Alþýðublaðið - 21.07.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.07.1959, Blaðsíða 1
 HEILÖAKAFLI síldveiði- skipanna er orðinn meiri en í fyrra. Um helgina voru 210 skip búin að fá einhvern afla nyrðra. Faxaborgin var hæst. Stefán B. Pedersen tók þessa hressilegu mynd af löndun á Sauðárkróki. 40. árg. — Þriðjudagur 21. júlí 1959 — 152 tbl. á sömu rökum og kaþólskir fil Rómar. „SÉRHVEB stjórnmálamað- ur ætti að koma á Þingvöll á sama hátt og kaþólskir menn til Rómar“, sagði próf. Carlo Schmid í viðtali við frétta- menn blaða og útvarps í gær, „því Þingvöllur er einn mesti minnisvarðinn um sögu lýð- ræðisins“, bætti próf Schmid við, en hann var frambjóðandi jafnaðarmanna í forsetakosn- ingunum nýafstöðnu og er einn aðalforingi Alþýðuflokksmanna í Þýzkalandi. Carlo Schmid, sem hingað er kominn í boði Evrópuráðsins til að flytja fyrirlestur við Há- skólann, ræddi einkum um sameiningu Þýzkalands, um viðhorf sín í landhelgismálinu og um handritamálið, því hann er mæta vel kunnugur vanda- inálum okkar að fornu og nýju og að eigin sögn hafði hann þrautlesið íslendingasögurnar áður en hann kunni skil á því, hvar á jarðríki landið væri stað sett. Þannig er mál rneð vexti, að faðir hans, sem var prófes- sor í sögu, ferðaðist á hestbaki um ísland á síðasta áratug | Friörik varmí : ÖNNUR kappskák Frið- \ i riks og Inga R. var tefld ' ; á föstudagskvöld og lauk ; « með sigri þess fyrrnefnda. ■ : Þeir hafa þá unnið sitt- ; hvora skákina, en sú : ■ þriðja verður tefld í ■ : kvöld. fyrri aldar í leit að gömlum leifum af grafarsögnum, og góð vinur hans, Genzmer að nafni, hefur þýtt flestar íslendinga- sagnanna á þýzka tungu. „Mér þykir augljóst“, sagði hann um handritamálið, „að lágalegur eigandi handritanna sé Hafnarháskóli, ef um gull eða silfur væri að ræða, en hér er ekki um að ræða bókfells- blöð, heldur uppruna og sögu íslenzku þjóðarinnar. Og hvað sem lagaflækjum líður‘!, sagði próf. Schmid, „þá finnst mér augljóst, að ísland éigi sið- ferðilegan rétt til handritanna. Ég ræddi við Gylfa Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra í morgun, og sagði honum, að ég myndi ekki í hans sporum ræða lagaskýringar en skírskota til drengskapar dönsku þjóðarinn- ar. Ég skil vel, að danskir pró- fessorar vilji ógjarnan fallast á að láta af hendi slík menn- ingarverðmæti, en farsælasta leiðin er að láta beiðni ykkar um handritin ganga beint til dönsku þjóðarirínar innan ramma norrænnar samvinnu, og ég get ekki ímyndað mér annað“, sagði hann, „en að danska þjóðin fallist á sjónar- miði íslendinga í málinu“. „Handritin, sem Brynjólfur biskup gaf Danakonungi á sín- um tíma“, sagði hann enn, „gaf hann honum auðvitað ekki sem konungi annars ríkis, heldur sem konungi íslands". VINSAMLEGA OG SÓMASAMLEGA, t Aðspurður um viðhorf sín til landhelgisdeilunnar, sagði Carlo Schmid, að það væri erf- iðara viðfangs, en þó vel leys- Framhald á 2. sfön Við erum með síldar- skýrsluna á 2. síðu. ALÞINGI verður sett við hátíðlega athöfn í dag, og pré- dikar hinn nýkjörni biskup, herra Sigurbjörn Einarsson, en guðsþjónusta í dómkirkjunni er fastur liður í þingsetningar- athöfniniii. Aldursforseti þings ins stýrir svo fyrsta fundi þess, en hann er Páll Zóphóníasson, fyrri þingmaður Norð-Mýlinga. Alþingismenn safnast saman í þinghúsinu kl. 1,15 og ganga baðan í dómkirkjuna ásamt forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, biskupnum, herra Sigurbirni Einarssyni, og sendi herrum erlendra ríkja. Auk þess verður viðstaddur athöfn- ina í dómkirkjunni Carlo Schmid, varaforseti þýzka þingsins, en hann er staddur hér í heimsókn. Að lokinni guðsþjónustunni í dómkirkjunni verður þing- fundur settur, er forseti Is- lands hefur lesið þingheimi for- * setabréfið um sumarþingið. | Stýrir Páll Zóphóníasson þess-. um fyrsta fundi þingsins sem! aldurforseti þess. Mun hann minnast nýlátins fyrrverandi alþingismanns, Magnúsar lækn is Péturssonar. Ósennilegt er, | að forsetar þingsins verði i kjörnir á þesspm fyrsta fundi' þess í dag heldur að honum verði frestað til morgun og að þá verði gengið til kosninga1 Framhald á 2. síðu. ! Blaðið hefur hlerað Að altalað sé fyrir austan Fjall, að Hermann Jónasson ætli sér efsta sæti á lista Framsókn- armanna í Suður- landsk j ördæmi. Það er sókn að KR-markinu. ... Þórður Þórðarson er kominn inn fyrir vítateig. . .. Hann er með boltann. Hann er í færi. . .. Hann ... Hann ... Hann Þórður er dottinn og boltinn fór öfugu megin við stöng. Leikurinn fór fram upp á Akranesi síðastliðinn sunnudag, og KR vann Akra- nes m.eð tveimur mörkum gegn engu. Íþróttasíðan segir frá leiknum í dag. Þar eru líka aðrir helztu íþrótta- viðburðir helgarinnar. ÍÞRÓTTIRISAR eru á 9. síðu tMWWMWWWWMWMMIWWMMMMWWtMMWMMMWMMMW STOKKHÓLMI, 20. júlí. — (REUTER.) Nikita Krústjov, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, aflýsti í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni tij Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands. Afhenti rússneska uían- ríkisráðuneytið í dag scndiráð- um landanna fjogurra í Mosk- va orðsendingar þess efnis, að heimsókninni væri „frestað”1. Ástæðan, sem látin var uppi fyrir ákvörðun þessari, var Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.