Alþýðublaðið - 21.07.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.07.1959, Blaðsíða 9
Þarna er hættulegt augnablik eftir hornspyrnu á Akranes. KR-ingurinn, sem dottið hefur er Ellert Schram. Markvörður Akraness, HclgiDaníelsson hefur hlaupið út og reynir að góma knöttinn, en Helgi Hannesson stendur í mark inu. Ekki varð mark í þetta sinn. — Ljósm. I.M. Sslandsmótið. ( ÍÞréttir ) í daufum leik Glæsilegur grasvðllur vígður FYRRI leikur KR og Akur- nesinga (fslandsmeistaranna) fór fram á Akranesi s. 1. sunnu- dag. Hinn nýi grasvöllur stað- arins, var vígður með leik þess- um. Er hann staðsettur upp af einhverjum ágætasta sjóbað- stað landsins — Langasandi. — Grasgróin áhorfendastæði eru meðfram annarri hlið hans og fyrir öðrum endanum, vestan- Verðum. Rúma stæði þessi þúsundir áhorfenda. Er í- þróttamannvirki þetta glæsilegt tákn eins hins mesta knatt- spyrnubæjar landsins. Er leikurinn fór fram var logn og hlýtt, en sólarlaust, — sem sé, hið ákjósanlegasta leik- veður. Áhorfendur skiptu þus- undum, bæði úr kaupstaðnum, frá Reykjavík, Borgarnesi og nærliggjandi sveitum. Sannað- ist hér enn einu sinni sú mi'kla og almenna hyll, sem knatt- spyrnuíþróttin nýtur hérlendis. Almennt mun hafa verið >bú- ist við snörpum leik og átaka- hörðum, þar yrði látið sverfa til stáls, einkum þó af hálfu Ak urnesinga, sem höllum fæti standa í mótinu, að því er til stiganna tekur, þeir höfðu 6 stig, fyrir leikinn, en KR 10, og höfðu því allt að vinna til varnar titlinum „Bezta knatt- spyrnufélag íslands“, sem þeir hrepptu s. 1. ár. Með sigri KR mátti og telja Akurnesingum mótið nú, næsta tapað. Með þetta í huga, kom það því hin- um mörgu áhorfendum kynlega fyrir sjónir, hversu Akurnes- ingar tóku lítt á, að því er virt- ist. Snerpa og sóknarhugur, — sem hefur verið þeirra aðall, — var nú ekki fyir hendi eins og oft áður. Sóknarliðið, sem hrellt hefur mótherjana m. a. hér í höfuðstaðnum, mörg undanfar- in ár og gert þeim gramt í geði, með hraða sínum og vígfimi, átti varla skot á mark í þessum leik, sem talizt gat. Þar sem þetta var allt að því úrslita- leikur íslandsmótsins, þykir rétt að gefa allnákvæmt yfirlit um leikinn. Á fyrstu 5 mínútunum áttu bæði liðin skot á mark. Sveinn Jónsson fyrir KR og Þórður Jónsson fyrir Akurnesinga. — Bæði voru skot þessi tilþrifa- lítil og því auðvarin markvörð- um beggja. Stuttu síðar er Þór- ólfur Beck, miðherji KR, í skot- færi en Helgi ver. Akurnesing- ar fá hornspyrnu, Þórður Jóns- son sendi knöttinn fyir aftan markið. Aukaspyrnu fá Akur- nesnigar einnig skömmu síðar, Sveinn Teitsson spyrnir innað markinu, Þórður Þórðarson er í fæiri til að skalla, en dettur um leið. Þar fór það tækifærið. — Sókn KR á 22. mínútu. Ellert fær knöttinn rétt utan víta- teigs, Gunnar Guðmannsson, v. útherji er frír, en í stað þess að senda knöttinn til hans, — hyggst Ellert sjálfur að brjótast í gegn, en er stöðvaður á víta- teigi og missir knöttinn þar. — Sókn Akurnesinga upp úr frá- spyrnunni, endar á sendingu Þórðar Þórðarsonar til Þórðar Jónssonar, sem skýtur allvel strax á markið, en Heimir ver örugglega. ^ ÞRJÚ DAUÐAFÆRI KR í RÖÐ. KR-ingar sækja á, Gunnar Guðmannsson fær knöttinn út til vinstri, skeiðar með hann upp kantinn og sendir vel fyr- ir til Ellerts, sem er frír fyrir opnu marki og inni á makteig, en skeikar skotfimin. Rétt á eftir þrumar skot að marki Ak- urnesinga, Helgi ver en missir knattarins, Ellert nær til hans, skýtur, en hann lendir í Helga og er spyrnt frá. KR-ingar sækja enn á, Gunnar Guð- mannsson sendir yfir völlin til Arnar Steinsen, sem skallar mjög vel fyrir markið, Sveinn Jónsson er í opnu færi en mis- tekst herfilega. Þarna má segja að tvö opin marktækifæri færu algjörlega forgörðum, fyrir reginmistök. VV KR-INGAR SKORA. Loks á 44. mín. skora KR- ingar fyrra mark sitt, var það Sveinn Jónsson, sem það gerði, eftir að vörninni hafði mistek- ist að stöðva lága fyrirsendingu, en Sveinn brunaði inn og skaut, að vísu ekki fast, svo að Helgi Dan. hefði átt að takast að verja — knötturinn rann yfir hendur hans. jy SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Þessi hálfleikur var allur Framhald á 10. síðu. Meisfaramóf íslands í hand- knaffleik karla Éi er hafið Fram sigraði Aftureldingu og FH Ármann. MEISTARAMÓT íslands í handknattleik karla utanhúss hófst á Hörðuvöllum í Hafnar- firði á sunnudaginn. Þorgeir Ibsen, formaður ÍBH, setti mótið með ræðu, en síðan hófst keppnin með leik milli Fram og Aftureldingar. FH OG FRAM SIGRUÐU. Lið Fram náði þegar í upp- hafi nokkurra marka forskoti, en munurinn hélzt óbreyttur þegar líða tók á leikinn. Sigri Fram var samt aldrei ógnað, en úrslit leiksins urðu þau, að Fram sigraði með 17 mörkum gegn 12. Næst léku FH og Ármann og höfðu íslandsmeistararnir yf- irburði frá byrjun til enda, eif úrslit urðu þau, að FH sigraði méð 26 mörkum gegn 11. MÓTIÐ HELDUR ÁFRAM I KVÖLD. í kvöld klukkan 8 heldur mótið áfram og þá leika ÍR — Afturelding og Fram — Ár- mann. Talsvert var af áhorfendum á sunnudaginn og virtust þeir skemmta sér ágætlega, enda veður gott. Völlurinn er góður, harður og nokkuð sléttur, en stærð hans er 24X48 m. Bandaríkjamenn sigruðu með 19 sfiga mun ... KEPPNI Bandaríkjamanna | og Rússa fór eins og búizt var við fyrirfram, þeir fyrrnefndu { sigruðu með 19 stiga mun, eða nákvæmlega því sama og í- þróttasíða AlþýðUblaðsins spáði á föstudaginn. Að vísu var spá- in ekki rétt í hinum ýmsu grein um innbyrðis, en gaman var samt að munurinn skyldi verða eins og spáin var. Árangurinn var ágætur í flestum greinum, en ótrúlega lakur í sumum, t. d. 10 km hlaupi og 1500 m. O’Brien setti heimsmet. O’Brien si.graði í kúluvarp- inu með 19,26 m, sem er einunm cm betra en staðfest heimsmet hans. Eins og kunnugt er hafa O’Brien, Dallas Long og Nieder stöðugt verið að varpa lengra en þetta staðfesta met í sumar, en aðstæður hafa vist aldrei verið fullkomlega löglegar. Nú ætti það að vera öruggt. Nor- ton sigraði í 100 og 200 m á 10,3 og 20,7 sek. 'Southern í 409 m á 46,2 sek. Kusnetsow í tugþraut, 8350 stig, Rudenkov óvænt í sleggju með 66,75 m. íþróttasíðan hefur ekki enn fengið úrslit í öllum greinum, en seinna munu birt heildarúr- slit keppninnar, en frá þessunu greinum hefur frétzt: 110 m grind: Hayes 13,6, 3000 m hindr un: Ritstjhin, R 8:51,6. Kringlu kast: Oerter 57,30. Spjótkast: Cantello 79,76. Hástökk: Sjhav laijdze, R 2,06 m og 1500 mr. Burleson, USA 3:49,4 mín. Bragg sigarði í stangarst. 4,64, Bulatov varð 2., stökk sömu hæð, sem er Evrópumet. & SamíhliSa keppni karla frá USA og Sovétríkjunum, þreyttu stúíkur þjóðanna keppni. Úrslit urðu þau, að þær rússnesku sigruðu með töluverðum yfh’- burðum. Nánar síðar. Drengjamót og tugþraut MR ; í kvöld í kvöld kl. 8 hefst Drengja- r^eistaramót íslands (drengir fæddir 1941 og síðar) í frjáls- íþróttum á Melavelli. Einnigj hefst meistaramót Reykjavíkux í frjálsíþróttum með keppni í tugþraut og 10 km. hlaupi. oma Alþýðublaðið — 21, júlí 1959 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.