Alþýðublaðið - 25.07.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.07.1959, Blaðsíða 12
sem tekin hefur veriS af jarð- göngunum fyrirhuguðu gegn- um Stráka í Siglufjarðarvegi ytri. Hún er tekin eftir fyrstu sprenginguna og holan inn í bergið er 4—5 meíra djúp. Göngin verða samtals 900 m. löng, 8 metra breið, tvær ak- brautir og sennilega raflýst. Fyrst um sinn verða sprengd- ir 20—30 metrar inn í fjallið til að kanna bergið. Jarðgöngin gegnum Stráka verða mestu mannvirki sinn- ar tegundar hér á landi og kosta fullgerð samkvæmt á- ætlun 10—12 milljónir króna ©g þá verður Siglufjörður í - vegasambandi við umheiminn aílan ársins hring. Myndina tók Aðalsteinn Sveinbjörns- son. ALLS eru í smíðum 40 nýj- ar brýr á landinu í sumar fyrir ríkisfé, tjáði vegamálastjóri, Sigurður Jóhannsson, blaðinu í gær. Eru 17 þeirra 10 metra lan-gar eða íengri, en 33 smærri brýr. Auk Þess eru þrjár í end- urbyggingu og þrjár > verða byggðar fyrir fé brúarsjóðs. Stærri brýrnar verða byggð- ar í Borgarfjarðar-, Dala-, Barðastrandar-, Húnavatns-, Skagafjarðar-, Þingeyjar-, Múla-, Vestur-Skaftafells- og Árnessýslum. Lengst er Hjaltastaðaárbrú í Skagafirði, 41 m, en næst henni gengur Þverdalsárbrú á Vest- fjarðavegi, 33 m, en það er veg- ur sá, sem koma á ísafjarðar- sýslum í samband við heildar- vegakerfi landsins. Þeim vegi verður lokið á þessu hausti. KOSTNAÐUR ÁÆTLAÐUR UM 10,4 MILLJ. ALLS Áætlaður kostnaður við bygg ing hinna stærri brúa er 5,3 milljónir. Hinar 23 smærri brýr eru víðs vegar á landinu. Áætl- aður kostnaður við byggi'ng þeirra er tæpar þrjár milljónir. Þrjár brýr verða enrjfurbyggð- ar, er þar um að ræða brúna ýfir Tungufljót, sem er 70 m löng, Húseyjarkvísl í Skaga- firði og Hvítárbrú hjá Brúar- hlöðum, en endurbygging henn ar er nú lokið. Kostnaður við þessar endurbyggingar er á- ætlaður um 2,1 milljón. Byrjað er á þrem brúm fyrir fé brúarsjóðs. Eru það: brú yfir Hornafjarðarfljót, Ytri-Rangá og Mjóasund á Eyrarsveitar- vegi. um skrárbreyíinp í nefnd BÆÐI frumvörpin um stjórn arskrárbreytinguna eru komin til nefndar í neðri deild alþingis að lokinni fyrstu umræðu. Fjall ar um þau sérstök sjö manna stjórnarskrárnefnd eins og tíðkazt hefur um fyrri kjör- dæmabreytingar og endurskoð- un kosningalaganna í tilefni þeirra. -Stjórnarskrárnfjfndina, sem kosin var í neðri deild í gær, skipa þessir alþingismenn: Jó - Ihann Hafst/in, Magnús Jóns- pon, Þorvaldur Garðar Kr.ist- jánsson, Einar Olgeirsson, Stein dór Steindórsson, ,Gísli Guð- mundsson og Páli Þorsteinsson. NÝJU KOSNINGALÖGIN SAMIN af þrem' ‘HÆSTARÉTTARDÓMURUM Friðjón Skarphéðinsson dóms málaráðherra fylgdi frumvarp- inu um kosningalögin úr hlaði og .gerði grein fyrir helztu efn- isatriðum þess. Frumvarpið er samið af þremur hæstaréttar- dómurum, Þórði Eyjólfssyni, Árna Tryggvasyni og Jónatan Hallvarðssyni. Atkvæðagreiðslan í neðri deild um kjördæmafrumvarpið fór þannig, að það var sam- þykkt til annarrar umræðu með 20 atkvæðifm. gegn 12. Til- lagan um að kjósa sérstaka stjórnarskrárnefnd var sam- Framhald á 10. síðu. Ölafsvík í gær. SÍLDVEIÐI hefur verið mjög treg f vikunni, en nóg er þó að gera við hinar miklu hafnar- framkvæmdir og byggingar í þorpinu. Nýr bátur er væntanlegur á sunnudag frá Svíþjóð. Mun hann heita Stapafell og fer hann væntanlega strax á síld. ara gamaii pinui Kom ðf knaff- KLUKKAN 22.46 á fimmtu- dagskvöld varð umferðarslys á Sigtúni á móts við húsið nr. 21. Varð 16 ára piltur fyrir bifreið og hlaut alimikil meiðsli. Slysið vildi þannig til, að Opelbifreið var ekið vestur Sig tún. Sá b/freiðarstjórinn 4 menn ganga hlið við hlið á und an bifreiðinni eftir götunni. Virtist lionum rúm til þess að aka áfram á vinstri vegkanti og gaf hljóðmerki þeini íil viðvör- unar. Við það litu þÁr við, sem gengu hægra megin á götu-nni, og færðu- þeir sig lengra til hiið ar. Annar þeirra tveggja, sem voru vinstra megin, stanzaði, en hinn, sem nær v.ar götujaðr- inum, ætlaði að víkja út af göt- unni, en varð Þá fyrir hægri framhlið bifreiðarinnar. I Kastaðist hann frara fyrir ! bifreiðina og lenti á grúfu. ; Hann missti ekki meðvitund. Var hann fluttur á Slysavarð- Framhald á 10. síðu. Fréttir til Alþýðublaðsins. HELZTU síldarstaðir í gær. EKKI var eins mikil veiði í nótt og í dag, eins Og verið hef- ur þessa síðustu daga. Veiðin var helzt út a-f Skallarifi og á Skagagrunni. I -gærkvöldi voru bátarnir komlnir á miðin, en ekki hafði frétzt um veiði. Þá var norðan kaldi. SigSufjörður TIL Siglufjarðar komu í gær 68 bátar með síld. Heildarafli þeirra var rúm 17 þúsund mál. Fór megnið af Því í bræðslu, en þó var eitthvað reynt að salta. Voru bátarnir með frá 100 málum og allt að 11000 mál- um, Ólafsfjörður TIL Ólafsfjarðar komu að- eins tvö skip með síld í g-æ:r. Voru Það Þorvaldur Rögnvalds son með 280 tunnur og Víðir II. með 700 tunnur. Fór síldin til söltunar og frystingar. Er-fitt er með söltun, því mikið geng- ur úr. Norðan kaldi er nú hér og ekki sérlega gott veður. AF Dalvík er lítið að frétta af síld. Þó komu þangað tveir bátar. Það voru Helgi Flóvents son með 66 tunnur og Baldvin Þorvaldsson með 130 tunnur. Nú er búið að salta hér í alls um 12 þúsund tunnur í sumar. Vonumst við til að fá síld ef veiði verður góð í nótt. Skagasirönd FJÖGUR skip komu til Skagastrandar í morgun og i dag með síld. Eru það Sæljón4 Sæfari, Sæborg og Garðar, sem eru með urn 600 til 900 mál Framhald á 2. síðu. Létlara yfir víðskipfum vegna slldveiðanna „ÞAÐ er léttara yfir viðskipt unum þessa dagana,“ sagði mað ur nokkur, sem þaulkunnugur er viðskiptalífinu í Reykjavík, og ástæðan? — Síldveiðarnir fyrir norðan. Alþýðublaðið gerði sér far um að kynna sér þessi mál í gær og niðurstaðan: Enginn kippur, né stökkbreyt ing, en það er hugur í fólki og allt heldur líflegra. Bílasali nokkur sagði að bíla verð hafi að vísu ekki hækkað allra síðustu daga-na, „en víst er um það,“ sagði hann, „að ef þeir koma með 30—50 þúsund króna aflahluti heim úr síld- inni, þá verður Það hið fyrsta, sem strákarnir gera, að kaupa sér bíl.“ Sagt er, að bankastjórar séu Togarar landa í Hafnarfirði f GÆR og fyrradag landaði togarinn Elliði 330 t. af karfa í Hafnarfirði. Allur bessi afli fór í bræðslu. Hafliði landaði einnig í Hafn- arfirði í gær. Kom hann að með fullfermi. viðmótsþýðari og jafnvel örlát- ari en að venju. Og það er bjartara yfir borg inni. Björgvin Bjarna- son seiur upp rækjuverksmiðju á Langeyri BJÖRGVIN Bjarnason út- gerðarmaður, sá, er á sín- um tíma brá sér til Ný- fundnalands, hefur nú keypt Langeyrareignina i Álftafirði og ætlar að setja þar upp rækjuverk- smiðju. Er það nú orðinn arðvænlegur atvinnurekst ur á Vestfjörðum og ætla Guðmundur og Jóhann á ísafirði að fá sér rækju- pillunarvél, sem þeir ætla að setja upp í Péturs borg svokaliaðri. Rækju- veiðin liggur niðri um há- sumarið á meðan rækjan fer úr skelinni, en af framansögðu má ráða, að Vestfirðingar búa sig und ir að taka á móti henni myndarlega, þegar hún kemur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.