Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 11
Reneé Shann: 10. dagur DÓTTffi PORITJÓRANf var heppf-nn að fá vinnu hj á honum.“ Þetta var á meðan við vorum trúlofuð og Steve hafði góða framt(ðarmögu- leika hjá verksmiðjunni. Eg velti því fyrir mér, hvað skec^ næst. Myndu draumar hans um frægð og frama rætast? Fengi hann kannske enn betra starf? Kit Hark- er þurfti aðeins að segja eitt orð. — Klukkan sló íu, hálf ell- efu. Eg fór að hugsa um hitt skipilið, sem ég hafði beðið' eftir Steye. þegar hann yar með Kit Harker og lenti í árekstrinirm. Það sem hann bar mest fyrir brjósti þá, var að herra Harker fengl ekki að vita mteð hverjum hann var. Nú þurfti hann ekki lengur að taka tillit f-1 hans. Nú gat hún verið með hverjum, sem hún vildi! Eg hallaði mér fram og hlustaði ákaft. Jú, það var híjóð.ð í Angelinu. Eg heyrði að Steve setti hana inn, lok- aði dyrunum og stakk lykl- inum í skrána. Hann kom inn { dagstof- una og ég sat kyrr við arin- í nn. Eg gat ekki staðið upp til að taka á móti honum. Eg leit á hann með með- aumkvun, þegar hann sett- ist. „Steve, ástin mín, en hvað þetta var sorglegt. Eg kunni svo vel við hann. „Já, ég vett það. Hann kunni líka vel við þig.“ — Hann strauk hendinni þreytul'ega gegnum hárið. „Guð minn góður, hvílíkur dagur!“ „Hvenær frétí'r þú að hann væri veikur?“ „Þegar ég kom til verk-^ smiðjunnar í morgun. Kit hringdi í m:g.“ „Eg skil.“ „Þau höfðu bara hvort annað, eins og þú veizt. Hún tekur þetta mjög nærri sér.“ Eg reyndi að gleyma m:nni smámunasemi og hugsa að- ieins um hana. Eg hugsaði um pabba minn, sem mér þótti svo vænt um. Ef ieitthvað kæm\ fyrir hann. — Eg stóð upp og gekk til Steve og kyssti hann. „Eg' skil vel að henni líði illa núna. Steve, viltu fá eitt- hvað að drekka. Það er eitt- hvað eftir af viskíinu, sem pabbi gaf þér.“ „Takfc, ég þyrft| þess mteð.“ „Viltu eitthvað að borða?“ „Eg er búinn að borða. Eg borðaði með Kit. Eg varð að reyna að koma einhverju ofan í hana. Hún hefur ekk- ert borðað í allan dag.“ Hvernig v'ssi hann það, hugsaði ég. Af því að hann var þar. Eða af því að hún sagði honum það? Ó, nei, það gat ekki verið að hann hefði Verfð þar allan daginn. Hvers vegna hefði hann átt að gera það. Hann var ekki ættingi þeirra! Ekki einu sinni vinur þdirra! Eg reyndi að leyna tilfinningum mín- um eins vel og ég gat. í þetta sínn varð ég að rteyna að vera vingjarnleg og skiln- ingsgóð. Kit Harker hafði misst föður sfnn og í sorg sinni þurfti hún á samúð iSteves að halda, þau voru vinir. Eg mátti ekkj; taka þetta hátíðlega, ég varð að reyna að gera Steve ekki erf- itt fyrir núna. „Hún er svo einmana, .—• Jenny. E'nu ættingjar henn- ar eru tvær gamlar frænkur í Ameríku.“ Eg vildi óska að hún hefði átt fullt af bræðrum og og systrum. Eg vildi að þau hefðu verið hér, hugsað um allt og hana með og Stevie hefði aðeSns verið kunningi hennar. „En hún hlýtur að eiga marga vini Steve. Á hún ekki vinkonu, sem gæti bú- ið hjá henni meðan hún er að ná sér.“ „Eg held að hún eigi eng- ar vinkonur.11 Eg hugsaði biturt að því tryði ég vel. Stúlka eins og K!t Harker eignaðist ekki vini meðal veikara kynsins. Vinir hennar voru allir karl- menn og Steve var númer eitt á listanum. Það var greinilegt. Ekki bara fyrir rmig, heldur alla í verk- smiðjunni. Og hefðu menn ekkt skilið það, gerðu þéir það bráðlega. Hann hafði hafði verið meirihluta dags- ins í „The Towers.“ Skildu þau vorkenna mér, skildu þau tala um Steve og Kit og segja: „Auminginn litli, já, konan er alltaf sá aðilinn, sem síðast frétfllr það.“ Eg sótti viskíið og setti það á borð við hlið hans. — Viskí. sóda og é'tt glas. „Vjiltu ekki fá þér liika, Jenny?“ „Nei, takk. Eg ætla að fara að hátta.“ Hann starði á eftir mér, þegar ég gekk til dyra. . „Þú ætlar þó ekki að fara að rífast? Djöfullinn sjálfur, þegar svona kemur fyrir.“ „Eg er ekki. að rífast,“ — sagði ég. „Eg er bara þreytt.“ Eg gekk hægt u]pp stig- ann. Það var alls ekki satt. Eg ætlað) ekki að rífast, en ég kunni ekki við þetta. Eg háttaði mig og lagðist niður. Það var svo óeðtlega kyrrt. Frú Connor var áreiðanlega búin að sofa lengi. Eg ósk- aði að Nicky vaknaði og kall aði á mlig. Eg vildi að ein- hvter þarfnaðist mín. Eg hafði aldrei “fyrr verið svona einmana eða skelfd vegna framtíðarinnar. Eg heyríj að klukkan sló tólf. Hvers vegna kom Steve ekki að hátta? Hvað var hann að hugsa um niðri í stofu? 6. Eg geri ráð fyrir að við herra Hassiel hefðurn ekki Htzt, ef Caroline hefði ekki slegið niður. En móðir henn- ar hringdi næsta morgun. —• Caroline hafði klætt rfg og ætlað á skrifstofiina, en svo hafði hún verið svo lasin að hún varð að hátta aftur. „Collins læknir kemur í dag og ég hef miklar áhyggj- ur af henni, Jenny. Hún hefði átt að vera heima í gær. Hún er ekki vön vetrarveðrinu hérna lengur“. Ég svaraði að þetta væri leiðinlegt, en að Caroline ætti bara að vera róleg. Ég gæti séð um þetta allt ein og ef hún kæmist ekki fyrir helgi kæmi ég og gæfi skýrslu. Ég hafði mikið að gera um morguninn, því Susy var líka veik. Hinar tvær kvörtuðu yf- ir því, hvað mikið væri að gera og ég reiddist. Þær hefðu vel getað tekið þessu betur. Venjulega höfðu þær það gott og þær höfðu gott kaup, en sannleikurinn var sá, að þær höfðu engan áhuga á vinnunni. Það eina sem þær höfðu áhuga fyrir var að sækja kaupið sitt á fö»studög- um. Eftir matinn hringdi herra Hassell aftur. „Frú Blane? Ég veit að ég hefði átt að hringja fyrr, en ég gat það ekki. Getið þér komið klukkan sex í dag líka? Það verður klukkutíma vinna“. „Já, það get ég, herra Hassell“. Og þannig stóð á því að ég barði að dyrum á íbúð nr. 507. Herra Hassell heilsaði mér hjartanlega og við unn- um samfleytt í klukkutíma. Svo hætti hann og horfði ó- viss á mig: „Þér hafið víst mikið að gera?“ „Eruð þér búinn?“ „Satt að segja er ég það ekki. En ég vil ekki tefja yð- ur“. En ég svaraði og sagðist geta verið eins lengi og hann þyrfti mín með. Mér lá ekk- ert á. Við morgunverðarborð- ið hafði Steve sagt: „Það get- ur verið að ég komi seint heim í kvöld, Jenny. Ég veit ekki hvernig allt verður í verksmiðjunni, það er bezt að þú bíðir ekki eftir mér“. Klukkan hálf-níu leit herra Hassell sorgmæddur á mig: „Ég vissi ekki að klukkan væri svona margt. Hvers vegna sögðuð þér mér það ekki?“ Ég brosti. „Ég vissi það ekki sjálf. Þetta var svo skemmti- legt“. „Svo fræðilegt efni? Einka- ritarinn minn verður rugluð þegar ég les svoa fyrir“. „Þá hlýtur henni að leiðast vinnan!“ „Já, það býst ég við“. Ég hallaði mé'r aftur í stólnum og slappaði af og fann að ég var dauðþreytt. Ég svaf lítið nóttina áður og ég hafði meira að gera en venjulega. Ég var ekkert bú- in að borða og nú hefndi það sín. Ég leit í spegil og varð hrædd við að sjá náfölt andlit mitt og dökka bauga undir augunum. En ég vissi að það var ekki líkamleg þreyta held ur hræðsla, óvissa og kvíði, sem hafði gert mig þannig. Ég veltj því fyrir mér, hvað Steve væri nú að gera og hvað skeði. Herra Hassell lagði olnbog- ana á borðið. „Liggur yður ekki á að fara heim í kvöld?“ „Nei“. „Bíður ekki óþolinmóður eiginmaður eftir yður í kvöld eins og í gærkvöldi?“ „Nei, Hann var sjálfur að vinna í kvöld“. „Gott. Þá förum við strax niður í matsalinn og fáum ojíkur að borða og ekki sízt að drekka. Ég finn að ég þarfn ast þess og þér lítið út fyrir að hafa gott af því líka“. „Ég hef haft mikið að gera í dag“. „Sama máli gegnir með mig. Borðuðuð þér hádegis- mat?“ „Nei“. „Ekki ég heldur“. Ég mótmælti ekki. Ég var viss um að góð máltíð gæti aðeins gert mér gott. Herra Hassell var greini- iega vel kynntur í matsalnum. Yfirþjónninn vísaði okkur sjálfur á lítið borð á góðum stað og kom með vínkort. „Tvo Martini“, sagði herra Hassell. „Við pöntum matinn þegar þér komið með þá“. Ég hresstist mikið við að borða og drekka og þegar röð- in kom að kaffinu vissi ég heilmikið um gestgjafa minn. Og það sem hann þagði yfir gizkaði ég á. Ég hafði haft á réttu að standa daginn áður, þegar ég' hélt að hann væri kvæntur. Frú Hassell var til en hún var erlendis og að því er mér skildist hafði hún ver- ið það lengi og hann vissi ekki hvenær hún kæmi heim. Þó hann segði ekkert, skildi ég, að það var alls ekki víst að hún kæmi heim.. Það, sem ég fékk ekki að vita, var hvort hann vildi að hún kæmi eða ekki. Hjónaband þeirra var greinilega af „ég fer mína leið — far þú þína“ gerðinni. Svo leiðis hjónabönd hafði ég allt- af fyrirlitið. Ég sagði honum meira um Steve og Nicky. Um hjóna- band okkar, sem væri svo hamingjusamt, en minntist ekkert á hvað ég væri örvingl uð og óhamingjusöm núna. Ég hélt að minnsta kosti að ég hefði ekki ljóstrað því upp fyrr en hann sagði: „Af hverju eruð bér svona á- hyggjufull í dag? Eða er frekt af mér að spyrja um það?“ Mér fannst það ekki frekt, en ég kunni ekki við það. „Hvers vegna finnst yður ég áhyggjufull?" Hann brosti. „Ég er ekki læknir til einsk is. Ég vissi að eitthvað var að um leið og ég sá yður. Jafn- vel fyrr. í símanum fannst mér rödd yðar þreytuleg og kraftlaus, allt öðru vísi en í gær“. „Ég er þreytt og slöpp í dag, annað er ekki að“. Ég var viss um að hann trúði mér ekki, en ég virti hann fyrir að láta sem.hann gerði það. Þegar við vorum búin að drekka kaffið stóð ég upp og sagðist verða að fara heim. „Ég keyri yður heim“. „Þúsund þakkir, en það leyfi ég ekki. Það er alltof langt. Það kemur alls ekki til mála“, sagði ég þegar_ hann ætlaði að mótmæla. „Ég fer með lestinni“. „Haldið þér að þér getið komið eftir hádegi á morgun líka?“ spurði hann meðan ég færði mig í hanzkana. flugvélarnar? Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm,- hafnar kl. 08.00 í dag. Vænt- anleg aftur til Rvk kl. 22.40. Flugvélin fer til London kl. 10.00 í fyrramálið. Gullfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.50 í dag frá Hamborg, — Kaupm.h. og Oslo. Flugvélin fer til Oslo, Kaupm.h. og Hamborgar kl. 08.30 í fyrra- málið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar :(2 ferðir), Egils- staða, Kópaskers, Vestm.- eyja og Þórshafnar.-----Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Fag urhólsmýrar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiffir h.f.: Edria er væntanleg frá A.fnsterdam og Luxemburg kl. 19 í dag. Fer til New Vork kl. 20.30. Saga er vænt- anleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Glasgow Dg London kl. 11.45. Sklpln: Skipadeild S.I.S*: Hvasafell er í Ventspils. — Arnarfell fer í dag frá Ro- stock áleiðis til Kalmar, — Norrköýping, Ventspils og Leningrad. Jökulfell fór 16. júlí frá Þórshöfn áleiðis til Hamborgar. Dísarfell átti að fara frá Flekkefjord í gær áleiðis til íslands. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell átti að fara ’frá Umba í gær áleiðis til Boston í Bretlandi. Hamrafell er í Hvalfirði. „Júlíana! Ætlarðu aff láta mig fá þennan gólfklút?“ „ú:;. Alþýðublaðið — 19. júlí 1959 |j[

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.