Alþýðublaðið - 25.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.07.1959, Blaðsíða 5
FORSÆTIS RAÐIIERRA Japans, Nobosuke Kishi, sem nýlega var í opin- berri heimsókn í Eng- landi, notaði taekifærið skömmu eftir komu sína til landsins til að heilsa upp á hinn aldna stjórn- málamann sir Winston Churchill á heiniili lians í Hyde Park Gate í Lond- on. — Þeir eru að heils- ast á myndinni. írakskur nazisfi Rashid Ali Gaylani, er stóð fyr- ir hinni nazistísku uppreisn í írak árið 1941, hefur verið dæmdur til hengingar fyrir að reyna að steypa stjórn Kass- ems, forsætisráðherra, af stóli með uppreisn, sem hefjast átti 9. desember s. I. Dómurinn var kveðinn upp 17. desember s. 1. eftir leynileg réttarhöld og er nú beðið stað- festingar Kassems á honum. Stjórn íraks segir, að ekki hafi verið t.ilkynnt um dóminn fyrr en nú, þar eð vissir „arabískir aðilar11 voru sagðir flæktir í málið. (Talið er, að um sé að ræða Arabíska sambandslýð- veldið, sem á þeim tíma var í vinsamlegum tengslum við írak). Safsi af rifgerðum og ræBu Frétt til Alþýðublaðsins. Húsavílt í gær. TJNNIÐ er að hafnarbótum á Húsavík í sumar, og hefur einu keri verið sökkt framan við bryggjuna. Er nú unnið að uppfyllingu við kerið og mun bryggjan bá lengjast um 15 metra. Ætlunin er að ljúka þessum áfanga í haust og steypa auk ]«ess upp annað ker í sumar. Auk þess hefur verið unnið að endurbótum á bryggj- unni, lögð um hana fullkomin raflögn og kranar endurbætt- ir. Kosta þær á annað hundrað þúsund krónur. ÚT ER komin ný bók eftir Jón Helgason skáld og próf- essor í Kaulpmannahöfn og hún gefin út af Félagi ís- lenzkra, stúdenta f Kaup- mannahöfn í tilefnj; af sext ugsafmæli Jóns 30. júní í ár. Á Tabula gratulatoria eru nöfn 317 manna. Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn gerir þessa grein fyrir bókinni: „Bók þessi er gefin út af Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn á sextugs- afmæli Jóns Helgasonar próf essors, 30. júní 1959. Jón hefur í röska fjóra ára tugý sótt flesta fundi félags- ins og samkomur og lagt þar fram drýgri skerf til skemmt unar og fróðleiks en nokkur maður annar. Með útkomu þessarar bókar rætist sú ósk Hafnarstúdfenta og fjöl- margra annarra að prentað sé í tfnum stað safn af ræð- um og ritgerðum sem hann hiefulr samið á íslenzku og forvitnilegar imega vera fleirum en fræclmönnum. Áður hafa þeir þættir sem hér birtast vierið víða dre'fð ir og sumir torgætir, en fyr- Ur orð félagsins hefur Jón veitt þvf leyfi til að þá, og sjálfur hefur hann val ið efn| bókaÆnnar og búið það til prentunar, en nefnd félagsins hefur undirbúið út gáfuna og sent Hafnarstúd- entum boðsbréf. Á sfextugsafmæli Jóns þökkum við honum gömul kynni sem nú gefst kostur að rifja upp að nýju og biðj um honum heilla“. EFNI BÓKARINNAR. Bókin nefnist Ritgerða- korn og ræðustúfar. Ritgerða kornín eru þessi: Að yrkja á íslerizku, Bjarkamál Saxa, Hildjibrandskviða, Vjerkefni íslenzkra fræða, Gauks saga Trandilssonar, íslenzk hand- rit í British Musfeum, Þjóð- sögur, Arngrímur lærði, Séra Jón Þorláksson, Finnur Magnússon, Athugasemdir um fjögur íslenzk kvæði, Hrein íslenzka og miður hrein, Grannar vorir í vestri, Sigfús Blöndal og Guðmund- ur Hnnbogason. Ræðustúf- arnir eru: Á íslendingamóti í Kaupmannahöfn 1. des. 1941. Á fimmtugsafmæli Fé lags íslenzkra stúdenta í Kaúpmannahöfnð Á kvöld- vöku í Kaupmannahöfn 17. júní 1943, Á íslendingamóti í Kaupmannahöfn 17. júní 1944, . Á íslendingamóti í Kaupmannahöfn um áramót in 1944-—45, Á fimmtugsaf- mæli Halldórs Laxniess, Á íslend.ngamóti í Kaupmanna höfn 1. desember 1952 og á svölum Alþingishúss, 1. des- ember 1954. Síðast er svo eftirmðli höf undar, þar sem Jón gerir ör stutta grein fyrir, hvers vegna hann hefur láð máls á útgáfu ritgerðakornaanna og ræðústúfanna, Bókin er prent uð í Hólum og stórvel til búnings hennar vandað. Jón Helgason Leiðin frá Gullfossi LEIÐIN frá GulMossi inn að Hvítárnesi hefur verið lagfærð að undanförnu og er nú vel greiðfær góðum bílum, eftir að vegheflar hafa farið alla þessa leið. Jón Ingvarsson verkstjóri fór á föstudaginn Var á jeppa frá Hveravöllum að Selfossi, samtals 160 kílómetra vega- lengd á fjórum klukkustunduin og 40 mínútum. J. E. M. Arden, höfund- • ur þessarar greinar, er há skólafyrirlesari í Evrópu- sögu. Hann hefur ferðazt sem blaðamaður og kenn- ari um ýmis Austur-Evr- ópulönd og öðlazt á þann hátt bein k.vnni af við- horfi almennings og menn tsmanna til. stjórnmála. KOMMÚNISTAR halda æskulýðsmót í Vín í endaðan júlí. Enda bótt ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann að mér. meðvitandi hugsað ’um sjálfan mig sem æskumann fremur en dreng eða ungan mann, var ég eitt sinn gabbaður á slíkt mót. Það sem fyrst og fremst vakti at- hygli mína þar, var að margir aðalfuljtrúar kommúnistaríkj anna voru komnir af æsku- skeiði. Það var ákaflega hjart næm athöfn, þegar einn þá- verandi ritari sagði af sér með ræðu, þar sem hann hafði þá náð aldurstakmarkinu. Hann var, ef mig ekki misminnir, 42 ára. Þetta er takmarkaðra nú, nema ef til vill hvað forystu- mönnunurii viðkemur. „Ó- breyttir liðsmenri, mega a. m. k. ekki, vera eldri en 32 ára. Fólk þroskast sjðar nú á dög- um. Og það væri grimmdar- legt að svipta þessa „atvinnu- æskumenn“ starfi, enda bótt aðrar stöður séu tiltækar. Shelepin var þar til á síðasta ári ritari samtaka sovézkra ungkommúnista. Hann er nú ýfirmaður leynilögreglunnar og getur það gefið nokkra vís- bendingu um æskulýðsfélög kommúnista. A. m. k. eru hátíðahöldin, sem nú standa fyrir dyrum og haldin eru á vegum hins kommúnistiska sambands lýð ræðissinnaðrar æsku og Al- þjóðasambands stúdenta, að- allega til þess ætluð, a. m. k. af aðstandendum þeirra, að auka vinsældir lögregluríkis- ins meðal móttækilegra æsku- manna vestan tjalds og í Af- ríku og Asíu. Andkommúnist- isk æskufólkssambönd hvar- vetna fordæma það. Heims- samband æskufólks (WAY) í Bretlandþ en í því eru næst- um öll pólitísk, trúarleg og önnur almenn félagasamtök í landinu, hefur látið mjög í ljósi andúð sína ,og í Austur- ríki sjálfu hafa stúdenta- og æskumannafélög úr öllum flokkum að undanteknum hin um örsmáa kommúnistaflokki verið sérlega fjandsamleg þessum mótum. Stúdentasamtök þeirra hafa ákveðið að gera ákveðnar ráð- stafanir gegn þeim. DÝR BARÁTTA. „Þessi mót“, eins og einn ritari sovézka ungkommún- istasambandsins hefur skrif- að, „eru til þess ætluð að sannfæra æskuna í kapítal- ísku ríkjunum og í óháðum nýlenduríkjum um það, að að- eins með sameiginlegri bar- áttu sé unnt að varðveita, frið á jörð og tryggja æskunni betri framtíð“. Það er full- ljóst gegn hverjum tyiráttan skal háð. Og Rússar virðast meta hana að nokkru, þar eð þeir verja miklum fjárhæðum þessu til sþyrktar. Hátíða- höldin, sem voru í Möskvii 1957 kostuðu Rússa milli 30 og 4.0 millj. sterilingspunda. Það. sem atjiyglisverðasfc er við þetta mót. sem nú er haldið, (ef við sleppum þeirri staðreynd, að „aðalráðgjaf- inn“, tékkneskur kommúnisti, sem hefur setið í forsæ.ti stú- dentasamtaka þeirra síðastlið- in 11 ár er nefndur Pelikan), er, að' það skuli haldið í Vín. Þau sex mót, sem áður hafa verið haldin, hafa öll verið í kommúnistiskum Iqndum. Á- stæðan fyrir breytingunni virðist sú, að mótið í Moskva virðist hafa misheppnasí. Rússneskir æskumenn, virðast hafa orðið fvrir miklú meiri áhrifum af því, sem þeir sárs og heyrðu til vestrænna fé- laga, en öfugt, eins og í upp- hafi var til ætlazt. Það var kvartað undan þessu í sovézk- um æskulýðsblöðum og í einu þeirra var talað um skipu- lagða andstöðu meðal stú- denta frá Leningrad, sem ætti rætur að rekja til mótsins. Þannig er það tilkomið, aS enda þótt austurríska stjórn- in væri þess ófús og almenn- ingur í Austurríki hafi látið í ljósi andúð sína, verður nú gerð. tilraun til þess að halda sovézkum áróðri að ungu. fólki, þar sem það getur ekki séð neitt af kommúnistískum raunveruleika, nema sendi- nefndir í æskublóma, seín hafa fengið ýtarlega tilsögn í hvernig eigi að afla vina og hafa áhrif á fólk. Það er staðreynd, að þeir verða staddir aðeins nokkra tugi mílna frá ungversku landamærunum, en handan þeirra hefur nýlega fjöldi sfú- denta hlotið grimmilega dóma- fyrir að reyna að ræða málin eins frjálslega og gert er í Vín. Slíka hluti mun ekki vera mikið minnst á við há- tíðahöldin. Samt sem áður hljóta þeir, sem að mótinu standa, að vera bjartsýnir, ef þeir gera sér í hugarlund, að fáeinir algjörir græningjar frá Evrópu eða Afríku, séu líklegir til að vita ekki af þessum hlutum. Það er því lang trúlegast, að það sé ein- mitt fyrir slíkt fólk, sem þess- ar dýru hátíðir eru haldnar. Ef svo er, getum við fagnað eyðsluseminni, því þessurn peningum hefði að öðrurn kosti ef til.vill verið varið til vígbúnaðar. uioiiDiiiMiiiiiMiiEiiaitBimiiiiiitil | Vínarblöðin | i skrifa ekki ] ■ m ■ « | um hátíðina I ; ÖLL dagblöðin í Vín- ; ■ arborg nema kommúnista • ■ blaðið „&jóðarröddin“ — I I : hafa ákveðið að hundsa ' : ; VII. Heimsmót æskunnar, ; ; sem verður opnað í Vín á ; • morgun. Óhóða blaðið —J ■ : „Ðie Presse“ segir, að ekk : : ert and-kommúnistísku ; ; blaðanna muni birta nein ; » ar tijkynningar um fundi^ ■ : eða skrifa neitt um mótið,á: ; semí skipulagt er af „Al-*; ■ þjóðasamibandi lýðræðis- ; : sinnaðrar æsku“. —5 % $ Alþýðublaðið — 25. júlí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.