbitnar varirnar gáfu til kynna hvílíkar þrautir hann varð að þola. Bandaríkjamenn voru að því komnir að gefast upp. En þá var Kurt Giessen kallaður á vettvang. Þegar ungi maðurinn sá Giessen brá honum sýnilega. Hann viður- kenndi allt. Giessen er þjálf- aður í skóla Wollwebers og þekkir starfsaðferðir hans öll- um mönnum betur. Honum er það að þakka að tekist hef- ur að halda mönnum hans í skefjum enn sem komið er í Vestur-Evrópu. Ungi maður- inn sagði fátt en er hann var leiddur út sneri hann sér að Giessen og hvæsti: — Þú manst_að Wollweber gleymir engu. Viku síðar birtist stutt frétt í Berlínarblöðunum: — Kl. 23 í gærkvöldi var bíll á Pots- damerstræti skotinn í klessu. Bifreiðarstjórinn, Kurt Gies- sen, beið þegar bana. Ekkert er vitað um hverjir árásar- menriirnir voru. Pierre Capar. Troízky. (Framhald af 5. síðu.) ið varð stjórnlaust og það liðu mörg ár, unz endurskipu- lagning þess fór fram. En tólf tíma vinnudagur og kauplaus aukavinna átti sér aldrei framar stað á bryggj- unum í Vardö. Því að svo mik ið er óhætt að fullyrða, að verkalýðsfélagið sem Trot- sky átti þátt í að stofna, skildi spor eftir sig. S S s s s s s s s ÞAKKLÆTI. Mínar innilegusfu þakkir færi ég öllum þeim mörgu, sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu1 2. júlí s. 1. Börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og öðru venzlafólki, félagasamtökum og öðrum vinum mínum, fyrir heimsóknir, veglegar gjafir, blóm og hlýleg skeyti. Ég óska ykkur öllum árs og friðar. Ingvar J. Björnsson Hverfisgötu 9, Hafnarfirði. Hinar margeftirspurðu rúskinnsmokkasínur karlmanna eru komnar. Strigaskór kvenna, uppreimaðir. hentugir í sumarfríið. Aðalstræti 8 Laugavegi 20 Laugavegí 38 Snorrabraut 38. Nýkomið Svartir Ódýrir Rúskinns Karlmannaskór SKÓSALAN Laugaveg 1 BIKENSTOCK skóinnlegg hafa valdið byltingu á sviði fótalækninga, enda búin til í samræmi við síðustu mður stöður læknavísinda. Þau eiga alltaf að hafda sinu líffræðilega rétta lagi, brotna ekki og skemma ekki skó eða sokka. Inn- leggin eru prófuð og löguð fyrir hvern einstakling. —• Skóinnleggstofan Vífils- götu 2. Opið alla virka daga frá 2—4 laugardaga 2—3. sporlaust. Wollweber stjórnar skóla fyrir njósnara í Borgensee við Eystrasalt. Þar -hefur hann þjálfað fimm þúsund njósn- ara á undanförnum árum. Þeir eru valdir úr hópi hæfi- leikamestu þegna Austur- Þýzkalands. Þeir læra allt milli himing og jarðar, sem góðum njósnara má að gagni koma. Þeir læra að borða amerískan morgunverð, að dansa eins og tíðkast meðal hefðarfólks í Englandi og að klæða sig eins og Frakkar. Þeir kunna utan að reglurnar í Base-ball og cricket og muna hvernig róðrarkeppnin milli Vínsmakkari Framhald af 5. síðu. út, hitt drekka Portúgalar sjálfir. í Dourodalnum búa 300. 000 manns og lifa allir á portvínsframleiðslu. Flestir íbúanna eru smábændur en útflutningurinn er að mestu í höndum Englendinga. Eng lendingar hafa um aldarað- ir verið mestu portvíns- drykkjumenn í heimi. Þeir drekka portvín fyrir matinn og innflutningstollurinn er mjög hár og því hagkvæm- ur fyrir ríkið. Útför bróður okkar, GÍSLA RAGNARS GUÐMUNÐSSONAR, bókbindara, sem lézt 14. þ. m. í Bæjarsj úkrahúsinu fer fram v frá Dómkirkjunni mánud. 20. júlí kl. 10,30 f. h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Athöfninni í kirkjunni verður útvarþað. Blóm vinsamlegast afbeðin. Systkini hins látna. Opnar dáglega kl. 8,30 árd. Almennar veitingar allan dáginn, Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. ENG0LFS-CAFE 10 19. júlí 1959 — Alþýðutólaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.